Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 Elsku stubburinn okkar. Þú komst inn í okkar líf og breyttir því á svo yndislegan hátt. Þú gafst lífi okkar nýjan tilgang. Við elskuðum þig um leið og þú varðst til og enn meira með hverjum deginum. Þegar þú komst í heiminn vorum við svo stolt, litli fallegi strákurinn okkar. Þegar þú brostir í fyrsta sinn til okkar þá ljómaði allt. Þegar þú hlóst í fyrsta sinn þá varð allt miklu betra. Þegar þú tókst þín fyrstu skref urð- um við svo stolt. Þegar þú sagðir mamma og pabbi í fyrsta sinn voru það fallegustu orð sem við höfðum heyrt. Þú varst yndislegur. Við gætum skrifað heila bók um öll þín prakkarastrik og allar sögurnar sem við eigum. Alltaf þegar pabbi kom heim af sjónum vildirðu ein- göngu mömmu. Svo eftir smátíma varstu búinn að gleyma mömmu og sást ekkert annað en pabba. Þú varst svo yndislegur á þennan hátt. Þú vildir alltaf vera nálægt okkur en gleymdir aldrei hinum sem voru í kring. Þú fórst og kysstir afa og ömm- Einar Logi Arnarsson ✝ Einar Logi Arn-arsson fæddist 10. september 2007. Hann andaðist 26. febrúar síðastliðinn. Móðir hans er Hildi- gunnur Jónasdóttir. Foreldrar hennar eru Jónas Jónasson og Kristín Kristófers- dóttir. Faðir Einars Loga er Arnar Logi Kristinsson. For- eldrar hans eru Díana Vera Jónsdóttir og Kristinn Svansson sem er látinn. Einar Logi verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 13. ur þínar, hlóst með þeim og að þeim, sýnd- ir þeim allt mögulegt og hljópst svo aftur í fangið á okkur. Það er sárt að vita að við fáum aldrei að faðma þig aftur, kyssa þig aftur, kitla þig aft- ur, heyra þig hlæja, gráta, öskra, heyra þig vakna á morgnana og heyra þig sofna á kvöldin. Við hefðum viljað fá að kveðja þig almennilega en okkur hlýnar um hjartaræturnar að vita að þú sért hjá Kidda afa, Þórkötlu frænku og Bola. Þú ert að grínast í þeim fyrir ofan og fylgist með okkur hérna niðri og brosir. Við munum ávallt elska þig og sakna þín. Þú varst ljósið í lífi okkar og þökkum við þér fyrir þennan stutta en yndislega tíma sem þú gafst okkur. Knús og kossar, ástin okkar. Mamma og pabbi. Einar Logi, afa- og ömmustrákur- inn okkar. Mikið óskaplega er sárt að þú sért farinn frá okkur, ólýsanlegt tómarúm. Tilhugsunin að þú komir ekki aftur í Heiðarselið er gríðarlega sár. Minningarnar um þig, Einar minn, eru margar og skemmtilegar, þó að þú hafir átt stutta ævi. Mikið var amma Stína glöð í hjartanu þegar hún var viðstödd fæðinguna þína. Allt gekk vel og englarnir vöktu yfir þér. Afi Jónas var stoltur afi, loksins kom- inn strákur í ættina í öllu kvennaveld- inu sem hægt væri síðar meir að spila fótbolta með og taka með í veiðiferð- irnar. Það mynduðust fljótt sterk tengsl milli Jónasar afa og Einars Loga. Þeir voru miklir vinir og stráksi lyftist allur upp þegar afi Jónas birt- ist. Það er ekki frá því að amma Stína hafi stundum verið pínulítið öfund- sjúk. Einar Logi var draumabarn, svaf eins og engill á næturnar og mik- ill orkubolti á daginn. Þú vildir að vísu ekki sofa mikið á daginn og við segj- um í dag að þú hafir ekki haft tíma í það, þú þurftir, Einar minn, að nýta tímann vel. Svo varstu mikill matmað- ur. Það var bara skemmtun að gefa þér að borða. Maður mátti hafa sig allan við að moka upp í þig. Það hafa verið forréttindi að fá að fylgjast með þér vaxa og þroskast á þessari stuttu ævi. Þú skildir svo margt. Þegar þú varst að stelast í símann hennar ömmu og svo þegar amma Stína birtist þá komstu hlaup- andi með símann og réttir henni. Á sprengidaginn varstu að hjálpa ömmu í eldhúsinu, svo duglegur drengur. Það að dunda með þér í dótinu og þá sérstaklega litlu hljóð- færunum sem Þorbjörg frænka átti, voru dýrmætar og ánægjulegar stundir. Við erum ákaflega glöð og þakklát fyrir síðustu dagana sem við áttum með þér. Bolluveislan hjá mömmu þinni þar sem flestir gátu mætt og áttu góða stund með þér. Þú varst mikill gleðipinni og fannst svo gaman að hafa fólk í kringum þig. Á sprengidaginn hjá langömmu í Stóragerðinu. Þér þótti saltkjötið gott og gekkst á milli á eftir og fékkst ís hjá öllum. Það var eins og þú væri að þakka öllum fyrir samveruna, elsku strákurinn okkar. Þú áttir stutta en gæfuríka ævi. Þú áttir góða foreldra og mamma þín var einstök við þig. Þið voruð eins og eitt. Jæja litli kúturinn okkar eins og við kölluðum þig svo oft. Afi og amma í Heiðarseli kveðja þig í bili og sjáumst seinna á öðrum stað. Þar fáum við að hlæja, gráta og faðmast. Guð blessi þig litli gullmoli. Elsku Hildigunnur og Arnar, mikið er á ykkur lagt, ungu foreldrar, og sársaukinn ólýsanlegur. Við gerum allt til að styðja ykkur. Afi og amma í Heiðarseli, Kristín og Jónas. Úr ljósi lífsins í ljósið hjá Kristni afa fór litli hnokkinn minn. Þar tók afi þig í fangið og hjálpaði þér fyrstu skrefin ásamt Einari frænda og Þórkötlu frænku, elsku litli strákurinn minn. Við á Kristnibrautinni söknum þín al- veg óskaplega mikið og elskum þig. Einstakt augnablik var brosið þitt bjarta. Smáar hendur héldu hjörtum okkar föngnum og fyrsti hláturinn fannst okkur það yndislegasta sem fyrir okkur gat komið. Litli stúturinn sem þú settir á munninn þegar við máttum fá koss var himneskur. Alltaf varstu í stuði og við stöppuðum saman af gleði þegar þú komst til ömmu Veru í heimsókn á Kristnibraut. Það var svo gaman þegar þú pikkaðir í Mikael og faldir þig svo til að leika og hlaupa um. Litlu fæturnir tifuðu yfir gólfið hjá ömmu og sögðu henni að litli ljósgeisl- inn væri kominn í heimsókn svo kom pabbi og eða mamma á eftir. Einar Geir kom upp til að sjá litla krúttið nafna sinn. Þú varst svo flottur í súp- ermanngallanum með skikkjuna á öskudaginn þegar þú komst í vinnuna til ömmu, hljópst um allt og skoðaðir eins og þú varst vanur. Elsku Arnar Logi og Hildigunnur. Ekkert í heiminum jafnast á við að sjá barnið sitt í fyrsta sinn. Fætt í ást fætt til að elska. Þið elskið það heitar og heitar. Það er þannig að ykkur finnst allan tímann að þið getið ekki elskað barnið heitar en núna því ástin gagntekur ykkur og þið elskið meira en mögulegt er en samt er það þannig að á morgun elskið þið barnið enn heitar. Og ekkert getur breytt því. Núna elskið þið Einar Loga meira hvern dag og umfaðmið hann í minn- ingunni. Megi góður guð hjálpa ykkur í þessari miklu sorg sem þið svo ungir foreldrar þurfið að bera. En þið eruð búin að vera svo dugleg og sterk og við þökkum ykkur fyrir þennan litla dásamlega dreng sem við fengum að kynnast þó að ævi hans hafi verið stutt. Amma Vera og Mikael. Elsku litla barn. Við þökkum þér fyrir góðar minningar sem við nutum með þér. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingrímur Thorsteinsson.) Guð geymi þig. Langamma og langafi í Stóragerði, Þorbjörg og Kristófer. Hjartans kveðja Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi Guð að geyma gullfagra barnið mitt. (Þýð. Benedikt Gröndal.) Langamma og langafi, Sigríður og Jón Geir. Elsku Einar Logi, þú varst besti frændi í heimi. Mér finnst skrítið að þú sért farinn frá okkur og komir aldrei aftur. En ég veit að þú ert á himnum að leika við Bola og Þór- kötlu systur. Þú varst skemmtilegur strákur. Manstu hvað okkur þótti gaman að hlaupa kringum eyjuna í eldhúsinu, hring eftir hring? Einnig Elsku Einar Logi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja, Einar Geir og synir. HINSTA KVEÐJA ✝ Stefán SteinarTryggvason fæddist í Sæborg í Glerárþorpi, Ak- ureyri, 29. mars 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Snorru Stefánsdóttur og Valdimars Tryggva Ólafssonar vélstjóra. Systir Stefáns er Ólöf, f. 20.10. 1933. Stefán ólst upp hjá foreldrum sín- um til 5 ára aldurs en þá fórst faðir hans með Þórkatli Mána frá Ólafs- firði. Þá var hann sendur til móð- urforeldra sinna, Steinunnar og Stefáns og móðurbræðranna Hall- 2) Tryggvi, f. 1960, maki Þor- björg Jóhannsdóttir, þau skildu. Synir þeirra eru Stefán Geir, f. 1985, og Rannar Carl, f. 1989. Dóttir Tryggva og Estridar Þor- valdsdóttur er Elísabet Estrid, f. 2004. 3) Sigríður Halla, f. 1968, maki Guðni Hólm, f. 1968. Börn þeirra eru Stefán Hólm, f. 1998, og Hrafnhildur Hólm, f. 2002. Stefán vann ýmis störf framan af ævi, fyrst í sveit, þá við síld- arvinnslu, á bátum og togurum frá Akureyri og Vestmannaeyjum. Eftir að hann fluttist til Reykja- víkur gekk hann til liðs við Lög- regluna í Reykjavík og starfaði þar í 44 ár fyrst sem óbreyttur lögregluþjónn en sem varðstjóri síðustu starfsár sín. Meðfram lög- reglustörfum starfaði hann sem ökukennari í 42 ár, sem leigubíl- stjóri í afleysingum og við dyra- vörslu á skemmtistöðum borg- arinnar. Hann var meðlimur í Oddfellowstúkunni Þormóði goða. Útför Stefáns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. gríms, Guðmundar og Jóns. Sextán ára fluttist Stefán svo til móður sinnar og stjúpa Karls Að- alsteinssonar. Stefán kvæntist í Akureyrarkirkju 21.1. 1955 Rannveigu Kristjánsdóttur frá Bolungarvík. For- eldrar hennar voru Rannveig Ásgeirs- dóttir og Kristján Jó- hannesson matsveinn. Börn þeirra eru: 1) Rannveig Kristín, f. 1956, maki Ögmundur Gunnarsson, f. 1954. Börn þeirra eru a) Sóley, f. 1980, b) Auður, f. 1985, sonur hennar og Óðins Árnasonar er Arnór Ingi, f. 2005, og c) Ásgeir, f. 1989. Mig langar að minnast hans pabba. Þegar hugurinn leitar til baka dettur mér strax í hug sú minn- ing þegar ég var lítil og fór með mömmu í bæinn og sá pabba standa á gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis með hvíta kylfu og með hvíta hanska að stjórna umferð- inni. Mér fannst hann náttúrulega bara flottur, eins stór og stæðilegur og hann var. Eins var mikið sport að heimsækja hann á gömlu stöðina og fylgjast með vaktfélögunum á B- vakt tefla þegar þeir voru inni við og ekki spillti fyrir ef skápurinn góði var opnaður og maður fékk appelsín og prins póló. Pabbi var ólatasti og greiðviknasti maður sem ég þekki. Það var sama hvenær hann var beðinn um viðvik, alltaf stökk hann til. Ég og fleiri nut- um góðs af þessu, því hann var að skutla og sækja hvenær sem var og skipti þá ekki máli þótt hann væri ný- sofnaður eftir vakt. Eins var ekkert mál að fá lánaðan bílinn og skipti þá engu máli þó um glænýjan bíl væri að ræða. Alltaf var mér treyst enda hafði hann sjálfur lagt grunninn að aksturslagi mínu og annarra í hópi vina og fjölskyldu með því að kenna okkur á bíl. Ósjaldan gat hann rakið ferðir mínar á bílnum þar sem „allar“ löggurnar þekktu bílnúmerið R-757, þannig að það var eins gott að haga sér í umferðinni. Ekki var mikið ferðast þegar ég var yngri þar sem pabbi vann mikið. Þó var alltaf farið til ömmu og afa á Akureyri á hverju sumri. Þegar við nálguðumst Akureyri notaði pabbi alltaf sama brandarann sem var að við krakkarnir ættum að halda okk- ur fast, fast, fast, því nú kæmi stór hola í veginn og þegar við vorum komin með hvíta hnúa af því að halda okkur í sætin birtist Akureyri hand- an við hæð og alltaf hló hann jafn mikið yfir að hafa platað okkur enn einu sinni. Já, það er margs að minnast eftir rúm 50 ár sem við höfum átt samleið, feðginin. Ég þakka pabba samfylgd- ina og stuðninginn í gegnum árin, megi hann hvíla í friði. Rannveig (Veiga.) Elsku besti pabbi minn. Eins og þú veist hef ég aldrei verið mikið fyrir að skrifa en við þessa kveðjustund get ég ekki látið hjá líða að skrifa nokkr- ar minningar um okkur. Mínar fyrstu minningar eru frá því að ég var lítil stolt fjögurra ára stelpa sem fékk að leiða lögreglumann í einkennisbún- ingi með hvíta hanska. Þessi stóri myndarlegi maður var að sjálfsögðu pabbi minn sem fór fyrir 17. júní skrúðgöngunni í Laugarneshverfinu. Ég á enn í dag hvítu hanskana sem ég var með þennan dag og geymi þá eins og fjársjóð því í þeim er minningin bundin við þennan dag sem við geng- um saman. Lífsstarf þitt var í lögreglunni. Þegar ég var barn fékk ég oft að sitja hjá þér í löggubílnum á leið í skólann og þótti mér það auðvitað flott. Heim- sóknir mínar til þín á löggustöðinna voru margar. Á þessum árum þótti ekkert mál að við krakkarnir kæmum í heimsókn á Hverfisgötuna. En svo breyttist þetta allt á unglingsárum og þú skildir það svo vel að það passaði ekki lengur að vera keyrður um á löggubílnum. Þú varst líka ökukenn- ari og sinntir því starfi jafnvel og lög- reglustörfunum. Í hvert skipti sem við vorum saman í bíl fékk ég einka- kennslu og farið var í hvert smáatriði umferðarlaganna. Þegar ég fékk svo heimilisbílinn lánaðan vissir þú alltaf nákvæmlega hvar ég hafði verið og hvenær. Þú varst aldrei nískur á bílana þína og treystir mér fyrir þeim þó að kraftmiklir væru og því erfitt að fylgja löglegum hraða. Ef ég fór yfir leyfilegan hámarkshraða vissir þú allt um það því allir þekktu R-757. Umhyggjusemi þín og væntum- þykja var aldrei þreytandi, því ég fann alltaf þessa yndislegu væntum- þykju og hlýju frá þér enda alltaf ver- ið mikil pabbastelpa. Þú varst alltaf hrifinn af hestum og hestamennskan var hluti af lífi okkar. Ég man eftir okkur saman í hestunum fyrst í Laugardalnum og reiðtúrarnir sem við fórum saman í Efri-Fák eru mér ógleymanlegir. Þegar þú hættir að ríða út fylgdir þú mér vel eftir og enn kom í ljós þessi endalausa greiðvirkni og hjálpsemi sem þú varst gæddur. Þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða mig og skutlast þetta fram og til baka svo að ég gæti haldið hesta og riðið út. Það er þér að þakka að ég er enn í hestum. Hestamennskan varð líka stór örlagavaldur í lífi mínu því þar kynntist ég eiginmanni mínum, hon- um Guðna. Þú tókst Guðna opnum örmum og þeirri stundu gleymi ég aldrei þegar þú leiddir mig inn kirkjugólfið á brúðkaupsdeginum mínum. Stundum er gert grín að því að það eru til fleiri myndir af okkur saman á þessum degi en brúðhjón- unum sjálfum. Þú varst alltaf á vakt- inni yfir lífi mínu og síðar fjölskyldu minnar. Þú varst stoð mín og stytta í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og alltaf hægt að leita til þín enda ætíð nærgætinn og greiðvikinn. Þú varst mér yndislegur faðir og börn- um mínum góður afi. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín sárt. Sigríður Halla. Elsku afi sem var mér svo kær allt- af svo góður við mig. Ég á eftir að sakna þín mikið. Fyrsta veiðiferðin mín var með þér og því gleymi ég ekki. Við fórum að veiða í Reynis- vatni. Engin mokveiði bara einn fisk- ur. Ég varð ekkert smáglaður þegar þú gafst mér allt veiðidótið þitt. Það ætla ég að passa vel. Ég er stoltur af að bera nafn þitt. Þig geymi ég alltaf í hjarta mínu. Þinn nafni, Stefán Hólm. Í dag kveðjum við afa okkar, Stef- án Steinar Tryggvason. Þegar við hugsum til afa koma margar minn- ingar upp í hugann og við eigum öll okkar eigin minningar. Sóley minnist ökutímanna hjá afa, Auður minnist þess þegar afi kom á löggubílnum að ná í hana á leikskólann og allir krakk- arnir fylgdust spenntir með og Ás- geir minnist veiðiferðanna með afa og Rannari. Saman minnumst við mat- arboðanna heima hjá ömmu og afa þar sem öll fjölskyldan kom saman, þá ber helst að nefna hangikjöt og laufabrauð á jóladag. Okkur þótti alltaf mjög gaman að fá að fara í bílferð með afa. Í aftur- sætinu var lítil lúga þar sem maður gat teygt höndina inn í skottið og ef maður var heppinn þá rúllaði appels- ínflaska framhjá sem hægt var að grípa. Það var líka alltaf jafn gaman að heimsækja afa á lögreglustöðina þar sem við fengum kakómalt og máttum hugsanlega eiga von um far heim í löggubíl. Elsku afi, við þökkum allar sam- verustundirnar og við kveðjum þig með þessum ljóðlínum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Sóley, Auður og Ásgeir. Stefán Steinar Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.