Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 24
24 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
REKSTRARKOSTNAÐUR 37 líf-
eyrissjóða á Íslandi sem taka við ið-
gjaldi er um fjórir milljarðar á
hverju einasta
ári. Í ljósi um-
ræðu um of-
urlaun forstjóra
er rétt að benda á
í því samhengi að
fjárfestingar
sjóðanna eru að
upplagi nákvæm-
lega eins.
Með því einu
að sameina og
hagræða í kerfinu
væri hægt að lækka rekstrarkostnað
um að lágmarki helming og þannig
stórbæta réttarstöðu maka sem
missa fyrirvinnu og byggja þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða sjóðfélaga á
stærð við Nordica hótel. Þetta
myndi skila sanngjörnum leigu-
tekjum til sjóðfélaga frá fyrsta degi í
stað þess að þeir þyrftu að selja und-
an sér fasteignir á misgóðum mark-
aði, jafnvel á undirverði, til að kom-
ast framar á biðlistum. Til þess eins
að fá húsnæði á stærð við kústaskáp
á yfirfullum elliheimilum. Fjárfest-
ing í steypu yrði verðtryggð án þess
að það myndi bitna á sjóðfélögum.
Sjóðirnir standa misvel og bjóða
upp á misgóðar tryggingar fyrir sína
félaga.
Í dag hafa sjóðfélagar sömuleiðis
áunnið sér misgóð lífeyrisréttindi.
Það væri hægt að styðjast við þær
upplýsingar og reikna inn í nýjan
sameiginlegan sjóð eða sjóði með
sama hætti og gert er þegar sjóð-
félagi skiptir um lífeyrissjóð. Það
sem ég tel verða flóknara við hugs-
anlegt sameiningarferli eru misjöfn
réttindi sem sjóðfélagar hafa í hin-
um og þessum sjóðum, örorkubyrðin
er misjafnlega há eftir sjóðum og
sjóðir eru ýmist með aldurstengda
eða jafna ávinnslu réttinda, og svo
mætti áfram telja. Þetta eru hins-
vegar smámunir miðað við þann
heildarávinning fyrir sjóðfélaga sem
gæti náðst með aukinni hagræðingu
og gegnsæi.
Einnig er gríðarlega mikilvægt að
opna bókhald sjóðanna upp á gátt og
setja strangar siðareglur í fjárfest-
ingum þeirra. Þetta mætti m.a. gera
með því að leggja blátt bann við fjár-
festingum í félögum og sjóðum sem
hafa ofurlaunastefnu og kauprétt-
arsamninga og banna fjárfestingar í
fyrirtækjum sem brjóta á réttindum
launafólks. Ef sjóðir eða fyrirtæki
verða uppvís að slíku ætti einfald-
lega selja hlutinn í þeim eða gjald-
fella lánin. Þau félög verða þá ein-
faldlega að leita annað eftir
fjármagni. Fjármagnið sjálft, siða-
reglur og gegnsæi myndu eitt og sér
veita fyrirtækjum sem sækja í fjár-
magnið mun meira aðhald en áður
hefur þekkst. M.ö.o. verður sýnilegt
hvaða fyrirtækjum sjóðirnir lána. Þá
geta önnur fyrirtæki innan sama
geira gert athugasemdir og þannig
veitt hvert öðru nauðsynlegt aðhald
og hvata til að hafa ávallt hagsmuni
sjóðfélaga að leiðarljósi.
Með þessari einföldu hugmynd
eru peningarnir að vinna fyrir þá
sem eiga þá. Einnig finnst mér mik-
ilvægt í þessu samhengi að ávöxt-
unarkrafa sjóðsins verði í meðallagi.
Er hægt að láta lífeyri erfast?
Í ársreikningum lífeyrissjóða kemur
fram að kostnaður við almanna-
tryggingakerfið, þ.e. örorku, maka,
barnalífeyri og rekstrarkostnað, er
um 20% af heildarskuldbindingum
og framtíðarskuldbindingum sjóð-
anna á móti 80% til greiðslu lífeyris.
Það ætti því ekki að vera mikið
vandamál að skipta 12% iðgjaldinu
hlutfallslega á milli almannatrygg-
ingasjóðs og séreignar. Hagræðing
með mikilli lækkun rekstrarkostn-
aðar myndi svo bæta rétt þeirra sem
þiggja greiðslur úr almannatrygg-
ingakerfinu til mikilla muna. For-
eldrar sem oftar en ekki eru með
fjárhagslegar skuldbindingar gagn-
vart börnum sínum eða nánasta fjöl-
skylda þeirra sem einstæðir eru og
barnlausir munu þá erfa viðkomandi
í stað þess að greiddur lífeyrir gufi
upp og týnist að lokum í bréfabraski.
Forstjórarnir
Aftur að hagræðingar- og samein-
ingarferlinu, sem vissulega verður
flókið, en ef viljinn er fyrir hendi
ætti ekkert að standa í vegi fyrir því
að hægt verði að hrinda þessari hug-
mynd í framkvæmd. Nema þá
kannski helst forstjórar og stjórn-
endur sjóðanna sem munu að öllum
líkindum berjast á móti þessari þró-
un með kjafti og klóm. Dæmi eru um
að við sameiningar sjóða hafi for-
stjórar verið keyptir út með him-
inháum starfslokasamningum eða
nokkurra ára uppsagnarfresti svo
þeir fáist til að „sleppa takinu“. Það
getur verið miklum vandkvæðum
bundið að fá menn til að sleppa tak-
inu á gullkálfinum og þeim gríð-
arlegu völdum sem þeir hafa sem
einræðisherrar yfir öllum þeim fjár-
munum sem sjóðirnir hafa yfir að
ráða. Enda sitja flestir forstjórar líf-
eyrissjóða eins og ormar á gulli og
finna því allt til foráttu að sameinast.
Að lokum
Það er því ekki að undra að í augum
flestra eru sjóðirnir álíka fjarri okk-
ur og karlinn í tunglinu. Við þurfum
að opna þetta meira og fá lífeyr-
issjóðina nær fólkinu, því fæstir hafa
hugmynd um hvað þar fer fram,
hvað þá hverjir stjórna. Þetta er jú
sameign okkar allra en ekki pen-
ingahít forstjóravaldsins, vildarvina
og vildarfyrirtækja þeirra.
RAGNAR ÞÓR INGÓLFSSON
er sölustjóri og er sjóðfélagi
í Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Hvernig getum við breytt
lífeyrissjóðunum?
Frá Ragnari Þór Ingólfssyni
Ragnar Þór
Ingólfsson
Hér er dæmi um rekstrarkostnað nokkura stærstu Lífeyrissjóðanna.
Rekstrarkostn. Launakostn. Stöðugildi Forstj.laun
Lsj. starfsmanna ríkisins 815.281.000 245.000.000 38,4 19.771.000
Lífeyrissj. Verslunarmanna 424.426.000 269.000.000 27,5 30.000.000
Gildi lífeyrissjóður 367.750.000 188.373.000 23 21.534.000
Sameinaði Lífeyrissjóðurinn 237.346.000 135.463.000 16 16.768.000
Stapi Lífeyrissjóður 173.494.000 86.000.000 11,6 12.917.000
Stafir 153.420.084 94.290.790 10,5 19.048.011
Samtals. 2.171.717.084 1.018.126.790 127 120.038.011
Þetta eru 6 sjóðir af 37 sjóðum sem taka við iðgjaldi. Hafa ber í huga að
margir þeirra eru smáir og umsýsla þeirra er í höndum bankanna.
ÞAÐ ER okkur stjórnar- og trún-
aðarráðsmönnum mikil gleði að lifn-
að hafi yfir félagsvitund í þjóðfélag-
inu, sérstaklega hjá VR og bjóðum
við alla þá sem vilja VR vel hjart-
anlega velkomna til starfa. Það hefur
verið erfitt á undanförnum árum að
fá félagsmenn til starfa fyrir félagið,
en við höfum átt góða að og viljum
við þar fyrst og fremst nefna félaga
okkar í trúnaðarráði og trún-
aðarmenn á vinnustöðum,
sem hafa af miklum áhuga starfað
fyrir félagið, sumir hverjir um ára-
raðir.
Nú stendur yfir kosning til stjórn-
ar VR, til formanns, einstaklings-
framboð til stjórnar og listakosning
til stjórnar og trúnaðarráðs.
A-listi er listi fjögurra stjórn-
armanna og áttatíu og tveggja trún-
aðarráðsmanna. Á hann er raðað af
kostgæfni og eftir ákveðnum
reglum. Þar er jafnræði með konum
og körlum og er jafnréttisbarátta
VR höfð að leiðarljósi eins og kveðið
er á um í lögum félagsins. A-listann
skipa bæði félagsmenn af lands-
byggðinni og höfuðborgarsvæðinu,
því verslunarmannafélög á Austur-
landi, Hvammstanga, Vest-
mannaeyjum, Akranesi og Hafn-
arfirði hafa sameinast VR. Allt eru
þetta félagsmenn sem unnið hafa
fyrir verslunarmenn á sínum svæð-
um og sitja margir í núverandi trún-
aðarráði. Flestir hafa farið gegnum
trúnaðarmannaskóla VR og eru vel
kunnugir uppbyggingu verkalýðs-
hreyfingarinnar og skilja tilganginn
með setu í trúnaðarráði og stjórn
VR.
Nú þegar annar listi hefur boðið
fram gegn A-lista vakna spurningar.
Er það til að auka lýðræðið innan
VR eða á að breyta breytinganna
vegna? Eru frambjóðendur hins
listans svona óánægðir? En með
hvað? Og hverju ætla þeir að
breyta? Það hefur hvergi komið
fram. Það eina sem hefur komið
skýrt fram er að þeir vilji lýðræði og
gegnsæi. Hvar voru þessir frambjóð-
endur árið 2007 þegar kosið var í
fyrst sinn eftir nýju kosningalög-
unum til stjórnar VR? Hvers vegna
hafa þessir frambjóðendur ekki ósk-
að eftir allsherjaratkvæðagreiðslu
fyrr eða tekið þátt í virku fé-
lagsstarfi VR? Þeir mega vita,
þ.e.a.s. hafi þeir kynnt sér lögin, að
skipulag VR og stjórnunarhættir eru
lýðræðislegir. Af hverju hafa fram-
bjóðendur hins listans ekki mætt á
aðalfundi þar sem stefnan er mótuð,
ársreikningar birtir og lögum
breytt?
Hvernig ætla svo þessir frambjóð-
endur, nái þeir kjöri, að starfa með
þeim hluta stjórnar og varafor-
manni, sem eftir sitja í stjórn og
hafa verið gagnrýndir af mikilli
hörku fyrir sín störf innan VR? Svo
ekki sé minnst á starfsmenn VR. Við
gerum okkur fulla grein fyrir því að
þeir geta með tímanum lært allt um
starfið, en hvernig verður VR meðan
á námi frambjóðendanna stendur?
Svari hver fyrir sig.
VR hefur verið framsækið félag
og brautryðjandi á mörgum sviðum.
Stjórn og trúnaðarráð hafa ekki
gegnt embættum sínum með hang-
andi hendi gegnum árin, heldur af
heilum hug, verkalýðsanda og ekki
stungið neinu undir stól.
Við fullyrðum að þeir sem gefa
kost á sér til stjórnar og trún-
aðarráðs hafa unnið með hag fé-
lagsmanna að leiðarljósi. Við hvetj-
um alla félagsmenn VR til að taka
virkan þátt í starfi félagsins og nýta
atkvæðisrétt sinn í kosningunum.
RANNVEIG
SIGURÐARDÓTTIR
stjórnarmaður í VR
HILDUR MÓSESDÓTTIR,
situr í trúnaðarráði VR.
Frá Rannveigu Sigurðardóttur
og Hildi Mósesdóttur
Rannveig
Sigurðardóttir
Hildur
Mósesdóttir
VR er lýðræðislega skipulagt
ÖLLUM VR-félögum er ljós sá mikli
ágreiningur sem risið hefur um félag-
ið okkar undanfarna mánuði. Upphaf
þess má rekja til bankahrunsins, þeg-
ar kom á daginn að núverandi for-
maður VR, Gunnar Páll Pálsson sem
sat í stjórn Kaup-
þings, hafði tekið
þátt í að gefa
starfsmönnum
bankans eftir
ábyrgð á lántök-
um vegna kaupa á
hlutabréfum í
bankanum.
Á þeim tíma
höfðu alls engar
athugasemdir
gerðar við sjálft
starf VR eða stjórnar þess. Þó voru
uppi háværar kröfur um að formanni
VR yrði gert að víkja, en það varð
fljótlega ljóst að Gunnar Páll vildi
gegna störfum sínum í VR áfram og
fékk til þess stuðning fráfarandi
stjórnar og trúnaðarráðs. Þá fyrst
komu fram sjálfskipaðir talsmenn al-
mennra VR-félaga og réðust að starfi
VR, allt frá stjórn og niður í trún-
aðarráð og trúnaðarmenn á vinnu-
stöðum. Allt þetta trúnaðarfólk VR
átti nú að vera orðið handbendi for-
mannsins og starf VR gegnumsýrt af
spillingu.
En er allt í himnalagi?
Sá sem þetta ritar viðurkennir fús-
lega að hafa sýnt starfi VR ósköp lít-
inn áhuga á þeim tíma sem hann hef-
ur greitt gjöld til félagsins. Ég hef
ekki orðið var við annað en að félagið
hafi starfað með ágætum og jafnvel
sýnt að það fari framar öllum öðrum
launþegafélögum á Íslandi. Ég hafði
aldrei mætt á aðalfundi og aðeins
einu sinni á morgunverðarfund öll
þau ár sem ég hef verið, fyrst í VH og
síðan í VR. Ég þori að fullyrða að svo
er einnig um flesta ef ekki alla frels-
isriddarana, sem nú vildu koma og
frelsa okkur, sauðsvartan VR-
almúgann, undan eldspúandi spilling-
ardrekanum; sem virðist eiga bæli
sitt í Valhöll og jafnvel í Seðlabank-
anum, samkvæmt sumu því sem
mátti lesa til dæmis á blogginu!
En er þá bara allt í lagi hjá VR? Ég
tók mig til og fór að líta betur á það
sem félagið starfar eftir og hefur gef-
ið út. Hjá mér komu fyrst til skoð-
unar lög félagsins og ársreikningar.
Úrbætur?
Ég sá fljótt að ég taldi úrbóta þörf
og að eina leiðin til þess væri að
breyta lögum félagsins. Mér fannst
ég ekki geta annað en gefið kost á
mér til að fylgja eftir hugsanlegum
breytingatillögum mínum og ákvað
því að bjóðast til setu í trúnaðarráði
VR, ásamt því að senda inn tillögur
að lagabreytingum sem vonandi
koma til afgreiðslu á aðalfundi VR.
Við lestur núgildandi laga VR kom
mér ekki á óvart að breytingaleiðir
eru þunglamalegur tröppugangur;
nákvæmlega eins og ég hafði haldið
um kerfi launþegahreyfingarinnar.
Mér finnst að breyta megi kosn-
ingum til trúnaðarstarfa og ber þar
hæst að kjósa formann félagsins á
hverju ári og aðra stjórnarmenn í ein-
staklingskjöri, þannig að kjörnir
verði sjö af fjórtán aðalmönnum til
tveggja ára í senn og þrír varamenn á
hverju ári. Ég vil einnig kanna hvort
ekki er gerlegt að kjósa áttatíu og
tveggja manna trúnaðarráð þannig
að kjörtímabil trúnaðarráðsmanna
verði tvö ár.
Við lestur ársreikning félagsins
kom mér svo á óvart að VR hefði átt
hlutabréf með bókfærðu virði upp á
um 272 milljónir 31.12. 2007; en er því
miður nú að mestu tapað. Ég hef ekki
enn fengið botn í nauðsyn og jafnvel
fýsileika þess fyrir stéttarfélag að
eiga hlutabréf í fyrirtækjum og vil því
breyta lögum á þann hátt að hluta-
bréfakaup verði óheimil fjárfesting-
arleið við ávöxtun sjóða félagsins í
framtíðinni.
Þarf hallarbyltingu?
Grunnurinn að starfi VR er traustur
og starf VR hefur verið öflugt á unda-
förnum árum. Ég sé vissulega þörf
nokkurra breytinga og er reiðubúinn
að taka þátt í að koma þeim á lagg-
irnar. Og nei! – það er ekki þörf á
hallarbyltingu og það væri glapræði
að kasta fyrir róða þeirri reynslu og
þekkingu sem býr á meðal trún-
aðarráðsmeðlima á A-listanum og
sem endurspeglast í réttlátri skipt-
ingu kynjanna, búsetu og jafnvel lífs-
skoðana; þótt þeir fyrrnefndu, sjálf-
skipuðu talsmenn gefi annað í skyn.
Kjósum rétt!
Ég skora á félaga mína í VR að kjósa
þekkingu, jafnrétti og reynslu, en
jafnframt ríkan vilja til breytinga
sem leiða til framfara fyrir okkur öll
og félagið okkar!
HALLDÓR HALLDÓRSSON,
skrifstofumaður í Hafnarfirði
– er á A-lista trúnaðarráðs VR.
Kjósum A-lista
trúnaðarráðs í VR –
Breytum rétt!
Frá Halldóri Halldórssyni
Halldór
Halldórsson
Í SKRIFUM undanfarið hefur tals-
vert borið á því að menn eru ekki
alveg með það á hreinu hvað flokk-
ast sem hernaðaraðgerð og hvað
sem hryðjuverk. Í stuttu máli má
lýsa hernaðaraðgerðum á eftirfar-
andi hátt:
Hermenn eru starfsmenn ákveð-
innar löglegrar ríkisstjórnar og
klæðast einkennisbúningi.
Verkefni hersins eru hern-
aðarlega mikilvæg skotmörk, sem
hafa þýðingu fyrir gang stríðsátaka.
Borgaralegar einingar geta orðið að
löglegu skotmarki herja, ef skotið
er frá þeim, þau geymi vopn og
skotfæri, svo sem moskur, skólar,
verksmiðjur, sjúkrahús, íbúðarhús
o.fl. Einnig flutningatæki sem notuð
eru til flutnings skotfæra, hvort
sem um er að ræða sjúkrabíla eða
annað. Ef óbreyttir borgarar, kon-
ur, börn og gamalmenni eru notuð
sem sandpokar til varnar skotpöll-
um þá eru það einnig lögmæt skot-
mörk.
Hryðjuverk eru talsvert annars
eðlis og oft nefnd baráttuaðferð
hins veikari aðila. Hryðjuverka-
mennirnir klæðast venjulega ekki
einkennisbúningum, og eru venju-
lega á vegum uppreisnarhópa, sem
studdir eru annaðhvort leynt eyða
ljóst af ríkisstjórnum og beinast
ekki sérstaklega að hernaðarlega
mikilvægum stöðvum heldur alsak-
lausum almenningi og best þykja
slíkar árásir lukkast þegar þær eru
framdar í fjölmennum hópum í
samgöngutækjum, markaðstorgum,
samkomuhúsum af ýmsu tagi
o.s.frv. Takmarkið með árásunum
er að skapa ringulreið, ótta, skelf-
ingu, óvissu og vantrú á stjórnvöld-
um. Nefna má árásirnar á lest-
arstöðvarnar í Madrid sem vel
heppnaða aðgerð, þar sem sitjandi
stjórn var komið frá völdum og
Zapatero og fylgismenn tóku við af
hægrimönnum.
sskulason34@gmail.com
SKÚLI SKÚLASON,
rithöfundur.
Hryðjuverk eða
hernaðaraðgerð
Frá Skúla Skúlasyni