Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLIT Lúxem- borgar telur að það hefði getað gripið til áhrifameiri aðgerða og gætt betur hags þeirra sem áttu innlán í dótt- urfélögum íslensku bankanna í land- inu hefði það verið varað við því að bankarnir stæðu veikt. Starfsmaður eftirlitsins, sem vaktaði dótturfélögin, segist undrandi á að lesa fréttir mbl.is þar sem fram kom að formaður seðlabankastjórnarinnar, Davíð Oddsson, og ráðherra Samfylking- arinnar í ríkisstjórn töluðu um að vandi bankanna hefði legið fyrir í fyrravor. En hver sagði hvað? Í fréttaskýringaþætti RÚV, Fréttaaukanum, á sunnudag sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, að norrænu seðlabankarnir og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefðu krafist þess í apríl í fyrra að Seðlabankinn og Fjármála- eftirlitið beittu þeim tækjum sem þau hefðu til að draga úr umsvifum bank- anna. „Ég stóð í þeirri trú að þessar stofnanir væru að vinna sína vinnu og væru að gera þetta,“ sagði hún. Davíð Oddsson, fyrrum seðla- bankastjóri, sagði svo frá því í Kast- ljósi þann 24. febrúar að Seðlabank- inn hefði sagt öllum frá ótta sínum allan tímann og stjórnvöld hefðu við- urkennt það en leitað jafnharðan til bankastjóranna sem hefðu sagt Seðlabankann fara með fleipur. „Við létum það ekki duga. Við fengum til að mynda í febrúar einn færasta fjármálastöðugleikasérfræð- ing í Evrópu til að vinna fyrir okkur viðbragðsáætlun. Í þessari áætlun gerum við ráð fyrir því að að banka- kerfið fari á hausinn í október – í október. Við sendum þessa skýrslu til ríkisvaldsins.“ Endalausar fund- argerðir séu einnig til þar sem seðla- bankastjórar segi bankastjórum að bankinn hafi vaxandi áhyggjur af stöðunni, áhyggjur af fjármögnun bankanna og netinnlánum þeirra. Til þessara orða fyrrverandi seðla- bankastjóra og utanríkisráðherra í stjórn Geirs H. Haarde vísar fjár- málaeftirlitið í Lúxemborg (CSSF). „Þetta vekur undrun þar sem við fengum engar fréttir um þessa vitn- eskju sem þó virðist hafa legið á borðinu,“ segir starfsmaður fjár- málaeftirlitsins við Morgunblaðið. Hann segir þó erfitt að bregðast við þessum fréttum þar sem eftirlitið hafi ekki séð þær í skýrslum og erf- itt sé að meta hvort vitneskjan hafi í raun legið fyrir. Undir það tekur Luc Michels, að- stoðarmaður viðskiptaráðherra Lúxemborgar, og segir erfitt að rýna í það sem nú er sagt. Hann staðfestir hins vegar að ráðherrann, eða stjórnvöld í Lúxemborg, hafi ekki verið varaður við slæmri stöðu íslenska bankakerfisins. „Nefnd ís- lenskra stjórnvalda, þar á meðal Geir H. Haarde þáverandi forsætis- ráðherra, fundaði með okkur 26. febrúar 2008. Á fundinum var mér sagt að ekki væri rætt um vanda ís- lenska bankakerfisins eða banka á Íslandi.“ Eftir Þröst Emilsson og Ingibjörgu B. Sveinsdóttur FULLTRÚAR menntamálaráðu- neytisins, sem koma áttu á fund fjár- laganefndar Alþingis í gær til þess að gera grein fyrir því hvað hefði verið undirritað vegna áframhald- andi framkvæmda við Tónlistarhús- ið, boðuðu forföll. Fulltrúarnir töldu sig þurfa að afla enn frekari upplýsinga um málið, að sögn Gunnars Svavarssonar, for- manns fjárlaganefndar. Formaðurinn segir að gert sé ráð fyrir því að fulltrúarnir komi næst- komandi mánudag og geri grein fyr- ir því hvort viljayfirlýsingin, sem Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra og Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri undirrituðu 19. febrúar um áframhald framkvæmda við Tónlistarhúsið, sé í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins. Gunnar kveðst ekki efast um að svo sé. „Ég sagði í ræðu á þingi í síð- ustu viku að ég gerði fastlega ráð fyrir því að þeir sem komu að þess- um samningi hefðu gert það með hliðsjón af lögum um fjárreiður rík- isins.“ Erindi vegna Tónlistarhússins kom inn á borð fjárlaganefndar á ell- eftu stundu þegar fjárlög voru í vinnslu í desember, að því er Gunnar greinir frá. „Það var óskað eftir því að setja nokkra milljarða inn í verkefnið og við óskuðum eftir frekari upplýsing- um. Þetta var á laugardagsmorgni og við vorum að afgreiða fjárlögin á mánudeginum. Það var sagt að ekki væri hægt að afla upplýsinganna og þá sögðumst við ekki geta afgreitt málið. Við bindum ekki ríkið án þess að hafa upplýsingar.“ Á undanförnum mánuðum hefur fjárlaganefnd haft sérstakt eftirlit með ríkisstofnunum og bent á að ekki sé æskilegt að skrifa undir samninga nema fyrir liggi í fjárlög- um eða rammafjárlögum að ríkið geti staðið á bak við umrædda samn- inga. Samkvæmt samkomulaginu um áframhald framkvæmda við tónlist- arhúsið mun Austurhöfn-TR ehf., fé- lag í eigu ríkis og borgar, taka verk- efnið yfir. Allar áætlanir miðast við að ekki þurfi að koma til aukin fram- lög ríkis og borgar frá því sem ákveðið var árið 2004 þegar fram- kvæmdir og rekstur voru boðin út. Gunnar Svavarsson segir ekki úti- lokað að fulltrúi Austurhafnar mæti á fundinn á mánudaginn.  Fulltrúar menntamálaráðuneytis boðuðu forföll og mættu ekki á fund fjárlaga- nefndar  Afla frekari gagna um samkomulagið um áframhald á framkvæmdum Fundi um Tónlistarhús frestað Morgunblaðið/Júlíus Tónlistarhúsið Kostnaðurinn er áætlaður 13,3 milljarðar króna. GUÐMUNDUR Helgi Þórðarson læknir lést á líknardeild Landa- kotsspítala 3. mars sl. Hann fæddist 26. mars 1924 í Hvammi í Valla- hreppi, S-Múlasýslu. Guðmundur lauk stúd- entsprófi frá MA 1945 og prófi í læknisfræði frá HÍ 1952. Hann var héraðslæknir í Hofsós- héraði 1954-1962 og í Stykkishólmshéraði 1962-1974. Heimilis- læknir í Hafnarfirði frá 1974 til ársloka 1993 að hann eftirlét ungum sér- fræðingi í heimilislækningum starf sitt. Guðmundur var alla tíð mikill hugsjóna- og félagsmálamaður og lét víða til sín taka. Blaða- og tíma- ritsgreinar, einkum um heilbrigðis- og fé- lagsmál, skrifaði hann áratugum saman. Auk þess eru til í handriti merk gögn sem hann skráði meðan hann gegndi erfiðum lækn- ishéruðum. Morgunblaðið birti fjölda greina eftir Guðmund, þá síðustu 10. janúar 2004 um „Gróðafíkn“, en þar fjallaði hann m.a. um ábyrgð ofurlauna- manna. Guðmundur var kjörinn heiðurs- félagi Félags íslenskra heimilis- lækna 1997. Eftirlifandi eiginkona hans er Lóa Stefánsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Guðmundur Helgi Þórðarson Andlát „Fjármálaeftirlitið vill ekki eiga samskipti við Fjármálaeftirlitið í Lúx- emborg í gegnum fjölmiðla,“ er svar þess þegar Morgunblaðið leitaði við- bragða við undrun fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg (CSSF). „Fjármálaeft- irlitið bendir þó á að það hvatti bankana á síðasta ári, meðal annars opinberlega, til þess að minnka efnahagsreikning sinn og má vísa í erindi Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, á ráð- stefnu Samtaka fjármálafyrirtækja hinn 10. apríl 2008, því til staðfest- ingar. Jafnframt má benda á að efnahagur bankanna minnkaði um 7% í evrum talið á fyrri hluta ársins 2008,“ stendur í skriflegu svari FME. Í ávarpi Jónasar telur hann upp atriði sem gætu styrkt íslenskt fjár- málakerfi og þar nefnir hann að stjórnendur bankanna verði að sýna fram á að þeir kunni að rifa seglin í stormi og stórsjó; lækka kostnað og minnka efnahag sinn. Fyrr hafði hann tekið fram í ávarpinu að bankarnir hafi allir staðist strangt álagspróf. Þeir séu fyllilega samanburðarhæfir við norrænu bankana og undirstöður þeirra séu traustar. FME varaði opinberlega við Ingibjörg og Davíð Fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður seðlabankastjórnar í sjónvarps- viðtölum hjá Sjónvarpinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Fréttaaukanum og Davíð Oddsson í Kastljósinu. Hefði gripið til beittari aðgerða Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg hefði betur getað varið inn- lánin í bönkunum hefði það vitað af vanda íslensku bankanna HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur veitt skilanefnd Landsbanka Ís- lands hf. níu mánaða framlengingu á greiðslustöðvun bankans, eða til 26. nóvember 2009. Beiðni um framlengingu var ekki mótmælt af hálfu kröfuhafa þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Í yfirlýs- ingu frá skilanefnd segir að fram- lengingin skapi Landsbankanum svigrúm og traustan grundvöll til að ná settum markmiðum um að há- marka verðmæti eigna bankans. Sú vinna sé unnin til hagsbóta fyrir kröfuhafa en náið samstarf sé haft við þá um framvindu mála. Greiðslustöðvun framlengd Getum við aðstoðað? Í dag, miðvikudag, sitja ráðgjafar okkar lengur við símann. Ráðgjafar Eignastýringar, Almenna lífeyrissjóðsins og Fjármögnunar svara spurningum ásamt ráðgjöfum Íslandsbanka. Hringdu í okkur á milli kl. 17 og 21 í síma 440 4000. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli ís- lenska ríkisins og enska ráðgjafar- fyrirtækisins Hawkpoint um að fyr- irtækið vinni að samningagerð milli gömlu og nýju bankanna undir stjórn íslenskra stjórnvalda. Ekki hefur verið samið við Hawkpoint en fjármálaráðherra vonast til að það gangi eftir. Verkefnið er að veita ráðgjöf um samningagerð við kröfuhafa gömlu bankanna í tengslum við lokaupp- gjör og hins vegar sérfræðiráðgjöf í tengslum við uppgjörið. Áður höfðu stjórnvöld boðið fjór- um erlendum ráðgjafarfyr- irtækjum að taka þátt í útboði. Tvö drógu sig í hlé vegna hagsmuna- tengsla, en auk Hawkpoint var rætt við fyrirtækið Houlihan Lokey. onundur@mbl.is Ráðgjafar við uppgjör bankanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.