Morgunblaðið - 20.01.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 20.01.2009, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 KVIKMYNDIN Slumdog Million- aire, eða Viltu vinna milljón? eins og hún hefur verið þýdd á íslensku, er tekjuhæsta myndin sem sýnd er í ís- lenskum kvikmyndahúsum um þess- ar mundir. Alls sáu tæplega 4.000 manns myndina um helgina, sem skilaði um 3,5 milljónum í kassann. Velgengni myndarinnar hér skýrist ef til vill af því að hún hlaut fern verðlaun á Golden Globe-kvik- myndahátíðinni sem haldin var fyrir rúmri viku. Slumdog Millionaire fjallar um ungan mann frá Indlandi sem tekur þátt í spurningaþætti í sjónvarpi, og stendur sig betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Í kjölfarið vakna grunsemdir um að hann hafi ekki haft rétt við í þætt- inum, og hefst mikið ævintýri upp frá því. Leikstjóri myndarinnar er Danny Boyle sem á að baki myndir á borð við Shallow Grave (1994), Tra- inspotting (1996), The Beach (2000) og 28 Days Later (2002). Eins og fram hefur komið var lag Sigur Rós- ar, „Hoppípolla“ notað í stiklu fyrir myndina. Ævintýri í öðru sæti Í öðru sæti á bíólistanum að þessu sinni situr ævintýramyndin Bedtime Stories sem skartar Adam Sandler í aðalhlutverkinu. Rúmlega 4.000 manns sáu myndina um helgina, og voru tekjurnar rúmar þrjár milljónir króna, en miðaverð á hana er lægra en á Slumdog Millionaire. Bedtime Stories segir frá manni nokkrum sem segir ungum börnum ævin- týrasögur, sem verða svo til í raun- veruleikanum. Loks vekur athygli að tvær ís- lenskar myndir eru á meðal þeirra tíu tekjuhæstu um þessar mundir: Sólskinsdrengur er í fjórða sæti og Skoppa og Skrítla í því sjöunda. Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Viltu vinna milljarð? mokar inn peningunum        : 3&, 2                        !  " !  $ "%"  &"  ' (%)'  % ** %+  ,"  -.    / "              Heppni? Slumdog Millionaire segir frá ungum manni sem stendur sig vel í spurningaþætti. Spurningin er hins vegar hvort hann stóð sig of vel. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650k r. Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM - H.E. DV - S.V. Mbl Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 Taken kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Australia kl. 6:30 - 10 B.i. 12 ára Inkheart kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára The day the earth stood still kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30 B.i. 12 ára ÆVINTÝRAMYND AF BESTU GERÐ Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við Stærsta BOND-mynd allra tíma! 650k r.6 50kr. 650k r. C.R.A.Z.Y. enskur texti kl. 8 LEYFÐ Ástarsöngvar enskur texti kl. 6 LEYFÐ Borgin Louvre enskur texti kl. 6 LEYFÐ Þau sem verða eftir enskur texti kl. 6 LEYFÐ Niðdimm nótt enskur texti kl. 10:20 B.i. 16 ára Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Seven Pounds kl. 8 - 10:30 LEYFÐ Transporter kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára Villtu vinna milljarð kl. 8 - 10:10 B.i.12 ára Seven Pounds kl. 6 - 8 LEYFÐ Transporter 3 kl. 10:10 B.i.16 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 6 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI “SJÖ PUND AF BRAVÓ” - E.E., DV“...BESTA MYND FRIÐRIKS ÞÓRS Í LANGANTÍMA“ - S.V., MBL “RAKLEITT Í HJARTASTAД - DÓRI DNA, DV “FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SKILAR HÉR EINU GAGNMERK- ASTA VERKI SÍNU... SÓLSKINS- DRENGUR Á ERINDITIL ALLRA...” - Ó.T.H., RÁS 2 “SÓLSKINSDRENGURINN ER FRÁBÆR HEIMILDARMYND SEM SKIPTIR MÁLI“ - K.G., FBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann - S.V. SÝND Í BORGARBÍÓI „HÖRKU HASAR MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI“ HÖRKUSPENNANDI MYND ÚR SMIÐJU LUC BESSON ,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND” -VJV -TOPP5.IS/FBL -S.V. - MBL650k r. C.R.A.Z.Y. Frönsk kvikmyndahátíð 16.-29. janúar í Háskólabíói www.graenaljosid.is www.af.is Dagskrá og miðasala á www.midi.is Ástarsöngvar m. enskum texta Borgin Louvre Þau sem verða eftir m. enskum textam. enskum texta Niðdimm nótt m. enskum texta m. enskum texta RAUÐA krydd- ið, Geri Halli- well, er komin með nýjan fola upp á arminn. Sá heitir Fabrizio Politi og er ítalskur skipa- auðjöfur. Halliwell, sem hefur áður verið kennd við söngvarann Robbie Willi- ams og breska gamanleikarann David Walliams, hitti Politi á skemmtistað á Ítalíu í seinasta mánuði aðeins nokkrum dögum eft- ir að hún hætti með klúbbaeigand- anum Nick House. „Það er pottþétt alvara í þessu. Þau smullu strax saman eins og flís við rass. Geri trúir því varla hversu vel þau ná saman. Politi er líka mjög góður við dóttur hennar og þau eyddu eins miklum tíma og þau gátu saman um jól og áramót,“ er haft eftir vini söngkonunnar. Myndir náðust af parinu úti að borða í París í seinustu viku og um helgina sást til þeirra í göngutúr í London þar sem Politi ýtti dóttur Halliwell áfram í kerru. Politi, sem rekur fyrirtæki sem smíðar lúxus- snekkjur, hefur líka flogið með Halliwell til Maldíveyja í róm- antískt frí. Ástin þeirra á milli er svo heit að nýlega sást til Halliwell skoða karl- mannstrúlofunarhringi í skart- gripaverslun í London … úlala. AP Ástfangin Geri Halliwell er glöð. Ástfangin upp fyrir haus Fabrizio Politi LEIKKONAN Meryl Streep heldur því fram að konur þurfi að vera farðaðar til að vera farsælar. Hin 59 ára leikkona kemur fram ómáluð í nýrri mynd sinni, Doubt, þar sem hún fer með hlutverk nunnu sem er staðráðin í að sanna að prestur sé sekur um kynferðislega áreitni. Streep segist hafa notið þeirrar reynslu að vera ómáluð en hún skilji nú betur en fyrr af hverju konur kjósi að mála á sér andlitið. „Það var frelsandi við hlutverkið að kasta frá sér öllu sem konur eyða venjulega mörgum klukkustundum af deginum í – hverju á að klæðast, hvernig lítur hárið út, hvernig er andlitið. Allt það er farið og þú hef- ur aðeins það sem þú gerir. Það er í raun og veru eins og við ættum að vera, í stað þess að eyða miklum tíma í hluti sem koma okkur áfram í heiminum, vegna þess að þeir gera það.“ Henni fannst einnig frelsandi og andlega innblásandi að leika eins og hún er náttúrlega af guði gerð. Leikkonan viðurkenndi að vísu að hún hefði verið förðuð helling fyrir hlutverkið þó það ætti að líta út fyr- ir að hún væri það ekki. Farði veitir farsæld Meryl Streep

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.