Morgunblaðið - 20.01.2009, Page 32
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„ÞAÐ verður hugsanlega meira um
nei,“ segir Júlíus Freyr Guðmunds-
son, sonur Rúnars Júlíussonar,
þegar hann er spurður út í áfram-
haldandi rekstur útgáfunnar Geim-
steins sem faðir hans stofnsetti ár-
ið 1975.
Júlíus, Baldur bróðir hans og
sonur Baldurs, Björgvin Ívar, sjá
nú um reksturinn og Júlíus segir
enda enga ástæðu til annars, á
margan hátt hafi þetta verið best
rekna útgáfa landsins, hún sé
skuldlaus og búin að vera á sömu
kennitölu frá stofnun.
„En það er ekki að ég vilji
hljóma neikvæður með þessari upp-
hafssetningu,“ heldur Júlíus áfram.
„En þannig var að pabbi var mjög
jákvæður í garð sveita sem voru að
stíga sín fyrstu spor og gaf þær út,
án þess að horfa í sölumöguleika.
Hann spilaði bara því meira til að
bæta upp fyrir tapið.“
Minningarsjóður Rúnars Júlíus-
sonar hafi þess vegna verið stofn-
aður m.a. með þetta að markmiði,
að létta undir með ungu og efni-
legu tónlistarfólki. Björgvin Ívar
sagði blaðamanni á dögunum að nú
væri verið að nútímavæða fyrir-
tækið, reikningar hefðu t.a.m. verið
skrifaðir á ritvél fram á síðasta
dag.
„Satt er það, það voru ýmsar
hefðir sem ekki mátti hrófla við,“
segir Júlíus og kímir. „En þetta er
erki-fjölskyldufyrirtæki. Við þrír
erum búnir að vera inni í þessu alla
tíð og Björgvin hefur verið mjög
virkur síðustu þrjú árin. Það má
segja að nú sé aðlögunartími í
gangi, við erum að stilla okkur af
og móta þennan góða rekstur til
framtíðar.“
Geimsteinn lifir
Fjölskyldufyrirtæki Rúnar heitinn Júlíusson ásamt þeim Baldri og Júlíusi.
Synir og barnabarn Rúnars Júlíussonar halda rekstri
útgáfufyrirtækisins Geimsteins áfram
32 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er risastór og epísk
mynd,“ segir Ingvar Þórðarson, en
hann og Júlíus Kemp verða með-
framleiðendur að næstu mynd
finnsk/bandaríska kvikmyndagerð-
armannsins Renny Harlin. Myndin
heitir Mannerheim og segir sögu
einhverrar mestu þjóðhetju Finna,
Carl Gustaf Emil Mannerheim,
sem var m.a. yfirhershöfðingi í
finnska hernum í síðari heims-
styrjöldinni og síðar forseti Finn-
lands.
Dýrt spaug
„Heildarkostnaður er um 11
milljónir evra, sem nemur rúmlega
1,8 milljörðum íslenskra króna.
Það gerir þetta að langdýrustu
mynd sem framleidd hefur verið í
Finnlandi,“ segir Ingvar og bætir
því við að tekjur af öllum myndum
sem Renny Harlin hefur gert nemi
rúmum milljarði Bandaríkjadala
frá upphafi, sem gerir um 127
milljarða íslenskra króna.
En hvernig kom það til að þeir
félagar voru fengnir til verksins?
„Þetta eru gömul tengsl, því ég
er búinn að þekkja Renny í ein-
hver 15 ár. Við höfum unnið með
honum og framleiðandanum Mark-
usi Selin alveg frá því að við gerð-
um 101 Reykjavík, og Selin var
líka með okkur í Astrópíu, Strák-
unum okkar og Reykjavík Whale
Watching Massacre. Þeir eru aðal-
framleiðendur Mannerheim og
bestu vinir. Í gegnum þessi tengsl
komum við líka að Lordi-myndinni
Dark Floors.“
Aðspurður segir Ingvar að að-
koma þeirra félaga verði með þeim
hætti að þeir sendi íslenskt starfs-
fólk á tökustað og borgi því laun.
Þegar hefur verið ákveðið að Helgi
Björnsson fari með hlutverk í
myndinni, auk þess sem Ásta Haf-
þórsdóttir verður önnur af aðal-
sminkum hennar.
„Við munum svo eiga allan rétt
á Íslandi, auk þess sem við munum
fá ákveðnar prósentur af hagnaði
af myndinni um allan heim,“ segir
Ingvar.
Eins og Jón Sigurðsson
Mannerheim er fyrsta myndin
sem Harlin gerir í heimalandinu í
hátt í þrjátíu ár, en að sögn Ingv-
ars er það mikill heiður fyrir hann
að fá að gera mynd um Mann-
erheim. „Hann er mikil þjóðhetja í
Finnlandi. Það má jafnvel segja að
Finnar væru ekki frjálsir ef hann
hefði ekki komið til, og hann
bjargaði þeim eiginlega tvisvar,
fyrst í finnsku borgarastyrjöldinni
árið 1918 og svo aftur í síðari
heimsstyrjöldinni,“ segir Ingvar.
„Þannig að það má eiginlega segja
að fyrir þeim sé hann eins og Jón
Sigurðsson er fyrir okkur.“
Tökur á Mannerheim hefjast 9.
mars, og verður hún tekin í Finn-
landi, Litháen og Rússlandi. Gert
er ráð fyrir að hún verði svo frum-
sýnd árið 2010.
Framleiða milljarðamynd
Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp framleiða næstu mynd Renny Harlin
Helgi Björnsson á meðal leikara Kostar tæpa tvo milljarða í framleiðslu
Mannerheim „Það má jafnvel segja að Finnar væru ekki frjálsir ef hann
hefði ekki komið til, og hann bjargaði þeim eiginlega tvisvar,“ segir Ingvar.
Renny Harlin er án efa þekktasti
kvikmyndagerðarmaður Finn-
lands ásamt Aki Kaurismäki. Á
meðal mynda sem hann hefur
gert eru A Nightmare on Elm
Street 4: The Dream Master,
The Adventures of Ford Fair-
lane, Die Hard 2, Cliffhanger,
The Long Kiss Goodnight og
Deep Blue Sea. Þá muna eflaust
margir eftir sambandi hans og
leikkonunnar Geenu Davis sem
stóð frá 1993 til 1998.
Leikstýrði Die Hard
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er ömurlegt, en ástæðan er bara staða
gengisins, við þorum ekki að taka einhverja fjár-
hagslega áhættu núna,“ segir Hallur Kristján
Jónsson, meðlimur hljómsveitarinnar Bloodgro-
up, sem hefur þurft að hafna boðum á þrjár stór-
ar tónlistarhátíðir. „Þetta voru CMJ í New York,
Midem í Frakklandi og svo South By Southwest í
Texas sem buðu okkur,“ segir Hallur, en með-
limir sveitarinnar myndu sjálfir þurfa að leggja
út fyrir kostnaði. „Sérstaklega eins og á Midem,
þar þurfa útgefendur að borga 1.700 evrur fyrir
hljómsveitirnar, sem er algjörlega óyfirstíg-
anlegt eins og staðan er í dag,“ segir Hallur en
meðlimir Bloodgroup gefa sitt efni út sjálfir og
myndu því þurfa að borga. „Í Texas borga þeir
hverri hljómsveit 250 dollara, en við þurfum að
fljúga frá Íslandi, skipta tvisvar til þrisvar um
vél, svo það segir sig sjálft að það er ekki ferð til
fjár.“
Hallur segir það alls ekki sjálfsagt að hljóm-
sveitir græði eitthvað á því að koma fram á há-
tíðum sem þessum. „Við erum búin að spyrja alla
sem við þekkjum í bransanum. Þetta er vissulega
gott fyrir ferilskrána, að hafa komið fram á
þessum hátíðum, en það er ólíklegra að það geri
eitthvað fyrir hljómsveitir með beinum hætti.“
Annars er það að frétta af Bloodgroup að
plata er væntanleg frá sveitinni strax í vor. „Við
höfum verið að koma okkur fyrir í hljóðveri á
Granda og höfum eytt pening í það í staðinn, að
byggja okkur gott hljóðver,“ segir Hallur, en
sveitin deilir hljóðverinu með Hjaltalín og Singa-
pore Sling.
Bloodgroup hafnaði boðum á þrjár stórar hátíðir
Morgunblaðið/Golli
Fjör Bloodgroup í góðri sveiflu.
Íslenska sjónvarps- og kvik-
myndaakademían leitar nú að nýj-
um ritstjóra málgagnsins Lands og
sona (logs.is) eftir að Ásmundur
Sverrison sem gegnt hafði starfinu
undanfarin ár sagði upp um ára-
mótin. Starf ritstjóra felst í að sjá
um vefi félagsins www.logs.is og
www.eddan.is og í því felst einnig
ritstjórn og öflun frétta úr kvik-
mynda- og sjónvarpsgeiranum, frá-
gangur efnis á vefina og öflun aug-
lýsinga auk ritstjórnar á blaði
félagsins, Landi & sonum, sem kem-
ur út einu sinni á ári.
Í auglýsingu segir að starfið sé
hlutastarf sem hægt sé að vinna
samhliða öðrum störfum. Reynsla
af blaðamennsku og þekking á vef-
umhverfi er nauðsynleg.
Miðað við ástandið á vinnumark-
aðnum má búast við því að þegar
hafi fjölmargir sótt um starfið en
skarðið sem Ásmundur skilur eftir
sig er þó stórt og því varla auðvelt
að finna verðugan eftirmann.
Auglýst eftir ritstjóra
Lands og sona
Annað undankvöld Söngva-
keppni Sjónvarpsins fór fram á
laugardaginn og líkt og í fyrsta
þættinum komust þær Eva María
og Ragnhildur Steinunn vel frá
sínu hlutverki – voru hæfilega súr-
ar og fyndnar í senn og sáu til þess
að eðlilegt flæði væri á þættinum.
Á hinn bóginn virðist sem
Söngvakeppnin í ár sé að einu leyti
meingölluð. Gæði laganna sem
keppa eru fyrir neðan allar hellur
og það er helst að mann gruni að
dómnefndinni sé á einhvern hátt
uppsigað við þjóðina. Einna verst
er metnaðarleysið sem einkennir
lagasmíðarnar og flytjendunum
hefur fæstum tekist að breiða yfir
þann galla í sjónvarpssal. Getur
verið að við Íslendingar séum búnir
að missa tónlistarhæfileikana í
kreppunni? Eða voru þeir kannski
aldrei á okkar valdi? Ekki frekar en
geta okkar til að byggja upp lítið og
einfalt samfélag örfárra eyj-
arskeggja í Norður-Atlantshafi?
Þegar þáttastjórn-
endur stela senunni