Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 12. JANÚAR 2009. Volgir blóðlækir streyma enn á götum Gazaborgar. Sund- urtætt lík, dauðvona fólk hvarvetna. Öfl- ugum sprengjum hef- ur rignt yfir saklaust og varnarlaust fólk dögum saman. Sjúkra- hús eru full, vatn er af skornum skammti, matarbirgðir þrotnar, helsært fólk á sjúkrahúsum fær ekki meðul. Rauði krossinn og Rauði hálfmán- inn fá ekki að sinna særðum. Al- þjóðalög eru þverbrotin. Skólar og barnaheimili eru sprengd upp. Sjúkraflutningamenn eru skot- mörk ísraelskra hermanna. Heim- ili eru rústuð, fjölskyldum eytt og börnin drepin og limlest í hundr- aða tali. Ísraelski herinn er að prófa ný vopn, DINE, sem tæta sundur líkama fólks. Hann notar einnig ólögleg vopn; hryllilegan hvítan fosfór og napalm til að kveikja í varnarlausu fólki á ferð. Aðgerðin minnir um margt á blóð- baðið Operation Fhantom Fury í Fallujhaborg í Írak í nóvember 2004, sem við studdum. Í morgun, 12. janúar 2009, þeg- ar hildarleikurinn á Gaza var helsta umræðuefni fjölmiðla um allan heim hafði leiðarahöfundur Morgunblaðsins mestar áhyggjur af ungu (?) fólki með höfuðföt sem kveikti í sjónvarpskapli á gaml- ársdag sem kosta mun eigendur stöðvarinnar einhverja aura. Leið- arahöfundi finnst mikilvægast núna að hafa áhyggjur af þessu dulbúna fólki – vegna þess að það er ekki hægt að hegna því og setja það ævilangt á svartan lista fyrir að skemma sjónvarpskapal og rífa kjaft, eins og það heitir. Barnamorðin í Gaza og fjöl- skylduharmleikurinn er skelfilegri en nokkur orð fá lýst nema með þjóð- armorði. Og við, þessi kokhrausta þjóð fram í október síðastliðinn, segjum ekki orð, horfum á skelfinguna sem minnir hvað helst á það þegar nasistar söfnuðu Gyð- ingum í gettó í Varsjá forðum. Rík- isstjórn landsins (ekki okkar) hef- ur ekki manndóm í sér að segja hvað okkur finnst. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, segir ekki unnt að for- dæma aðgerðir Ísraela að svo stöddu. Ríkisstjórnin hafi ekki rætt málið en geri það væntanlega í vikunni. Ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu. Þannig hljómuðu öm- urlegar hádegisfréttir á RÚV 4. janúar. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra var þó aug- ljóslega brugðið við yfirlýsingu ráðherra mennta og íslenskrar menningar og fordæmdi hernað Ísraelshers strax. En frá rík- isstjórn Íslands komu óljós skila- boð og stjórnmálaslit við hrottana í Ísrael eru ekki til umræðu vegna þess að við erum í þeirra liði. Þetta eru vinir okkar og við styðj- um þá með því að slíta ekki stjórn- málasambandi. Yfirlýsingar for- sætisráðherra ríkisstjórnarinnar voru að vanda lítilla sanda og lít- illa sæva. Eitt er að hafa staðið að og kynt undir efnahagsstefnu sem hefur valdið ómælanlegu tjóni fyrir sam- félag og einstaklinga, eiga þátt í morandi spillingu og tilfinn- anlegum náttúruspjöllum í þágu alþjóðlegrar stóriðju án þess að viðurkenna ábyrgð og mistök. Annað er að hafa ekki manndóm í sér að slíta stjórnmálasambandi við barnamorðingja og fordæma í verki hernað þar sem varnarlaus almenningur er fóður til að prófa skaðræðisvopn og til að vita hve langt má ganga í að myrða fólk áð- ur en þjóðir heims missa alla þol- inmæði. Eignaupptaka, rán, örbirgð, kúgun, ofbeldi, hópfangelsanir, flóttamannaþorp í eigin landi, eyðilegging á vatnsbólum, skólum, sjúkrahúsum, ökrum, híbýlum og heilum þorpum, fjöldamorð, linnu- laus dráp á börnum, foreldrum og forystumönnum palestínsku þjóð- arinnar – allt sem nafni tjáir að nefna í mannréttindum Palest- ínumanna er og hefur verið fótum troðið árum saman og dugar samt ekki þessari forystu Sjálfstæð- isflokks til að viðurkenna hver ógni hverjum og hver niðurlægi hvern. Teygjubyssur virðast henni jafn ógnvænleg vopn og sprengju- vörpur, flugher, jarðýtur og skrið- drekar. Er þetta réttlætið og samhygðin sem við viljum að börnin okkar fái í veganesti? Er þetta réttlæti sem við viljum að okkar börn búi við? Er viðhorf þessa sjálfumglaða fólks í ríkisstjórn Íslands kannski hættulegt mannlegu siðferði? Hver erum við? Guðmundur Páll Ólafsson skrifar um ástandið á Gaza »Er þetta réttlæti sem við viljum að okkar börn búi við? Er viðhorf þessa sjálf- umglaða fólks í rík- isstjórn Íslands kannski hættulegt mannlegu sið- ferði? Guðmundur Páll Ólafsson Höfundur er rithöfundur. HAFNFIRÐINGAR og margir aðrir lands- menn standa í ævarandi þakkarskuld við St. Jósefssystur, sem réð- ust í það mikla stórvirki árið 1926 að byggja St. Jósefsspítalann í Hafn- arfirði og reka af mikilli hagsýni og fórnfýsi í 60 ár, ætíð með kristilegan kærleik að leiðarljósi við að líkna sjúkum og þjáðum. Þegar kom að því að systurnar gátu ekki lengur annast rekstur spít- alans var hann seldur, árið 1987, ríki og Hafnarfjarðarbæ. Fór salan fram á þeim forsendum St. Jósefssystra, „að spítalinn yrði áfram rekinn með svipuðu sniði og verið hafði“, eins og fram kemur í skráðum heimildum. Var mér sem ráðgjafa systranna og í stjórn spítalans um árabil vel kunn- ugt um þær áherslur systranna að spítalinn gegndi áfram sama hlutverki og áður og töldu það mikilvæg- ara en hið lága sölu- verð eignanna, þ.e. fyr- ir sjúkrahús, gamla skólahúsið og leikskól- ann eða alls kr. 127 millj. Þegar gengið var frá sölu spítalans höfðu þáverandi heilbrigð- isráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, og Þor- steinn Pálsson fjár- málaráðherra fallist á þær eindregnu óskir bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að starfsemi spítalans skyldi áfram haldið á þeim grundvelli, sem áður hafði verið mótaður í starfsemi hans, þ.e. með þjónustu á sem flestum sviðum. Ef þau áform ríkisvaldsins að raska margra áratuga grundvelli starfseminnar á St. Jósefsspítala ná fram að ganga, yrði farið á svig við óskir þær og forsendur sem lágu að baki hjá St. Jósefssystrum við sölu spítalans. Má því líta á fyrirætlanir heilbrigðisráðherra sem svik við St. Jósefssystur. Heilbrigðisráðherra telur sér trú um, sem engan veginn er ljóst, að hann geti sparað ríkissjóði fé með því að leggja niður grunnþætti í starf- semi spítalans og flytja á aðra staði. Hann tekur þá ekkert tillit til ann- arra verðmæta, sem við það glatast og verða aldrei metin til fjár, en skipta miklu meira máli en peningar. Hér er átt við þann einstaka anda, sem ríkir á St. Jósefsspítala og óum- deilt er að megi rekja beint til St. Jósefssystra. Þá fer orð af því hversu frábær og persónuleg öll hjúkrunar- og læknisþjónusta er á því sjúkra- húsi enda er þar úrvals starfslið. Sá mannauður má ekki glatast og sjúk- lingar ekki missa þann lækn- ingamátt sem fylgir vist á St. Jós- efsspítalanum. Færa má rök fyrir því að atlaga heilbrigðisráherra að St. Jósefsspít- ala sé ólögmæt. En umfram allt verður að vona að ráðherra og rík- isstjórn beri gæfu til þess að hætta við þær breytingar sem kynntar hafa verið í starfsemi þessa ágæta sjúkra- húss. Hver verður afstaða þingmanna? Ef heilbrigðisráðherra heldur fast við áform sín um breytingar á starf- semi St. Jósefsspítala, þegar alþingi kemur saman á ný í þessum mánuði, hljóta málefni spítalans að koma þar til umræðu og afgreiðslu. En á fjölmennasta borgarafundi, sem haldinn hefur verið í Hafnarfirði 10. jan. sl. lýstu tveir þingmenn, Siv Friðleifsdóttir og Álfheiður Inga- dóttir, sig mótfallna aðgerðum heil- brigðisráðherra. Það verður því fróð- legt að vita um afstöðu annarra þingmanna til þessa mikilvæga vel- ferðarmáls Hafnfirðinga að tryggja framtíð St. Jósefsspítala í núverandi mynd. Sú afstaða kann að verða mörgum leiðarvísir við kjörborðið í næstu kosningum til alþingis. Svik við St. Jósefssystur Árni Gunnlaugsson skrifar um vænt- anlegar breytingar á starfsemi St. Jós- efsspítala Árni Gunnlaugsson » Fór salan fram á þeim forsendum St. Jósefssystra, „að spít- alinn yrði áfram rekinn með svipuðu sniði og verið hafði“, eins og fram kemur í skráðum heimildum. Höfundur er lögmaður, Hafnarfirði. MIKIÐ brá okkur hjónum þegar við heyrðum í þér í fréttaviðtali á Stöð 2 fimmtudaginn 8. janúar er þú svaraðir spurningu Heimis Más með fyrirlitningu: „Við skulum sjá hvernig þessu fólki líður eftir skamman tíma.“ Einnig var í þessu viðtali haft eftir þér að það hefði verið nauðsynlegt, já nauð- synlegt, að flytja vistmenn Sels úr einbýli yfir í lítil tvíbýli á Krist- nesspítala. Þetta er sú mesta svívirða sem við höfum heyrt svo ekki sé meira sagt. Hvernig vogar þú þér að koma svona fram við háaldrað og veikt fólk og það fyrir framan al- þjóð? Eru þetta þakkir til þessa fólks sem við höldum að hafi ekki gert þér nokkurn skapaðan hlut illt, síður en svo? Voru þetta ekki skattgreiðendur í fjölda mörg ár? Þarf að koma fram við það sem niðursetninga? Flytja það nauðugt úr þokkalegu híbýli þar sem það gat þó haft smávegis af þeim ver- aldlegum eigum sínum sem gat tengt það við sitt veraldlega líf og látið því líða vel, með virkilega notalegri og góðri þjónustu frá- bærs starfsliðs Sels, án alls í sam- býliskrubbur með öðrum. Við spyrjum og viljum fá svar: Hvað hafa þessir fyrrverandi vist- menn Sels til saka unnið, þannig að svona sé komið fram við þá? Ekki voru þau útrásarvíkingarnir sem knésettu þjóðina! Hvorki sál- ar- né líkamleg líðan hjá þessu blessaða fólki hefur verið góð í að- draganda flutninganna, né í þeirri erfiðu aðlögun sem síðan hefur verið, þó að móttaka frábærs starfsliðs Kristnesspítala sé þakk- arverð og hefur hún eflaust hjálp- að mikið. En er það ekki forkast- anlegt að þurfa að sjá að farið sé með nána vini og ættingja sem hreppsómaga? Hefði ekki mátt gefa aðstandendum og bæjaryf- irvöldum aðeins lengri frest til að reyna að koma vistfólki Sels í vist- un t.d. á Hlíð? Ef þú, Halldór, hefur smávott af sómatilfinningu ættir þú að biðja þetta fólk fyrirgefningar. Við trú- um því að jafnvel verstu illmenni eigi rétt á fyrirgefningu synda sinna, jafnvel þó að þau hafi fram- ið sálarmorð. Þú, Halldór, hefur talað með miklum gorgeir um að þú sért að spara og hagræða en því miður virðist þetta frekar vera að gera bara eitthvað til að sýnast, því í raun er það alls ekkert. Því miður er þetta mál alfarið í höndum stjórnar FSA og við vit- um að greiðslur til FSA eru grundvallaðar á því kostnaðarmati á hverjum sjúklingi fyrir sig og hefðu því átt að standa undir þeirri þjónustu sem er veitt. Og ef um hagræðingu og sparnað innan FSA væri að ræða yrði tekin skynsamleg afstaða þá væri hægt að ná niður kostnaði og samt veita eðlilega þjónustu. Væri ekki besta lausnin að skera niður kostnaðinn á topp- unum og jafnvel reka einhverja af þeim? Er t.d. þörf á að vera með starfsmannastjóra og starfsþróun- arstjóra? Er ekki verið að skapa störf á vitlausu sviði, er þetta ekki sjúkrastofnun? Forstöðumaður, deildarstjóri o.s.frv. eru endalaus starfsheiti sem sjást innan FSA. Er ekki nóg að hafa einn stjóra yfir hverri einingu? Er ekki hér verið að skapa leið til að greiða hærri laun til valinna gæðinga? Halldór, að lokum kveðjum við með þeim orðum sem ástvinur okkar, sem varð fyrir barðinu á þér, notaði um þá menn sem hon- um líkaði miður við og sagði ein- ungis „að hann/hún væri rakinn drullusokkur“ og hvort það á við um þig látum við öðrum eftir að dæma. SÓLRÚN STEFANÍA BENJAMÍNSDÓTTIR OG KJARTAN TRYGGVASON eru aðstandendur eins fyrrver- andi vistmanns Sels. Opið bréf til Halldórs Jónssonar, stjórnarfor- manns FSA Frá Sólrúnu Stefaníu Benjamíns- dóttur og Kjartani Tryggvasyni: Sólrún Stefanía Benjamínsdóttir Kjartan Tryggvason BRÉF TIL BLAÐSINS EINAR Már Guðmundsson rithöfundur skrifar eina af mót- mælagreinum sínum í Morg- unblaðið sl. sunnudag. Innan um orðskrúðið eru þessar alvarlegu fullyrðingar: „Skuldug fyrirtækin renna skuldlaus aftur til fyrri eigenda sinna. Menn sem skulda þúsund milljarða leysa þetta til sín, eins og að drekka vatn. Það er þetta sem Jón Ásgeir vill bjóða okkur upp á í umboði sinna manna. Fjölmiðlarnir eru nú þegar komnir til hans …“ og starfa „í þágu eigenda sinna, sem í kyrr- þey hafa getað sölsað undir sig ómæld verðmæti“. Af þessu tilefni vil ég spyrja Einar Má: Getur hann nefnt dæmi þess að einn maður – eða jafnvel fyrirtæki á hans vegum – skuldi þúsund milljarða á Ís- landi? Getur hann tilgreint hvaða skuldugu íslensk fyrirtæki hafa runnið skuldlaus til fyrri eigenda sinna? Veit hann til þess að Rík- isútvarpið, Morgunblaðið, Skjár einn, Viðskiptablaðið, DV og all- ur sá fjöldi vefmiðla, sem hér er rekinn, séu í minni eigu eða fyr- irtækja á mínum vegum? Hvaða ómældu verðmæti hef ég getað „sölsað“ undir mig í kyrrþey og hvernig? Einari Má er greinilega mikið niðri fyrir. Það gefur honum þó ekki leyfi til að skálda upp hvað sem er. Einar Már vitnar í Milan Kundera, sem segir að skáld- skapurinn fjalli um veruleikann „á bak við“ fréttirnar. Okkur, sem erum ekki eins vel að okkur í skáldskaparfræðum, þætti gott að vita í hvaða veruleika Einar Már lifir, ef hann telur ofan- greindar fullyrðingar sínar vera staðreyndir. Jón Ásgeir Jóhannesson Spurningar til Einars Más Höfundur er athafnamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.