Morgunblaðið - 20.01.2009, Page 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009
Og eins og sannur
listamaður var hann
ofurviðkvæmur en var um
leið eiginlega dæmdur til að
hrífa fólk með sér. 33
»
ÚTILISTAVERKIN í Reykja-
vík er nú hægt að skoða á net-
inu, á vefnum borgarvefsja.is.
Þegar þangað er komið er
smellt í valglugga efst í vinstra
horni og hakað við orðið Lista-
verk. Þá koma merki á borg-
arkortið, og hvert þeirra tákn-
ar eitt listaverk. Ef smellt er á
„i“ má nálgast upplýsingar um
verkin, staðsetningu, höfunda
þeirra og ártöl.
Þegar kortið er skoðað kemur í ljós að langflest
verkanna eru staðsett í miðborginni og gamla
austurbænum. Þrjú verk eru í Breiðholtshverfum,
tvö í Grafarvogi, tvö við strandstíginn við Korp-
úlfsstaði og eitt verk í Árbæjarhverfi.
Myndlist
Þekkirðu verkin
í þínu hverfi?
Vatnsberinn er
þekkt kennileiti.
ÆVINTÝRAHEIMUR
ófétanna heitir ný barna-
plata með söngvum eftir
Rúnu K. Tetzchner og Ósk
Óskarsdóttur. Ósk er höf-
undur tónlistarinnar, en
Rúna semur söngtextana og
málar myndir í plötupés-
anum þar sem textarnir eru birtir.
Á plötunni er sungið um ófétin, litlar verur sem
búa í blómum og fljúga á fiðrildum. „Ófétin minna
á blómálfa, en hafa krækiklær,“ segir á plötu-
umslagi. Þau slást og rífast, þar til friðarkóng-
urinn Indígó og töfradrottningin Marþöll stilla til
friðar. Auk höfundanna koma ýmsir tónlistar-
menn fram á plötunni auk barna- og unglingakóra
Bústaðakirkju.
Tónlist
Indígó og Marþöll
stilla til friðar
HÖNNUNARMIÐ-
STÖÐ Íslands,
verslunin Kraum og
Listasafn Reykja-
víkur standa fyrir
nýstárlegri hönn-
unarsamkeppni sem
felst í því að hanna nytjahlut með innblæstri eða
tilvísun í listaverk eftir Erró. Af því tilefni boða
aðstandendur keppninnar til fundar í Hafnarhús-
inu miðvikudaginn 21. janúar kl. 12.00 þar sem
keppnin verður kynnt og gögnum dreift. Verð-
launahafi hlýtur verðlaun að verðmæti 500.000
kr. sem Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Sam-
tök iðnaðarins leggja til auk þess sem hluturinn
verður seldur í Hafnarhúsinu og í verslunum
Kraums.
Hönnun
Hönnunarkeppni
innblásin af Erró
Dauðadansinn eftir Erró.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÓPERA eftir færeyska tónskáldið Sunleif Rasm-
ussen verður sýnd á Listahátíð í vor. Uppfærslan er
samstarfsverkefni hátíðarinnar og Þjóðleikhússins
þar sem óperan verður sýnd. Þjóðleikhúsið er í sam-
starfi við Þjóðpallinn, þjóðleikhús Færeyinga um
uppfærsluna. Textasmiður er Dánial Hoydal.
Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Listahá-
tíðar, segir að íslenskir og færeyskir listamenn sam-
einist í verkefninu. „Þetta er fyrsta færeyska óperan,
og hefur aðeins einu sinni áður verið flutt. Það var í
Norðurlandahúsinu í Færeyjum 2006. Þarna verða ís-
lenskir söngvarar og dansarar og færeyskir leikarar.
Leikstjóri uppfærslunnar er færeysk, Ría Tórgarð,
Lára Stefánsdóttir semur dansana, Elísa Heinesen
afabarn skáldsins er leikmyndahönnuður, hljóðfæra-
leikarar verða færeyskir og íslenskir og Bernharður
Wilkinson stjórnar,“ segir Hrefna.
Efni óperunnar sækir Sunleif í sögu eftir landa
sinn, William Heinesen. Sagan heitir á frummálinu Í
Óðamansgarði, en í íslenskri þýðingu Þorgeirs Þor-
geirsonar heitir hún Fjandinn hleypur í Gamalíel.
Óperan verður flutt á færeysku en texti byggður á
þýðingu Þorgeirs verður á textaskjá. „Sagan er um
ungt par, Marselíus og Stellu og við sjáum hvernig
þau horfast í augu við leyndardóma lífsins og ástina á
sama tíma og þau feta sig eftir drungalegum og
heillandi garði brjálæðingsins.
Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að setja
upp fyrstu færeysku óperuna á Íslandi og gaman að
sjá hvernig listgreinarnar vinna saman í verkinu.
Þetta er spennandi og viðamikið verkefni á dagskrá
hátíðarinnar.“
Þjóðleikhúsið og Þjóðpallurinn höfðu um tíma lagt
drög að samstarfi, þegar hugmyndin að uppfærslu
óperunnar kviknaði í vor. Hugmyndin er því ekki
sprottin úr umræðum um vináttu þjóðanna í kjölfar
kreppunnar. „En þetta smellpassar inn í samtímann
og sýnir gagnkvæman áhuga þjóðanna á menning-
arlegu samstarfi.“
Fjandinn hleypur í Listahátíð
Fyrsta færeyska óperan, Í Óðamansgarði eftir Sunleif Rasmussen, verður flutt
á Listahátíð í vor Tjóðpallurin og Þjóðleikhúsið hafa samstarf um sýninguna
Stella og Marselius Söngvarar í sýningunni verða Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, Þóra Einarsdóttir, sópr-
an, og Bjarni Thor Kristinsson, bassi. Hér sjást dansarar úr færeysku frumuppfærslunni árið 2006.
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
LISTAMAÐURINN Pétur Már Gunnarsson
opnar á fimmtudaginn fyrstu sýningu ársins í
D-sal Hafnarhússins, en sá hluti safnsins er
helgaður yngri kynslóð listamanna. Um leið
opnar Ásmundur Ásmundsson nýja sýningu
sína í A-salnum.
Sýning Péturs heitir Mæri og er í senn
hljóðskúlptúr og áþreifanlegur skúlptúr. Sam-
kvæmt lýsingu listamannsins gæti verk hans
endað sem þó nokkurt sjónarspil.
„Ég er að gera hljóðskúlptúr sem er í raun
plötuspilari í yfirstærð,“ segir Pétur sem var á
fullu við smíðar þegar blaðamaður hafði sam-
band. „Þetta er kringlóttur spegill sem liggur
á snúningsfæti á gólfinu. Á honum er ein rispa
og svo les plötuspilaranál yfirborðið. Maður
heyrir dempað hljóð, sem ég svo rétt magna
upp, og svo rispuna.“
Spegillinn er um tveir metrar í þvermál og
hafði Pétur ekki enn ákveðið hvort hann ætlaði
að nýta sér alla eiginleika hans eður ei. „Hann
endurvarpar náttúrlega öllu sem lendir á hon-
um. Áhorfendum, loftinu og veggjunum. Það
er þessi pæling um mæri. Mér finnst þetta
mjög einfalt og skýrt táknmál fyrir skil, eða
mörk. Takmarkað svæði. Í þeim tilraunum
sem ég hef gert með speglum hef ég komist að
því að það er alltaf einhver smábrenglun í
þeim. Þó svo að þeir séu alveg sléttir er eins og
það sé pínu bjögun í spegluninni. Hann ruglar
aðeins með umhverfið.“
Ritstjóri Rafskinnu
Pétur útskrifaðist úr Listaháskólanum í Vín
í Austurríki fyrir rúmum tveimur árum. Hann
hefur þó ekki verið mjög áberandi í listalífinu
eftir að hann kom heim. Aðallega vegna þess
að hann hefur verið að sinna störfum sínum
sem ritstjóri tímaritsins Rafskinnu sem gefið
er út í formi mynddisks og fjallar um íslenskt
menningarlíf.
Það vekur einnig athygli að á heimasíðu
Listasafnsins er kynningarmyndin af Pétri
tvöföld. Eða svo virðist í fyrstu vera. Í raun er
þarna á ferð mynd af Pétri við hlið manns er
dó fyrir um hundrað árum. „Þessi maður heit-
ir Þórður Diðriksson og ég er tvífari hans.
Hann fluttist vestur í kringum 1850 og tók
upp mormónatrú,“ útskýrir Pétur en vinkona
hans benti honum á svipinn eftir að hafa rek-
ist á mynd af Þórði í fræðibók. Pétur segir
það við hæfi að nota þessa mynd af tvífara sín-
um við hugtakið mæri. „Við höfum þróast í
svona svipaðar áttir útlitslega. Við erum
svona sinn á hvorum stað á tímalínu. Svo er
einhver ás sem liggur einhvers staðar á milli í
tíma.“
Hljóð af spegli
Pétur Már Gunnarsson undirbýr sýninguna Mæri sem
opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudag
Morgunblaðið/Ómar
Pétur Már Gunnarsson Stendur í ströngu við að klára verk sitt Mæri fyrir fimmtudag. Um er
að ræða hljóðskúlptúr í þeim skilningi að hann gefur frá sér sitt eigið hljóð.
SVENSK Film-
industri, stærsti
kvikmyndafram-
leiðandi Svíþjóð-
ar, hefur tapað
rétti sínum á kvik-
myndum Ingmars
Bergmans í
Bandaríkjunum
til Isis-kvik-
myndahússins í
Colorado. Isis eignast þar með sýn-
ingarrétt á öllum myndum sænska
meistarans í Bandaríkjunum, en
dómnum samkvæmt kemur yfirtaka
réttarins á móti skuld Svensk Film-
industri við Isis og vanefnda á samn-
ingi.
Málið má rekja aftur til ársins 1997
þegar SF og Isis gerðu með sér sam-
komuleg um umfangsmiklar fram-
kvæmdir við að breyta Isis í stórt
kvikmyndahús með mörgum sölum.
SF ætlaði að leigja kvikmyndahúsið,
en þegar samstarfsaðili sænsku kvik-
myndaframleiðandanna við verk-
efnið, Resort Theaters of America,
varð gjaldþrota taldi SF grundvöll
samningsins við Isis brostinn. Isis fór
í mál við SF og vann 8,9 milljónir dala
í bætur, sem SF neitaði að greiða. Í
kjölfarið fékk Isis réttinn að mynd-
unum skráðan sem sinn, hjá Banda-
rísku einkaréttarstofnuninni.
Svíar tapa
gullkálfi
Bíóhús í Colorado fær
amerískan rétt að
myndum Bergmans
Ingmar Bergman
MÁLVERK eftir Vladimir Putin,
forsætisráðherra Rússa, seldist fyr-
ir andvirði 140 milljóna króna á
uppboði í Pétursborg um helgina.
Uppboðið var haldið til styrktar
krabbameinssjúkum börnum og
það var galleristinn Natalía Kurni-
kova sem keypti. Verkið sýnir
frostrósóttan kofaglugga, en að
öðru leyti fer fáum sögum af færni
listmálarans.
Pútín málar
Kát Kurnikova við Pútín-verkið
Sunleif Rasmussen er kunnasta tónskáld Fær-
eyinga í dag. Árið 2002 hlaut hann Tónlist-
arverðlaun Norðurlandaráðs fyrir fyrstu sin-
fóníu sína, Oceanic Days. Sunleif Rasmussen
er íslenskum tónleikagestum einnig vel kunn-
ur og verk hans hafa verið flutt hér, meðal
annars af Caput.
Sunleif sækir neistann í tónlist sína víða.
Sjálfur er hann góður djasspíanisti, lærði tón-
smíðar í Noregi og Danmörku, og hefur líka
verið viðriðinn IRCAM raftónlistarmiðstöðina
í París. Það verður þó ekki hægt að segja ann-
að en að tónlist hans sé fyrst og fremst þjóðleg
og færeyskur undirtónn er víða í verkum
hans. Færeysk náttúra, kraftur, ljóðræna og
dulúð hefur haft gríðarleg áhrif á tónsmíðar
hans, en einnig verk stórskálds Færeyinga,
Williams Heinesen. Eftirminnilegir eru tón-
leikar Caput 2002, með verkum eftir Rasm-
ussen við ljóð eftir Heinesen.
Áhrif náttúru og skáldskapar