Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins,sem sækjast eftir endurkjöri, eru
byrjaðir að viðurkenna ábyrgð sína
og flokksins á bankahruninu, a.m.k.
að hluta til.
Ásta Möllersagði á Al-
þingi í gær: „Við
vorum sjálf-
umglöð og sjálfs-
örugg og veittum
aðvörunarmerkj-
um ekki athygli
sem skyldi.
Ég á minn þátt í
þessu andvaraleysi sem við höfum
gert okkur sek um [...]
Fyrir sjálfa mig þykir mér það
miður og hef beðist afsökunar á því.“
Bjarni Benediktsson, sem allar lík-ur eru á að verði formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagði í samtali við
Sjónvarp mbl.is í gær: „Ég er sam-
mála því að Sjálfstæðisflokkurinn ber
ábyrgð á ýmsu af því, sem hefur ekki
lánast nógu vel hjá okkur á und-
anförnum árum.“
Bjarni og Ásta bentu réttilega á aðtalsvert vantar upp á að í öðrum
flokkum, sem verið hafa við stjórn-
völinn undanfarin ár, fari fram svip-
uð umræða og sú, sem nú fer fram í
Sjálfstæðisflokknum.
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-stæðisflokksins, virðist reyndar
dálítið pirraður á þeirri umræðu.
Hann sagði í útvarpsviðtali að end-
urreisnarnefnd flokksins, þaðan sem
nú heyrist hörð gagnrýni, hefði verið
ætlað að fjalla um framtíðina, fremur
en að dvelja við fortíðina.
Undirnefndin, sem mesta athyglihefur vakið með gagnrýni sinni,
er reyndar kennd við „uppgjör og
lærdóm“.
Átti það að vera uppgjör við fram-tíðina og lærdómur dreginn af
óorðnum hlutum?
Geir H. Haarde
Uppgjör við framtíðina?
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!!!"#
$
!%
&$
&$
"!!
!!!"#
!%
&$
'&
#$%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? (
*$BC
!
*!
$$B *!
) *
+$
*$
%
#$ ,#
<2
<! <2
<! <2
)%$+!"
-
! ./&"#!0
D
*
B
" #$
%&!
'
#
<7
( $
)
*&+
,
<
-)
# #
. !/%
'
%&!
1"" #22 !"#$ 3# & #-
!
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
ENDURSALA skíðapassa færist í aukana, að
sögn framkvæmdastjóra Skíðasvæðanna á höfuð-
borgarsvæðinu. Slíkt sé óleyfilegt og grafi undan
starfsemi svæðanna.
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíða-
svæðanna, segir að mun meira sé um að lyftupass-
ar séu endurseldir á bílaplaninu eða jafnvel í
sjálfri miðaröðinni en áður. Slík endursala brjóti
gegn reglum svæðanna. „Það er hvergi leyfilegt
erlendis að láta þessa miða flakka á milli en ef ekki
nægir að höfða til samvisku manna þurfum við
e.t.v. að fara í einhverjar kostnaðarsamar aðgerð-
ir. Auðvitað er þetta til þess fallið að grafa undan
starfsemi skíðasvæðanna.“
Hann segir að t.a.m. á Akureyri hafa verið
ákveðið að bæta 1.000 krónum við passaverðið
sem kaupandinn fái endurgreiddar eftir daginn.
„Því fylgja auðvitað óþægindi.“
Ekki er hægt að kaupa hálfsdagskort eða
klukkustundarkort á Skíðasvæðum borgarinnar
sem Magnús segir vera vegna þess að ekki séu
kortahlið við allar lyftur svæðanna. Hins vegar sé
gefinn afsláttur af heilsdagskortum eftir kl. 17
virka daga og eftir kl. 15.30 um helgar. ben@mbl.is
Vilja stöðva endursölu skíðapassa
Færist í aukana að fólk framselji notuð lyftukort við brottför af skíðasvæðunum
ALLS bárust 26 tilboð í gerð við-
byggingar við hjúkrunarheimilið
Jaðar í Ólafsvík, en tilboð voru
opnuð hjá Ríkiskaupum fyrir helgi.
Er þetta í takt við önnur útboð upp
á síðkastið, þar sem mörg tilboð
hafa borist og nokkur stærstu
verktakafyrirtæki landsins hafa
verið meðal bjóðenda. Lægsta til-
boðið var 66,5% af kostnaðar-
áætlun.
Um er að ræða 1.105 fermetra
hjúkrunarheimili á tveimur hæðum
sem tengist eldra dvalar- og hjúkr-
unarheimili með tengigangi á báð-
um hæðum. Á neðri hæð bygging-
arinnar verða fimm
einstaklingsrými ætluð heilabil-
uðum en á efri hæð verða sjö al-
menn hjúkrunarrými. Byggingin
verður steinsteypt. Verkinu skal
vera lokið 1. júlí 2010.
Kostnaðaráætlun var rúmar 357
milljónir. 24 tilboð voru undir áætl-
un. Lægsta tilboð átti Nesbyggð
ehf., 238 milljónir króna. Hæsta til-
boð átti Borgarverk ehf., 405 millj-
ónir króna. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Alfons
Stækkun Frá skóflustungu að hjúkrunarheimilinu sl. haust, f.v. Ásbjörn Ótt-
arsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, þáv. ráðherra, og Hrannar B. Arnarsson.
Lág tilboð í hjúkrunar-
heimilið Jaðar í Ólafsvík
24 tilboð af 26 undir kostnaðaráætlun