Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 ✝ Kristín Ólafsdóttirfæddist á Kleifum í Skötufirði 17. októ- ber 1920. Hún lést á Landspítalanum 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Rögn- valdsdóttir, f. á Svarf- hóli í Súðavíkurhreppi 13.1. 1891, d. 19.10. 1989 og Hálfdán Ólaf- ur Hálfdánsson, f. á Hvítanesi í Ögur- hreppi 4.8. 1891, d. 26.3. 1973. Systkini: Ósk, f. 11.3. 1916, Guðrún, f. 24.9. 1917, d. 13.2. 2009, Einar og Karitas, f. 26.3. 1919, Karitas, lést á fyrsta ári, Rögnvaldur, tvíburabróðir Kristínar, f. 17.10. 1920, d. 3.9. 1964, Lilja og Fjóla, f. 10.6. 1922, Jónatan, f. 24.1. 1925, Helga Svana og Hálfdán, f. 3.8. 1926, Hálfdán d. 19.2. 1999, Halldóra og Haukur, f. 5.6. 1928, María og nad. b.: Kristrós Eir, Ásta Marý og Bjarni Smári. 2) Vilhelm Valgeir Guðbjartsson, f. 8.8. 1948, m. Guðrún Ragnarsd. b.: a) Oddur Þór, m. Anett Blischke, b.: Snæbjörn Rolf og Rich- ard Örn. b) Vilhelm, m. Sólveig H. Benjamínsd. c) Fannar. 3) Ólöf María Guðbjartsd. f. 18.1. 1950, m. Jónas Pétur Sigurðsson, b.: a) Kristín, m. Guðmundur Sigurðsson, b.: Sigurður Pétur og Sindri Már. b) Margrét, m. Karl Grétar Karlsson, b.: Karen Helga, Einar Pétur og Ólöf María. 4) Svanur Guðbjartsson, f. 27.3. 1951, m. Ólöf Magnúsd. b.: a) Katrín Edda, m. Björn F. Björnsson, b.: Kristján Hermann og Björn Kári. b) Sunna Rós, m. Axel Helgason, b.: Svala Rut. c) Birta Ósk, m. Sigfinnur Gunn- arsson, b.: Gunnar og Tinna. d) Bylgja Rún, m. Andri Ö. Arnarson. 5) Þröstur Guðbjartsson, f. 23.10. 1952, m. Patiwat Deepaen. 6) Þríburar, f. 19.9. 1953, létust nýfæddir. 7) Guð- rún Guðbjartsd. f. 24.5. 1955, m. Bjarni Albertsson, b.: a) Guðbjartur Atli, m. Anna Grabowska, b.: Ísak Ingi, Baldur Þór og Jakub. b) Guðjón Páll, c) Auður Erla, d) Kristinn Snær. 8) Unnur Guðbjartsd. f. 7.9. 1956, m. Garðar Benediktsson, b.: a) Hálfdán Ólafur, m. Arndís Pétursd. b.: Kol- brún Lísa, Svava María, Garðar Darri og Arndís Magna. b) Benedikt Ágúst, c) Branddís Jóna, m. Þorvald- ur Ó. Karlsson, b.: Rúnar Karl. d) Guðlaug Björg, m. Jónatan I. Jóns- son. 9) Kristín Þóra Guðbjartsd. f. 28.11. 1960, m. Sigurður S. Jónsson, b.: Stefán Þór. 10) Birna Guðbjartsd. f. 6.4. 1962, m. Sölvi R. Sólbergsson, b.: a) Snævar Sölvi, b) Tómas Rúnar, m. Rebekka Líf Karlsd. c) Bergþór Örn. Kristín var matráðskona alla sína tíð, m.a. á Sælakaffi, Eddu hót- elunum og víðar. Hún flutti til Bol- ungarvíkur 1978 og var matráðs- kona í Frystihúsi Einars Guðfinnssonar. Hún tók þá saman við Hannes Sigurðsson og bjuggu þau saman í 10 ár en Hannes lést 1989. Kristín flutti til Reykjavíkur 1990 í Stangarholt 5 og bjó þar til æviloka. Útför Kristínar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Ólafur Daði, f. 16.1. 1932, Ólafur Daði d. 16.2. 1992, fósturbr. Ármann Leifsson, f. 5.10. 1937, d. 5.5. 2006. Kristín flutti til Bolungarvíkur með foreldrum sínum og systkinum 1930. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1944. Kristín giftist árið 1948 Guðbjarti Þóri Oddssyni húsamálara og bjuggu þau í Bol- ungarvík uns þau fluttu 1961 til Reykjavíkur á Bergstaðastræti 64. Þau skildu 1975. Börn Kristínar eru: 1) Örn Guðjónsson, f. 24.9. 1945, m. Sigurósk Garðarsd. b.: a) Guðjón Páll, f. 1967 d. 1981. b) Garðar Smári, m. Nína Björg Sveinsd. b.: Karen Ösp, Andri Már, Rúnar Páll og Sigurósk Gréta. c) Leó Jarl, m. Sveiney Bjar- Barnsaugu, vöknuð við sólskin og söng á glugga, og síðan tekur við ævin – í dauðans Skugga. Því söm eru allra örlög. Vér fæðumst feig. Hve fyllir oss snemma sú vitneskja hroll- köldum geig. Vér skelfumst það stríð, sem öllum ber hinst að heyja. En hvað er við því að segja, ef dauðinn einn læknar ótta manns við að deyja. (Tómas Guðmundsson.) Já, mannsævin er eins og lindin sem rennur til sjávar, og breiðir úr sér og breytist í saltan sjó. Eins er með tárin sem nú streyma niður kinn- ar mínar, svo sölt eins og sjórinn, og sorgin og einmanaleikinn hellast yfir mig, nú er ég kveð þig, elsku mamma mín. Ég er svo máttlaus og svo varn- arlaus gagnvart þessum tilfinningum. Þó vissi ég hvert stefndi er ég hélt af landi brott í mánaðarfrí til Taílands, nú í byrjun febrúar, en samt var ég ekki tilbúinn að kveðja þig hinstu kveðju. Hvenær er maður tilbúinn til þess? Aldrei! Minningarnar hrannast upp hver af annarri, en þakklæti er mér efst í huga. Þakklætið fyrir allt sem þú gafst mér og gerðir fyrir mig, og studdir mig í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Þakklætið fyrir námsárin mín, leiklistarnámið, sem mér hefði aldrei tekist að klára nema með þínum stuðningi, fjárhagslega sem og andlega. Ég veit að lífið án þín verður und- arlegt og skrítið næstu misserin, en eins og þú sagðir alltaf sjálf, „Þetta grær áður en þú giftir þig.“ Já, ég veit að sárin gróa með tímanum, en sökn- uðurinn eftir hlýju faðmlagi þínu, hverfur aldrei og tómarúmið í hjart- anu verður ekki fyllt. Elsku mamma, nú ertu farin í langa ferðalagið sem við allar mannlegar verur eigum framundan, einhvern tímann, en hvenær við hittumst aftur á leiðarenda, vitum við ekki og er það gott, en þangað til ylja ég mér við all- ar fallegu minningarnar um þig, sem ég geymi í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðju sendir þér unnusti minn, Patiwat í Taílandi, sem þráði svo að hitta þig og fá að kynnast þér, og sem þú einnig þráðir að hitta, en gat ekki orðið í þessu lífi. Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt og hvíl nú í guðs friði í faðmi fjallana fyrir vestan. Þinn sonur, Þröstur. Elsku mamma. Þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman og margs er að minnast. Þú varst lífsglöð kona, svolítið ítölsk, og hafðir gaman af smávegis dufli, glensi og gamni. Það var suðræn sveifla í þér, söngst gjarnan og dans- aðir við gamla ítalska slagara frá Hauki Morthens. Þú varst dugnaðar- forkur og ósérhlífin, gekkst í verkin í eldhúsinu með skarkala og látum og ef þér mislíkaði eitthvað sögðum við systinin að það væri norðanátt í eld- húsinu og var vissara að láta lítið fyrir sér fara uns lægði. Þú varst snögg til að láta í þér heyra en sem betur fer rauk fljótt úr þér aftur og ljúf er minningin að vakna seint á sunnudagsmorgni við lokkandi ilminn af lambalærinu, kraumandi í ofninum á Rafha-eldavél- inni, messan á í útvarpinu og þú syngjandi sálmana í græna Hag- kaupssloppnum með Carmen-rúllur í hárinu. Og undirbúningur fyrir jólin er minnisstæður, þá voru bakaðar gyð- ingakökur, loftkökur, spesíur, pipar- kökur, hálfmánar, engiferkökur, mömmukökur og vanilluhringir, fyrir utan alla tertubotnana og allt var svo læst í efstu hillu í búrskápunum. Lyk- ilinn faldirðu á góðum stað sem flestir lögðu sig í líma við að finna sem fyrst svo hægt væri að laumast í smákökur og mjólkurglas að næturlagi og var hann Bjartur málari þar fremstur í flokki. Kleinuboxið í búrinu á Besta, eins og við kölluðum Bergstaðastræti 64, var alltaf sneisafullt af nýsteiktum og ilmandi kleinum. Þangað fóru barna- börnin beinustu leið þegar þau komu í heimsókn og þú eldaðir besta bixímat í heimi og bakaðir pönsur á fjórum pönnum samtímis, hvílík snilld! Hjá þér var alltaf gott að borða og berum við flest systkinin þess merki, svo mjúk og ávöl. Það var alltaf líf og fjör á Hótel Skrölt en svo var heimili okkar að Bergstaðastræði 64 einnig nefnt af næturgestum sem komu víða að, að- allega þó ættingjar úr Bolungarvík. Þótt börnin væru mörg var alltaf hægt að bæta við og það lá við að það væri sofið í baðkerinu. Þú varst mikil sjálfstæðiskona, blá fram í fingurgóma og bölvaðir oft Ill- viljanum ef hann slæddist óvart inn um lúguna en frumburðurinn þinn, þessi himneski í kjallaranum á Besta, var áskrifandi að blaðinu. Þið mæðg- inin voruð ekki sammála í pólitík og oft háværar samræður þar. Nýrri hlið kynntist ég svo á þér þegar ég eignaðist barn og þú fékkst yngsta barnabarnið áttatíu og tveggja ára gömul. Þetta var mun mýkri hlið og eftirlátssamari við ung- viðið en hér á árum áður þegar lífs- baráttan var erfið og peningaráð lítil og ekki mikið eftir þegar búið var að sinna nauðsynlegustu þörfum allra. Þú fæddir 12 börn á 18 árum, þar af 9 sem komust á legg og eru afkomend- ur þínir í dag 61 talsins. Þegar eitt lít- ið púrtvínsglas gat ekki lengur kallað fram glampa í augun og þú hafðir vart mátt til að knúsa hann Stefán Þór, sem kallaði þig ætíð ömmu KÓ, þá hefði ég mátt vita að stutt væri eftir af þínu ævikvöldi. Þig sáum við sjaldan hvíldar njóta en oft sofnuðum við börnin þín út frá sýslinu í þér við prjóna- og sauma- skap og malið í saumavélinni. Elsku mamma mín, sof þú nú rótt og hvíldu í friði. Þín dóttir, Kristín Þóra. Ég var ekki búin að vera lengi tengd fjölskyldunni hennar Stínu tengda- mömmu þegar búið var að gera mér það ljóst að Vestfirðirnir væru fremri öðrum landshlutum. Þar var allt stærst og best, fjöllin hæst, firðirnir þeir fallegustu, hvergi önnur eins að- albláber, bestu fiskimiðin og veðrið það stórkostlegasta allt frá mestu vetrar- stórhríðum til bestu logn- og sólar- daga. Vestfirðingarnir væru stór- brotnir eins og landið, þeir væru hörkuduglegir, skapmiklir, háværir, kátir og góðhjartaðir. Þessar lýsingar eiga einmitt vel við Stínu, eða ömmu KÓ eins og hún var oft kölluð af ömmu- börnunum. Hún var eins og veðrið fyr- ir vestan. Það gat hvesst hressilega á norðan og heyrðist þá hátt í henni og stórorð gat hún verið, en augnabliki síðar var komið dúnalogn og hún farin að hlæja og fíflast. Kjarnorkukona er orðið sem mér finnst lýsa henni best. Hún var mikil félagsvera, reyndar svo mikil að henni fannst hún aldrei hafa nógu marga í kringum sig. Hún elskaði að fara í veislur og á skemmtanir og þá vildi hún mæta fyrst en fara síðust heim og sló þá sér miklu yngra fólki við. Það er nú ekkert mál að vaka eina sumarnótt, var viðkvæðið hjá henni. Árin á Besta eru mér minnisstæð en þar var alltaf fullt hús af fólki, það voru börn, tengdabörn, barnabörn, ættingj- ar og vinir að vestan. Þar var sofið í öll- um skotum, krakkarnir segja reyndar að þau hafi sjaldnast sofið í sínum rúm- um. Hún var mikill listakokkur og það virtist ekki skipta neinu máli hvað það voru margir sem þurfti að metta, alltaf töfraði hún fram þennan fína mat. Ég hef aldrei skilið, hvernig hún gat fram- reitt allan þennan mat ofan í allt þetta fólk í eldhúsinu á Besta, þar sem elda- vélin stóð stök í einu horni eldhússins, vaskurinn í öðru, pínulítið eldhúsborð og með haldalausa potta og sleifarnar hennar frægu sem voru orðnar svo mikið notaðar að frekar hefði átt að kalla þær prik. Þó hún ynni fulla vinnu og sinnti heimili og gestum, þá tók hún líka krakka að norðan í fæði. Þá mun- aði hana ekkert um að líta eftir barna- börnunum, og þeir voru margir kleinu- pokarnir sem þau báru heim Oddur, Kristín, Magga og Sunna. Eftir að þau skildu Bjartur og Stína, þá flutti hún aftur vestur í Víkina sína og þar hóf hún búskap með Hannesi sem var ætt- aður úr Djúpinu, „fótungur“ eins og hún. Þau höfðu bæði gaman af að dansa og syngja og með Hannesi ferð- aðist hún í fyrsta sinn til fjarlægra landa. Þetta voru mín bestu ár sagði hún oft. Eftir að Hannes lést flutti hún aftur til Reykjavíkur í „Sólholtið“ eins og við kölluðum það, og bjó þar alla tíð síðan. Hin síðari ár hafði líkamanum hrakað en andinn og viljinn var enn til staðar og ansi er ég hrædd um að stundum hafi hún ofgert sér, en eins og hún sagði alltaf „Hvað er þetta, ég er ekkert gömul.“ Lollu og Svani þakka ég sérstak- lega fyrir hversu vel þau hafa alltaf hugsað um Stínu, ekki síst þegar Elli kerling fór að angra hana. Elsku Stína, ég vil þakka þér fyrir góðvild og skemmtilega samfylgd í þessi rúmlega fjörutíu ár. Við munum sakna þín. Guðrún Ragnarsdóttir (Gúa). Þegar ég hugsa um Stínu frænku eru mínar fyrstu minningar um hana frá því að ég var lítil stelpa og fékk að fara í heimsókn til hennar í húsið með stóra fallega málverkinu, sem blasti við um leið og komið var inn. Hvorki fyrr né seinna held ég að nokkurt listaverk hafi heillað mig meira en þetta sem hann Bjartur hafði málað beint á vegginn. Þetta var í víkinni áð- ur en þau fluttu suður með sína stóru fjölskyldu. Seinna kom ég oft til henn- ar á Bergstaðastrætið, þar sem fjöl- skyldan bjó lengi. Þar var oft mann- margt því alltaf var eins og væri nóg húsrými fyrir gesti og gangandi þó að margt væri heimafólkið. Þar var oft mikið líf og fjör, margt skeggrætt, stundum hvessti, oft mikill hávaði, glens og gaman. En ekki getur nú annað verið en þetta hafi líka oft verið erfitt fyrir húsmóðurina sem alltaf vann mikið og lífið var sko ekki alltaf dans á rósum hjá henni. Seinna flutti hún aftur vestur og á þeim árum var mikið og náið sam- band milli foreldra minna og hennar. Ekki síst eftir að hún hóf búskap með vini þeirra Hannesi Sigurðssyni. Á þeim árum vorum við Stína saman um trog á þorrablótum ásamt Fríðu syst- ur, Sínu svilkonu minni og okkar körl- um. Aldursmunurinn í þessum hópi var töluvert mikill, en þar var sko ekkert kynslóðabil. Það gekk oft mik- ið á þegar við frúrnar hittumst til skrafs og ráðagerða og mikið var hlegið yfir þorramatnum. Fyrir aðeins viku var til moldar borin önnur móðursystir mín Guðrún. Ég vil þakka báðum frænkum mínum fyrir öll þeirra gæði við mig og mína fjölskyldu. Aðstandendum þeirra beggja vil ég senda mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi kærar systur hvíla í friði og guð blessi þær. Elísabet María Pétursdóttir. Meira: mbl.is/minningar Fallin er frá mæt kona, Kristín Ólafsdóttir, tengdamóðir mín. For- eldrar hennar hófu búskap í Djúpinu, fluttu sig milli kotbýla jafn hraðan og betri jarðir losnuðu. Fjölskyldan flutti til Bolungarvíkur 1930 og þar þau festu rætur. Fyrsta ástin og kær- astinn til nokkurra ára kom inn í líf hennar, en hvarf á braut þegar frum- burðurinn kom undir. Þá var Stína 25 ára og lífsbaráttan byrjaði fyrir al- vöru sem erfitt er að koma til skila nema í stuttu máli. Næsta ást kom inn í líf hennar, eiginmaður til 27 ára, Bjartur málari eins og hann var kall- aður. Áður en yfir lauk ól Stína 12 börn og kom 9 til manns. Það þurfti afrekskonu, bæði árin í Bolungarvík fram til 1961 og næstu 17 ár í Reykja- vík og á Blönduósi, að brotna ekki undan álaginu. Að vera nógu mikill vargur, hafa viljastyrk og úthald var það eina sem dugði. Það tók á Stínu að sætta sig við að hjónabandið gat ekki gengið. Ekki var það óreglan. Raunsæið ýtti á skilnað, peningalegt öryggi var ekki fyrir hendi og blikið í augunum sem opnaði dyrnar aftur og aftur fyrir Bjarti heillaði fleiri konur en Stínu. Birna hefur sagt mér að í þá daga hafi ekkert haft upp á sig að biðja um ein- hverja hluti sem ungling langaði í og kostuðu peninga. Tvöfaldur vinnu- dagur hjá móður hennar tók sinn toll, börnin sem eftir voru heima sáu um mörg húsverkin. Birna vaktaði móður sína þar til hún var sofnuð á kvöldin. Oftar en ekki var bókin og gleraugun ennþá á nefinu á henni sem hún gekk þá frá og slökkti ljósið. 1978 þegar börnin voru öll farin að heiman kom símtal að vestan. Gummi Páll bað hana að reka mötuneyti EG. Þótti mörgum best að hún skipti um umhverfi, kæmi vestur, ekki síst til að hressa upp á andlegu hliðina. Birna kom til að vinna í mötuneytinu og gistu báðar í Einarshúsinu. Vorum við tveir að gera hosur okkar grænar fyrir mæðgunum, ég og Hannes sem síðar var sambýlismaður hennar. Sagan segir að fyrstu nóttina sem við fengum að sofa hjá hafi okkur tekist að rugla sam- an skóhlífunum að morgni og farið í vit- lausum skóm heim. Þótt bæði Hannes og Stína væru komin á seinni hálfleikinn var tilhuga- lífið eins og hjá unga fólkinu. Farið á böll, dansað svo eftir var tekið, ferðast bæði innanlands og utan. Minnst tvisv- ar í viku var verið að spila, annaðhvort við Mæju og Gunnar eða Pétur og Fjólu. Oft var haft sérrí um hönd, ekki í staupum heldur vatnsglasi. Þegar glösin voru orðin tóm sagði Hannes: „Stína, ég held að glasið mitt leki“ og alltaf hló Stína jafn innilega. Þarna sá maður svo glöggt að blikið hans Bjarts sem bræddi Stínu forðum var komið í augu hennar. Eftir andlát Hannesar var Stína um stund fyrir vestan, Birna fór með synina okkar oft í hádeginu beint af leikskólanum í mat til hennar. Þá var hún hætt að vinna og vildi elda fyrir fleiri en sig eina. Á móti kom hún þá í kvöldmat til okkar. Við fjölskyldan þökkum sérstaklega fyrir þessi seinni ár fyrir vestan, þangað til hún flutti 1990 aftur suður. Elsku tengdamamma. Kærar þakkir fyrir samfylgdina. Sölvi Rúnar. Mín yndislega síhressa langamma er farin frá okkur. Öll þau góðu, bjart- sýnu og jákvæðu lýsingarorð sem til eru, eru ekki nóg til að lýsa þeirri frá- bæru manneskju sem hún Kristín langamma mín var. Ég á rosa margar góðar minningar um hana, hún var alltaf brosandi og hlæjandi og alltaf stutt í grínið og glensið. Ég ætla til dæmis að nefna þegar afi var að hrekkja okkur krakkana uppi í sumarbústað og hellti á okkur köldu vatni, hún langamma var ekki lengi að taka málið í sínar hendur og styðja við bakið á langömmubörnunum og tók skál af vatni og hellti bara til baka á kallinn. Það vakti mikla kátínu. Einnig er ein heimsókn til hennar mér ofarlega í minni, seinasta sumar fórum við mamma og amma til henn- ar á laugardegi, og hún spurði mig, eins og hver annar unglingur, „Hva, á ekki að kíkja á djammið í kvöld?“ Hún var svo fyndin kona og svo ung í anda, það var alveg rosalega gaman að tala við hana. Jæja, elsku langamma mín, með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig í bili og hlakka til að sjá þig aftur, þú verður eflaust tilbúin með pönnsur og saltstangir handa mér. Hvíldu í friði, æðislega kona. Þín, Karen Helga. Kristín Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Krist- ínu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.