Morgunblaðið - 04.03.2009, Qupperneq 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
Látinn er langt um
aldur fram Gunnlaug-
ur Þorláksson. Við
kynntumst fyrir tæp-
um 36 árum er ég kom inn í fjöl-
skylduna og undirritaður tók strax
eftir, að þar fór skarpgreindur og
fjölhæfur maður. Gunnlaugur var
nánast alla sína starfsævi á sjó,
enda var hann eftirsóttur vegna
dugnaðar, útsjónarsemi og ósér-
hlífni, auk þess var hann góður fé-
lagi.
Hann var tæp 40 ár hjá sömu út-
gerðinni á ýmsum bátum en flestir
báru nafnið Farsæll SH 30 frá
Gunnlaugur Þorláksson
✝ Gunnlaugur Þor-láksson fæddist á
Þingeyri 7. desember
1945. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 22.
febrúar síðastliðinn.
Útför Gunnlaugs
fór fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 2.
febrúar sl.
Grundarfirði, en þar
bjó Gunnlaugur
ásamt eiginkonu
sinni Þórdísi Jeremí-
asdóttur og börnum
allt þar til hann hóf
hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm, sem
nú hefur lagt hann að
velli.
Okkur varð fljótt
vel til vina, enda gát-
um við endalaust
rætt um útgerð, báta
og aflabrögð, þar vor-
um við báðir á heima-
velli. Gunnlaugur var fram yfir fer-
tugt vélstjóri á Farsæl SH, en þá
settist hann á skólabekk og aflaði
sér skipstjórnarréttinda og var síð-
ustu árin stýrimaður á Farsæl og
leysti af sem skipstjóri.
Gunnlaugur var einkar laginn og
gat smíðað nánast allt það sem
hann ætlaði sér hvort, sem var úr
járni eða tré. Eftir hann eru til
margir fallegir munir. Allar véla-
viðgerðir lágu vel fyrir honum og
húsbíllinn, sem hann innréttaði og
endurbyggði var hreint meistara-
verk . Hann smíðaði t.a.m. forkunn-
arflottan körfuhring með pumpum
og gaf syni mínum, þannig að
strákanir gátu hangið í körfunni
með tilburðum, karfan var notuð í
mörg ár, því hún var sérstaklega
vönduð. Hann var ekki bara laginn
í höndunum, því eftir hann liggja
margir fallegir og kröftugir söng-
textar, sem unun er að hlusta á,
þegar fjölmenni syngur þá.
Á ferðalögum með fjölskyldunni
naut Gunnlaugur sín vel, enda var
hann mjög umhyggjusamur um
fjölskylduna og alltaf reiðubúinn að
hjálpa. Um tíma áttu þau fallegan
sumarbústað í Borgarfirði, sem
þau voru öllum stundum. Þar sást
handbragð Gunnlaugs, og snyrti-
mennskan var í fyrirrúmi. Bústað-
inn seldu þau þegar heilsunni hrak-
aði.
Gunnlaugur hefur farið í sína síð-
ustu sjóferð, en hann var í hópi
okkar dugmiklu sjómanna, sem
fast sóttu sjóinn. Minning um góð-
an dreng, félaga vin og mág lifir.
Hilmar Viktorsson.
Lof sé þér, Guð, þín líkn ei þver,
lind allrar gæsku, dýrð sé þér.
Lof þér, sem veitir hjálp og hlíf,
himneska svölun, eilíft líf.
Lofar þig sól, þér lýtur jörð.
Lífið þér færir þakkargjörð,
blessi þitt nafn um eilíf ár:
Einn sannur Guð og faðir hár.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Elsku Þórdís, Agnar Þór, Ásdís
Emilía, Steinunn Marta og fjöl-
skyldur Guð styrki ykkur á þessum
erfiðu tímum. Blessuð sé minning
elskulega frænda.
Gunnhildur Þorbjörg
og fjölskylda
Okkar kæri vinur, Gunnlaugur
þorláksson, kvaddi þennan heim,
eftir áralanga baráttu við meinið
sem að lokum vann sigur á þeim
óbilandi kjarki og harðfylgi sem
ávallt fylgdi honum. Gulli á Farsæl
hóf störf hjá Farsæls-útgerðinni í
Grundarfirði á vordögum 1964 og
vann þar með okkur feðgunum í
gleði og sorgum fjölskyldunnar,
uppbyggingu bátaflotans og nýj-
ungum í tækjakosti og veiðum.
Fyrstu árin vann hann sem háseti
og annar vélstjóri en árið 1986 tók
hann próf til skipstjórnarréttinda
og starfaði eftir það sem stýrimað-
ur og skipstjóri. Gulli var fengsæll
á sjó og farsæld fylgdi hans starfi
og fjölskyldulífi, sem hann mat
óumræðilega mikils. Æskuspor
hans voru á Svalvogum við Dýra-
fjörð, þar sem foreldrar hans og
systur nutu krafta hans og útsjón-
arsemi. Á fyrsta ári dvalarinnar í
Grundarfirði kynntist hann Þórdísi
Jeremíasdóttur sem síðar varð eig-
inkona hans og móðir barna þeirra,
Agnars, Ásdísar og Steinunnar.
Þau hjónin voru sérstaklega sam-
hent, sem kom ekki hvað síst í ljós í
sumarbústaðnum sem þau eignuð-
ust í Borgarfirði en þar, eins og
heima, smíðaði Gulli úr tré og járni,
af sérstökum hagleik, eins og segja
má um ljóðin hans.
Eftir fjörutíu ár er margs að
minnast, en fyrst og fremst er það
minning um traustan og góðan vin
sem mannbætandi var að umgang-
ast.
Lífs er brostinn þróttur þinn
það má nánar skoða.
Allir lenda eitthvert sinn
á þeim feigðarboða.
Ótal ferðir úfinn sjá
út var lagt frá sandi.
Farsæll varstu, Farsæl á,
færðir björg að landi.
(Elías Þórarinsson.)
Megi algóður guð styrkja ykkur,
Dísa mín, börn og fjölskyldur.
Sigurjón Halldórsson,
Hildur og börn.
Í dag þegar ég kveð móðurbróð-
ur minn, Gulla frænda, hefði ég
helst af öllu viljað geta kvatt hann
með frumsömdum texta í bundnu
máli líkt og hann samdi fyrir brúð-
kaupið mitt og frænkuklúbburinn
flutti svo eftirminnilega.
Gulla frænda var mjög margt til
lista lagt og handlaginn var hann
með eindæmum og það sem hann
tók sér fyrir hendur gerði hann ein-
staklega vel. 5 kertastjakar standa
inni í stofu hjá mér því til sönnunar
og það má vel vera að þeir séu ekki
lengur í tísku en þeir minna mig á
frænda minn og eru ekki á leiðinni
úr stofunni. Minning um góðan
frænda gleymist aldrei.
Hildur Ísfold Hilmarsdóttir.
Elsku Gulli minn.
Þá er stundin runnin upp og þú
ert farinn í ferðina löngu.
Síðan ég frétti af andláti þínu þá
hefur margt runnið í gegn um hug-
ann.
Vinátta ykkar hjóna við okkur
hefur staðið yfir í nærri 40 ár, svo
það er margs að minnast.
Það var oft gaman þegar þið
bjugguð við hliðina á okkur, og oft
fórum við saman á skemmtanir og í
ferðalög.
Þá var nú sungið og haft gaman,
og þau ókjör af lögum og vísum sem
þú kunnir, að ekki sé minnst á allt
það sem þú samdir sjálfur.
Það er örugglega leitun að eins
góðum og tryggum vinum og ykkur
hjónunum og fjölskyldu ykkar og
þegar minn maður fór þá stóðuð þið
eins og klettur við hliðina á mér og
minni fjölskyldu.
Það er eins og ég sagði, svo ótal
margs að minnast og munum við
geyma það í hjörtum okkar og taka
það fram og gleðjast þegar það
kemur upp í hugann.
Elsku Dísa mín, Agnar, Ásdís,
Steinunn, makar, börn og fjölskyld-
ur, Dolli, börn og fjölskyldur, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur öllum.
Megi ljós friðar og kærleika lýsa
þér á drottinsbraut, kæri vinur, og
takk fyrir samverustundirnar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hjartans kveðjur til ykkar allra.
Jakobína, börn og fjölskyldur.
Elsku Gulli minn. Nú hefur þú
kvatt okkur eftir sex ára hetjulega
baráttu. Það eru svo margar minn-
ingar sem koma upp í hug minn
þegar ég hugsa til allra góðu stund-
anna sem ég naut á heimili ykkar
hjóna.
Athafnasamari mann hef ég
sjaldan eða aldrei hitt. Þegar þú
varst ekki á sjónum varst þú niðri í
bílskúr að smíða. Það var alltaf
jafngaman að sjá afrakstur smíð-
anna og þá sérstaklega yfir jólahá-
tíðirnar. Gluggarnir á húsinu ykkar
á Grundargötu 31 voru ávallt
skreyttir fallegum stjörnum sem þú
sauðst saman úr stáli af mikilli list
og vafðir svo með marglitum ljós-
um. Snjókarlinn sem þú bjóst til
fyrir ein jólin og hengdir utan á
húsið var alltaf í miklu upphaldi hjá
mér. Listsköpun þín gerði líka mik-
ið fyrir litla bæinn okkar og jólin
komu í Grundó þegar Gulli setti
upp jólaljósin. Kertastjakarnir sem
þú gerðir voru heldur ekki síðri og
urðu þeir stórfenglegri og stórfeng-
legri eftir því sem þeir urðu fleiri,
og margir urðu þeir.
Stundum tókstu þér pásu frá
smíðunum og komst upp í eldhús og
fékkst þér kaffi. Kaffið drakkst þú
alltaf svart og úr sama glæra
mjólkurglasinu. Dísa hafði þá oftar
en ekki nýbakaða kanilsnúða eða
jólaköku á borðum sem þú gæddir
þér á til þess að hlaða batteríin. Á
slíkum stundum nýttum við Stein-
unn tækifærið og fengum þig til
þess að syngja fyrir okkur. Við ósk-
uðum okkur alltaf sama lagsins;
kossalagið kölluðum við það. Lagið
söngst þú af svo mikilli innlifun og
með svo miklum leikrænum tilþrif-
um að við Steinunn veltumst um af
hlátri.
Mitt í smíðunum, söngnum og
sjómenskunni fannst þú líka tíma
til þess að semja kvæði og ljóð.
Ljóðin voru alltaf hnyttin og viðeig-
andi hverju tilefni fyrir sig og svo
frábærlega sungin af þér sjálfum.
Já, þú hafðir sko gaman af því að
gleðja. Oft þegar þú komst heim af
sjónum sagðir þú við okkur stelp-
urnar: „Ég sá að það var eitthvað í
skónum ykkar, viljið þið ekki at-
huga hvað það er?“ Við fórum að gá
og þá hafðir þú komið fyrir ein-
hverju góðgæti í skónum okkar.
Oftast var það bland í poka, því það
þótti okkur best. Alveg fram til
þess síðasta gerðir þú allt sem í
þínu valdi stóð til þess að gleðja og
dekra. Síðast þegar ég sá þig og þú
varst orðinn veikburða og tengdur
súrefni léstu enn ekki þitt ekki eftir
liggja. Færðir mér kaffi og hélst því
til haga að það væri lagað á sem
bestan máta.
Elsku besti Gulli minn. Góð-
mennska þín, dugnaður og viska
hefur kennt mér svo margt og verið
mér dýrmætt veganesti í lífinu og
mun verða það ævilangt. Minningin
um þig verður mér ávallt ljós í
hjarta.
Elsku Dísa, Agnar, Ásdís og
Steinunn. Guð veri með ykkur á
þessum erfiðu tímum og styrki ykk-
ur í sorginni.
Cecilía K. Kjartansdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓN STEINÞÓRSSON,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, fimmtu-
daginn 26. febrúar.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn
10. mars kl. 15.00.
Steinþór Stefánsson, Hildur Pétursdóttir,
Andrea Steinþórsdóttir, Hrannar Jónasson,
Friðberg Stefánsson, Áslaug Birna Ólafsdóttir,
Þórdís Friðbergsdóttir, Heimir Björnsson,
Stefanía Heimisdóttir,
Atli Friðbergsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu, systur og mágkonu,
ELFU FANNDAL GÍSLADÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heiðabæ,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir einstaka
umönnun og mannkærleika.
Njáll Harðarson,
Gísli Freyr Njálsson,
Linda Ýr Njálsdóttir, Giovanni Sotgia,
Thor Falco og Gaia Sol Sotgia,
Íris Fanndal Gísladóttir Merwin, Paul Merwin,
Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 1/3 var fyrsta kvöld í
þriggja kvölda hraðsveitarkeppni.
13 sveitir mættu til leiks.
Röð efstu sveita er þessi.
Halldór Þorvaldsson – Magnús Sverrisson –
Sveinn Ragnarss. – Runólfur Guðmss. 493
Garðar Jónsson – Þorgeir Ingólfsson – Unn-
ar Guðmundsson – Björn Árnason 483
Ingibjörg Guðmundsdóttir – Ólöf Ólafsdóttir
– Árni Hannesson – Oddur Hannesson 459
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan
19.
Páll Þórsson og Sverrir Þór-
isson Reykjavíkurmeistarar
Þátttakan í Reykjavíkurmótinu í
tvímenningi var slök, aðeins 18 pör.
Páll Þórsson og Sverrir Þórisson
sigruðu með miklum yfirburðum en
þetta varð lokastaðan:
62,1% Páll Þórsson – Sverrir Þórisson
57,1% Ásmundur Pálss. – Guðm. P. Arnar-
son
55,6% Aðalst. Jörgens. – Sverrir Ármannss.
55,2% Ásgeir Ásbjss. – Hrólfur Hjaltason
55,0%Friðþj. Einarss. – Guðbr. Sigurbergss.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 27. febrúar var spilað
á 17 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S
Örn Einarsson – Bragi Bjarnason 384
Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 372
Gísli Hafliðason – Björn Pétursson 355
Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 352
A/V
Jón Gunnarss. – Ásgrímur Aðalsteins. 368
Ingólfur Þórarinss. – Sigfús Jóhannss. 364
Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 351
Oddur Halldórss. – Gísli Friðfinnss. 346
Súgfirðingaskálin
Þriðja lota í keppni um Súgfirð-
ingaskálina, tvímenningsmóti Súg-
firðingafélagsins er nýlokið.
Heildarstaðan er svohljóðandi en
alls hafa 12 pör spilað í keppninni.
Meðalskor 324.
Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 383
Jón Óskar Karlss. – Karl Ómar Jónss. 338
Einar Ólafss. – Þorsteinn Þorsteinss. 336
Sigurp. Ingibergss. – Arngr. Þorgrímss. 332
Ólafur Ólafsson – Karl Bjarnas. 331
Feðgarnir Ásgeir Sölvason og
Sölvi Ásgeirsson tóku fín skor en úr-
slit kvöldsins urðu:
Ásgeir Sölvason – Sölvi Ásgeirss. 130
Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 121
Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. 113
Fjórða lota verður spiluð mánu-
daginn 23. mars í spilasal Bridssam-
bands Íslands.
Tíu borð í Gullsmára
Spilað var á 10 borðum mánudag-
inn 2. mars. Úrslit urðu þessi í N/S:
Sigtryggur Ellertss. – Þorsteinn Laufdal
215
Jón Jóhannss. – Haukur Guðbjartss. 184
Samúel Guðmss. – Jón Hanness. 176
A/V
Elís Kristjánsson – Páll Ólason 205
Örn Einarsson – Bragi Bjarnason 193
Sigurður Björnssn – Ólafur Gunnarss. 176
Jón Guðmar og Hermann
Hafnarfjarðarmeistarar
Aðaltvímenningi Bridsfélags
Hafnarfjarðar lauk sl. mánudag með
sigri Jóns Guðmars Jónssonar og
Hermanns Friðrikssonar en þeir
náðu fljúgandi starti í upphafi og
héldu forystunni allt til loka. Helstu
úrslit:
Hermann Friðrikss. – Jón G. Jónsson 55,4%
Sveinn Þorvaldss. – Guðl. Sveinss. 54,5%
Sigurjón Harðars. – Haukur Árnas. 53,5%
Björn Arnarson – Garðar Jónss. 53,4%
Sveinn Stefánss. – Guðm. Skúlason 53,1%
Næsta keppni félagsins er þriggja
kvölda Hraðsveitakeppni og hefst
hún mánudaginn 9. mars kl. 19
stundvíslega. Spilað er í Hraunseli,
Flatahrauni 3. Dagskrá félagsins og
öll úrslit á Bridge.is>félög
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför
hefur farið fram, eftir tiltekinn skila-
frests eða ef útförin hefur verið gerð
í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem birt-
ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda
lengri grein. Engin lengdarmörk
eru á greinum sem birtast á vefnum.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar