Morgunblaðið - 20.01.2009, Side 17
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA
TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR.
KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA
TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR.
KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA
ÚTS LA
Þúsundir fermetra
af flísum með
20 -70% afslætti
Plastparket
frá 1.790 kr/m2
Heimilisgólfdúkar
20% afsláttur
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
GE kæliskáparnir eru öflugir,
endingargóðir og glæsilega innréttaðir
Amerískir GE
kæliskápar
GCE21LGWFS
Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm
Með ryðfríum stálhurðum
381 ltr. kælir og 173 ltr. frystir
Orkunotkun: A
GE kæliskápur verð frá kr.:
319.900
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
Meðal merkustu viðburða í listalífi Vestmannaeyja var
þegar sönghópurinn Mandal flutti lög við kvæði og sálma
sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts í Tyrkjaráninu er
þjónaði Kirkjubæ í Vestmannaeyjum í bland við ensk
jólalög frá áþekkum tíma og síðar. Sönghópinn skipa
tvenn hjón; Bára Grímsdóttir og Chris Foster annars
vegar og Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson hins
vegar. Um tónleikana segir Kári Bjarnason, for-
stöðumaður Safnahúss í Vestmannaeyjum: – Eitthvað
gerðist á þessum tónleikum sem ég fann að snerti alla þá
er þar voru viðstaddir. Það var ekki bara að kvartettinn
væri vel mannaður; ekki einasta að Bára er eitt besta
tónskáld þjóðarinnar af yngri kynslóðinni og því frum-
flutningur laga hennar stór viðburður í sjálfu sér; ekki
einvörðungu að Helga náði með undraverðum hætti að
gæða texta sr. Jóns nýju lífi og ekki einungis sú stað-
reynd að með því að spila á hin gömlu hljóðfæri náðist
sérstök og hrífandi stemning. Ég hef spurt sjálfan mig
eftir tónleikana: hvað var það sem gerði þessa tónleika
eftirminnilegri en aðra tónleika sem ég hef sótt?
Á fyrstu dögum ársins fór fram árleg afhending Frétta-
pýramídans sem vikublaðið Fréttir veitir þeim sem
þykja hafa skarað fram úr í Vestmannaeyjum á nýliðinu
ári. Viðurkenningarnar voru fjórar að þessu sinni þar
sem Bjarni Sighvatsson, fyrrum útgerðarmaður, var út-
nefndur Eyjamaður ársins, Vélaverkstæðið Þór var til-
nefnt fyrirtæki ársins, Tónlistarskólinn fékk viðurkenn-
ingu fyrir framlag til menningarmála og Ólöf Aðalheiður
Elíasdóttir fyrir framlag til íþróttamála í Vest-
mannaeyjum. Bjarni fór í fararbroddi þeirra sem söfn-
uðu fé til tækjakaupa fyrir Heilbrigðisstofnunina í Vest-
mannaeyjum auk þess sem fjölskylda hans kom mjög
myndarlega að söfnuninni. Samtals hefur þetta skilað
tækjum fyrir um 60 milljónir sem er til heilla fyrir stofn-
unina, starfsfólk hennar og Vestmannaeyinga alla.
Sjaldan hefur verið meira um að vera í byggingariðnaði í
Vestmannaeyjum enda tvö stórhýsi í byggingu í mið-
bænum. Stefán Lúðvíksson og Þórarinn Sigurðsson
standa fyrir nýbyggingunni við Hilmisgötu sem verður
tvær hæðir, verslunin Geisli verður á fyrstu hæð og sex
íbúðir á annarri hæð.
Það hefur verið í nógu að snúast hjá byggingafyrirtæk-
inu Steina og Olla ehf. undanfarna mánuði. Stærsta
verkefnið er stórt verslunar- og íbúðahús í miðbæ Vest-
mannaeyja. Auk þess hefur verkefnastaða fyrirtækisins
verið góð og hafa sjaldan verið jafn margir í vinnu yfir
vetrarmánuðina og nú.
Þá tók Vestmannaeyjabær tilboði Steina og Olla í fjöl-
nota íþróttahús sem rísa mun við Týs-heimilið á næstu
mánuðum.
Á fyrstu dögum ársins voru opnuð tilboð í jarðvinnu og
steypuvinnu vegna framkvæmda við útisvæði sundlaug-
ar og eiga framkvæmdir að hefjast strax við undirritun
samnings og skal þeim lokið eigi síðar en 10. apríl.
Í haust hófst undirbúningur að gerð Landeyjahafnar
sem samkvæmt áætlun á að vera tilbúin um mitt næsta
ár, sumarið 2010. Byrjað er að keyra grjóti ofan af Selja-
landsheiði og er framkvæmd á áætlun. Ekki hefur verið
farið fram á frestun framkvæmda og Vestmannaeyjabær
hefur augastað á notaðri ferju sem gæti hentað til sigl-
inga í Landeyjahöfn og yrði klár sumarið 2010.
VESTMANNAEYJAR
Ómar Garðarsson fréttaritari
Verðlaun Í síðustu viku var Andri Ólafsson knatt-
spyrnumaður valinn íþróttamaður Vestmannaeyja.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson.
Jón Daníelsson segist hafa alistupp innan um framsóknarmenn
í Húnaþingi. Sumir hinna eldri hafi
þá enn verið örlítið flámæltir og vill
minnast þess er Framsókn velur sér
nýjan formann:
Fimlega telja á fingrum sér
framsóknarmenn hinna grænu rósa.
Fer þó í verra ef fingurner
eru færri en þeir sem vilja kjósa.
Hann hallast að því að Hauki hafi
misfarist með fingur beggja handa í
talningunni, enda fyrir löngu orð-
inn óvanur svo mörgum atkvæðum.
Friðrik Steingrímsson í Mývatns-
sveit orti af sama tilefni:
Gerast í pólitík glappaskot enn
á gæðin er hæpið að stóla,
og fyrir nú liggur að framsóknarmenn
fari í talningaskóla.
Jón Ingvar Jónsson velti upp nýj-
um fleti á talningunni:
Endurtalning öllum vafa
eyða mun úr hverri sál.
Þá sjá allir að þeir hafa
yfir flokkinn kosið Pál.
Þá Pétur Stefánsson:
Í Framsókn er bæði fjör og drama,
– fremstur var Höski í sigurliði
og stóð í ljósi frægðar og frama
í fimm mínútur uppi á sviði.
Hjálmar Freysteinsson veltir fyr-
ir sér þýðingu þessa viðburðar fyrir
flokkinn:
Drottinn gefi Framsókn frið
formann náði’ hún að velja.
En vilji hún okkur veita lið
verður hún að kunna að telja.
Þá Ólafur Stefánsson:
Þegar Valgerður var að kyssa,
vinningshafann seinni,
sýndist konan svolítið hissa,
– en svona er lífið í beinni.
VÍSNAHORN
Af talningu og Framsókn
ÚR BÆJARLÍFINU