Morgunblaðið - 06.03.2009, Page 6

Morgunblaðið - 06.03.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 E N N E M M /S ÍA /N M 36 59 9 Aðgerðaáætlun Símans fyrir fólkið og fyrirtækin! Síminn kynnir þrjár nýjar leiðir í GSM Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÁSTA R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, og Nancy Allan, ráðherra atvinnu- og innflytj- endamála í Manitoba, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að greiða fyr- ir atvinnumöguleikum Íslendinga í Manitoba í Kanada. Samkomulagið skapar grundvöll fyrir samvinnu um að bjóða faglærð- um Íslendingum atvinnu tímabundið þar vestra. Það er gert að frumkvæði stjórnvalda í Manitoba. Von er á sendinefnd kanadískra embættis- manna til að ganga frá nánari út- færslu verkefnisins. Haldinn verður kynningarfundur 13. mars í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, um atvinnutækifæri í Kanada, eink- um í Manitoba. Kanadískir atvinnurekendur munu láta stjórnvöld sín vita vilji þeir ráða fólk héðan í vinnu. Þeir hér á landi sem vilja athuga með vinnu í Mani- toba þurfa að láta Vinnumálastofnun vita. Íslendingar, sem fá tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba, verða sjúkra- tryggðir frá fyrsta degi líkt og fjöl- skyldur þeirra, börnum þeirra stend- ur til boða að sækja skóla og mökum verða tryggð atvinnuleyfi. Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sagði að sér þætti ákaflega vænt um þann vin- arhug sem Kanadamenn sýna með þessu framtaki. „Ég geri mér fulla grein fyrir að samkomulag sem þetta kann að vekja blendnar tilfinningar. Það er alltaf slæmt að horfa á eftir hæfu fólki úr landi,“ sagði Ásta. Hún sagði að eftir að hafa hugleitt þetta tilboð í ljósi at- vinnuástandsins hér hafi hún talið það skyldu sína að greiða fyrir sam- komulaginu. Ásta kvaðst vona að þeir sem ákveði að freista gæfunnar í Manitoba snúi aftur reynslunni ríkari þegar betur ári hér á landi. Hún hvatti þá sem hafa hug á að skoða þetta tækifæri að kynna sér vel allar aðstæður í Manitoba. Ásta sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikilvægt væri fyrir fólk að huga að réttindum sínum. „Þeir sem hafa áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta geta geymt réttinn í tvö ár. Þeir gætu því farið utan og starfað tímabundið en geymt réttinn hér,“ sagði Ásta. Hvað varðar sjúkra- tryggingarkerfið sagði Ásta að ekki hafi verið gengið frá því að fólk gangi aftur beint inn í það eftir meira en sex mánaða dvöl í Kanada. Hins vegar geti það keypt sér tryggingu sam- bærilega við almannatryggingar fyrir 70.000 kr. á meðan það sé að komast aftur inn í sjúkratryggingakerfið. Minnti á sterk tengsl við Ísland „Ekkert land í heiminum er tengt Manitoba sterkari böndum en Ís- land,“ sagði Nancy Allan, ráðherra atvinnu- og innflytjendamála í Mani- toba. Þar býr stærsti hópur afkom- enda Íslendinga utan Íslands. Allan sagði að viljayfirlýsingin væri fyrsta skref til að gera sérhæfðu íslensku starfsfólki kleift að nýta sér atvinnu- tækifæri sem bjóðast í Manitoba. „Tímabundin atvinna gefur ís- lenskum starfsmönnum tækifæri til að gegna mikilvægu starfi og ef til vill að bæta við þekkingu sína og snúa svo aftur til Íslands ef þeir kjósa svo,“ sagði Allan. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að m.a. væri leitað eftir fólki úr byggingariðnaði. Í Manitoba er nú mikil uppbygging. Einnig væri þörf fyrir tæknimenntað fólk, úr upp- lýsingatækni og þekkingu á sviði orkumála. Allan er einnig ráðherra innflytj- endamála. Hún sagði að Íslendingar myndu koma til Manitoba til tíma- bundinna starfa. Ef þeim byðist framtíðarvinna eftir að hafa dvalið í þar í sex mánuði gætu þeir sótt um atvinnuleyfi til frambúðar. Flóknara er að sækja um kanadískan ríkis- borgararétt. Íslendingum býðst vinna tímabundið í Manitoba  Þörf er fyrir sérhæft starfsfólk á ýmsum sviðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinna í Kanada Ásta R. Jóhannesdóttir og Nancy Allan undirrituðu sam- komulag um samvinnu Íslands og Manitoba í Þjóðmenningarhúsinu í gær. UM tugur skipa var í gær við veiðar á gulldeplu djúpt suður af Vest- mannaeyjum eða um 200 mílur. Gylfi Viðar Guðmundsson skipstjóri á Hugin VE sagði að þokkalega hefði aflast í vikunni, 100 – 200 tonn á dag. Lóðningar hefðu þó verið misjafnar og sömuleiðis veðrið. Þeir á Hugin voru í gær komnir með rúmlega 500 tonn á fjórum dögum. „Við höfum verið að elta gulldepl- una sunnar og sunnar og hún virðist á hraðri suðurleið,“ sagði Gylfi. Hann áætlaði að halda heim á leið í gærkvöldi, en um 15 tíma stím er af miðunum til Eyja. Gylfi sagði líklegt að þeir héldu fljótlega á kolmunna- veiðar. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Íslands var í gær búið að landa 35.500 tonnum af gulldeplu frá áramótum. Langmestu hafði verið landað í Vestmannaeyjum, eða 17.360 tonnum, 7.400 í Keflavík og rúmlega 5 þúsund tonnum á Akra- nesi. Enn er svipast um eftir mögulegri vestangöngu loðnu. aij@mbl.is Elta depl- una sunnar og sunnar Huginn VE Mestu af gulldeplu hefur verið landað í Vestmannaeyjum. Huginsmenn fara fljótlega á kolmunna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.