Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 6. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 63. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Fermingar- blaðið fylgir Morgunblaðinu í dag LEIKLISTARDEILD LHÍ ÓHEFÐBUNDIN UPPSETN- ING ÞRETTÁNDAKVÖLDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Námskeið og stuðningur fyrir alla Morgunblaðið/Árni Sæberg Skattborgarar Skattar eru verð op- inberrar þjónustu, að sögn Indriða. SKATTAHÆKKANIR eru óhjá- kvæmilegar og einhver hluti þeirra verður varanlegur, sagði Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu, á fundi samfylk- ingarfólks á Hótel Borg í gærkvöldi. Skattkerfið geti ekki óbreytt staðið undir sameiginlegum útgjöldum þjóðarinnar. Stefán Ólafsson, pró- fessor í félagsfræði við HÍ, talaði einnig á fundinum og sagði óráðshjal að skattar yrðu ekki hækkaðir. Stefán lagði jafnframt til að vaxtabætur yrðu að minnsta kosti tvöfaldaðar „til að ná til þeirra hópa sem eru í mestu erfiðleikunum, með sem minnstum tilkostnaði“. Stefán sagði að árið 1994 hefði fólk fengið 25% niðurgreiðslu á vaxtakostnaði sínum, en 2007 hefði það hlutfall verið orðið 13%. Með tvöföldun bót- anna nálgist menn þann styrk sem var í vaxtabótakerfinu fyrir um tíu árum. | 2 Hækki skatta og tvöfaldi vaxtabætur Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÍSLANDSBANKI hyggst bjóða viðskiptavinum sínum sem tóku húsnæðislán í erlendri mynt upp á nýtt afborgunarúrræði, sem hægt verður að sækja um þegar í næstu viku. Um er að ræða eins konar greiðslujöfnun sem gengur út frá afborgunarbyrði eins og hún var á lánunum 1. maí 2008. Munurinn á greiðslunum og því sem viðskipta- vinurinn ætti að greiða bætist aft- an við lánið og lengir þannig láns- tímann. Hugmyndin er að upphæð afborgana þróist svo í takt við svo- kallaða greiðslujöfnunarvísitölu í stað hefðbundinnar neysluvísitölu. Munurinn á greiðslubyrðinni er um 10% um þessar mundir, eftir því við hvora vísitöluna er miðað. Áætlað er að munurinn verði enn meiri eftir því sem á árið líður. Annað úrræði sem er komið mun skemmra á veg gengur út á að búið verði til svokallað skugga- lán, sem miðast við að húsnæð- islánið hafi á sínum tíma verið inn- lent verðtryggt lán. Greiðandinn borgar þá samkvæmt skuggalán- inu en þegar höfuðstólar lánanna tveggja mætast er raunverulega lánið, þ.e. hið erlenda, greitt upp með nýju innlendu láni. Ný lausn erlendra lána  Lækkar greiðslubyrði erlendra hús- næðislána töluvert án niðurfellingar skulda Í HNOTSKURN » Verði gengisþróun hag-stæð á næstu árum gæti svo farið að greiðslujöfnunarlánin lengdust ekki í tíma heldur þvert á móti greiddust fyrr upp en upphaflega var áætlað. » Úrræðinu er ætlað aðkoma í stað almennrar frystingar erlendra lána en sér- tæk úrræði verða áfram í boði.  Úrræði | 8 FIMMTÍU manna sveit frá danska flughernum kom til Íslands í fyrradag og sinnir loftrýmiseftirliti hér frá og með næsta mánudegi. Fjórar orr- ustuþotur eru notaðar við verkefnið, sem stendur fram í apríl. Eftirlitið felst í því að fljúga til móts við og fylgja óauðkenndum loftförum sem koma í námunda við landið. Auk þess stunda Danirnir æfingaflug yfir sjó og hugsanlega lágflug yfir hálendinu, að sögn Friðriks Jónssonar, upplýs- ingafulltrúa Varnarmálastofnunar, sem er hér lengst til hægri ásamt nokkrum dönskum hermönnum á Vellinum í gær. onundur@mbl.is Dönsku orrustuþoturnar mættar til eftirlits Morgunblaðið/RAX  Í nýjustu verðkönnun ASÍ í lág- verðsverslunum er aðeins einnar krónu munur á lægsta og næst- lægsta verði á átján vörutegundum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, segir þetta ekki sjálfkrafa merki um brot á sam- keppnislögum, það fari eftir atvik- um hverju sinni. Hins vegar hafi stofnunin í fyrra gert könnun sem sýndi lítið verðbil á vörum sem verðmerktar eru hjá birgjum, fyrir smásöluna. Nú er í athugun hvort slíkar forverðmerkingar séu sam- keppnishamlandi. »20 Einnar krónu verðmunur  Katrín Jóns- dóttir, fyrirliði kvennalandsliðs- ins í fótbolta, leikur sinn 80. landsleik í dag gegn Bandaríkj- unum og er það met. Katrín er bjartsýn þrátt fyrir að Bandaríkin séu í efsta sæti heimslistans og ríkjandi ólympíu- meistarar. „Við stefnum á sigur og það þýðir ekkert að bera of mikla virðingu fyrir þeim.“ »Íþróttir Ísland stefnir á sigur gegn Bandaríkjunum  VÍSBENDINGAR eru um að loðnuvertíðin næsta vetur, janúar- marz 2010, verði léleg eins og ver- tíðin í ár. Hins vegar er mun betra útlit fyrir vertíðina árið 2011 miðað við mergð seiða og mikla útbreiðslu þeirra. Fiskifræðingar eru þó áhyggjufullir vegna þess hve lítið af loðnu virðist hafa komið til hrygningar nú á síðustu vikum. Útflutningsverðmæti loðnu- afurða hefur verið á bilinu 6-10 milljarðar síðustu fimm ár, en fór yfir 20 milljarða árið 2002. »22 Útlit fyrir lélega loðnu- vertíð aftur næsta vetur PRÓFESSOR í lögfræði við Copen- hagen Business School, Finn Øst- rup, telur lán Roskilde Bank til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum vera lögbrot. Hélt hann þessu fram í dönskum sjónvarps- þætti í vikunni um gjaldþrot bank- ans. Í samtali við Morgunblaðið seg- ist Østrup líta svo á að lánin gangi gegn danskri löggjöf. Löggjöf um þetta hér á landi er óskýr en mörg dæmi eru um að lánað hafi verið fyr- ir kaupum á hlutabréfum í íslensk- um bönkum. | 13 Ólögleg lánveiting?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.