Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
VEÐRIÐ hefur löngum verið Íslendingum hugleikið og oft um fátt meira
rætt en tíðina. Því hafa landsmenn væntanlega fengið eitthvað annað að
ræða um síðustu daga en kreppu því veðrið hefur ekki beint leikið við
landsmenn eins og þessi hlaupari fékk að reyna við Ægisíðuna.
Morgunblaðið/Kristinn
Hlaupið undan vindi
ALDÍS Wester-
gren, 37 ára gömul
kona sem síðast
sást 24. febrúar,
var ófundin síð-
degis í gær. Mikil
leit og eftir-
grennslan lögreglu
og leitarsveita hef-
ur engan árangur
borið. Lögreglan
er að vinna úr ákveðnum vísbend-
ingum, án þess að þær hafi hingað til
komið henni á sporið.
Síðast er vitað um ferðir Aldísar við
Gvendargeisla í Grafarholti í Reykja-
vík. Að sögn lögreglunnar stendur til
að leita betur út frá Gvendargeisla og
á svæðunum þar í kring um leið og
veður og aðstæður leyfa. Veður var
óhagstætt til leitar í gær. Lögreglan
beinir því til húseigenda og húsbyggj-
enda á svæðinu og í grennd við það að
svipast um í vinnuskúrum og nýbygg-
ingum.
Einnig eru þeir sem eiga leið um
svæðin í kring beðnir að láta lögreglu
vita sjái þeir vísbendingar um ferðir
Aldísar.
Aldís er 165-170 sm á hæð, með
skollitað axlasítt hár og líklega klædd
í dökkan jakka eða úlpu, dökkar buxur
og með svartan og hvítan hálsklút.
Þeir sem geta veitt einhverjar upp-
lýsingar um ferðir Aldísar eru vinsam-
legast beðnir um að hafa samband við
lögregluna í síma 444-1100.
Leit ekki
borið
árangur
Leitað verður nánar
út frá Gvendargeisla
Aldís Westergren
Þitt val •Það er
Lægsta
mínútuverðið
11,90 kr.
• Lægsta mínútuverð í GSM á
Íslandi, 11,90 kr. óháð kerfi.
• Einn GSM vinur innan kerfis.
• Hentar þeim sem tala jafnan
lengi í hverju símtali.
• Nánari upplýsingar á siminn.is.
Sex vinir
óháð kerfi
• Veldu þér sex GSM vini
í hvaða kerfi sem er.
• Þetta er leiðin fyrir þá sem
hringja mest í sama fólkið
aftur og aftur.
• Nánari upplýsingar á
siminn.is.
Núll í alla
heimasíma
• Ekkert mínútugjald úr GSM
í alla heimasíma á Íslandi.
• Þrír GSM vinir innan kerfis.
• Nánari upplýsingar
á siminn.is.
eðaeða
Veldu þína leið og byrjaðu að spara!
Hringdu
núna í síma
800 7000
og veldu þína
leið!
Í BRÉFI sem Morgunblaðinu hefur
borist frá Björgólfi Thor Björgólfs-
syni, segir að umfjöllun í Kastljósi á
mánudagskvöld um málefni Lands-
bankans hafi verið ónákvæm og vill-
andi. Með framsetningunni sé aug-
ljóslega látið í það skína að
Björgólfur Thor hafi farið með rangt
mál og að það virðist vera inntak frá-
sagnarinnar. „Hið rétta er að svör
FSA og breska fjármálaráðuneyt-
isins segja ekkert til um hvort orð
mín standist eður ei. Hinsvegar hafa
stjórnendur Landsbankans staðfest
þau með formlegum yfirlýsingum
mínum,“ segir í bréfi Björgólfs.
Viðræður en ekki samkomulag
Björgólfur segir rangt með farið
að hann hafi í Kompásviðtali á Stöð 2
sl. haust sagt að Landsbankinn hafi
gert samkomulag við breska fjár-
málaeftirlitið (FSA) um að taka Ice-
save innlánareikningana með flýti-
meðferð inn í dótturfélag bankans í
Bretlandi og þar með koma ábyrgð-
um á þeim reikningum í lögsögu
breskra yfirvalda.
„Í kynningu á innslagi Kastljóss
er fullyrt um samkomulag, í umfjöll-
uninni sjálfri er þrisvar sinnum talað
um samkomulag og þar er mér m.a.
lagt í munn að hafa fullyrt um sam-
komulag og í fréttum Sjórnvarpsins
er einnig staðhæft að ég hafi talað
um samkomulag. Hið rétta er að ég
talaði aldrei um samkomulag. Ég
talaði um að viðræður hefðu átt sér
stað við FSA og í samtölum stjórn-
enda bankans við starfsmenn þess
hefði komið fram
að ef Landsbank-
inn gæti greitt
200 milljónir
sterlingspunda til
Bretlands á
mánudeginum
væri FSA
reiðubúið að veita
flýtimeðferð (e.
fast track) á Icea-
save reikning-
unum inn í breskt dótturfélag bank-
ans. Landsbankanum var því boðin
flýtimeðrferð gegn því að greiða 200
milljónir sterlingspunda en þar sem
bankinn fékk ekki fyrirgreiðslu varð
ekkert úr mögulegu samkomulagi,“
segir í bréfinu frá Björgólfi.
Hann segir þennan grundvall-
armun á orðum sínum og röngum
fullyrðingum Kastljóss mjög mik-
ilvægan, einkum þegar svar FSA og
breska fjármálaráðuneytisins sé
skoðað í heild. Fyrirspurn íslenska
fréttamannsins hafi verið margræð
og því komi svar fjármálaráðuneyt-
isins og FSA ekki á óvart. Ráðu-
neytið vísi til þess að ekki hafi verið
sá skilningur sem lýst sé í fyr-
irspurninni en svarið útiloki þó ekki
að Landsbankinn hafi átt í viðræðum
þeim sem fyrr er lýst við FSA.
„Fyrrgreind umfjöllun hefur verið
meiðandi og er þess farið á leit við
Kastljós og fréttastofu Sjónvarps að
villandi og ónákvæm umfjöllun um
orð mín verði leiðrétt í kvöld á sama
vettvangi og í gærkvöldi [mánudags-
kvöld],“ segir í bréfinu.
Rangar fullyrð-
ingar í Kastljósi
Björgólfur Thor fer fram á leiðréttingu
Björgólfur Thor
Björgólfsson