Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
DÆMI eru um að fólk afþakki end-
urhæfingu og meðferð á Reykja-
lundi, jafnvel eftir langa bið, af ótta
við að það muni hafa áhrif á stöðu
þess í vinnu. Lækningaforstjóri
Reykjalundar segir einnig brögð að
því að fólk, sem boðið er meðferð á
dagdeildum miðstöðvarinnar, setji
fyrir sig aukin bensínútgjöld vegna
ferða til og frá deildunum.
Að sögn Hjördísar Jónsdóttur,
lækningaforstjóra Reykjalundar,
verður starfsfólk vart við það að
fólk afþakki meðferð og beri fyrir
sig ótta við að missa vinnu, jafnvel
eftir að hafa beðið svo mánuðum
skiptir eftir því að komast að.
„Starfsfólk hér hefur tekið eftir
þessu, þótt það sé ekki eins áber-
andi núna og það var fyrst eftir
bankahrunið. Það er þessi hræðsla,
t.d. þegar fólk er of þungt eða með
verki, að það geti verið að gefa svo-
lítinn höggstað á sér með því að
fara úr vinnunni.“
Aðlaga meðferðina
samfélaginu
Hún segir að hjá hinu opinbera
séu raunar strangar reglur sem
komi í veg fyrir slíkar uppsagnir.
„Hins vegar held ég að einkafyr-
irtæki hafi talsvert mikinn rétt á að
láta fólk fara. Það er örugglega
eitthvað slíkt sem fólk óttast.“
Hjördís bendir á að undanfarið
hafi verið lögð áhersla á að efla
dagdeildarþjónustu Reykjalundar
enda sé það ódýrara en hefðbundin
meðferð þar sem sjúklingur dvelur
allan sólarhringinn á miðstöðinni.
„En þá setur fólk fyrir sig flutn-
ingskostnað, þ.e að koma sér til og
frá staðnum. Strætisvagnasam-
göngur eru ekki nógu góðar hingað
og fólk horfir í bensínkostnaðinn
þannig að það veltir þessum hlut-
um meira fyrir sér nú en áður.“
Meðaltími endurhæfingar er sex
til átta vikur að hennar sögn. „Við
erum að reyna að breyta því, ein-
mitt til að aðlagast samfélaginu, á
þann hátt að þeir sem eru í vinnu
séu hugsanlega færri daga hér í
viku og geti þá verið í vinnunni eitt-
hvað á milli. Það er hægt að leggja
meðferð sumra þannig upp þótt
það eigi alls ekki við um alla.“
Raunar segir Hjördís þessa þróun
hafa verið byrjaða fyrir banka-
hrunið, enda sé það mikilvægur
hluti endurhæfingar að halda fólki
virku.
Vildi bíða eftir eftirlaununum
Biðtíminn eftir endurhæfingu er
misjafn, allt frá nokkrum vikum og
upp undir ár. „Þetta fer eftir með-
ferðarsviðum en einnig verðum við
að hafa ákveðna forgangsröðun. Ef
viðkomandi er hins vegar búinn að
vera á biðlista í meira en ár biðjum
við yfirleitt um nýjar beiðnir til að
vita hvort ástandið hafi eitthvað
breyst í millitíðinni,“ segir Hjördís
sem undirstrikar þó að Reykja-
lundur vinni stöðugt að því að
stytta biðlistana.
Hún tekur undir að einmitt
vegna biðarinnar geti það verið
ansi mikil fórn að afþakka meðferð.
„Já, manni finnst það. Eitthvert
dæmi var um einstakling sem var
búinn að bíða en þegar komið var
að honum kaus hann bíða enn um
sinn þar sem hann átti eftir fjóra
mánuði í eftirlaun.“
Í slíkum tilfellum dettur fólk þó
ekki aftast í röðina á ný. „Ef við-
komandi hefur fullgilda ástæðu fyr-
ir því að hafna plássinu reynum við
að semja við hann um framhaldið.
Öðru máli gegnir ef hann einfald-
lega vill ekki eða nennir ekki að
koma eða eitthvað slíkt.“
Afþakka eftir langa bið
Morgunblaðið/Valdís Thor
Þjálfun Margir bíða lengi eftir endurhæfingu og meðferð á Reykjalundi
enda er hún oft á tíðum forsenda þess að halda áfram venjulegu lífi.
Ótti við vinnumissi aftrar fólki frá því að fara í nokkurra vikna endurhæfingu á
Reykjalundi Sjúklingar á dagdeild setja bensínkostnað við ferðir fyrir sig
FLEST bendir til
að inflúensan ætli
að fara mjúkum
höndum um
landsmenn á
þessum vetri.
Haraldur
Briem sóttvarna-
læknir hjá Land-
lækni hefur
fylgst með þróun
mála hjá Læknavaktinni. „Það var
toppur fyrir hálfum mánuði og nú
sýnist mér að flensutilfellum fari
fækkandi. Ég hef það á tilfinning-
unni að flensan sé að hjaðna,“ segir
Haraldur. Sömu sögu er að segja frá
nágrannalöndum okkar. Haraldur
segir að þessi vetur hafi verið með
besta móti. „Það er þó ekki útilokað
að við fáum síðvetrarsmell.“ Pant-
aðir voru 60 þúsund skammtar af
bóluefni og kláruðust þær birgðir að
mestu leyti. Það bendi til þess að
fólk hafi verið duglegt að láta bólu-
setja sig, sem kunni að vera ein
skýring þess að flensan hefur verið
jafn lítið útbreidd og raun ber vitni.
sisi@mbl.is
Er inflúensan
að fjara út?
Haraldur Briem
NÚ liggur fyrir að engar hóp-
uppsagnir voru tilkynntar Vinnu-
málastofnun í febrúar.
Hópuppsagnir sem koma til
framkvæmda næstu mánuði eru því
óbreyttar, þ.e. um 480 koma til
framkvæmda nú í mars, um 230 í
apríl og um 120 í maí. 16.569 voru
skráðir atvinnulausir hjá Vinnu-
málastofnun í gær. sisi@mbl.is
Engar nýjar
hópuppsagnir
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
36
59
9
Aðgerðaáætlun
Símans fyrir fólkið
og fyrirtækin!
Síminn kynnir þrjár nýjar leiðir í GSM