Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 18

Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is K olbrún Björnsdóttir grasalæknir bendir á að heimadekur gefi t.d. aukna orku, mýki húð- ina og næri húð, huga og sál. Þetta sé líka góð leið til að slaka á og láta þreytuna líða úr sér. „Þetta virkar auk þess betur en kem- ísk snyrtiefni og fyrir utan kjötvörur og fisk þá má nota mjög margt af því sem að leynist í eldhússkápunum,“ segir Kolbrún. Mjólkin hafi t.a.m. mýkjandi og rakagefandi eiginleika, hunang mýki húðina og sé bakteríudrepandi, app- elsínur mýki og gefi raka, avókadó næri og mýki bæði húð og hár, epli séu bakteríudrepandi, vínber kæl- andi og mýkjandi, agúrka síðan rói húð og kæli, á meðan að möndlur séu hreinsandi og mýkjandi. „Það hafa flestir heyrt mælt með að setja agúrkur á augnlokin og það svínvirkar,“ segir Kolbrún. „Með því að láta gúrkusneiðar liggja á augn- lokunum í tíu mínútur kælir maður augnsvæðið og örvar blóðflæðið sem aftur hefur frískandi áhrif. Hráar kartöflusneiðar má svo líka nota í sama tilgangi.“ Kolbrún bendir á að malaðar baun- ir, t.d. kjúklinga- og adukibaunir sé gott að nota í skrúbb á bæði andlit og líkama og ekki þurfi að gera meira en blanda hunangi saman við til að vera komin með gott skrúbb. Salt henti á sömuleiðis vel í líkamsskrúbb. „Það þarf ekki að gera meira en blanda ólífuolíu eða köldu tei, til dæmis ka- millutei, saman við saltið. Þá örvar saltið húðina og opnar á meðan ka- milluteið róar hana.“ En með þessu móti segir Kolbrún að lífga megi húð- ina við, fá fitukirtlana til að starfa rétt og svitakirtlana til að losa úr- gangsefni líkt og þeir eigi að gera. „Það er hægt að gera mjög flókna maska, en það er líka hægt að hafa þá einfalda. Engin þessara efna stífla húðina og því er um að gera að prófa sig bara áfram.“ Hún bendir þó á að augnsvæðið henti ekki vel til til- raunastarfsemi og eins hafi innihald maskanna vissulega áhrif á geymslu- þol þeirra. „Maskar sem innihalda mjólk- urvörur, grænmeti eða ávexti má geyma nokkra daga í ísskáp. Sé hins vegar einungis búið að setja olíu, salt, baunir og kryddjurtir í maskann þá er hægt að geyma hann í marga mán- uði. Þeir henta líka mjög vel til gjafa, líta vel út í fallegri krukku og eru skemmtileg og persónuleg gjöf.“ Ódýr og skapandi leið til að slaka á Grasalæknir Kolbrún Björnsdóttir notar heimagerða maska og skrúbb og segir heimadekrið góða leið til að láta streituna líða úr sér. Hægt er að gera jafnt flókna sem mjög einfalda maska. Gott í maskann Egg, banani, salt, olíur, krydd og rósablöð henta vel í heimagerðar snyrtivörur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Avókadó Bragðgott en mýkir einnig og nærir bæði húð og hár. Dekur þarf ekki að kosta háar fjárhæðir og raunar er hægt að finna fjölmargar snyrtivörur í eldhússkáp- unum heima. Að gefa sér tíma til að dekra getur hins vegar skilað sér margfalt til baka segir Kolbrún Björns- dóttir grasalæknir, sem hélt á dögunum fyrirlestur um Heimaspa fyrir fullu húsi hjá Manni lifandi. Kolbrún mun halda annan fyrir- lestur um heimadekur hjá Manni lifandi 21. apríl nk. Saltskrúbb á líkama Gróft salt Olía/vatn/te sem rétt flýtur yfir saltið út í þetta má setja 20-40 dropa af ilmkjarnaolíum Jurtum/kryddi í dufti má einig blanda saman við. Saltskrúbbið örvar, hreinsar og mýkir húðina. Skrúbb fyrir fætur ½ bolli malaðar möndlur 1 bolli haframjöl ½ bolli hunang Öllu hrært saman og borið á fætur og fótleggi. Plastfilma sett yfir og höfð á í fimm mínútur. Skolað af og góð olía borin á húðina. Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Haustið 2008 var stofnaður stúlknakór í Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslum. Að þessu verkefni standa Söngskóli Alexöndru í Skagafirði, söngdeild Tónlistar- skóla Austur-Húnavatnssýslu og Tónlist- arskóli Vestur-Húnavatnssýslu. Í kórnum eru 60 stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Markmið verkefnisins er að auka áhuga á klassískum söng á Norðurlandi vestra og auka samvinnu kennara og fjölbreytni söngkennslu á svæð- inu. Stúlkurnar koma saman einu sinni í viku og æfa í sinni heimabyggð og svo er ein sam- eiginleg æfing í mánuði þar sem allur hóp- urinn hittist. Æft er á Hvammstanga, Blöndu- ósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Söngkennarar á þessum stöðum stjórna æf- ingum. Á Hvammstanga er Elínborg Sig- urgeirsdóttir stjórnandi og er hún jafnframt undirleikari á sameiginlegum æfingum og tónleikum. Á Blönduósi er Þórhallur Barða- son söngkennari stjórnandi, á Skagaströnd Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og í Skagafirði stjórnar Alexandra Chernyshova, en hún er jafnframt listrænn stjórnandi verkefnisins og stjórnandi kórsins. Skipulag og utanumhald verkefnisins er í höndum DreamVoices ehf. – menningar- og fræðslufélags sem er sam- vinnuverkefni áðurnefndra söng- og tónlist- arskóla. Áhugasamar stelpur „Mér finnst mjög gaman að takast á við þetta. Það var reyndar svolítið erfitt að byrja en stelpurnar hafa verið mjög áhugasamar,“ segir Alexandra Chernyshova. „Ég sé það al- veg á þeim að þær hafa mjög gaman af þessu og eru tilbúnar að leggja talsvert á sig. Svo hefur verið mjög gott samstarf við tónlist- arfólkið í Húnavatnssýslu. Mér finnst allir sem að þessu koma áhugasamir og leggjast á eitt um að gera þetta skemmtilegt.“ Alexandra segist vænta mikils af stelp- unum sem mynda Raddir norðursins. Þetta sé tvímælalaust viðbót við söng- og tónlistarlíf á þessu svæði. Þær séu vissulega framtíðin í sönglífi á Norðurlandi vestra og vonandi komi út úr þessu einhverjar sem leggja fyrir sig söng í framtíðinni. Áætlað er að halda ferna tónleika nú um páskana. Efnisskráin verður fjölbreytt, um fimmtán lög á söngskrá kórsins og flutt á sex tungumálum. Búið er að taka eitt lagið upp á myndband í hljóðveri og heitir það Drauma- raddir norðursins. Kórinn Föngulegur hópur sextíu stúlkna kemur reglulega saman undir nafninu Draumaraddir norðursins og æfir sig fyrir tónleika á næstunni. Stjórnar Alexandra Chernyshova, listrænn stjórnandi verkefnisins, segir stelpunum til. Draumaraddir norðursins á Norðurlandi vestra Morgunblaðið/Örn Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.