Morgunblaðið - 20.01.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 20.01.2009, Síða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 ✝ Kristrún Hólm-fríður Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 11. maí 1934. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Sveinsson rafvirkja- meistari, f. 24.11. 1911, d. 18.5. 2000, og Þórunn Bjarney Ein- arsdóttir húsmóðir, f. 22.8. 1912, d. 17.1. 1950. Systkini hennar sammæðra eru: Oddný Nanna, f. 1935, Jóhannes Ing- ólfur, f. 1939, Sveinn Einar, f. 1944, og Soffía Vilborg, f. 1946. Systkini hennar samfeðra eru Jón Bjarni, f. 1951, Þórarinn, f. 1952, d. 1996, Rósa Guðrún, f. 1956, Sigurður Pétur, f. 1959, og Árni Páll, f. 1964. Börn Kristrúnar og fyrri eig- inmanns hennar, Garðars Sigurðs- sonar, f. 20.11. 1933, d. 19.3. 2004, eru: 1) Bjarney Kolbrún hjúkr- unarritari, f. 5.10. 1955, dóttir hennar og fyrri eiginmanns hennar, Magn- úsar Sigurðssonar, er Rebekka Stella, f. 1978, synir hennar eru Róbert Ingi, starfaði hún við fiskvinnslu en eftir að hún flutti aftur til Reykjavíkur með tvö ung börn hóf hún störf sem verslunar- og afgreiðslustúlka og urðu verslunarstörf hennar að- alstarfsvettvangur upp frá því, vann hún og lengstum við þau störf ásamt venjubundnum heimilisstörfum. Hún leit þó alltaf fyrst og fremst á sig sem húsmóður og helgaði sig heimili og börnum. Alaðáhugamál hennar voru jafnan hannyrðir af ýmsu tagi, hún var afskaplega flink í höndunum og saumaði og prjónaði á við marga. Hún var og rómuð fyrir matargerð sína og kökurnar og terturnar voru engu líkar. Blómin hennar voru líka fallegust allra enda var hugsað um þau af einstakri alúð. Hún var greið- vikin og hjálpsöm og jafnan boðin og búin að aðstoða og styðja við bakið á þeim sem á þurftu að halda. Hún átti við mjög erfið veikindi að stríða seinni árin og naut hún einstakrar umhyggju Tryggva, sonar síns, í þeim en laut að lokum í lægra haldi fyrir krabbameini eftir harða bar- áttu. Kristrún verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. f. 2000, og Andri Snær, f. 2003. Sonur hennar og Páls Kristins Pálssonar rithöfundar er Tryggvi Þór, f. 1983, og sonur hennar og seinni eig- inmanns hennar, Hjör- leifs Kristinssonar raf- magnstæknifræðings er Ástþór Hjörleifsson, f. 1997. 2) Tryggvi um- sjónarmaður, f. 11.8. 1958. Kristrún giftist 3. nóv- ember 1963 seinni eig- inmanni sínum, Steingrími Jónassyni, f. 13.8. 1933. Börn þeirra eru: 3) Rósa fjármálastjóri, f. 13.3. 1963, maki Stefán Hjörleifsson framkvæmda- stjóri og tónlistarmaður. Börn þeirra eru Silja, f. 1993 og Harpa, f. 1995. 4) Jón Þór lyfjafræðingur, f. 26.7. 1971, maki Sheida Keshtkar rannsókn- arstofutæknir. Sonur hans og Stein- unnar Sigurðardóttur er Stein- grímur Kolbeinn, f. 1994. Kristrún ólst upp í Reykjavík og lauk þar barna- og gagnfræðaskóla- prófi. Hún bjó þar alla tíð utan nokk- urra ára sem hún bjó í Vest- mannaeyjum og í Neskaupstað. Þar Í dag verður Kittý amma mín, eins og hún var alltaf kölluð, lögð til hinstu hvílu. Minningarnar eru margar svo dýrmætar. Elsku amma mín. Þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn, rétt eftir andlát þitt, fylltist ég ólýs- anlegri sorg, það var sem þú svæfir og ég var alltaf að bíða eftir að þú myndir vakna. En ég fann líka fyrir þakklæti og gleði. Nú er sársauka þínum og þjáningum lokið. Þú varst svo falleg og friðsæl. En ég veit að þér líður vel núna, enda komin á fallegan stað … Umvafin englum. Þín Rebekka Stella. Elsku amma, það er svo óraunveru- legt að hugsa til þess að þú sért farin. Þú sem varst alltaf svo hress og hugsaðir alltaf um aðra á undan þér. Svefninn laðar líður hjá mér lífið sem ég lifað hef fólk og furðuverur hugann baðar andann hvílir lokbrám mínum læsi uns ég vakna endurnærður. Það er sumt sem maður saknar vöku megin við leggst út af á mér slökknar svíf um önnur svið í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil því ég veit að ef ég vakna upp finn ég aftur til. Svefninn langi laðar til sín lokakafla æviskeiðs hinsta andardráttinn andinn yfirgefur húsið hefur sig til himna við hliðið bíður Drottinn. Það er sumt sem maður saknar vöku megin við leggst út af á mér slökknar svíf um önnur svið í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil þegar svefninn verður eilífur finn ég aldrei aftur til. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst.) Ég sakna þín svo mikið, elsku amma mín. Hvíldu í friði. Harpa Stefánsdóttir. Kristrún Hólmfríður Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Krist- rúnu Hólmfríði Jónsdóttur bíða birtingar Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og sorgin og söknuðurinn er gífurlegur. Ég á erf- itt með að sjá fram á að yfirstíga sorgina en ég veit að þú ert hjá mér og hjálpar mér. Þú varst svo stór hluti af mínu lífi og þú varst besta amma sem hægt er að kjósa sér. Þú upplifðir margt um æv- ina og það erfiðasta var þegar afi dó skyndilega erlendis langt fyrir aldur fram. Eftir það var lífið einmanalegt og erfitt var fyrir þig að komast yfir missinn, þrátt fyrir samheldna fjöl- skyldu vantaði lífsförunaut þinn og vin. Átján árum seinna dundi yfir annað áfall þegar Jón sonur þinn lést skyndilega og einnig erlendis langt fyrir aldur fram. Á svona stundum rifjast upp óteljandi minningar. Minningar um það hversu mikla vel- líðan þú veittir mér. Ég man stund- irnar er ég var hjá þér og afa lasin lítil stelpa og þið svo góð við mig. Ég gleymi aldrei vetrinum sem ég sótti Magnea Jónsdóttir ✝ Magnea Jónsdóttirfæddist í Reykja- vík 4. nóvember 1926. Hún lést á HSS 12. janúar síðastliðinn. Útför Magneu fór fram frá Keflavík- urkirkju 19. janúar sl. skóla í Reykjavík og í sjö mánuði keyrðirðu með mér á milli nánast hvern einasta dag og spjölluð- um við um heima og geima. Ég minnist allra stundanna í Ásgarðinum þar sem borðað var ógrynni af normalbrauði með kæfunni hennar ömmu, lagkökurnar hennar ömmu voru best- ar og svona gæti ég lengi haldið áfram. Þar var líka púslað, spilað og spjallað. Ég minnist ferðanna sem við fórum innanlands sem utan þar sem við áttum mjög góðar stundir saman. Ég gæti haldið endalaust áfram þar sem minningarnar eru óendanlegar en ég trúi því að þú sért hérna hjá mér og vitir hvað ég er að hugsa. Síðastliðin tvö ár bjuggum við fjöl- skyldan í Danmörku og leið ekki sá dagur sem ég hugsaði ekki til þín. Þegar ég kom til landsins heimsótti ég þig á hverjum degi á meðan á dvöl- inni stóð og alltaf varstu jafnánægð að sjá mig. Þú spurðir í hvert skipti hvort það væri ekki að koma að því að ég flytti heim enda brostirðu hringinn þegar ég kom til þín í sumar og sagði: „Jæja amma, nú erum við flutt heim“. Þú hafðir mikið dálæti á stelpunum mínum og sagðir að þær væru nú svo- lítið líkar mér þegar ég var barn, mik- ið fyrir ærsl og hamagang, og glottir nú aðeins þegar þær voru með læti. Erfiðasta vika lífs míns var sú síð- asta þar sem ég horfði upp á þig mikið veika og þér fór versnandi með hverj- um deginum. Ég kom til þín á hverj- um degi á sjúkrahúsið og nokkrum sinnum á dag. Ég myndi gefa allt til þess að fá að hitta þig einu sinni enn, halda í höndina á þér, segja þér hversu mikið ég elska þig, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og hversu mikilvæg þú ert mér. En ég veit að það er ekki hægt og sú hugsun er mér gífurlega erfið og sársaukafull. Ég elska þig svo mikið, elsku amma mín. Ég þakka þér svo mikið fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og vera eins stór hluti af lífi mínu sem þú varst. Mig langar að segja svo mikið meira, svo margar eru minningarnar um þig en ég mun ætíð geyma þær hjá mér, rifja þær upp og tala um þig við stelpurnar mínar sem syrgja lang- ömmu sína. Ég mun halda áfram að spjalla við þig en bara á annan hátt en áður og ég veit að þú hlustar. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín Magnea Sif Einarsdóttir. Man ég þig, mey, er hin mæra sól hátt í heiði blikar. Man ég þig, er máni að mararskauti sígur silfurblár. (Jónas Hallgr.) Elsku yndislega amma mín. Ég kveð þig með sárum söknuði en veit að þú er komin í þær hendur sem beðið hafa eftir þér og munu bera þig á gull- stól. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og þakka þér einnig fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér í þessu lífi. Þú ert og munt alltaf vera mín fyrirmynd í líf- inu. Hvíl í friði elsku amma mín. Þín Brynja Lind.  Fleiri minningargreinar um Magneu Jónsdóttur bíða birtingar ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSBJÖRG GUÐGEIRSDÓTTIR, Roðasölum 1, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 21. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Hildisif Björgvinsdóttir, Sigurður Ólafsson, Kjartan Björgvinsson, Björgvin Sigurðarson, Daníel Sigurðarson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför EINARS G. V. ÞÓRODDSSONAR frá Bekansstöðum. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Einarsdóttir Vestmann. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, REGÍNA ANNA HALLGRÍMSDÓTTIR, Bíbí, frá Búðardal, síðast til heimilis á Lindargötu 57, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. janúar kl. 15.00. Hallgrímur Guðmundsson, Súsanna Dubrowsky, Sólrún Hjálmarsdóttir, Dave Zimmermann, Vilmundur Hjálmarsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNÍNA GUNNÞÓRSDÓTTIR, áður til heimilis í Grænumörk 5, Selfossi, lést aðfaranótt laugardagsins 17. janúar á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg Magnúsdóttir, Charlotta Halldórsdóttir, Valur Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, SIGURJÓN HÓLM SIGURJÓNSSON fv. pípulagningarmeistari, síðast til heimilis á Skjólbraut 1A, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.00. Viðar og Gunnhildur Sigurjónsbörn, tengdabörn, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Bróðir minn og móðurbróðir, SIGURÐUR MARELSSON, Vífilsstöðum, áður Njarðargötu 43, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 16. janúar. Sigurbjörg Marelsdóttir, Sigurður Már Hilmarsson. ✝ Faðir minn, HLÖÐVER KRISTINSSON, Kríuhólum 2, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Hermann Clausen Hlöðversson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.