Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
SÁTT hefur tekist milli Bjarna F.
Einarssonar, doktors í fornleifa-
fræði, og Háskóla Íslands um að
ljúka kæru fyrir siðanefnd HÍ og
hefur kæra Bjarna í framhaldinu
verið dregin til baka.
Hlutdrægni gætti í umfjöllun
Bjarni sótti um dósents- eða lekt-
orsstarf í fornleifafræði við HÍ í des-
ember 2001 ásamt þremur öðrum.
Vorið eftir skilaði dómnefnd áliti þar
sem tveir umsækjendanna voru
metnir hæfir en hinir tveir, þ. á m.
Bjarni, ekki. Mikil umræða skapað-
ist innan skólans um hversu stór orð
voru höfð um Bjarna. Hann fékk nei-
kvæða dóma fyrir verk sín, var ásak-
aður um ábyrgðarleysi og að hafa
farið illa með almannafé. Stöðu-
nefnd, sem fjallaði um álit dóm-
nefndar, komst að þeirri niðurstöðu
að ýmsir annmarkar væru á áliti
dómnefndar og greindi meðal annars
hlutdrægni í umfjöllun hennar. Þá
funduðu kennarar við sagnfræðiskor
HÍ og vildi meiri-
hluti að áliti dóm-
nefndar yrði
hafnað og staðan
auglýst að nýju.
Bjarni kærði
tvenn ummæli í
dómnefndar-
álitinu og í mars
2004 úrskurðaði
Hæstaréttur að
ummælin vógu að æru Bjarna, per-
sónu og heiðri sem vísinda- og fræði-
manns á sviði fornleifafræði. Í dómn-
um var sagt að ummælin væru
meiðandi, tilhæfulaus og óviður-
kvæmileg og því voru þau dæmd
ómerk.
Í frétt á heimasíðu HÍ segir að
bæði Bjarni og háskólinn telji sig
hafa orðið fyrir skaða vegna vinnu-
bragða og ummæla dómnefndar-
manna. Háskólinn hafi breytt
reglum við veitingu starfa háskóla-
kennara og öflun dómnefndarálita í
tengslum við það. ylfa@mbl.is
Bjarni og Háskóli
Íslands náðu sáttum
Dr. Bjarni F. Einarsson dregur til baka kæru fyrir siða-
nefnd skólans Upphaf máls má rekja til ársins 2001
Bjarni F. Einarsson
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÞREYTA og röng viðbrögð öku-
manns eru helstu orsakaþættir
banaslyss sem varð 16. september
sl. á Siglufjarðarvegi við Sandvík, að
mati Rannsóknarnefndar umferð-
arslysa. Í skýrslu nefndarinnar kem-
ur fram að ökumaðurinn hafði ekið
tæpa 800 km, í því sem næst einum
rykk, áður en slysið varð.
Þar sem slysið varð liggur veg-
urinn nærri klettabelti sem endar í
fjöruborði. Nefndin beinir því til
Vegagerðarinnar að skoða með
hvaða hætti hægt er að tryggja að
vegfarendur lendi ekki í því að fara
fram af klettabeltinu og ofan í sjó.
Einnig segir í skýrslunni að þegar
ökumaður hefur misst annað hjólið
út af slitlagi sé honum mikill vandi á
höndum. Hætta sé á að ökumaður
missi endanlega stjórn á bifreið sinni
þegar sveigt er inn á veg aftur – eins
og raunin varð í þessu slysi – og því
þarf ökumaður að meta hvort ekki sé
betra að stýra bifreiðinni beint út af
vegi í stað þess að sveigja inn á veg.
Ekkert kom fram við skoðun á bif-
reiðinni sem talið er að hafi haft
áhrif á orsök slyssins og voru nið-
urstöður áfengis- og lyfjarann-
sóknar neikvæðar.
Ákvæðið ekki túlkað eins
Skýrslan var gerð opinber í gær-
dag og í kjölfarið gerði aðstandandi
hins látna athugasemd vegna birt-
ingarinnar. Telur hann að RNU beri
samkvæmt lögum um nefndina að
gefa aðstandendum tækifæri til að
skoða skýrslurnar fyrir birtingu.
Skoðar hann þann möguleika að
kvarta til umboðsmanns Alþingis.
Ásdís J. Rafnar, formaður RNU,
segist skilja sjónarmið mannsins en
nefndin túlki lögin ekki á sama hátt.
Hún segir nefndina vinna í anda lag-
anna og við skýrslugerð sé gætt
mikillar varfærni í allri framsetn-
ingu.
Þreyta og röng viðbrögð
RNU birtir skýrslu um banaslys á Siglufjarðarvegi í fyrra
Aðstandandi telur nefndina brjóta gegn lögum um RNU
Í HNOTSKURN
»Í lögum um RNU segir að viðskýrslugerð skuli nefndin
gefa þeim aðilum sem sérlega
ríkra hagsmuna hafa að gæta að
mati nefndarinnar kost á, með
þeim hætti sem rannsóknarnefnd
umferðarslysa ákveður hverju
sinni, að tjá sig um drög að
skýrslunni.
KRUMMI krunkar úti, kallar á nafna sinn, segir í kvæð-
inu. Hér hafa tveir nafnar komist í góðgæti á hafnar-
bakkanum á Granda í Reykjavík. Búnir að kroppa í
ruslapoka sem einhver áhöfnin hefur skilið eftir sig,
eða aðrir óvarkárir vegfarendur um hafnarbakkann.
Líkast til fleiri fuglar en þessir sem komast í feitt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kroppað í ruslapoka við höfnina
Bjarni kærði tvenn ummæli í
dómnefndarálitinu og krafðist
þess að þau yrðu dæmd
ómerk. Önnur vörðuðu rann-
sókn hans á minjum í Hólmi í
Nesjum. Í dómnefndarálitinu
sagði m.a. að Bjarni slægi
fram fullyrðingum „sem ekki
eru byggðar á neinum rökum,
en það er hreint og beint
ábyrgðarleysi“.
Síðari ummælin vörðuðu
rannsókn Bjarna á Hjarðar-
bólsodda í Kolgrafarfirði á
Snæfellsnesi. Í dómnefndar-
álitinu sagði m.a. að tilgangi
rannsóknarinnar hefði ekki
verið náð og illa verið farið
með almannafé. Hæstiréttur
ómerkti ummælin.
Ummælin voru
dæmd ómerk