Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 2

Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÓVEÐRIÐ á norðanverðum Vest- fjörðum gekk hægt og rólega niður í gærkvöldi. Veðurstofan spáði norð- austan 15-20 m/s norðvestan til á landinu. Hættustig vegna snjóflóða var enn í gildi í Bolungarvík og á Ísa- firði líkt og viðbúnaðarstig vegna snjóflóða á norðanverðum Vest- fjörðum. Nú í morgun átti að halda fund á Veðurstofunni til að meta ástandið. Óveður var í Bolungarvík, stormur, snjókoma og skafrenningur. Í verstu hryðjunum sást varla á milli húsa. Þungfært var um götur bæjarins. Skólahaldi í grunnskólanum var hætt um hádegið. Eins var bókasafninu lokað og kirkjuskóla og kirkjustarfi barna aflýst. Fjórtán íbúum húsa sem rýmd voru í fyrrakvöld var ekki leyft að snúa til síns heima í gær. Snjóflóð féllu í fyrrinótt nálægt hesthúsa- hverfi Bolvíkinga, en ekki var vitað um önnur flóð nálægt byggð. Í gær þurfti að rýma fimm íbúðar- hús í Dýrafirði, Bolungarvík og Skut- ulsfirði. Lýst var yfir hættustigi vegna snjóflóða á reit 9 á Ísafirði sem er atvinnusvæði og voru þrír vinnu- staðir rýmdir. Umferð um Skut- ulsfjarðarbraut á Ísafirði var tak- mörkuð um tíma vegna hættu á snjóflóðum úr giljunum ofan við Grænagarð. Opnað var fyrir óhindr- aða umferð kl. 20 í gærkvöldi. Skólum og vegum lokað Skólahaldi var aflýst í grunn- skólum og tónlistarskólanum á Ísa- firði. Íþróttamannvirkjum í Ísafjarð- arbæ var lokað síðdegis í gær. Áfram talin snjóflóðahætta  Veðurstofan mun endurmeta ástandið í dag Í HNOTSKURN »Björgunarsveitin í Skaga-firði var kölluð út í gær til að aðstoða fólk í þremur bílum sem voru fastir á Þverárfjalli. Þar var ekkert ferðaveður og vegurinn ófær. »Björgunarsveitir fórueinnig á Holtavörðuheiði að norðan og sunnan til að að- stoða ferðafólk sem lenti í vandræðum vegna óveðurs og ófærðar. Þar var blindhríð og mokstri hætt um tíma. Lokunin náði til sundhallarinnar, íþróttahúsanna við Austurveg og á Torfnesi og til íþróttamiðstöðv- arinnar á Suðureyri. Einnig voru skíðasvæðin í Tungudal og á Selja- landsdal lokuð. Íþróttamiðstöðvarnar á Þingeyri og Flateyri voru hins veg- ar opnar. Vegagerðin lokaði víða vegum fyrir vestan vegna snjóflóða og snjóflóða- hættu. Þannig var Flateyrarvegi lok- að líkt og vegunum um Súðavíkurhlíð, milli Súðavíkur og Ísafjarðar, um Ós- hlíð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Vegurinn um Eyrarhlíð var svo opnaður fyrir umferð rétt fyr- ir kl. 22 í gærkvöldi. Í gærmorgun féll lítið snjóflóð á stálþil í Eyrarhlíð. Eins féll þunnt flóð yfir Hnífsdalsveg nálægt brekk- unni við Hraðfrystihúsið. Fólk var beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu vegna óveðursins á norðanverðum Vest- fjörðum. Á sunnanverðum Vest- fjörðum var hins vegar fært milli þéttbýlisstaða en annars staðar á Vestfjarðakjálkanum var víðast hvar ófært. Þó var verið að moka frá Hólmavík og suður Strandir í gær. Ljósmynd/Hafþór Gunnarsson Bolungarvík Látlaus snjókoma var í Bolungarvík og mikil ófærð á götum. Þegar hvessti varð mikill skafrenningur og blint í bænum. Ísafjörður Vaskur maður aðstoðaði við að losa fasta bíla á Ísafirði. Morgunblaðið /Halldór Sveinbjörnsson MORGUNBLAÐIÐ birtir flestar fréttir í dagblöðum, eða alls ríflega 36 prósent innlendra frétta í dagblöðum. Næst á eftir mælist Fréttablaðið með ríflega 28 prósenta hlutdeild. Þetta kemur fram í niðurstöðum mælinga Creditinfo á 118.036 fréttum og grein- um í helstu fjölmiðlum og fréttatímum á árinu 2008. Dagblöð sem mæld voru á árinu eru Morgunblaðið og Fréttablaðið, sem kom út sjö daga vikunnar, 24 stundir, sem komu út sex sinnum í viku þar til 11. október þegar útgáfu blaðsins var hætt, Viðskiptablaðið, sem kom út fjórum sinnum í viku til 7. nóvember en þá var því breytt í vikublað og DV sem kom út fimm sinnum í viku. Tekið er fram að til efnis dagblaða teljast hvorki minningargreinar né auglýsingar. Jafnframt er tekið fram að úttektin feli ekki í sér mælingu á íþróttafréttum fjölmiðla öðrum en þeim sem birtar eru sem hluti af öðr- um innlendum fréttum. Niðurstöðurnar sýna að Morgun- blaðið fjallar oftast um flest málefni. ingibjorg@mbl.is Flestar fréttir í Morgunblaðinu Niðurstöður mæl- inga Creditinfo                   ÞVERPÓLITÍSK samstaða er í efnahags- og skattanefnd Alþingis um verulegar breytingar á frum- varpi sem kveður á um tímabundna hækkun endurgreiðslu virðis- aukaskatts úr 60% í 100% vegna ný- bygginga, viðhalds og endurbóta húsnæðis. Lagt er til að ákvæðið nái líka til frístundabyggðar eða sumarhúsa, hönnunar og eftirlits verkefna og húsnæðis í eigu sveit- arfélaga og hálfopinberra félaga, að því er fram kom á mbl.is. Fleira verður endurgreitt ÓLAFUR F. Magnússon lagði fram bókun í borgarstjórn Reykjavíkur í gær þar sem hann ítrekaði þá kröfu sína að Óskar Bergsson segði af sér for- mennsku í borg- arráði og störf- um sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Skorar Ólaf- ur á Óskar að upplýsa nú þegar um persónuleg tengsl og hagsmuna- tengsl sín við borgarverktaka og aðra hagsmunaaðila í borginni. Óskar verði einnig að upplýsa um öll framlög sem hann hafi fengið í kosningasjóði eða styrki sem hann hafi þegið. Skorar enn á Óskar Bergs Ólafur F. Magnússon EKKI verður út- hlutað úr Minn- ingarsjóði Mar- grétar Björgólfs- dóttur nú í mars, að sögn Þór- unnar Guð- mundsdóttur hrl. í stjórn sjóðsins. Til þessa hefur verið úthlutað í október og mars. Á heimasíðu sjóðsins kemur fram að 2⁄3 hlutar hans hafi tapast vegna efnahagsvanda síðustu mánaða. Mjög ólíklegt þykir að úthlutað verði úr sjóðnum á þessu ári. Um- sóknir sem bárust á liðnu hausti verða ekki teknar til umfjöllunar. Þórunn sagði að sjóðurinn hefði veitt hundruð mishárra styrkja til fjölbreyttra verkefna frá því hann var stofnaður í ársbyrjun 2005. Ekki úthlutað vegna taps Þórunn Guðmundsdóttir MAÐURINN, sem lét lífið er bíll sem hann ók lenti út af veginum á Akrafjallsvegi á milli Akraness og Hvalfjarðarganga á sunnudags- kvöld, hét Ragnar Ólafsson. Hann var fæddur árið 1963 og búsettur í Reykjavík. Hann lætur eftir sig unnustu. Lést í slysi við Akrafjallsveg Pálmi Árnason, formaður Björgunarfélags Ísafjarðar, sagði að 20-30 fé- lagar hefðu verið við hjálparstörf í gær. „Við vorum aðallega að losa bíla og að flytja starfsfólk spítalans á vaktaskiptum,“ sagði Pálmi. Hann sagði að notaðir hefðu verið snjóbílar og jeppar enda mjög þungfært í bænum. Björgunarfélagið sá líka um um- ferðarstjórn á Skutulsfjarðarbraut síðdegis í gær. Pálmi vissi ekki til þess að snjóflóð hefðu þá fallið í byggð. Stóðu í ströngu jonmagnusson.is Sterkari og öflugriSjálfstæðisflokkur Ég opna kosningamiðstöð að Síðumúla 35 kl. 17.30 í dag. Heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir. JónMagnússon sæti3. SPARISJÓÐIR og smærri fjármála- fyrirtæki eru mörg hver tæknilega gjaldþrota og starfa á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu og Seðla- bankanum. Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra sagði í seinni frétt- um Sjónvarps í gærkvöldi að til greina kæmi að ríkið legði spari- sjóðum til aukið eigið fé til að styrkja slæma stöðu þeirra. Skuldir yrðu afskrifaðar eða lagt til nýtt eiginfjárframlag. Gylfi gaf ekki upp hvaða sparisjóðir þetta væru. Sparisjóðir fái fé frá ríkinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.