Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 31

Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 gefa okkur súkkulaði? Börnin eru svo einlæg, þú varst frábær amma, gef- andi og góð við börnin. Ég lifi í Jesú nafni. Í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. Í Kristi krafti ég segi Kom þú sæll þá þú vilt. (Hallgr. Pétursson) Elsku Katrín mín, hvíl í friði, megi algóður guð og englar hans vaka yfir þér og vernda, umvefja þig hlýju, kærleik og ljósi. Ég mun halda minn- ingu þinni á lofti í hugum barna minna. Ég votta öllum aðstandendum og vinum hennar mína dýpstu samúð, missirinn er mikill. Guð veri með ykkur öllum. Lífið er fæðing og dauði, hlátur og grátur, sól og rigning, gleði og sorg. Minningarnar eru til staðar og verða ekki teknar frá okkur. Hlúum að hvort öðru og verum sterk og stór eins og Katrín var og ég geri hennar orð að mínum, „maður verður að halda áfram“. Takk fyrir allt, elsku Katrín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ósk María Ólafsdóttir, Markús Máni Ásgímsson og Sigurrós Sól Ásgrímsdóttir. Elsku amma mín, það er skrítið að þú skulir vera horfin frá okkur. Það er svo stutt síðan við sátum í Engi- hjalla japlandi á vínabrauði, þú með kaffibolla, áður en við gerðum þig fína um hárið, spjallandi um lífið og tilveruna og tjáðum okkur báðar inni- lega um fjölskyldumál. Þú varst svo góð að hlusta á mig og sýna mér skilning. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þessar samræður við þig. Mikið á ég eftir að sakna þessara góðu stunda sem við áttum og þess- ara sterku tengsla sem við vorum farnar að mynda undir lokin. Það verður erfitt að geta ekki heimsótt þig í Engihjallann, og fengið að klippa þig, elsku amma mín. Þú varst alltaf dugleg að hrósa mér og þú gerðir aldrei upp á milli okkar barna- barnanna. Sagðir alltaf: ég er stolt af þér, svo bættir þú við: og ykkur öll- um. Það skipti þig miklu máli að vita hvernig fólkið þitt hefði það og þegar við hittumst spurðir þú alltaf um pabba, systkini mín og líka mömmu, sem mér þótti sérstaklega vænt um. Það er skrítið hvernig ástvinur getur skyndilega verið hrifsaður frá manni svo fljótt, sértaklega því þú stóðst alltaf upp aftur. Þú kvartaðir aldrei þó svo að það leyndi sér ekki að lík- aminn hrjáði þig. Frá því að ég man eftir mér hef ég fengið símtal frá þér á afmælisdaginn minn. Þegar hjúkr- unarkonan kom inn með lyfin þín og þú vildir taka þau inn með grautnum þínum rifjuðust upp minningar frá þeim tíma þegar ég var 5 ára og bjó smátíma hjá ykkur afa í Lyngheið- inni. Þá lést þú mig taka meðalið mitt með ís en ekki með vökva eins og flestir gera, þetta gerði það að verk- um að ég átti mun auðveldara með að taka lyfin. Þarna á laugardeginum fékk ég mikla trú og var sannfærð um að þú myndir standa þetta af þér eins og svo oft áður. Þarna lást þú og gast varla talað en þér var mikið í mun um að ég kæmi til skila afmæliskveðju til Dynju frá þér. Svona varst þú, amma, fárveik og það var þér efst í huga að þú gætir sent henni afmæliskveðju. Amma mín, þú varst svo flott kona og ekki að ástæðulausu að maður hef- ur svona gaman af því að hafa sig til. Þegar við horfðumst í augu í síðasta sinn náði ég að segja þér svolítið og þú gafst mér merki um að þú skildir það. Merkið var það greinilegt að ég er sannfærð um að þú heyrðir hvað ég sagði og mér þykir óendanlega vænt um að hafa getað kvatt þig með þessum fréttum sem ég veit að hefðu glatt þig og afa. Á mánudeginum var útlitið ekki gott og þú kvaddir þennan heim, elsku amma, alltof fljótt. Ég geymi fallegu stundirnar sem við átt- um og allar góðu minningarnar í hjarta mínu og veit að þú, afi, fylgist með mér. Veistu vindur harður, blíður í hjarta mínu vaknar skjól. Skef á móti hverri skímu svo ávallt skíni alltaf sól. Þín nafna Katrín Ósk Guðlaugsdóttir. Elsku yndislega amma mín. Ég sakna þín rosalega og mér þyk- ir leitt að þú hafir þurft að fara svona snemma. Við eigum öll eftir að sakna þín alveg rosalega mikið. Þú varst svo myndarleg og svo sæt og fín, alveg sama hvort þú varst fullklædd eða í náttslopp. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og það gerði það einfald- ara að leita til þín. Mér fannst alltaf svo þægilegt að koma í heimsókn til þín, setjast niður í sófann með þér og spjalla um hitt og þetta og grínast saman um ákveðna hluti, heimilið þitt var ákveðinn griðastaður fyrir mig. Ef mér leið illa fannst mér þægilegast að koma til þín. Þú varst alltaf góð við alla. Mér þykir svo vænt um þig fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allan stuðninginn sem ég fékk frá þér. Ég elska þig, Nína Margrét. Kæra amma. Það var alltaf svo þægilegt að koma til þín og kaupa snúð og horfa á barnatímann. Mamma kom alltaf til þín um hádegið á virkum dögum og var hjá þér. Alltaf á laugardögum þegar ég var hjá þér keypti ég nammi (auðvitað) og ég keypti alltaf rautt lítið nammi, fullt af því, þér fannst það svo gott. Mamma sagði mér að þegar hún fór með þér að versla og máta föt á þig varstu þreytt daginn eftir. Mér þykir mikið vænt um þig, amma, og það var þægilegt að gista hjá þér. Kveðja, Fríða Katrín. Meira: mbl.is/minningar sínum í þeim efnum og sameinuð fór- um við alltaf í kröfugöngu fyrsta maí. Mér þótti framandi að hlusta á Ásu segja mér frá Rússlandsferðinni sem hún og Bjössi fóru í á yngri ár- um, sérstaklega þó hvað járnbraut- arstöðvarnar voru flottar, allar í gullskreyttum listaverkum eftir fræga listamenn. Ása var skemmti- legur sögumaður og vel að sér í bók- menntaverkum gömlu meistaranna, hún hvatti mig langt innan við ferm- ingu til að lesa Kiljan og gaf mér Vefarann mikla frá Kasmír í ferm- ingargjöf. Eftir lestur þeirrar bókar í annað skiptið þá barnshafandi ákvað ég nafngift, ef ég eignaðist dóttur þá myndi hún heita Diljá sem varð síðar að veruleika. Þegar ég kynntist Ásu vann hún sem fiskverkakona í Ísbirninum. Henni varð tíðrætt um Guðmund Jaka verkalýðsforingja og launakjör verkalýðsins. Það breyttist ekkert þótt hún fengi betri vinnu sem bankastarfsmaður í Alþýðubankan- um. Ása var alltaf trú sínum skoð- unum og lét sig miklu varða litla manninn í þjóðfélaginu og mundi vel gamla tíma þegar kjörin voru kröpp og þess vegna var hún varkár í efn- ishyggjunni. Mikil gleðistund var í lífi okkar allra þegar Benni og Gunna heitin eignuðust dóttur fyrir rúmum 25 ár- um. Hún fékk nafnið Ása Hlín í höf- uðið á ömmu sinni og var hamingja foreldra hennar og Ásu ómæld. Óveðursský féll á litlu fjölskyldu Ásu þegar eiginmaður hennar lést langt fyrir aldur fram og stuttu síðar greindist Guðrún með krabbamein sem bar hana ofurliði nokkrum vik- um fyrir fjögurra ára afmæli Ásu Hlínar. Ólýsanlegur harmur ríkti á Karlagötu 21 þar sem Ása, Benni og Ása Hlín bjuggu, enginn skildi til- ganginn. Ása breyttist eftir andlát dóttur sinnar og mjög skiljanlegur biturleiki einkenndi hana, ég hef oft reynt að sitja mig í spor Ásu en get- ur það nokkur nema sá sem reynt hefur líkan harm sjálfur. Bróðir minn varð einstæður faðir, óhefð- bundið fjölskylduform hófst og áfram bjuggu þau öll á Karlagötunni og tók Ása alltaf virkan þátt í uppeldi Ásu Hlínar og varð hennar móður- ímynd. Ása hefur alltaf tilheyrt okk- ar fjölskyldu og tekið þátt í öllu með okkur, hún var barngóð og gaf sér alltaf tíma til að hlusta og miðla. Elsku Ása, minning þín verður vel varðveitt. Ég votta Benna og Ásu Hlín mína dýpstu samúð og Ása Hlín, ég veit að sorg þín er óbærileg. Áslaug Þóra Harðardóttir. Í dag kveð ég Ásu Ásmundsdóttir, ömmu Ásu Hlínar, frænku minnar og vinkonu. Ég þekkti Ásu allt mitt líf og man aldrei eftir fjölskylduvið- burði án þess að hún gleddist þar með okkur. Ása var barngóð og skemmtileg, hún var alltaf góð við mig og tók alltaf vel á móti mér á Karlagötunni. Ása var veraldarvön og ferðaðist víða, ég fór með henni í tvær utanlandsferðir sem voru mjög skemmtilegar og var hún ákaflega fróður og góður ferðafélagi. Þegar ég hugsa um Ásu verður mér hugsað til Ásu Hlínar en þær voru mjög samrýndar og gerðu mjög margt saman, meira að segja á ung- lingsárum Ásu Hlínar, já, það er óhætt að segja að hún Ása Hlín hafi aldrei skammaðist sín fyrir ömmu sína og hún bar mikla virðingu fyrir henni. Þær skildu hvor aðra og má segja að þær hafi talað sama tungu- mál. Það fór ekki á milli mála hvað þeim þótti vænt hvorri um aðra og virtu þær ávallt skoðanir og mál- frelsi hvor annarrar. Elsku Ása Hlín og Benni, aftur hefur sorgin bankað á dyr á hjá ykk- ur á Karlagötunni og missir ykkar er mikill. Elsku frænka, ég hef oft reynt að setja mig í þín spor og veit að sorg þín er óbærileg. Vonandi mun sárið í hjarta þínu gróa með tímanum og góðar minningar ykkar ömmu þinn- ar veita þér styrk til að halda áfram. Þessi kveðjustund er mér mjög sár, elsku Ása, en minning þín lifir með okkur öllum. Þín, Hjördís Diljá. Meira: mbl.is/minningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR B. STEFÁNSSON, Lautasmára 3, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 5. mars kl. 13.00. Hallgerður Pálsdóttir, Ólafur Halldórsson, Auður Sigurðardóttir, Páll Halldórsson, Sólveig Ásgrímsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Einar Erlendsson, Elín Ýrr Halldórsdóttir, Kristján M. Baldursson, Ólöf Eir Halldórsdóttir, Jenni Guðjón Clausen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Stangarholti 5, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 25. febrúar, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Örn Guðjónsson, Sigurósk Garðarsdóttir, Vilhelm Valgeir Guðbjartsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Ólöf María Guðbjartsdóttir, Jónas Pétur Sigurðsson, Svanur Guðbjartsson, Ólöf Magnúsdóttir, Þröstur Guðbjartsson, Patiwat Deepaen, Guðrún Guðbjartsdóttir, Benedikt Bjarni Albertsson, Unnur Guðbjartsdóttir, Garðar Benediktsson, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurður Stefán Jónsson, Birna Guðbjartsdóttir, Sölvi Rúnar Sólbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR, Sandbakkavegi 4, Hornafirði, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14.00. Ingólfur Waage, Hulda Bjarnadóttir, Herdís Waage, Jón B. Karlsson, Hulda Waage, Jón V. Níelsson, Hrefna Waage, Benedikt H. Stefánsson, ömmubörn og systkini hinnar látnu. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, ARNÓR KARLSSON fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arnarholti í Biskupstungum, Bjarkarbraut 10, Bláskógabyggð, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 7. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði. Systkini hins látna og aðrir venslamenn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR KRISTJÁN BJÖRNSSON efnaverkfræðingur, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Lovísa H. Björnsson, Árni Gunnarsson, Daniela Ilea Gunnarsson, Rannveig Gunnarsdóttir, Tryggvi Pálsson, Sigurjón Gunnarsson, Sigríður Olgeirsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Olga Bergljót Þorleifsdóttir, Halldór Gunnarsson, Anna Persson, Þórarinn Gunnarsson, Berglind Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.