Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 3
skattur.is
Fljótlegt,
öruggt
og einfalt
að telja fram
Veflyklar
Veflyklar hafa verið sendir til nýrra framteljenda og þeirra sem
ekki eiga varanlega veflykla frá fyrri árum.
Ekki eru þó sendir veflyklar til þeirra sem nýttu sér þjónustu
endurskoðenda eða annarra fagmanna til framtalsskila í fyrra.
Glatist veflykill má sækja um nýjan á skattur.is og fá hann
sendan í vefbanka eða í pósti.
Talið fram á skattur.is
Veflykill veitir aðgang að þjónustusíðu á skattur.is þar sem
hægt er að fylla út skattframtalið á einfaldan hátt.
Framtal á pappír
Pappírsframtöl eru aðeins send þeim sem töldu fram á pappír
í fyrra. Hægt er að panta áritað pappírsframtal og sundur-
liðunarblað á skattur.is eða í síma 511-2250 og fá það sent
í pósti. Jafnframt er hægt að prenta út auð framtalsform
á skattur.is.
Áritaðar bankainnstæður
Bankainnstæður koma nú áritaðar á framtalið. Aðrar upplýs-
ingar frá bönkum og sparisjóðum má á auðveldan hátt flytja
af skattayfirlitum í vefbanka á sundurliðunarblað framtals.
Þaðan er einfalt að færa þær á skattframtal.
Aðgengilegar leiðbeiningar
Leiðbeiningar er að finna á skattur.is á aðgengilegu formi.
Einnig er auðvelt að kalla fram skýringar við einstaka kafla
eða reiti í vefframtali.
Prentaðar leiðbeiningar ásamt sérstökum leiðbeiningum
vegna efnahagsástandsins má fá hjá skattstjórum.
Símaþjónusta 511-2250
Í mars verður veitt aðstoð frá kl. 8 til 16 alla virka daga
í síma 511-2250. Dagana 23., 30. og 31. mars og 1. apríl
verður þjónustan í boði til kl. 19.
Skilafrestur
Almennur skilafrestur fyrir launamenn
og einstaklinga með eigin atvinnurekstur
er til 23. mars.
Hægt er að sækja um viðbótarfrest
á skattur.is, lengst til 1. apríl.