Morgunblaðið - 04.03.2009, Page 43
Menning 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
Hingað til hefur hið svo-kallaða drunrokk/dómsdagsrokk/sorarokk(„drone“, „doom“,
„sludge“) ekki verið áberandi hér á
landi þó að geirarnir lifi góðu lífi er-
lendis. Plastic
Gods bæta þar
rækilega úr, en
nýútkomin er
platan Quadri-
plegiac, þriggja
laga ópus þar
sem ekkert lag er
undir tíu mínútum. Útgefandi ásamt
sveitinni er hið nýstofnaða Molestin
Records; níðþungt, alíslenskt og
spriklandi fjörugt merki.
Aðdáendur sveita á borð við
Sleep, Earth og Sunn O))) verða hér
ekki fyrir vonbrigðum; tónlistin
skríður áfram á hraða snigilsins en
af miklum þunga og þetta er prýði-
lega útfært hjá sveitinni. Í hljómn-
um og yfir þessu öllu saman er þá
eitthvað séríslenskt sem hífir verkið
upp. Hljóðfæraleikur er góður og vil
ég sérstaklega nefna trommuleik-
inn. Söngur Ingólfs Ólafssonar (úr
dauðarokkssveitinni Severed
Crotch) eykur þá skemmtilega á
myrkrið. Hljómsveitin verður seint
sökuð um að finna upp hjólið, enda
varla tilgangurinn, en á heildina litið
er þetta vel heppnuð frumraun.
Íslenskt
drunrokk
Plastic Gods – Quadriplegiac
m
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
TÓNLIST
BRJÓST bandarísku leikkonunnar Miley Cyrus eru
mikið til umræðu í bandarísku slúðurpressunni um
þessar mundir. Forsaga málsins er sú að hin 16 ára
gamla Cyrus fór nýverið út að skokka með kærast-
anum sínum, hinum 21 árs gamla Justin Gaston sem
vinnur fyrir sér sem undirfatafyrirsæta. Ljósmynd-
arar, sem fylgja leikkonunni eftir hvert fótmál, voru
að sjálfsögðu ekki langt undan og náðu myndum af
parinu. Í kjölfarið hefur leikkonan verið gagnrýnd fyr-
ir að gera brjóst sín alltof áberandi með því að vera í
afar litlum toppi, en slíkt þykir ekki sæma svo ungri
stúlku. Cyrus hefur hins vegar svarað fullum hálsi og
sagt að klæðaburður hennar komi engum við. Ástæða
þess hversu léttklædd hún var hafi verið sú hversu
heitt var í veðri þennan dag.
Reuters
16 ára Miley Cyrus þykir of ung til að vekja athygli á brjóstum sínum.
Brjóstin
vekja athygli
BRESKA leikstjóranum Danny
Boyle hefur verið boðið að leikstýra
næstu mynd um njósnara hennar
hátignar, James Bond. Tilboðið
kemur í kjölfar þess að nýjasta
mynd hans, Slumdog Millionaire
hlaut átta Óskarsverðlaun í síðasta
mánuði.
„Danny er aðalmaðurinn í dag og
tilboðunum rignir yfir hann. Þar á
meðal hefur honum verið boðið að
leikstýra 23. myndinni um James
Bond,“ segir heimildarmaður.
Boyle, sem er 52 ára gamall, hefur
áður lýst því yfir að hann hafi ekki
áhuga á að leikstýra stórmynd, en
vinir hans segja hins vegar að hann
sé mikill aðdáandi Daniel Craig, sem
fer með hlutverk njósnarans um
þessar mundir.
Reuters
Boyle Getur valið úr verkefnum.
Boyle í
Bond?
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
23.-26.
apríl
30. apr
íl - 3. m
aí
frá 38.490 kr.Þú sparar allt að26.500 kr.á mann- allt að 53.000 kr. m.v. aðtveir ferðist saman *
Búdapest
Tvær frábærar ferðahelgar
– sumardagurinn fyrsti og 1. maí
Áskr. verð Alm. verð Þú sparar
frá allt að allt að
Flugsæti báðar leiðir með sköttum 38.490 64.990 26.500
Hotel Ibis Váci út *** 57.900 79.990 22.090
Hotel Mercure Duna *** 59.900 86.100 26.200
Hotel Mercure Metropol **** 66.200 87.100 20.900
Hotel Mercure Museum **** 66.700 91.700 25.000
Hotel Mercure Korona **** 69.700 92.700 23.000
Hotel Radisson SAS Beke ****+ 73.990 92.700 18.710
Innifalið: Flug, skattar, gisting í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur og íslensk fararstjórn. Ath. í brottförinni
30. apríl kostar gisting á eftirfarandi hótelum kr. 3.600 aukalega: Mercure Duna, Mercure Metropol,
Mercure Museum og Mercure Korona.
Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar, en þær kosta kr. 2.400 báðar leiðir. Verð er netverð á mann.
Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 28. feb. til Heimsferða,
Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra.
Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is
Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði á þessu sértilboði.
Verð getur hækkað án fyrirvara.
Ótrúlega hagstætt verðlag í Búdapest!
Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður
áskrifendum sínum frábært tilboð í tvær þriggja
nátta helgarferðir í beinu flugi til Búdapest 23.
og 30. apríl. Þetta er frábær tími í Búdapest,
vorið allsráðandi og borgin öll í blóma og skartar
sínu fegursta. Frábærir gistivalkostir í boði.
Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu
enda er hér að finna hið gamla menningarhjarta
Evrópu sem státaði af því besta í menningu,
listum og húsagerðarlist. Borgin er staðsett á
einstökum stað við Dóná sem rennur í gegnum
borgina miðja og skiptir henni í tvo hluta; Búda
sem er byggð í hlíð vestan megin við ána og er
eldri hluti borgarinnar og hinsvegar Pest. Í boði
eru spennandi kynnisferðir um borgina með
fararstjórum Heimsferða. Verðlag í Búdapest er
ótrúlega hagstætt. Forintan gjaldmiðill þeirra
Ungverja hefur mátt þola skakkaföll undanfarið
og því er ótrúlega ódýrt að gera vel við sig í mat
og drykk á meðan þú nýtur lífsins í Búdapest.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
3
70
3
2