Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 04.03.2009, Síða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 ✝ Jens Arnór Guð-mundsson fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 8. apríl 1929. Hann lést á Landa- koti 25. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar: Gunnjóna Sigrún Jensdóttir f. á Flat- eyri 12. feb. 1899, d. 17. nóv. 1988 og Guð- mundur Einarsson f. á Hnjúki í Dalasýslu 23. des. 1890, d. 25. ágúst 1958. Systir Anna Guðmunds- dóttir Barnett, f. 9. des. 1923, d. í Bandaríkjunum 7. júní 1998. Jens Arnór kvæntist 17. júní 1953 Mörtu Ólavíu Rós Hagalínsdóttur, f. 24. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Guðmunda Lárusdóttir, f. 20. júní 1895, d. 27. mars 1985 og Hans Hagalín Ásbjörnsson, f. 1. maí 1896, d. 14. maí 1964. Bæði úr Hvammi í Dýrafirði. Jens og Marta bjuggu á Laugarnesvegi í Reykjavík frá 1959. Börn Jens og Mörtu: 1) Jens Guðmundur skipstjóri, f. 19.7. 1952. M. Sigríður Harðardóttir, f. 22.3. 1954. Þau skildu. Börn þeirra: a) Marta viðskiptafr., f. 11.9. 1973, bú- sett í Noregi. M. Vidar Olsen við- Marta Rós vélaverkfr., f. 7.9. 1982, c) Arnór Laxdal nemi, f. 26.11. 1886. 3) Guðmundur Hagalín fisk- eldisfr., f. 6.3. 1962. Barnsmóðir: Rut Sumarliðadóttir, f. 15.8. 1953. Barn þeirra: a) Védís Eva nemi, f. 6.4. 1988. Barnsmóðir: Erna Björk Gestsdóttir, f. 19.5. 1968. Barn þeirra: b) Petrína Diljá nemi, f. 20.9. 1988. M. Hulda Valtýsdóttir viðskiptafr. f. 1.3. 1954. Börn hennar: Rakel Björnsdóttir, f. 27.10. 1974, Guðmundur Björns- son, f. 7.3. 1976. Börn þeirra: c) Sara María nemi, f. 16.3. 1990, d) Björgvin Hagalín nemi, f. 12.6. 1991. Guðmundur og Hulda eru búsett í Noregi. Jens fluttist ungur til Reykjavík- ur. Hann ólst upp í foreldrahúsum, lengst af á Túngötu 2. Hann byrj- aði ungur til sjós, fyrst á Súðinni í lok stríðsins, en seinna á skipum Eimskipafélags Íslands. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimanna- skóla Íslands árið 1953. Árið 1955 hóf hann störf hjá Flugmálastjórn og nam flugumferðarstjórn hér- lendis og erlendis og starfaði við það til starfsloka. Hann gegndi trúnaðarstörfum innan FÍF og var formaður félagsins um hríð. For- maður samninganefnda í kjara- málum, skipulagði kennslu og kenndi á námskeiðum fyrir flug- umferðarstjóra. Hann starfaði sem vaktstjóri í flugstjórnarmiðstöð- inni mörg síðustu starfsár sín. Útför Jens fer fram frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. skiptafr., f. 13.5. 1974. Börn þeirra: Ni- kolai Leander, f. 22.2. 2005, Herman, f. 6.6. 2008. b) Hrönn kerf- isfr., f. 27.2. 1976, barn hennar Bene- dikt Hendriksson, f. 6.8. 2000. Barnsfaðir: Hendrik Her- mannsson, f. 21.3.1975. c) Jens stýrimaður, f. 23.3. 1981, búsettur í Sví- þjóð. M. Pernilla Nör- skov, f. 20.1. 1972. Barn hennar: Chris Nörskov, f. 27.10. 2001. Barn þeirra: Jens Oli- ver, f. 21.4. 2008. Barnsmóðir Jens Guðmundar: Marcela Quental, f. 2.10. 1966. Börn þeirra: d) Jens Nicolas, f. 28.10. 1997. e) Gunnjóna Luzia (Nunna), f. 6.7. 2000. Sam- býliskona Jens Guðmundar: Ingrid Björnsdóttir hjúkrunarfr., f. 22.10. 1949. 2) Gunnjóna Sigrún hjúkr- unarfr., f. 23.4. 1955, M: Karl Snorrason verkfr., f. 12.1. 1955. Börn þeirra: a) Snorri Laxdal lækn- ir, f. 6.4. 1979, M: Tinna Elín Knúts- dóttir hjúkrunarfr., f. 6.7. 1979, börn þeirra: Heiðrún Sunna, f. 26.4. 2005, Katrín Lára, f. 31.8. 2008 b) Þakka þér fyrir samfylgdina, Jens minn. Nú ertu farinn frá okkur. Kynnin voru alltof stutt, en nægileg til að skilja eftir sig ógleymanleg spor. Að koma til ykkar Mörtu á Laugarnesveg var alltaf einstakt. Kaffi við gluggann, gjarnan komið við í bakaríinu, því þér þóttu jú svo góðar sætar kökur. En stóllinn þinn við gluggann var alltaf ætlaður mér, annað var útilokað. Í huganum eru líflegar umræður um þjóðmál, en þverrandi kraftur líkamans fór hægt og sígandi að hamla vilja hugans. Því skoðanir og skilning vantaði þig ekki, þótt þú færir aldrei með fleipur eða gaspur um menn eða málefni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þeirri einlægu og óeigingjörnu ást sem ríkti á milli þín og Mörtu. Þessi vitneskja fyllir mig trausti og öryggiskennd, þegar ég hugsa til þess að ég fæ að eiga son þinn, þakka þér fyrir hann, Jens minn. Í mínum huga verða alltaf órjúf- anleg tengsl, milli mín, ykkar Mörtu og litlu barnabarna þinna, Jens Nicolas og Nunnu litlu. Að koma með þau í heimsókn á Laugarnesveginn var gleðistund fyrir okkur öll. Gjarn- an beint af flugvellinum, börnin vildu beint í fang afa síns og ömmu. Það verður erfitt, en ekki óyfirstíganlegt að segja þeim frá andláti þínu. En það verður gert í þínum stíl, inni í stofu á Laugarnesvegi þar sem þau hafa fang ömmu sinnar að flýja í. Elsku vinur, ég mun hafa hugfast að rækta og varðveita þá sem þú mundir vilja að ég passaði upp á. Manninn minn, hann son þinn sem elskaði þig og dáði, og litlu börnin tvö Jens Nicolas og Nunnu litlu sem ég fékk eins og í Guðs gjöf. En viltu vera svo vænn, elsku Jens minn, að hjálpa mér, vaka yfir okkur og leiðbeina þegar vanda þarf val. Elsku Jens, nú færð þú aftur að verða lítið barn, lítill drengur í faðmi foreldra þinna. Hvíldu í friði, Jens minn, minning þín verður ræktuð í okkur sem eftir stöndum, ekki síst litlu börnunum, Jens Nicolas og Nunnu. Ingrid Björnsdóttir. Elsku Jenni afi okkar er nú fallinn frá. Í huga okkar er hann þó ljóslif- andi ennþá og minnumst við með miklum hlýhug þeirra ómetanlegu stunda sem við höfum átt með honum allt frá barnæsku. Það voru ófá skiptin sem við krakkarnir fengum að hoppa og skoppa í kringum afa okkar þegar við vorum lítil, hvort sem við kíktum í heimsókn með mömmu og pabba eða vorum í pössun á Laugarnesvegin- um. Þá var dótakassinn dreginn fram, hlaupið út á róló eða út í garð eða horft á fótboltaleiki og skrípó í sjónvarpinu. Svo var líka mjög vin- sælt að fá að fara í bíltúr með afa nið- ur á höfn að skoða skipin og koma við í Kolaportinu í leiðinni eða fá sér pulsu og kók og jafnvel prins póló. Nammiskálin hans afa var líka alltaf mjög spennandi enda ávallt full af alls konar góðgæti þar sem hann var sjálfur mikill sælkeri. Samband okk- ar við afa styrktist svo með hverju árinu sem leið og við urðum eldri. Hann tók okkur alltaf opnum örmum þegar við komum í heimsókn til hans og ömmu á Laugarnesveginn, þar sem við gátum gengið að honum vís- um í rauða hægindastólnum sínum með fótboltann eða boxið í sjónvarp- inu. Það var ávallt stutt í brandarana og sögur frá námsárunum hans í Am- eríku, vinnunni í flugturninum, ferðalögum um heiminn eða frá æskuárunum hans. Eitt af því minn- isstæðasta er þegar hann sagði okk- ur frá pylsusalanum í miðbænum þar sem seld voru vínarbrauð við hliðina á og átti afi það til að skella þessu tvennu saman í eitt svo úr varð dýr- indis pylsuréttur. Við gátum líka spjallað við hann um hvað sem var og hvenær sem var, hvort sem það var í stofunni í Laugarnesinu eða í tölv- unni þegar við vorum stödd erlendis. Það voru ekki allir svo heppnir að eiga svona tæknivæddan afa. Amma var gersemin hans afa og við höfum alla tíð alist upp við að heyra að hún amma okkar sé falleg- asta og tignarlegasta konan í heim- inum og augun hans ljómuðu þegar hann horfði á hana. Hún amma var ávallt hans hægri hönd og óaðskilj- anlegur hluti af honum. Þegar afi veiktist sýndi amma okkar ótrúlegan styrk og var eins og klettur við hlið hans allt til lokastundar. Hann afi okkar var einstaklega góður maður sem sýndi af sér mikla alúð og hlýju. Hann var einnig stór- skemmtilegur og var okkur ávallt góður vinur. Elsku afi, þú munt alltaf lifa í hjarta okkar og við lofum því að passa hana ömmu fyrir þig. Þín barnabörn, Snorri Laxdal, Marta Rós og Arnór Laxdal. Meira: mbl.is/minningar Jens Arnór Guðmundsson Jón Trausti Árnason ✝ Jón Trausti Árna-son fæddist á Kálfsá í Ólafsfirði 4. mars 1939. Hann lést í Stokkhólmi í Svíþjóð 2. desember 2008. Foreldrar Jóns Trausta voru Árni Friðriksson bóndi og Hallfríður Sæ- mundsdóttir húsfreyja á Kálfsá. Systk- ini Jóns Trausta eru Hallfríður, uppeld- issystir, Stefanía sem lést á fyrsta ári, Sigurlaug, Guðrún og Sveinbjörn. Jón Trausti var yngstur systkinanna. Jón Trausti fluttist til Svíþjóðar árið 1970. Hann var um tíma í sambúð með Iren Olsen og eignuðust þau soninn Stefan. Eftir sambúðarslit foreldra sinna ólst Stefan upp hjá föður sínum Jóni Trausta frá þriggja ára aldri. Útför Jóns Trausta fór fram frá Trons-kapellu í Skogskirkjugarði í Stokkhólmi, en þar á Jón Trausti sinn reit og var duftkeri hans komið þar fyrir 16. janúar síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar NOKKURS mis- skilnings virðist hafa gætt í umræðunni frá því að bankarnir þrír féllu um hlutverk Fjár- málaeftirlitsins. Með þessum línum leitast höfundur við að út- skýra þetta hlutverk og verkaskiptingu milli Fjármálaeftirlitsins og annarra embætta. Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að fylgjast með því að starfsemi eft- irlitsskyldra aðila sé í samræmi við þau lög og reglur sem því er falið að hafa eftirlit með auk þess að fylgjast með því að starfsemi þessara aðila sé í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Eftirlitsskyldir að- ilar á fjármálamarkaði eru m.a. bankar, sparisjóðir, vátrygginga- félög, verðbréfafyrirtæki, rekstr- arfélög verðbréfasjóða og lífeyr- issjóðir. Eins og áður hefur komið fram í grein höfundar í Morgunblaðinu þann 31. janúar sl. um rannsóknir Fjármálaeftirlitsins eru mörg atriði þar til skoðunar. Verið er að kanna hvort um sé að ræða brot á lögum eða reglum og hvort vísa eigi málum til sérstaks saksóknara eða annarra embætta. Hluti þeirra mála sem eru til skoðunar er flókinn og getur rannsókn þeirra tekið lengri tíma vegna gagnaöflunar og yfirferðar gagna. Ef niðurstaða í málum sem eru til skoðunar hjá Fjármálaeftirlit- inu teljast lögbrot getur stjórn þess ákveðið að ljúka þeim með álagningu stjórnvaldssektar en meiriháttar brotum ber Fjármálaeftirlitinu að vísa til lögreglu. Til að skýra betur verkaskiptingu Fjármálaeftirlitsins og annarra embætta þarf að fara örlítið aftur í tímann. Í apríl 2007 tóku gildi lög um viðurlög við efnahagsbrotum. Þar er vikið að verkaskiptingu Fjármálaeft- irlitsins og lögreglu og kveðið sér- staklega á um að brot gegn lögum á fjármálamarkaði sæti aðeins op- inberri rannsókn að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins til lög- reglu. Ákvæðið var sett til þess að koma í veg fyrir að mál væru rann- sökuð á sama tíma hjá eftirlits- stjórnvaldi og lögreglu og til að spilla ekki rannsóknarhags- munum. Fjármálaeft- irlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæru- valdi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hef- ur aflað, en það er skil- yrði að gögnin tengist brotum sem geta varð- að refsiábyrgð. Fjár- málaeftirlitinu er ekki heimilt að veita upplýs- ingar ef þær tengjast ekki rannsókn á saka- málum. Fjármálaeftirlitinu er einnig heimilt að taka þátt í aðgerðum lög- reglu sem varða rannsókn þeirra brota sem bæði geta varðað stjórn- valdssektum og refsingu. Þá er að finna gagnkvæma heimild, þ.e. að lögreglu er heimilt að veita Fjár- málaeftirlitinu upplýsingar og lög- reglu er heimilt að taka þátt í að- gerðum Fjármálaeftirlitsins. Að lokum má geta þess að ákæranda er heimilt að endursenda mál til Fjár- málaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar í þeim tilvikum þar sem ekki eru talin efni til málshöfðunar og ætluð refsiverð háttsemi varðar jafnframt stjórnsýsluviðurlögum. Embætti sérstaks saksóknara var sett á fót með sérlögum og tók sér- stakur saksóknari til starfa hinn 1. febrúar sl. Embættinu er ætlað að rannsaka grun um refsiverða hátt- semi í aðdraganda og í tengslum við þá atburði er leiddu til setningar neyðarlaganna svonefndu í október sl. og eftir atvikum fylgja rannsókn eftir með útgáfu ákæru og saksókn. Í athugasemdum með frumvarpinu er undirstrikað að embættið sé viðbót við stofnanir ákæruvaldsins og mun því ekki hrófla við verkaskiptingu milli ákæruvalds og lögreglu annars vegar og annarra eftirlitsstofnana hins vegar, svo sem Fjármálaeft- irlits. Þetta var ennfremur ítrekað í nefndaráliti allsherjarnefndar sem fjallaði um frumvarpið á fundi sínum eftir fyrstu umræðu á Alþingi. Embættið leysir af hólmi efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem undir eðlilegum kring- umstæðum fer með rannsókn saka- mála á fjármálamarkaði. Var ætl- unin sú að tryggja að þau mál sem tengjast bankahruninu verði rann- sökuð á markvissan hátt, og að þeir sem fara með rannsókn slíkra mála geti einbeitt sér að þeim, þar sem efnahagsbrotadeildin hefur þegar næg önnur verkefni. Í stuttu máli má segja að embætti sérstaks saksókn- ara komi í stað lögreglu í fram- angreindum tilvikum. Þannig eiga mál eingöngu að sæta rannsókn embættisins að undangenginni kæru frá Fjármálaeftirlitinu og heimilt er að vinna saman í einstökum málum. Sérstakur saksóknari getur óskað eftir upplýsingum um stöðu annarra mála en þeirra sem kærð hafa verið til embættisins svo hann geti komið fyrr að málum sem til athugunar eru hjá eftirlitsstofnunum. Með þessu er ætlunin að auka traust á starfi hins sérstaka saksóknara, svo og hinna opinberu eftirlitsstofnana, og að stuðla að vandaðri undirbúningi op- inberrar málsmeðferðar. Guðrún Jónsdóttir skrifar um hlutverk Fjármálaeftirlitsins Guðrún Jónsdóttir » Leitast er við að út- skýra hlutverk Fjár- málaeftirlitsins vegna rannsókna og eftirlits og verkaskiptingu milli Fjármálaeftirlitsins og annarra embætta. Höfundur er sviðsstjóri á verð- bréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Um hlutverk Fjár- málaeftirlitsins og verkaskiptingu þess og annarra embætta ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, sonur, tengdasonur og barnabarn, ÁRNI JAKOB HJÖRLEIFSSON, Smáratúni 33, Keflavík, lést laugardaginn 28. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Geirþrúður Ó. Geirsdóttir, Kristófer Örn Árnason, Sigríður Árnadóttir, Arna Björk Hjörleifsdóttir, Högni Sturluson, Ingvi Þór Hjörleifsson, Aðalheiður Ó. Gunnarsdóttir, Halldór H. Hjörleifsson, Þuríður Halldórsdóttir, Geir Þorsteinsson, Linda Kristmannsdóttir, Ósk Sigmundsdóttir og aðrir ástvinir. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðs- ins eða á vefnum mbl.is. Blað- ið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.