Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 ✝ Ólafur Þorlákssonfæddist á Ak- ureyri 7. september 1929. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 28. febrúar sl. Foreldrar hans voru Þorlákur Jóns- son frá Gautlöndum í Mývatnssveit og Sig- urveig Óladóttir frá Bakka í Kelduhverfi. Systkini Ólafs eru Jón lögfræðingur, f. 19.7. 1928 og Anna Þóra kennari, f. 5.6. 1931. Fyrir átti Þorlákur soninn, Jón Óla járnsmið, f. 15.5. 1924, d. 2.2. 1982. Móðir hans var Axelína Jónsdóttir frá Möðrufelli. Ólafur kvæntist 1952 Erlu Magn- úsdóttur Kjærnested, f. 17.4. 1932. Foreldrar hennar voru Magnús Kjærnested skipstjóri og Emelía Lárusdóttir húsmóðir. Ólafur og Erla skildu. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Anna Sigurveig hjúkr- unarfræðingur, f. 24.9. 1952, maki Björn Magnússon læknir, f. 17.6. 1947. Börn þeirra eru : a) Hildur kennari, f. 20.7. 1971, giftist Kristni Péturssyni vefhönnuði, f. 12.10. 1969. Þau skildu, börn þeirra eru Anna Mínerva, Arnar Reyr og Alfreð Gauti. b) Arnar, f. 27.6. 1973, starfar María nemi, f. 2.12. 1980, barn hennar er Ívar Uggi. b) Ívar leikja- hönnuður, f. 13.6. 1984. Þau slitu samvistum. Hann kvæntist Ouraniu Papakosta líffræðingi, f. 3. mars 1964, barn þeirra er Íris, f. 29.7. 1996. Þau skildu. Sambýliskona er Lara Arroyo líffræðingur, f. 2.1. 1972, börn þeirra eru Ritva Sig- urveig, f. 22.8. 2005 og Óli, f. 14.2. 2009. 4) Sunna flugfreyja, f. 11.1. 1965, giftist Magnúsi Inga Erlingssyni lögfræðingi, f. 8.5. 1965. Börn þeirra eru: Magnús Orri nemi, f. 24.6. 1988, Emil Már nemi, f. 20.4. 1992 og Daníel Máni, f. 23.5. 1997. Þau skildu. Sambýlismaður Sunnu var Snorri Már Skúlason sagnfræðingur, f. 14. sept 1965. Sonur þeirra Kári, f. 4.12. 2003. Ólafur kvæntist Guðrúnu Bach- mann, f. 17. júlí 1935, d. 18.8. 1974. Ólafur kvæntist Kristine K. Jóns- dóttur, f. 1.10. 1946, d. 9.11. 2005. Sonur hennar er Jón Ingi húsa- smíðameistari, f. 20.7. 1965. Kona hans er Metta Ragnarsdóttir, f. 17.5. 1967. Þau eiga þrjú börn. Ólafur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1950 og lauk síðan lögfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands 1957. Hann starfaði sem saka- dómari frá árunum 1964 til 1972 og síðan sem málafærslumaður. Útför Ólafs fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13. í Álverinu á Reyð- arfirði. c) Ólafur kennari, f. 2.7. 1979, sambýliskona Stella Steinþórsdóttir ljós- móðir, f. 25.10. 1974, börn þeirra eru Salka Sóley og Erla Sigríð- ur. d) Erla sál- fræðinemi, f. 19.7. 1982, gift Hálfdani Steinþórssyni mark- aðsráðgjafa, f. 3.12. 1976. Þau eiga Stein- þór Snæ og Björn Dilj- an 2. 2) Ragna sál- fræðingur, f. 27.2. 1954 giftist Páli Baldvini Baldvinssyni blaðamanni, f. 28.9. 1953. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Vigdís Hrefna leikari, f. 5.10. 1977. Sambýlismaður Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi, f. 10. mars 1973. Barn þeirra er Úlfhildur Ragna. b) Solveig, nemandi í Listaháskóla Íslands, f. 15.1. 1985. c) Páll Zophanías nemandi í Leiðsögu- mannaskóla Íslands, f. 26.7. 1986, sambýliskona Rósa Bergþórsdóttir háskólanemi, f. 12.1. 1987. Sam- býlismaður Rögnu er Jón Árnason innanhússarkitekt, f. 12.5. 1954. 3) Emil líffræðingur, f. 7. október. Sambýliskona hans var Kristjana Arnarsdóttir þroskaþjálfi, f. 26.11. 1959. Börn þeirra eru: a) Lovísa Elsku pabbi, þú ákvaðst að yf- irgefa jarðneskt líf á nöprum en fallegum degi. Eftir standa spor þín sem hverfa aldrei. Að endingu ertu laus við fjötra og þjáningu. Þú ert frjáls einsog velfleygur fugl og er það mér huggun. Kveðju- stundin var mér sár en þeir sem elska hljóta að þurfa að mæta því á lífsleiðinni að missa. Þú átt eng- an þinn líka og ert eftirminnilegur öllum þeim sem á vegi þínum urðu. Fróður og skemmtilegastur þegar sá gállinn var á þér. Einstaklega orðheppinn og hnyttinn. Frábær sögumaður og skreyttir jafnvel frásagnir einsog góðum sögumanni sæmir. Oft gustmikill og radd- sterkur. Ég þekki engan sem get- ur hrifið aðra jafn skjótt og átaka- laust einsog þér var tamt. Tilsvör þín og beinskeyttar athugasemdir eru ógleymanlegar. Þú varst húm- oristi af guðs náð. En þú varst ekki alltaf auðveldur. elsku pabbi minn, en hin síðari ár tengdumst við aftur náið og ég met það mik- ils. Ég er þakklát fyrir að synir mínir kynntust þér. Fátt fannst þeim skemmtilegra en þegar þú rifjaðir upp bernskuárin þín á Ak- ureyri, sérstaklega skammarstrik- in sem voru ófá. Þakklát fyrir þá ástúð og þann áhuga sem þú sýnd- ir þeim. Þakklát fyrir þinn stuðn- ing og ást þína sem var ríkuleg. Ég vil að lokum færa bestu þakkir til hjúkrunarfólks á 11G á Landsspítalanum, sérstaklega til Gunnhildar og Stellu, sem pabbi hafði dálæti á og ekki síður til yndislegs starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þar sem þú hélst mikið upp á Einar Ben þá finnst mér Einræður Starkaðar við hæfi. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Þín Sunna. Ég minnist þess glöggt þegar mér var í fyrsta sinn boðið á Grenimelinn í hádegisverðaboð hjá tilvonandi tengdaforeldrum mín- um, þeim Óla og Erlu. Á meðan kvenþjóðin hafði til hefðbundinn sunnudagsmat var mér boðið á „kontórinn“ hjá Óla þar sem hann rakti úr mér garnirnar. Eftir mat- inn spilaði ég svo biljarð við þenn- an virðulega mann á meðan kven- fólkið sinnti uppvaskinu. Já, þetta var fyrir tíma kvennalistans og jafnréttis kynjanna sem hvorugt átti svo sem hug eða hjarta tengdaföður míns. Mér varð fljótt ljóst að Óli var góðum gáfum gæddur, fljótur að skilja kjarnann frá hisminu og um- fram allt réttsýnn og heiðarlegur. Á þessum árum var hann starfandi dómari við sakadóm Reykjavíkur, giftur fjögurra barna faðir sem líf- ið virtist leika við. En fljótt skip- ast veður í lofti því eftir erfiðan skilnað þeirra Óla og Erlu hallaði undan fæti enda Bakkus með í för. Óli hætti starfi sínu sem saka- dómari og rak síðan eigin lög- fræðistofu og stundaði fasteigna- sölu með hléum þar til hann vegna veikinda hætti alfarið störfum á besta aldri í stað þess að uppskera árangur hæfileika sinna og góðrar menntunar. Þótt lífið væri oft erfitt hjá Óla, vinnan stopul og auraráð lítil, átti hann þó sínar góðu stundir með nánum en oft skrautlegum fé- lögum. Já það mátti Óli eiga að hann fór aldrei í manngreinarálit og vingaðist jafnt við háa sem lága. Alla spurði hann til nafns sem hann svo mundi æ síðan. Þetta kom sér vel fyrir Óla sem alltaf gat bjargað sér eða sínum nánustu úr vanda vegna tengsla sinna við fólk úr öllum stéttum, jafnvel fyrrverandi sakborninga. Óli var þannig allsherjar reddari fyrir börn sín jafnt sem barna- börn. Á tímabili einangraðist Óli frá sínu fólki en á síðustu árum náði hann þó góðum tengslum við börn sín og fósturson Jón Inga en þau voru öll hans stoð og stytta þar til yfir lauk. Á kveðjustund ættum við að minnast breyskleika okkar um leið og við kveðjum góðan dreng og réttsýnan. Björn Magnússon. Elsku afi, ein af fyrstu minn- ingum þeim sem ég á um þig var þegar þú bauðst mér í bíó að sjá Poltergeist. Myndin var bönnuð börnum og ég hafði áhyggjur af því að verða ekki hleypt inn en þú hlóst við og sagðir með rödd maf- íuforingjans um leið og þú hrukk- aðir ennið „No problem“. Þú hafðir svo gaman af því að gleðja aðra. Þú varst höfðingi í eðli þínu, afi minn, og vildir gjarnan sýna stuðning þinn í verki og meira til þrátt fyrir lítil efni. Það sannaðist síðastliðið haust þegar þú kallaðir mig til þín og afhentir mér „svolít- ið skotsilfur“ eins og þú kallaðir það svo hæversklega. Þú varst einstaklega eftirtekt- arsamur og næmur á fólk, fas þess og útlit. Ný stígvél fóru ekki fram hjá þér. Oft gast þú líka lesið í hugsanir manns. Yfirborðsmennsku og snobbi hafðir þú óbeit á enda varstu laus við allt slíkt, og komst ávallt til dyranna eins og þú varst klæddur, hreinn og beinn. Þú lást heldur ekki á skoðunum þínum um menn og málefni. Stundum mátti það kjurrt liggja. Líf þitt var ekki dans á rósum, afi minn. Það vitum við sem þekkt- um þig. Lífinu tókst þú hinsvegar af ákveðnu æðruleysi, þakklátur fyrir það sem að þér var rétt. Ég þakka þér, afi minn, fyrir kynnin. Þakka þér fyrir gáfur þínar, húm- or og göfuglyndi. Afi, þú varst lord. Þín Hildur. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku afi minn. Þú hafðir stórt hjarta, ríka réttlæt- iskennd og lást aldrei á skoðunum þínum. Þú varst mér í senn afi og vinur og það var alltaf gaman að ræða við þig, sama hvert málefnið var. Heimsóknir mínar til þín á Skúlagötuna eru mér mjög minn- isstæðar en þangað fór ég iðulega eftir fimleikaæfingar á laugardög- um og fékk hjá þér súkkulaðiköku og kók. Þessar stundir okkar yfir kökunni voru í senn ánægjulegar og lærdómsríkar þar sem við ræddum öll heimsins mál og ég man að mér leið eins og ég væri fullorðin í návist þinni enda komstu fram við mig sem jafn- ingja. Þú sýndir því sem ég var að fást við ávallt mikinn áhuga og hafðir mikla trú á mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú varst til að mynda mjög hrifinn af fim- leikaiðkun minni og mættir á öll mót og sýningar sem ég tók þátt í. Mér leið stundum eins og ég væri besta fimleikastelpan á landinu (þó að ég hafi nú kannski aldrei verið sérstaklega góð) þar sem hrifning þín var alltaf svo mikil. Þegar ég fór norður til Akureyr- ar í Menntaskóla byrjuðum við að skrifast á og ég man hvað mér þóttu bréfin þín skemmtileg. Þú sagðir mér frá uppvaxtarárunum á Akureyri og sendir mér myndir frá þeim tíma og mér fannst ég kynnast þér svo vel með þessum hætti. Þú varst duglegur að láta mig vita ef einhverjar málfars- eða stafsetningarvillur leyndust í bréf- unum frá mér enda mikill ís- lenskumaður og rétt skyldi vera rétt. Við héldum svo bréfaskrift- unum áfram þegar ég fór sem skiptinemi til Mexíkó og tókum svo upp á því á ný að skrifast á þegar ég fluttist til Danmerkur með fjölskylduna mína árið 2007. Jafnvel þó að við töluðum reglu- lega saman í síma þóttu mér bréfaskrif okkar svo skemmtileg, þau voru persónuleg og við mynd- uðum með okkur sérstök tengsl með þessum hætti. Jafnvel þó að lífið hafi ekki alltaf leikið við þig hafðir þú góðan húmor og varst einstaklega orðheppinn. Það var ósjaldan sem ég hringdi í þig um miðjan dag og þú sagðir mér að nú væri kominn tími til að opna sér einn kaldan bjór, enda kominn „coctail hour“ í París. Ég mun allt- af minnast þín með hlýju og virð- ingu, elsku afi minn. Þín, Erla. Ég kveð þig, Ólafur minn. Ég hef þekkt þig í áratug. Ég þekki þig. Ég þekki margt í fari þínu. Ég þekki gáfur þínar. Ég þekki áhugamál þín. Ég þekki metnað þinn. Ég þekki styrk þinn. Ég þekki veikleika þinn. Ég þekki vonbrigði þín. Ég þekki gleði þína og kátínu. Ég þekki börnin þín. Ég þekki hundinn þinn. Ég þekki sjálfan mig betur eftir kynni mín af þér. Ég þakka þér. Þinn Jón Árnason. Ólafur Þorláksson ✝ Jón Björnssonfæddist í Reykja- vík 1. mars 1941. Hann lést á heimili sínu 1. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Björn Ófeigsson stórkaupmaður, f. 27. febrúar 1912, d. 19. mars 1995, og Jensína E.S. Jónsdóttir, f. 18. maí 1915, d. 2. janúar 1976. Systkini Jóns eru Jóhanna, nudd- fræðingur og far- arstjóri, f. 19. apríl 1944, Ófeigur, gullsmiður og mynd- listarmaður, f. 14. febr. 1948, og Anna Lísa flugfreyja, f. 12. apríl 1953. Hinn 27. september 1969 kvæntist Jón Sunnu Guðnadóttur flugfreyju, f. 23. júlí 1942, d. 17. janúar 1989. Börn þeirra eru: 1) Birna Jenna við- arkitektanámi frá Chalmers Tekn- iska Högskola í Gautaborg árið 1970. Jón starfaði meðal annars á Arkitektastofunni P.A. Ekholm í Gautaborg og hjá Skipulagi Reykjavíkurborgar frá 1966-73. Einnig vann Jón með Einari Sveinssyni að hönnun Borgarspít- alans 1971-1973 og varð síðar yf- irarkitekt á teiknistofu Borg- arspítalans 1973-79. Jón starfaði sjálfstætt við hönnun Borgarspít- alans frá 1979 ásamt því að reka Arkitektastofuna við Austurvöll frá 1983, allt þar til hann hætti störfum. Á unga aldri tók Jón virk- an þátt í félagsmálum og var meðal annars virkur í skátahreyfingunni. Hann tók þátt í starfi Arkitekta- félags Íslands 1971 til 1977. Heim- ili Jóns var ætíð í Langagerði 17 og sambýliskona hans síðustu árin var Sveinborg María Gísladóttir hjúkr- unarfræðingur. Útför Jóns fer fram frá Bústaða- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. skiptafræðingur, f. 1971, sambýlismaður Atli Þorbjörnsson, tölvunarfræðingur og flugmaður. Börn þeirra eru Sara, f. 2000, og Óttar, f. 2004. 2) Björk raf- virki, f. 1975. Börn hennar eru Sunna Björk, f. 1994, og Björn Benedikt, f. 2002. Sambýlismaður Bjarkar er Ottó Atla- son 3) Jenna Lilja, flugmaður og við- skiptafræðingur, f. 1976, maður hennar er Björn Brekkan Björns- son flugstjóri. Sonur þeirra er Vikt- or Húni, f. 2006. Fóstursonur Jóns, sonur Sunnu, er Friðrik Árnason, f. 1965. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1961 og lauk „Teikn á lofti við Austurvöll“ var ritað stóru letri í Morgunblaðinu fyr- ir rúmum 25 árum. Þarna vorum við Jón Björnsson ásamt Kjartani Jóns- syni að stofna teiknistofu í glæsileg- um húsakynnum við Austurvöll. Þarna birtist mynd af okkur félögum fullum bjartsýni og fögrum fyrirheit- um. Hvort þessi lífsstefna hafi að öllu leyti ræst dæmi ég ekki um en allavega hefur þetta verið okkar lífs- starf síðan. Við skyndilegt fráfall þitt rifja ég upp þá atburðarás sem varð þess valdandi að við félagar stóðum þarna saman á þessum merku tímamótum okkar. Við Jón kynntumst í félagsstarfi arkitektafélagsins fljótlega að námi loknu og auk þess var Sunna Guðna- dóttir, eiginkona Jóns, ein besta vin- kona Guðborgar, konu minnar, Fljótlega komum við Jón okkur upp frumstæðri teikniaðstöðu í kvistin- um í húsi tengdaföður míns í Póst- hússtræti og unnum þarna að fyrstu einkaverkefnum okkar. Jón vann þá með Einari Sveinssyni arkitekt að hönnun Borgarspítalans og tók síðan við því verkefni eftir fráfall Einars. Þetta var hans aðalverkefni æ síðan. Eftir að við Kjartan hættum hjá teiknistofunni Ármúla 6 árið 1983. ákváðum við þrír að leiða saman hesta okkar og innréttaði ég alla efri hæð hjá tengdapabba á Skólabrú 1, og var kvisturinn okkar Jóns hluti af því rými. Þarna unnum við saman fé- lagarnir ásamt tækniteiknurunum Guðborgu Kristjánsdóttur, konu minni, og Elínu Snorradóttur í fjöldamörg ár allt þar til húsið var al- farið gert að veitingahúsi og fluttum við þá í næsta hús við Austurvöll, Pósthússtræti 15, og síðar að Há- teigsvegi 3. Þar dró Jón sig síðar að mestu í hlé frá teiknivinnu og varð samband okkar síðan allt of lítið, því miður. Árleg ferðalög og gönguferðir eru okkur öllum mjög minnisstæðar, og var Sunna, eiginkona Jóns, ekki síst stjarna slíkra ferða og var það mikið áfall fyrir Jón og okkur öll, þegar hún skyndilega féll frá á besta aldri árið 1989. Ferðir voru farnar í sumarbústað þeirra hjóna við Elliðavatn þar sem ætt Jóns kom sér upp unaðslegum gróðurreit. Þarna var glatt á hjalla sem víðar og Sunna mín stjórnaði traffíkinni eins og henni einni var lagið. Á slíkum stundum tókum við Jón gjarnan sporið saman í innileg- um tangó og ekki man ég hvorki fyrr né síðar að hafa lagt slíkt í vana minn, allavega ekki með herra í fanginu. Varla verður þó sagt að við höfum dansað alveg áfallalaust gegnum lífið, en einhvern veginn er það þannig, að gleðin og ánægjan verður lífseigust og minnisstæðust, enda mun minningin um ánægju- stundirnar með þér og fjölskyldu þinni vera ætíð ofarlega í huga okk- ar. Einnig hefur Friðrik Árnason, sonur Sunnu, ávallt verið fastur heimilisvinur okkar. Nokkrum árum eftir fráfall Sunnu tók Jón saman við Maríu Gísladótt- ur, en þau slitu samvistum fyrir nokkru. Við samstarfsfólk á Arkitektastof- unni Austurvöllur sendum innilegar samúðarkveðjur til systkinanna Birnu, Bjarkar, Jennu, Friðriks og allra aðstandenda, guð veri með ykk- ur öllum Bjarni Marteinsson. Meira: mbl.is/minningar Jón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.