Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 61. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is RAPPARINN MC KRIZZ SEMUR UM PERSÓNULEG MÁLEFNI OG ÁSTANDIÐ MARGRÉT HELGA JÓHANNSDÓTTIR Hlýr og innilegur einleikur um lífið TIL AÐ nýsamþykkt viðbragðs- áætlun heilbrigðisnefndar Reykja- víkur um loftgæði nái fram að ganga þarf lagabreyting að koma til. Ákveðin viðmiðunarmörk um hámarksmagn efna í lofti verða höfð til hliðsjónar þegar metið verður hvort grípa skuli til aðgerð- anna. Viðbragðsáætlunin var samþykkt í nefndinni sl. mánudag. Henni er ætlað að móta skammtímaaðgerðir til að uppfylla sett skilyrði um loft- gæði í borginni. Mögulegar aðgerð- ir eru settar fram í 19 liðum. Nokkrar aðgerðanna eru þess eðlis að breyta þarf lögum til að koma þeim í verk, t.d. að hægja á bílaum- ferð, loka götum í skamman tíma og að bílum með oddatölu eða sléttri tölu í lok númers verði ekki leyft að vera á ferðinni. „Þetta hefur verið reynt í öðrum löndum og þess vegna er verið að slá þessu upp en við gerum ekkert í þessu núna nema það verði ein- hverjar lagabreytingar,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. | 4 Loftgæði verði aukin með lagabreytingu?  Viðbragðsáætlun í nítján liðum samþykkt í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur  Viðmiðunarmörk um hámarksmagn efna í lofti verða höfð til hliðsjónar þegar metið er hvort grípa skuli til aðgerða Hvetja fólk til að hjóla og ganga Hægja á bílaumferð Ókeypis í strætisvagna Skammtímalokun gatna Bílar með oddatölu / sléttri tölu séu ekki á ferð Skylda bílstjóra til að drepa á bílnum, t.d. við ljós Hugmyndir um aðgerðir gegn mengun í Reykjavík Morgunblaðið/RAX Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLIT Lúxem- borgar er undrandi yfir því að hafa ekki verið varað við stöðu íslensku bankanna fyrir fall þeirra. „Við undrumst að lesa um það á netinu að ráðherra í Samfylkingunni segi að í apríl 2008 hafi Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn beðið um að dregið yrði úr umsvifum bankanna og að [Davíð] Oddsson, fyrrum formaður seðlabankastjórnarinnar, hafi sagt í febrúar að bankar í bankakerfinu myndu falla 2008. Við fengum engar fréttir um þessa vitneskju sem þó virðist hafa legið á borðinu,“ segir starfsmaður fjármálaeftirlitsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, við Morgunblaðið. Hefði getað gripið til aðgerða Hann segir að það hefði skipt fjár- málaeftirlitið máli hefði það verið var- að við stöðu bankanna. Erfitt sé að segja eftir á hver viðbrögðin hefðu orðið, því auðvelt sé að vera vitur eft- irá. „Hefði eftirlitið vitað um vandann hefði það getað gripið til aðgerða til að vernda innlán viðskiptavinanna,“ segir hann. Þá hefði eftirlitið einnig getað sett hömlur á greiðslur frá dótt- urfélögum til móðurfélaga hefði það vitað að þau ættu í rekstrarvanda. „Þá hefði einnig verið hægt að biðja bankana að minnka lánabækur sínar sem og vægi þeirra.“ Slíkar að- gerðir fjármálaeftirlitsins hafi meiri áhrif þegar hægt sé að grípa til þeirra fyrr. Undrast upplýsingaleysi  Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg undrast að enginn sagði því frá stöðu bankanna Í HNOTSKURN »Davíð Oddsson sagði íKastljósi að Seðlabankinn hefði ráðið fjármálastöð- ugleikasérfræðing í febrúar og í skýrslu sagt að banka- kerfið yrði farið á hausinn í október. » Ingibjörg Sólrún Gísla-dóttir sagði í Fréttaauk- anum að IMF og norrænir seðlabankar hefðu beðið um að dregið yrði úr umsvifum bankanna.  Hefði gripið til aðgerða | 8 GRÍÐARLEGT fannfergi setti mark sitt á mannlífið á norðanverðum Vest- fjörðum í gær. Skólahaldi í grunnskólanum í Bolungarvík var hætt um há- degisbil, ekkert kirkjustarf var fyrir börnin og bókasafninu var lokað. Skólahaldi í grunnskólum á Ísafirði var aflýst og íþróttamannvirkjum í bænum lokað. Unga kynslóðin notaði tækifærið og lék sér í snjónum sem var óvenju mikill, jafnvel á mælikvarða þeirra Vestfirðinga. | 2 og 12 Frí í skólum vegna fannfergis og ófærðar Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson  Starfsfólk Reykjalundar verður vart við að fólk afþakki meðferð af ótta við að missa vinnuna, jafnvel eftir að hafa beðið lengi eftir að komast að. Að sögn Hjördísar Jónsdóttur, lækningaforstjóra Reykjalundar, virðast sumir óttast að gefa högg- stað á sér með því að fara úr vinnunni til meðferðar. Á Reykjalundi hefur undanfarið verið lögð áhersla á að efla dag- deildarþjónustuna þar sem það sé ódýrara en hefðbundin meðferð. Að sögn Hjördísar setur fólk fyrir sig flutningskostnað í því samhengi, samgöngur við Reykjalund séu ekki góðar og fólk horfi meira í bensín- kostnaðinn en áður. »6 Hætta við endurhæfingu  Fjárfestirinn Robert Tchenguiz seg- ir að fullyrð- ingar um að fé- lög tengd honum hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu í Kaupþingi á meðan íslensk fyrirtæki hafi ekki fengið slíkt séu algerlega ósannar. Hann segir að síðustu tólf mánuðina fyrir fall Kaupþings hafi bankinn veitt félögum tengdum honum eingöngu lán til þess að verja stöðu þessara fé- laga. »26 Engin sérstök fyrirgreiðsla til mín, segir Tchenguiz Robert Tchenguiz  Erlendar eignir Milestone voru seldar á um 25 milljarða íslenskra króna en voru metnar á um 80 milljarða í lok september síðastlið- ins, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Söluverð þessara erlendu eigna, sem eru sænsk fjármála- og trygg- ingafélög, var mun lægra en skila- nefnd Glitnis, sem er langstærsti kröfuhafi Milestone, hafði gert sér vonir um að fá fyrir þær. »16 Útsala á eignum Milestone

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.