Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 39

Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Smekkur manna á tónlist er af-ar misjafn. Sumir vilja ein-göngu hlusta á rapp, aðrir bara á klassíska tónlist, enn aðrir á rokk, blús, djass, teknó, popp, þjóð- lagatónlist og þar fram eftir göt- unum. Þetta er auðvitað fullkomlega eðlilegt, og ekkert nema gott um þennan misjafna smekk að segja.    Sjálfur þykist ég hafa nokkuð fjöl-breyttan smekk á tónlist og hlusta á allt frá Arvo Pärt og Brian Ferneyhough yfir í Prodigy og A Tribe Called Quest. Það ætti því að vera nokkuð auðvelt að höfða til mín með tónlist, mér er slétt sama úr hvaða geira tónlistin kemur – hún þarf bara að vera góð. Þetta er hins vegar verkefni sem íslenskar út- varpsstöðvar eiga afskaplega erfitt með að inna af hendi. Ástæðan er einföld: þær spila alltof, alltof mikið af ofsalega lélegri tónlist.    Á venjulegum degi hlusta ég mestá útvarpið í bílnum og þar sem ég er um það bil korter að keyra í vinnuna hlusta ég á útvarpið að meðaltali í um hálftíma á dag. Oftast er ég með stillt á Rás 2, enda lang- mestar líkur á að heyra almennilegt lag með því að hafa stillt á þá ágætu stöð. Ef ég hins vegar tek mig til og flakka á milli þeirra tíu útvarps- stöðva sem eru forstilltar í bíltækinu verð ég í 90% tilfellum fyrir von- brigðum, fer hringinn og enda aftur á Rás 2. Það er þó einna helst að maður nemi staðar á Gullbylgjunni.    Samkvæmt heimasíðu Capacenter Bylgjan næstvinsælasta út- varpsstöðin á Íslandi, á eftir Rás 2. Þetta verður að teljast merkilegt í ljósi þess ótrúlega metnaðarleysis sem viðgengst í tónlistarvali á þeirri annars ágætu stöð. Þar er vissulega mikill metnaður fyrir þáttagerð og öllu sem viðkemur töluðu máli en þess á milli hljómar í alltof mörgum tilfellum algjörlega flöt „vinnustaða- tónlist“ sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. Önnur stöð sem spilar mikið af vondri tónlist er FM957. Daginn út og daginn inn hljómar þar „ofur- pródúseruð“ verksmiðjuframleidd tónlist frá Bandaríkjunum sem í flestum tilfellum er algjörlega ein- nota og verður öllum gleymd innan tveggja mánaða.    Það er hins vegar ekkert víst aðþetta sé útvarpsstöðvunum að kenna, kannski er léleg tónlist bara svona vinsæl. Sem dæmi má nefna lagið „Human“ með bandarísku hljómsveitinni The Killers sem notið hefur ótrúlegra vinsælda hér á landi að undanförnu, og hefur til að mynda hljómað mikið á Rás 2. Af- skaplega langt er síðan verra lag hefur náð öðrum eins vinsældum, og sem dæmi má nefna að lagið var í efsta sæti lagalistans hér í Morg- unblaðinu margar vikur í röð í upp- hafi árs. Listinn er byggður á gögn- um frá stærstu útvarpsstöðvunum, og ætti því að vera ansi marktækur. Það er hins vegar spurning hvort það er fólkið sem gerir lög vinsæl, eða útvarpsstöðvarnar. Sem sagt: hvort lög verði vinsæl á Íslandi með lýðræðislegum hætti eða ekki. Í upp- hafi eru það útvarpsmenn sem setja lög í spilun, og byggja þeir það val oftast á því hvað hefur verið vinsælt erlendis og/eða því hverju plötufyr- irtækin vilja koma á framfæri. Þeir mata sem sagt hlustendur, sem í kjölfarið geta sagt til um hvort þeim líkar það sem er borið á borð fyrir þá eða ekki. Þetta er í sjálfu sér ekki mikið ólýðræðislegra fyrirkomulag en íslenska flokkakerfið. Hvort það sé gott er hins vegar allt annað mál.    Þessi pistill er auðvitað fullur affordómum og alhæfingum. Hvorki ég né nokkur annar get sagt til um það hvað góð tónlist er, og hvað ekki. Það fer auðvitað eftir smekk hvers og eins. Það er hins vegar sjálfsögð krafa að hver maður geti flakkað um allar íslenskar út- varpsstöðvar og að minnsta kosti heyrt eitt lag sem hann getur hugs- að sér að halda áfram að hlusta á. Eitthvað er að þegar svo er ekki. En kannski er þetta alls ekki út- varpsstöðvunum að kenna, kannski er popptónlist almennt að versna. Það er því kannski best að hafa bara stillt á Gullbylgjuna þar sem maður getur gengið að gömlum slögurum vísum. Eða á Rás 1, þar sem popp- tónlist hljómar ekki yfirleitt. Já eða á Útvarp Sögu – þar er engin tónlist! jbk@mbl.is Ömurleg tónlist í íslensku útvarpi AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson » Afskaplega langt er síðan verra lag hefur náð öðrum eins vinsældum. Reuters The Killers Hafa átt eitt vinsælasta lagið á Íslandi undanfarna mánuði. POPPKÓNGURINN Michael Jack- son leggur nú nótt við dag í hljóð- veri þar sem hann tekur upp efni sem hann vill ekki að verði gefið út fyrr en að honum látnum. Óopinber ævisagnaritari Jackson sagði í við- tali á dögunum að það hefði komið honum verulega á óvart hversu mörg lög Jackson hefði hljóðritað á undanförnum mánuðum en að sögn þeirra sem til þekkja hefur Jackson gefið út þau fyrirmæli að lögin verði ekki gefin út fyrr en hann sé farinn yfir móðuna miklu og að all- ur ágóði af sölunni renni til barnanna hans þriggja. Talsmaður Jacksons staðfesti svo þann orðróm á dögunum að Jackson væri nú að undarbúa hljómleikaferð um heim- inn auk nokkurra tónleika við sér- stök tilefni. Ef af tónleikaferðinni verður, verður það í fyrsta skipti sem Jackson kemur fram op- inberlega í átta ár. Síðast kom hann fram í Madison Square Gard- en í New York árið 2001. Að sögn talmanns poppstjörnunnar mun lagavalið á hljómleikaferðinni end- urspegla allan feril Jacksons. Tekur upp ný lög og hyggur á tónleikaferð Reuters Jackson Tekur upp lög sem koma ekki út fyrr en að honum látnum. EIGINKONA rokkarans Ozzy Osbourne, Sharon Osbourne, hefur verið kærð fyrir líkamsárás sem mun hafa átt sér stað í þættinum Rock of Love: Charm School sem sýndur er á tónlistarsjónvarpsstöð- inni VH1. Í þættinum sem fjallar um mannasiði og framkomu réðst Shar- on á einn keppandann, Playboy- stúlkuna Megan Hauserman eftir að Hauserman lét þau orð falla að Sharon væri eingöngu fræg fyrir að hjúkra rokkstjörnu sem hefði mátt muna fífil sinn fegurri. Hauserman lét hins vegar fyrrnefnd ummæli falla eftir að Sharon hafði kallað hana hæfileikalausa kynbombu. Hauserman hefur kært Sharon fyrir óbætanlegan heilsuskaða í kjölfar árásarinnar og að árásin hafi þar að auki skaðað Hauserman fjárhags- lega. Hauserman var kosin úr þætt- inum stuttu síðar eftir að það kast- aðist í kekki milli hennar og annars keppanda í þættinum. Kærð fyrir líkamsárás í sjónvarpsþætti Reuters Hreinskilin Sharon er þekkt fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið. MESTA bölvun tónlistarmannsins Kanye West er að hann getur ekki upplifað eigin tónleika eins og áhorf- andi. Rapparinn sem hefur frá upp- hafi slengt fram digurbarkalegum staðhæfingum um að hann sé snill- ingur líkt og Lennon og Hendrix bæt- ir nú um betur og segir að hann sé í raun á guðs vegum og að drottinn tali (rappi?) í gegnum sig. Bölvunin felst sem sagt í því að hann getur ekki tek- ið við „fagnaðarerindinu“ líkt og hinn almenni áhorfandi sem mætir á tón- leika hans. Rapparanum dylst þó ekki eigið mikilmennskubrjálæði en segir að það sé þegar á botninn er hvolft skárra að upphefja sjálfan sig en níða skóinn af kollegum sínum eins og tíðkast í hiphop-geiranum. „Ég hef mikið sjálfstraust og það með réttu. Mér finnst að fólk eigi að hafa traust á sjálfu sér. Athugið það að ég móðga engan og ég gagnrýni ekki annað fólk,“ segir West. Heilög bölvun Kanye Kokhraustur Kanye West er ekki í vafa um hæfileika sína. OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, DANIEL CRAIG ER MAGNAÐUR Í HLUTVERKI SÍNU SEM ANDSPYRNUFORINGI Í SÍÐARI HEIMSTYRJÖLDINNI. ÓTRÚLEG SAGA BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ALLT SEM HÚN ÞRÁÐI VAR BARA SMÁYFIRDRÁTTUR NÝ VINNA? VONANDI NÝR UNNUSTI? KANNSKI NÝTT VESKI? ALGJÖRLEGA! 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA,SÝND MEÐ ÍSLE NSKU TALI BYGGT Á METSÖLUBÓKINNI A JERRY BRUCKHEIMER PRODUCTION FRÁ LEIKSTJÓRATHE LAST SAMURAI OG BLOOD DIAMOND TILNEFNDTIL ÓSKARSVERÐLAUNA 13 M.A. BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI - D. FINCHER BESTI LEIKARI - BRAD PITT BESTA HANDRIT WALL STREET JOURNAL 100/100 TIME 100/100 TOMMI - KVIKMYNDIR.IS- S.V. ,MBL. - L.I.B.,TOPP5.IS UNDIRBÚÐU ÞIG UNDIR SVEFNLAUSAR NÆTUR ÞVÍ HANN HLÍFIR ENGUM. ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! HRIKALEGASTI FJÖLDAMORÐINGI SÖGUNNAR ER KOMINN AFTUR! MAÐURINN MEÐ HOKKÍ GRÍMUNA – JASON! KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EKKI MISSA AF ÞESSARI! EKKI MISSA AF ÞESSARI! SHOPAHOLIC kl. 8 LEYFÐ DEFIANCE kl. 8 B.i. 16 ára SHOPAHOLIC kl. 8 - 10:10 LEYFÐ FRIDAY THE 13TH kl. 10:30 B.i. 16 ára SHOPAHOLIC kl. 8 - 10:20 LEYFÐ VILLTU VINNA ... kl. 8 B.i. 12 ára FRIDAY 13TH kl. 10:20 B.i. 16 ára KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSIKEFLAVÍK SHOPAHOLIC kl. 5:50D - 8:10D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL DEFIANCE kl. 10:40D B.i. 16 ára DIGITAL BENJAMIN BUTTON kl. 7 - 10:10 B.i. 7 ára BLOODY VELENTINE kl. 63D B.i. 16 ára 3D - D SHOPAHOLIC kl. 5:50D - 8D - 10:20D LEYFÐ D SHOPAHOLIC kl. 5:50 - 8 - 10:20 VIP DESPEREAUX ísl. tal kl. 5:50 LEYFÐ DEFIANCE kl. 5:50 - 8:30 B.i. 16 ára FRIDAY THE 13TH kl. 10:20 B.i. 16 ára CHIHUAHUA ísl. tal kl. 5:50 LEYFÐ BENJAMIN BUTTON kl. 8:30 B.i. 7 ára ROLE MODELS kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára BEDTIME STORIES kl. 5:50 LEYFÐ YES MAN kl. 8 B.i. 7 ára ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, SÝND MEÐ ÍS LENSK U OG EN SKU T ALI HANN ELSKAR ATHYGLI HANN ER RÓMANTÍSKUR SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA EKKI MISSA AF ÞESSARI!SÝND Í ÁLFABAKKA EKKI MISSA AF ÞESSARI!SÝND Í ÁLFABAKKA EKKI MISSA AF ÞESSARI! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI PREMIERE NEWYORK POST SÝND Í KRINGLUNNI EKKI MISSA AF ÞESSARI! SAMbio.is Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss - S.V., MBL SÝND Í ÁLFABAKKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.