Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SKAMMTÍMALOKUN gatna og að um helmingi bíla verði ekki leyft að aka, er meðal þeirra úrræða sem listuð eru í viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði, sem samþykkt var í nefndinni á mánudag. Lagabreytingu þarf til að hægt sé að beita þessum úr- ræðum, sem og nokkrum öðrum sem tilgreind eru í áætl- uninni. Viðbragðsáætluninni er ætlað að móta skammtímaað- gerðir til að uppfylla sett skilyrði um loftgæði í borginni. Mögulegar aðgerðir eru settar fram í 19 liðum og er margt þar kunnuglegt á ferð, s.s. að veita upplýsingar og leiðbeiningar til almennings og fyrirtækja um loftmeng- un, rykbinding, gatnaþvottur og að hvetja fólk til að hjóla og ganga. Annað vekur meiri athygli, s.s. sú aðgerð að hægja á bílaumferð, að skylda bílstjóra til að drepa á bíln- um t.d. á ljósum, að beita skammtímalokun gatna, gefa frítt í strætó og að bílar með annaðhvort oddatölu eða slétta tölu í bílnúmeri fái ekki að vera á ferð. Margar þessara aðgerða krefjast lagabreytinga, eins og Kristján Guðmundsson, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, bendir á. „Þetta hefur verið reynt í öðrum löndum og þess vegna er verið að slá þessu upp en við gerum ekkert í þessu núna nema það verði einhverjar lagabreytingar.“ Inntur eftir því hvort ráðist verði í við- ræður við stjórnvöld um slíkar lagabreytingar svarar Kristján: „Það verður örugglega farið út í að kanna hug manna til þess en þeir hafa síðasta orðið. Þetta er spurn- ing um vilja þingsins.“ Hann leggur áherslu á að enn sé ekki búið að ákveða neitt í þessum efnum en verði af aðgerðum af þessum toga sé miðað við að þeim sé aðeins beitt í skamman tíma í senn, s.s. einn dag í einu, þegar loftgæði eru lítil. „Nú verður myndaður viðbragðshópur, sem í sitja tveir frá Heilbrigðiseftirlitinu og einn frá framkvæmda- og eigna- sviði borgarinnar, sem munu vinna eftir þessu plaggi. Þeir setjast þá yfir þetta og það er spurning um hvað kemur út úr því.“ Skoða víðtækar aðgerðir Lagabreytingar þarf svo hægt verði að beita skammtímaaðgerðum sem lýst er í nýsamþykktri viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði Í HNOTSKURN » Ákveðin viðmiðunarmörkum hámarksmagn efna í lofti verða höfð til hliðsjónar þegar metið verður hvort grípa skuli til aðgerðanna. » Viðbragðsáætlunin tekureinnig til innilofts, að því marki sem það verður fyrir áhrifum af útilofti. » Einnig hefur verið unnináætlun um langtíma- aðgerðir til að auka loftgæði í borginni sem hefur ekki verið samþykkt enn. MEÐ Grænum dögum sem standa yfir í Háskóla Íslands þessa viku, er markmiðið að vekja nem- endur og starfsfólk skólans til vitundar um vist- væna neyslu og endurvinnslu. Fjölbreytt dag- skrá er í boði alla vikuna og má þar nefna kvikmyndasýningar, fatamarkað og málþing. Umhverfisvæn fyrirtæki kynntu starfsemi sína á Háskólatorgi í gær og gafst þá m.a. færi á að smakka mat úr lífrænt ræktuðu hráefni. Grænt í boði á Háskólatorgi Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „VIÐ teljum að til frambúðar þurfi að breyta kosningakerfinu og við höfum ákveðnar hugmyndir um það,“ sagði sr. Þórhallur Heimisson í gær þegar L-listinn kynnti framboð sitt. „Við teljum mikilvægt að inn á komandi Alþingi verði einhverjir utan gömlu stjórnmálaflokkanna til að fylgja þessum hugmyndum um breytingar á kerfinu eftir. Það er til þess verks sem við bjóðum okkur fyrir utan að koma að endurreisn íslensks efna- hagslífs og endurreisn íslensks sam- félags.“ Þórhallur sagði listann ekki ætla að þiggja styrki frá einkaaðilum eða fyrirtækjum því það skapaði lýð- ræðinu hættu. „Við ætlum ekki að láta peninga frá öðrum segja okkur hvernig við eigum að tala.“ Bjarni Harðarson, fyrrverandi al- þingismaður, er einn forsvarsmanna L-listans. Hann segir að brotið verði upp á gamla skipulagið með því að bjóða fram lista frjálsra frambjóð- enda án þess að stjórnmálaflokkur standi bak við hann en þannig skapist milliliðalaust samband milli kjósenda og frambjóðenda. Þórhallur sagði listann vilja end- urreisn fjölskyldna og heimila í land- inu, endurreisn lýðræðisins og at- vinnulífsins. Þá vilji hann varðveita lýðræðið á traustum grunni með því að hafna aðild að ESB. „Það er eins og eina svarið gagnvart hruni, at- vinnuleysi og vonleysi, fjórföldun á fólki sem leitar aðstoðar hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar, sé að ganga í ESB,“ sagði Þórhallur. „Við teljum að lausnin felist í fullveldinu, lýðræð- inu, að við stöndum saman.“ Bjarni sagði að verið væri að vinna að listauppstillingum í öllum kjör- dæmum og væri það skoðun listans að koma þyrfti á persónukjöri. Bjóðast til endurreisnarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Framboð L-listinn telur mikilvægt að fylgja eftir hugmyndum um breytingar á kerfinu og býðst til verksins. Listinn þiggur ekki styrki frá einkaaðilum.  L-listinn telur að breyta þurfi kosningakerfinu til frambúðar  Telja mikilvægt að á komandi Alþingi verði menn utan gömlu flokkanna til að breyta kerfinu ÁSTA Ragnheið- ur Jóhannes- dóttir félags- málaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lög- um um atvinnu- leysistryggingar til þess að sporna við misnotkun á atvinnuleys- isbótum. Haft hefur verið eftir for- stjóra Vinnumálastofnunar að brögð séu að því að fólk reyni að misnota sjóðinn með því að skrá sig atvinnu- laust en sé jafnframt í námi eða í svartri vinnu. „Vinnumálastofnun hefur þurft frekari úrræði. Það er mjög mik- ilvægt að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að mis- nota Atvinnuleysistryggingasjóð og grafa þar með undan tilgangi hans,“ segir félagsmálaráðherra. Vinnumálastofnun fær auknar heimildir til þess að leita eftir upp- lýsingum um hagi umsækjenda. Stofnunin getur þar með óskað eftir upplýsingum og gögnum frá vinnu- veitanda ef talin er þörf fyrir nánari rökstuðning um samdrátt í rekstri og minnkað starfshlutfall meðal starfsmanna. Einnig verður hægt að leita eftir upplýsingum frá skólum um námsvist ef þurfa þykir. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um framlengingu á hlutabótum til áramóta. ingibjorg@mbl.is Spornað við mis- notkun Ásta R. Jóhannesdóttir Hagir atvinnulausra kannaðir ef þörf er á FULLTRÚAR frá kosningaeftirliti ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, eru nú staddir hér á landi til þess að kynna sér undirbúning al- þingiskosninganna í vor. Fulltrúarnir, sem komu hingað í fyrradag og fara af landi brott á fimmtudaginn, eru að kanna hvort þörf sé á eftirliti með sjálfum kosn- ingunum og ræða þeir við ýmsa aðila í því samhengi. Breytt fyrirkomulag kosninga er atriði sem stofnun eins og ÖSE fylg- ist með. Stofnunin hefur beint sjón- um sínum í ríkari mæli að Vest- urlöndum en áður. ingibjorg@mbl.is Fulltrúar ÖSE komnir „ÝMIS mótmæli“ hafa orðið vegna þeirrar ákvörð- unar að heimila hvalveiðar. „Við erum að reyna að vinna í því að koma okkar sjón- armiðum á fram- færi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sjáv- arútvegsráðherra. „Ég mun kannski gera meira af því á næstunni, mögu- lega með því að funda með og tala við þá aðila sem eru stærstir í þeim efnum. Þá er ég að tala um nokkrar mjög stórar verslunarkeðjur og fleiri slíka aðila sem okkur skiptir miklu máli að fari ekki út í ein- hverjar harkalegar aðgerðir á móti okkur,“ segir Steingrímur. Forsendur ákvörðunarinnar standa þó enn, að sögn Steingríms, sem lýsti áhyggjum af væntanlegum mótmælum fyrir tveimur vikum, þegar hann tilkynnti að ákvörðun forvera síns stæði. onundur@mbl.is Hvalveiðum er mótmælt Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.