Morgunblaðið - 04.03.2009, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.03.2009, Qupperneq 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Margrét Helga Jóhannsdóttir „.Þetta verk er okkur öllum hollt til að skilja það hvað skiptir okk- ur mestu máli í lífinu,“ segir Margrét Helga. Hún leikur konu sem er sjálfboðaliði á sjúkrahúsi. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VERKIÐ er um fullorðna konu sem vinnur sem sjálfboðaliði á sjúkrahúsi og samskipti hennar við lítinn dreng, dauðvona, sem á bara tólf daga eftir. Samskipti þeirra verða mjög náin og hreinskiptin. Hún segir honum frá Guði, og hann skrifar Guði bréf.“ Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikur bleikklæddu konuna í leikriti Erics-Emmanuels Schmitt, í verk- inu Óskar og bleikklædda konan, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöld. Þrátt fyrir aðstæðurnar er verkið að sögn Mar- grétar Helgu uppfullt af húmor. Fleiri persónur koma við sögu, t.d. aðrir krakkar á spítalanum, móð- irin og læknirinn. Verkið er þó einleikur og Margrét Helga segir annað að leika einleik en venjulegt leikverk. „Maður hefur meiri tengsl við áhorf- endur en þarf líka að sjá fyrir sér mótleikara sína sem eru ekki til staðar.“ En hver er bleik- klædda konan? Lifir heila mannsævi „Þetta er vel gef- in og vel gerð kona. Þau eru bæði mjög greind, drengurinn er afburðaskýr, og hún fær hann til að skrifa Guði bréf þegar hann á stutt eftir, þannig að hann lifir öllu sínu lífi á tólf dögum - lifir heila manns- ævi. Þetta er snilld- arhugmynd hjá höfundinum. Þegar af drengnum dregur, er hann orðin gamall og þreyttur og er orð- inn 110 ára þegar hann skrifar síðasta bréfið. Hann fer í gegnum unglingsárin, ástina, miðaldrakrísuna og lifir þetta allt.“ Margrét segir að boðskapur höfundarins sé sá að við eigum að lifa í núinu, njóta hvers augnabliks, og óttast ekki það sem við vitum ekki hvað er. „Það á ekki bara við um veikan dreng, það á við um okkur öll. Við vitum ekkert um morgundaginn. „Amma bleika“ eins og hann kallar hana, lærir líka mikið af honum og þau þroskast bæði í samskiptum sínum og njóta þeirra. Það er mikill húmor í verkinu og strákurinn er mjög skemmtilegur.“ Höfundurinn, Eric-Emmanuel Schmitt, skrifaði þrjár bækur í röð, eina um kristna trú, eina um is- lam og þá þriðju um búddisma, að sögn Margrétar Helgu. Í bókunum eru sögur, þar sem vísað er í trúna, en sögurnar eru þó ekki um trú eða trúmál. Trúin fléttast inn í sögurnar. Verkið er leikgerð leikstjórans, Jóns Páls Eyjólfssonar á einni af þess- um sögum. „Guðrún Vilmundardóttir þýddi þessar bækur og gaf mér þegar hún var búin að þýða þær. Textinn er yndislegur. Þetta er svo sérstakt verk. Þótt dauðinn sé nálægur, snýst verkið fyrst og fremst um lífið og það að lifa því. Þetta verk er okk- ur öllum hollt til að skilja það hvað skiptir okkur mestu máli í lífinu.“ Það skiptir máli að lifa  Margrét Helga Jóhanns- dóttir leikur hlýjan og innilegan einleik um lífið Í HNOTSKURN » Borgarleikhúsið sýn-ir nú á vormánuðum röð einleikja. Sá fyrsti sem frumsýndur var er Sannleikurinn um lífið eftir Pétur Jóhann Sig- fússon. Óskar og bleik- klædda konan er annar í röðinni. Næstu einleikir verða Sagan af Rachel Corrie með Þóru Karitas Árnadóttur, nýr ein- leikur eftir Jón Atla Jón- asson sem Ingvar Sig- urðsson leikur. Síðasta sýningin verður tveggja manna og heitir Harry og Heimir eftir Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árna- son og Sigurð Sig- urjónsson. SVERRE Fehn, einn þekktasti arki- tekt Norðmanna lést í Ósló í fyrra- dag, 84 ára að aldri. Hann naut mik- illar virðingar fyrir að hafa tvinnað saman norræna formhugsun og arf- leifð módernismans. Pritzker arki- tektúrverðlaunin féllu honum í skaut árið 1997 og upp frá því var hann álitinn fremstur meðal jafningja í Noregi. Helstu áhrifavaldar í ævi- starfi Fehn voru Jean Prouvé og Le Corbusier, en áhrif þess síðanefnda vöktu með Fehn virðingu fyrir alda- gömlum byggingartæknilegum lausnum, hefðbundnum efnum og síðast en ekki síst ljósinu. Eitt þekktasta verk hans á alþjóðavett- vangi er skáli skandinavísku þjóð- anna í Giardini-garðinum í Fen- eyjum. Þar steypti hann hús utan um tré er vaxa upp í gegnum þakið og veita um leið birtu inn í húsið. Hann leit svo á að samspil bygginga og umhverfis skipti miklu máli, að sú „árás menningarinnar á náttúruna“, sem í því væri fólgin skapaði „von um nýja tilfinningu fyrir fegurð, í gegnum bygginguna. Fehn Mótandi á sviði arkitektúrs. Arkitekt- inn Fehn látinn Sagður merkur nor- rænn frumkvöðull EFTIRLÆTIS flugvöllur Hitl- ers verður hugs- anlega vett- vangur tónleika í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá því að Woodstock- tónleikarnir voru haldnir í Banda- ríkjunum. Breska blaðið Guardian greindi frá þessu í gær og benti á táknræna þversögn í staðarvalinu um leið, því hugsjónin um frið var auðvitað á allra vörum árið 1969 á Woodstock. Hugmyndin er sú að tvennir tón- leikar verði haldnir, aðrir í New York og hinir í Berlín dagana 15. og 16. ágúst vestanhafs en 22. og 23 ágúst í Þýskalandi. Skipuleggjendurnir Michael Lang og félagar hans vonast til þess að fá jafnmarga áhorfendur inn á þessa viðburði og sóttu upp- runalegu hátíðina fyrir fjórum ára- tugum. Einnig stendur hugur þeirra til að reyna að fá sem flesta af þeim tónlistarmönnum sem þá tóku þátt til að endurtaka leikinn, m.a. Who, Grateful Dead, Neil Young og Santana. Afmæli Woodstock í Berlín? 39 ára afmælið Rapparinn DMX. HALLVEIG Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja sönglög um tunglið á Háskóla- tónleikum í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Flutt verða verk eftir Huga Guðmundsson, Jón Ásgeirs- son, Jón Leifs, Gabriel Faure, og Antonin Dvorák. Ljóðið Þegar undir skörðum mána, úr bókinni Svartálfadansi, eftir Stefán Hörð Grímsson hefur orðið tveimur tón- skáldum innblástur, þeim Huga Guðmundssyni og Jóni Ásgeirssyni. Verða bæði verkin flutt ásamt fleiri verkum eftir Jóns Leifs, Verlaine, Dvorák og Debussy. Tónlist Sönglög um tunglið á Háskólatónleikum Hallveig Rúnarsdóttir JÚLÍANA Magnúsdóttir flyt- ur á morgun erindið Saga til næsta bæjar sem fjallar um sagnir, samfélag og þjóðtrú sagnafólks frá austurhéraði Vestur-Skaftafellssýslu. Fyr- irlesturinn verður í stofu 102 í Odda og hefst kl. 17.15. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður greiningar á sagnagerðum, sögustöðum, sögupersónum og efnistökum sagna. Í stuttu máli leiddi rannsóknin ekki aðeins í ljós nokkur svæð- isbundin sérkenni sagnahefðar og þjóðtrúar, held- ur einnig mjög fjölbreytta og ólíka notkun fólks á slíkum hefðum innan þess héraðs sem rannsóknin beindist að. Hugvísindi Saga til næsta bæjar í Odda Úr Odda. SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og Antonía Hevesi verða með há- degistónleika í Hafnarborg á morgun kl. 12. Á dagskrá eru aríur eftir Bellini, Donizetti og Dvorak. Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum; hún hefur sungið í fjölda hlutverka hjá Ís- lensku óperunni og víðar. Einnig hefur hún sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og inn á fjölda hljómdiska. Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi og út- skrifaðist úr F. Liszt-tónlistarakademíunni í Búdapest og í Tónlistarakademíunni í Graz áður en hún flutti til Íslands 1992. Tónlist Diddú í Hafnarborg í hádeginu Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú. „… þegar mér batnaði (ef manni batnar þá nokkurn tíma algerlega) uppgötvaði ég að það að ná sér var ekki ótvírætt það besta sem gat hent og þar á ofan fékk ég þá hug- dettu að það væri eiginlega ósæmilegt að ná sér: Það er alltof auðvelt að gleyma þeim sem ná ekki heilsu. Þetta var upphaf- ið að Óskari og bleikklæddu konunni. Það má segja að verkið fjalli um það að sætta sig við sjúkdóm og dauða eins og það væri mikilvægara en að ná bata. Það tók mig ár og daga að safna kjarki til að skrifa þetta leikrit. Ég var alltof meðvitaður um að ég var að fjalla um málefni sem ekki er talað um – tabú: Sjúk börn. Sagði Dostojevski ekki að það væri ekki hægt að trúa lengur á Guð þegar maður sæi börn deyja. Vitanlega getum við ekki, fremur en Ósk- ar, vitað hvort Guð er til og varðveiti okkur. Eða eins og einn vina minna, sem trúir ekki á Guð, segir: „Jafnvel þótt Guð sé bara þessi vera sem mennirnir fundu upp fyrir sjálfa sig, þá er það bara heilmikið.“ Guð eða það besta í mannfólkinu? Það verður hver og einn að ákveða með sjálfum sér.“ Eric-Emmanuel Schmitt …eins og það væri mikil- vægara en að ná bata „Eric-Emmanuel Schmitt er heimspek- ingur. Í þessu verki er hann að glíma við stöðu og hlutverk trúarbragða í vestrænu samfélagi. Drengurinn í verkinu er tíu ára, býr á spítala, og það segir honum enginn að hann sé að deyja. Það þorir enginn að mæta honum með hugrekki og segja hon- um það nema þessi kona. Hún upplýsir hann um endalok tilveru hans og að hann sé dauðvona. „Amma bleika“ segir honum þetta umbúðalaust. Grundvallarspurn- ingin í verkinu er sú að við getum ekki val- ið að vera án líkamlegra þjáninga en við getum valið að vera án þeirra andlegu eins og Kristur gerði á krossinum. Þú þarft ekki að óttast tilhugsunina um að deyja af því þú þekkir ekki dauðann. Það skiptir ekki máli hverju maður trúir um til- urð sköpunarverksins; það sem trúar- brögðin veita okkur er tækifærið til að horfa á sköpunarverkið, að njóta augna- bliksins og lifa. Þetta lærir Óskar og lifir heila mannsævi á þeim tólf dögum sem hann á eftir.“ Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri og höfundur leikgerðar. Að lifa án andlegra þjáninga Ef ég er til dæmis í ástarsorg, sem hefur reyndar aldrei gerst, þá sem ég ástarlag. 38 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.