Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 Í GEGNUM tíðina hefur nokkuð borið á heimsóknum norrænna Vít- isengla hingað til lands og er áhugi þeirra á Íslandi ekki nýr á nálinni. Stærsta aðgerðin vegna komu Vít- isengla var snemma árs 2002. Þá var nítján dönskum meðlimum sam- takanna vísað úr landi. Í desember árið 2003 var fimm norskum Vít- isenglum vísað frá landi og átta dönskum í nóvember 2007 Ríkislögreglustjóri hélt blaða- mannafund eftir stærstu aðgerðina. Jón H. B. Snorrason, þáverandi yf- irmaður efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra, sagði við það tæki- færi að norrænir Vítisenglar hygðust ná fótfestu hér á landi. Þeir hefðu óskað eftir samstarfi við íslenska vélhjólaklúbba. Aðrir en Fáfnismenn hefðu hins vegar hafn- að samstarfinu. Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÁÐHERRA dómsmála, Ragna Árnadóttir, tilkynnti í gær að ákveð- ið hafi verið að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamær- um „í tilefni atburðar sem áætlað er að muni eiga sér stað laugardaginn 7. mars nk.,“ líkt og segir í yfirlýsingu frá ráðherranum. Heimildir Morg- unblaðsins herma að tveimur mönn- um hafi þegar verið meinuð land- ganga. Ragna vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ljóst er þó að í yfirlýsingunni á ráðherrann við veisluhöld vélhjólaklúbbsins Fáfnis, en um helgina er áformuð vígsla nýs félagsheimilis samtakanna. Skemmst er að minnast þess að átta meðlimum norrænu bifhjólasamtak- anna Vítisengla var vísað úr landi í nóvember árið 2007. Þeir voru hing- að komnir til að taka þátt í veislu- höldum Fáfnis. Fáfnir í fjölmiðlabanni Í yfirlýsingu ráðherrans kemur fram að hinar auknu öryggiskröfur séu af tilefni sérstakrar ógnunar gegn allsherjarreglu og þjóðarör- yggi. Jón Trausti Lúthersson, Fáfnis- maður, var fámáll þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði af honum tali. Hann vildi ekki tjá sig spurður hvort norrænir boðsgestir samtakanna ógni þjóðaröryggi en sagði greinilegt að yfirvöld telji svo vera. Jón tók þó fram að samtökunum þættu aðgerðir stjórnvalda und- arlegar, enda væri ekki verið að gera neitt ólöglegt. Að öðru leyti sagði hann meðlimi Fáfnis í fjölmiðlabanni. Í mati ríkislögreglustjóra á skipu- lagðri glæpastarfsemi fyrir árið 2009 er sérstakur kafli um vélhjólagengi. Segir þar að Fáfnir hafi hlotið við- urkenningu sem stuðningsklúbbur Vítisengla (e. Hell’s Angels) og stefni að fullri aðild. „Alls staðar þar sem Hell’s Angels hafa náð að skjóta rót- um hefur aukin skipulögð glæpa- starfsemi fylgt í kjölfarið,“ segir í matinu. Boðsgestir ógna allsherjarreglu Veisluhöld vélhjólaklúbbsins Fáfnis kalla á tímabundið landamæraeftirlit Morgunblaðið/Kristinn Fáfnir Aðstaða vélhjólaklúbbsins í Hafnarfirði þar sem til stóð að halda há- tíð um helgina. Alls óvíst er hvort eitthvað verður af þeim fagnaði. NÚVERANDI efnahagsþrengingar og bankakreppa sýna nauðsyn þess að samstarf fjármálaeftirlita sé sem mest og best, segir Gunnar Ólafur Haralds- son, stjórn- arformaður Fjár- málaeftirlitsins. Hann er þó ekki viss um að meiri samvinna eft- irlitsstofnana hefði komið í veg fyrir vanda fjár- málakerfisins. „En það þarf að skoða og velta fyrir sér hvort meira samstarf hefði leitt til þess að ekki aðeins Íslend- ingar heldur aðrar þjóðir hefðu fyrr gripið inn í.“ Með meiri samvinnu hefði hugsanlega verið hægt að meta betur heildaráhættuna innan fjármálakerfisins. Gunnar nefnir þó að samvinna milli eftirlitsstofnana hafi verið töluverð, bæði er varði upplýsingagjöf og samræmingu á reglum fjármálamarkaða í Evrópu. Vilja meiri samvinnu í ESB Morgunblaðið greindi frá því gær að framkvæmdastjórn ESB leggur til að samstarf milli eftirlitsstofnana verði stóraukið og sérstakri stjórn eða stofnun veitt vald til að refsa þeim bönkum eða bankamönnum sem fara ekki eftir settum reglum. Gunnar segir að hafa verði í huga að slíkt samstarf kosti tíma og peninga og telur að hugmyndir fram- kvæmdastjórnarinnar séu enn óljós- ar. Á slíku samstarfi þurfi því að vera skynsamleg mörk. Spurður hvort ekki taki langan tíma að byggja upp svona samvinnu eftirlitsstofnana svarar Gunnar að það fari eftir umfangi. „Sumt er hægt að gera á skömmum tíma, til dæmis að auka upplýsingaflæði milli ólíkra fjármálaeftirlita. Annað tekur lengri tíma, eins og að samræma enn regluverkið; og ég tala nú ekki um ef það á að gera utan Evrópu eða Evrópusambandsins.“ Slíkar reglubreytingar þurfi að fara fyrir kjörþing og stjórnvöld í hverju landi. Gunnar nefnir þó að auðveldasta leiðin til að auka eftirlit sé meira fjármagn til stofnana og fleiri starfs- menn. Til þess þurfi að horfa hér á landi sem annars staðar. gag@mbl.is Samvinna stofnana mikilvæg Meiri samvinna hefði aukið heildaryfirsýn Gunnar Ólafur Haraldsson HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Björk Eiðsdóttur, blaðamann Vikunnar, til að greiða Ásgeiri Þór Davíðssyni veitingamanni 500 þúsund krónur í miskabætur – og 400 þúsund í máls- kostnað – vegna ummæla sem rétt- urinn taldi hana bera ábyrgð á og birtust í tímaritinu. Ritstjóri Vik- unnar var hins vegar sýknaður. Rétturinn féllst einnig á kröfu Ásgeirs um birtingu forsendna og niðurstaðna dómsins í fyrsta tölu- blaði Vikunnar eftir uppsögu. Ummælin komu fram í grein sem byggðist á viðtali við nekt- ardansmey á skemmtistaðnum Goldfinger sem er í eigu Ásgeirs. Voru nokkur þeirra dæmd dauð og ómerk en sýknað var vegna ann- arra. Áður var Björk sýknuð í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. andri@mbl.is Blaðamaður greiði bætur INNILEIKVÖLLUR var vígður á gamla varn- arsvæðinu við Keflavíkurflugvöll í gær. Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu þriggja mán- aða í samvinnu íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar og Háskólavalla ehf. Leikvöll- urinn er í húsi númer 778 við Víkingabraut á Vallarheiði/Ásbrú. Við hliðina, í byggingu 770, er hjólaskautahöll sem verður opin á sama tíma og leikvöllurinn, þ.e. frá kl. 14-17 alla daga vik- unnar. Krakkarnir léku á als oddi í tækjunum í gær og létu það ekki trufla sig að forseti Íslands hafi ekki getað komist til vígslunnar vegna anna. Líf og fjör hjá krökkunum í Reykjanesbæ Morgunblaðið/RAX Innileikvöllur vígður á Vellinum Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is SKILANEFND Kaupþings hefur náð samkomulagi um uppgjör milli bankans hér og í Lúxemborg. Samn- ingurinn barst fjármálaeftirlitinu í Lúxemborg í gær. Samningurinn var annað lykilskrefa, sem þurfti að stíga svo bankinn færi ekki í þrot. Hitt skrefið er að semja við lánar- drottna bankans, sem einkum eru al- þjóðlegir bankar. Nú standa öll spjót á þeim, að sögn Fjármálaeftirlitsins, sem harmar hve langan tíma tók að ná samkomulagi við skilanefnd gamla Kaupþings. Kaupþing í Lúxemborg hefur verið í greiðslustöðvun frá því í október. Sá tími má ekki verða lengri en sex mán- uðir og lýkur því í byrjun apríl. Að sögn fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg gætu dómstólar framlengt greiðslu- stöðvunina, en unnið verði að því að forðast það, því áhættusamt sé að treysta á slíkan úrskurð. Bankinn verður seldur opinberum líberískum fjárfestingasjóði takist samningar við lánardrottna. Fjárfestingasjóðurinn ætlar að leggja bankanum til nýtt hlutafé að fjárhæð 100 milljónir evra eða um 15 milljarða íslenskra króna. Belgísk og lúxemborgsk stjórnvöld hyggjast þá einnig leggja 600 millj- ónir evra hlutafé í bankann. Yfirvöld í Lúxemborg gera kröfu um að hlutafé Kaupþings Lúxemborgar verði fært niður, enda hafi það tapast við fall ís- lensku bankanna. Allt að 25 þúsund sparifjáreigend- ur eiga fé í bankanum og fá allt sitt greitt gangi salan í gegn. Einu skrefi nær Kaup- þingssölu í Lúxemborg Uppgjör dótturfélagsins og gamla Kaupþings er í höfn Vel fylgst með „englunum“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.