Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 BREYTING á kosningalögum sem tók gildi í gær gerir íslenskum rík- isborgurum sem búsettir hafa verið erlendis í meira en átta ár, kleift að kjósa í alþingiskosningunum 25. apríl nk., þó þeir hafi ekki sótt um að verða teknir inn á kjörskrá fyrir 1. desember sl. Sæki þeir um til þjóðskrár í síðasta lagi 25. mars nk. geta þeir kosið í kosningunum ef umsókn þeirra reynist fullnægj- andi. Ef umsókn berst þjóðskrá eft- ir að fresturinn er runninn út verð- ur viðkomandi ekki tekinn á kjörskrá í vor. Þeir sem sendu um- sókn til þjóðskrár eftir 1. desember sl. og til dagsins í dag þurfa ekki að sækja sérstaklega um aftur. Umsóknareyðublöð er að finna á vef þjóðskrár á slóðinni www.thjodskra.is/eydublod/ kjorskra. Íslendingar í út- löndum geta kosið DAGANA 8.-22. mars nk. verður sett upp sýning um sjálfbæra þróun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin er byggð á hugmyndum Jarðarsátt- málans sem saminn var af nefnd Sameinuðu þjóðanna. Opið er kl. 13-19 virka daga og 12-18 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Sýning í Ráðhúsinu Í DAG, föstudag, verður opnuð timburmiðstöð í verslun Húsasmiðj- unnar í Grafarholti. Unnið hefur verið að því að færa þjónustuna, sem áður var í verslun Húsasmiðj- unnar í Súðarvogi, í opið og að- gengilegra rými í Grafarholtinu. Í tilkynningu segir að með breyting- unum verði til stærsta bygging- arvöru-, timbur- og garðverslun landsins. Morgunblaðið/Þorkell Ný timburmiðstöð Á MORGUN, laugardag verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands. Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Nýbúar eru sérstaklega hvattir til að mæta á þjóðbúningi síns heimalands. Viðburðurinn hefst kl. 15 og er ókeypis inn fyrir þá sem mæta í þjóðbúningi. Þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafninu ICELAND Express mun auka veru- lega framboð á flugsætum til Lund- úna. Frá og með 1. september nk. verður flogið tvisvar á dag til Lund- úna. Brottför Lundúnaflugsins verður kl. 07.00 og kl. 14.20 alla virka daga. En áfram verður bara eitt útflug á dag um helgar. Fyrri heimferð Iceland Express virka daga verður kl. 11.30 og sú síðari kl. 20.00. Fjölgar ferðum STUTT www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stigalyfta Einföld lausn, auðveldar ferðir milli hæða • Þægileg í notkun • Snúningssæti • Fyrirferðarlítil og hljóðlát • Sætið má fella að vegg 100 KRÓNUR Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið var reykt. Lyfjatyggigúmmí: skammtar mega aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Munnsogstöflur: skammtar af 1 mg mega aldrei vera stærri en 30 stykki á dag og af 2 mg mest 15 stykki á dag. Plástrar: skammtar eru einn plástur á sólarhring, hvaða styrkleika skal nota fer eftir því hversu mikið var reykt. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Þeir sem hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 18 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. *Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins karlmennogkrabbamein.is styrkir AF HVERJUM SELDUM PAKKA RENNUR TIL ÁTAKSINS karlmennogkrabbamein.is* ® Á NÝLEGUM aðalfundi Ung- mennafélagsins Tindastóls á Sauðár- króki var ritað undir styrktarsamn- ing félagsins og Sparisjóðs Skagafjarðar. Um er að ræða samn- ing til þriggja ára þar sem sparisjóð- urinn leggur fram 1,5 milljónir króna á ári í styrki til Tindastóls, aðallega til barna- og unglingastarfs. Sparisjóðurinn hefur verið öflugur stuðningsaðili íþrótta- og menning- arstarfs í Skagafirði en þetta er stærsti einstaki styrktarsamningur sem sjóðurinn hefur gert, eða sam- tals upp á 4,5 milljónir á þeim þrem- ur árum sem samningurinn nær yfir. Sparisjóður Skagafjarðar semur við Tindastól Styrkur Gunnar Þór Gestsson, for- maður Tindastóls, og Kristján B. Snorrason undirrita samninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.