Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 45
HINN 29 ára gamli rokkari Pete Doherty vill losna undan viðj- um eiturlyfjanna. Pete segist hafa verið edrú í rúma tvo mánuði og vill nú ná sáttum við föður sinn sem fyrst. Faðir hans hefur hingað til neit- að að hitta soninn á meðan hann er undir áhrifum eiturlyfja. ,,Ég hef verið laus við sterku efnin síðustu tvo mánuðina og ég ætla ekki að ljúga að ykkur, það er erfitt. En mig langar að sanna fyrir pabba að ég geti þetta,“ segir Pete. ,,Ég vil geta horft í augu pabba án þess að hann verði vonsvikinn.“ Faðir hans hefur skipulagt eitur- efnapróf fyrir Pete í lok mánaðar- ins. Ef hann reynist laus undan viðj- um fíkniefna þá hefur faðir hans samþykkt að hitta hann á veitinga- húsi í Brighton. Faðir Pete Doherty hét því árið 2005 að hann myndi ekki hitta son sinn fyrr en hann væri hættur í fíkniefnum. ,,Við pabbi eru eins og ókunnugir menn, á meðan ég er enn í neyslu þá lítur hann ekki á mig sem son sinn. En ég tala við mömmu á leynifundum.“ Saknar pabba síns Pete Doherty MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó 600 kr. fyrir b örn 750 kr. fyrir f ullorðna Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem sviptir hulunni af samskiptum kynjanna SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem sviptir hulunni af samskiptum kynjanna Bleiki pardusinn er mættur aftur í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! SÝND Í SMÁRABÍÓI He’s just not that into you kl. 5:15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára The Pink Panther 2 kl. 4 - 6 DIGITAL LEYFÐ Viltu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Marley & Me kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Marley & Me kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS The International kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Ævintýri Despereaux ísl. tal kl. 3:40 LEYFÐ Skógarstríð 2 m íslensku tali kl. 3:45 Börn 600 kr./Fullorðnir 750 kr. LEYFÐ BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA HANN ER RÓMANTÍSKUR SÝND MEÐ ÍSLE NSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLE NSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLE NSKU TALI Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS 8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN “Sagan af hugprúðu músinni Desperaux er ljúf og lágstemmd og hentar flestum aldurshópum” - S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI “Sagan af hugprúðu músinni Desperaux er ljúf og lágstemmd og hentar flestum aldurshópum” - S.V., MBL Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 Sýnd kl. 3:45 með íslensku tali Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 Tvær vikur á toppnum í U.S.A.! -bara lúxus Sími 553 2075 Frábær gamanmynd með Jennifer Aniston og Owen Wilson ... og hundinum Marley Þau voru í fullkomnu sambandi þangað til einn lítill hlutur komst upp á milli þeirra Sýnd kl. 3:45 með íslensku tali Sýnd kl. 3:45 HANN ELSKAR ATHYGLI LÍTIL MÚS, STÓRIR DRAUMAR 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ spiluðum síðast opinberlega saman í nóvember, þannig að það eru einhverjir fjórir mánuðir síðan,“ segir tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson en hann og Stefán Hilmarsson koma fram á tónleikum í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, kl. 20.30 í kvöld. Aðspurður segir Eyfi þá fé- laga spila frekar óreglulega saman enda komi þeir bara saman þegar andinn kemur yfir þá. „Okkar samstarf er byggt upp allt öðruvísi en annað svona sam- starf. Það byggist mest upp á vin- skap og við leggjum ekkert mjög mikla áherslu á þetta Stebbi og Eyfi dæmi, þótt við séum búnir að spila saman í einhver tuttugu ár. Þetta hefur byggst upp á sameiginlegum áhugamálum eins og skíðum, golfi, góðum rauðvínum og svona,“ segir Eyfi og hlær. „En svo höfum við náttúrlega sameiginlegan áhuga á tónlist og ég held að kveikjan að okkar samstarfi hafi verið aðdáun okkar á Paul Simon.“ Að sögn Eyfa er stöðug eft- irspurn eftir þeim félögum, þótt hún hafi vissulega minnkað eftir að ósköpin dundu yfir í október. „Já, það hefur minnkað eitthvað, en við erum náttúrlega með ákveðinn standard sem menn eru kannski ekki að sækjast eftir í dag. Maður reynir auðvitað að halda sama verð- inu, en það er kannski erfitt í þess- ari tíð,“ segir Eyfi og bætir því við að vissulega sé örlítið erfiðara að lifa af tónlistinni nú en áður. „En neyðin kennir naktri konu að spinna og maður býr sér bara til verkefni. Þannig að þegar eftirspurnin minnkar fer maður bara sjálfur af stað og setur eitthvað upp. Ég á til dæmis eftir að fara um landið með plötuna hennar Bergþóru Árnadótt- ur. Ég geri það bara þegar færðin verður betri.“ Næst á Akureyri Á tónleikunum í kvöld munu þeir Stebbi og Eyfi flytja bæði eigin lög og annarra, en þar á meðal verða lög af plötunni Nokkrar notalegar ábreiður sem kom út árið 2006. Þess má geta að platan fylgir hverj- um seldum aðgöngumiða. Miðasala er í Hafnarborg og í tískuversluninni Respekt. Næstu tónleikar Stebba og Eyfa verða svo á Hótel KEA á Akureyri á skírdag, 9. apríl. Tónlist og góð rauðvín Stebbi og Eyfi halda tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld Notalegir Stebbi og Eyfi munu flytja lög á borð við „Nínu“ og „Góða ferð“ á tónleikunum í Hafnarborg í kvöld. Þar verður án efa afar notaleg stemning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.