Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009  Nýr tónleikastaður, Sódóma Reykjavík, verður opnaður í kvöld á efri hæð Gauksins. Tónleikastaða- flóran í höfuðborginni hefur verið til háborinnar skammar und- anfarna mánuði og alls ekki þeirri þjóð sæmandi sem sífellt klappar sér á bakið fyrir að ala upp tónlist- arfólk á heimsmælikvarða. Eins og sannast hefur í tilviki Rósenbergs á Klapparstíg er eftirspurnin eftir lif- andi tónlist mikil en Rósenberg hef- ur líka passað að bjóða upp á fjöl- breytt úrval tónlistarfólks. Það er vonandi að Sódóma leiki það eftir. Nýr tónleikastaður á efri hæð Gauksins Fólk  Undanfarna mánuði hefur Bubbi Morthens unnið að annarri veiði- bók sinni. Mun Bubbi í þessu nýja verki fjalla um Nessvæðið í Laxá í Aðaldal, sem hann heldur gríð- arlega upp á, enda er það helsta stórlaxaslóð landsins. Í gær hand- söluðu Bubbi og Hildur Hermóðs- dóttir hjá bókaútgáfunni Sölku samning um útgáfu bókarinnar, sem mun nefnast Áin. Bubbi hefur aflað sér fjöl- breytilegra upplýsinga um svæðið, náð í fjölda ljósmynda af stórum löxum sem ekki hafa sést áður og tekið viðtöl við gamalkunna veiði- menn. Einar Falur Ingólfsson á nýj- ar ljósmyndir í bókinni. Bubbi og Salka gera samning um útgáfu Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „GRÍMUFORMIÐ er erfitt að mörgu leyti, en um leið ofsalega skemmtilegt, og það býður upp á mjög mikil tengsl við áhorfendur,“ segir Vigdís Másdóttir leikkona um leikverkið Þrettándakvöld eftir Willi- am Shakespeare sem frumsýnt verð- ur í Þjóðleikhúsinu eftir viku. Um er að ræða útskriftarsýningu nemenda við leiklistardeild LHÍ og er Vigdís einn sjö útskriftarnema sem leika í verkinu. Um nokkuð óhefðbundna uppsetn- ingu er að ræða, enda bera allir leik- ararnir grímur. „Þetta eru að vísu ekki heilgrímur, heldur svona hálf- grímur. Þannig að það sést alveg framan í fólk. En ég efast reyndar um að ég sé þekkjanleg,“ segir Vigdís. Leikstjóri verksins er hinn argent- ínski Rafael Bianciotto sem er hvað þekktastur fyrir notkun sína á svo- kallaðri trúðstækni en hana notaði hann til dæmis í uppsetningu sinni á Dauðasyndunum 7 í Borgarleikhús- inu í fyrra. „Við erum líka að vinna með hana þótt við séum ekki eiginlegir trúðar, við búum til heilsteypta karaktera með grímunum,“ útskýrir Vigdís en þar fyrir utan er um nokkuð hefð- bundna Shakespeare-sýningu að ræða þar sem notast er við þýðingu Helga Hálfdánarsonar. „Við skerum textann reyndar eitthvað niður eins og gengur og gerist þegar Shake- speare er settur upp, en við erum al- veg trú sögunni og textanum.“ Ómetanleg kennsla Sjálf hefur Vigdís töluverða reynslu af leiklist, en hún lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum Rétti og Svörtum englum og kvikmyndinni Foreldrum. „Svo var ég í Brúðubíln- um með Helgu Steffensen í fjögur ár – hún er klárlega einn af mínum helstu lærimeisturum.“ Auk útskriftarnemanna sjö fara fjórir gamalreyndir leikarar með hlutverk í sýningunni, en þar eru á ferðinni þau Arnar Jónsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Eggert Þor- leifsson og Guðrún Gísladóttir. Að- spurð segir Vigdís frábært að vinna með þeim. „Það er stórkostlegt og sérstaklega hafa Arnar og Heiða hjálpað okkur að vinna með textann, framsögn og fleira. Það hefur verið al- veg ómetanlegt, enda eru þau svo góð í þessu. Það er allt gert af svo mikilli ást og svo miklu örlæti.“ Aðspurð segir Vigdís hópinn sem útskrifast í vor einstaklega góðan. „Já, þetta er besti hópur sem hefur komið í mörg, mörg, mörg ár,“ segir hún og hlær. „Mér finnst við vera mjög sterkur hópur, við erum sam- rýnd og við vinnum mjög vel saman. Þetta eru búin að vera frábær fjögur ár og gaman að enda þetta svona.“ -En hvernig eru atvinnuhorfur fyr- ir nýútskrifaða leikara á Íslandi í dag? „Ég held að fyrir okkar bekk séu þær nokkuð bjartar. Við erum meira að segja sjálf með smá verkefni í bí- gerð eftir að við útskrifumst. Það er sem sagt bíómynd, þótt við séum ekki enn búin að negla neitt. Það er allt í vinnslu,“ segir Vigdís. „En svo eru það bara stóru leik- húsin þrjú og sjálfstæðu hóparnir og þótt maður fái ekki vinnu í stóru hús- unum komum við alltaf til með að gera eitthvað sjálf, jafnvel þótt það sé ekki mikið um styrki. Þannig að við gerum okkur alveg grein fyrir ástandinu en mér heyrist á þeim stjórum sem ég hef talað við að þeir ætli sér að gera gott leikhús og til þess þarf auðvitað góða leikara.“ Shakespeare með grímum  Útskriftarnemar úr leiklistardeild LHÍ setja Þrettándakvöld Shakespeares upp  Stefna að því að gera bíómynd að útskrift lokinni  Eru bjartsýn á framtíðina Grímuklædd „Þetta eru að vísu ekki heilgrímur, heldur svona hálfgrímur. Þannig að það sést alveg framan í fólk.“ Verkið verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstu- dagskvöldið 13. mars. Útskrift- arnemarnir sjö sem fara með hlutverk í sýningunni eru Bjart- ur Guðmundsson, Hannes Óli Ágústsson, Lilja Nótt Þórarins- dóttir, Stefán Benedikt Vil- helmsson, Vigdís Másdóttir, Walter Geir Grímsson og Þor- björg Helga Þorgilsdóttir. Leik- mynda- og búningahönnuður er Helga I. Stefánsdóttir og um lýsingu sér Halldór Örn Ósk- arsson. Þrettándakvöld Án hvers geturðu ekki verið? Kvikmynda. Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu? Í heimabíóinu. Ætlar þú að horfa á Evróvisjón? (spyr síðasti aðalsmaður, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona) Já, ekki spurning, ég er rosalega stoltur af Jóhönnu Guðrúnu. Hversu pólitískur ertu á skalanum frá 1-10? 3. Hvernig myndir þú vilja deyja? Í svefni. Hvaða málsháttur á best við þig? Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hvaða persónu myndirðu helst vilja hitta? Jim Henson, en fyrst hann er farinn þá Steven Spiel- berg. Hverju myndirðu vilja breyta í eig- in fari? Sumu. En þetta er allt að koma. Hvaða þekkti Íslendingur fer mest í taugarnar á þér? Það fer enginn þekktur Íslendingur í taugarnar á mér, ég bara fíla þá misvel. Hefurðu lagt í stæði ætlað fötl- uðum? Eh … nei sjáðu … fugl! Hvað myndirðu gera við 3.200 milljónir (samanlögð laun banka- stjóra íslensku bankanna síðustu fimm ár)? Ég myndi reyna að gera rétt, setja eitthvað inn í heilbrigð- iskerfið t.d.. Halda svo eftir smá- pening og gera bíómynd. Með hvorum myndirðu deila sjeik, Megasi eða Karli Sigurbjörnssyni biskupi? Með Kalla. En ef þetta væri Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani myndi ég deila honum með Megasi. Hvaða lag kaustu í Söngvakeppni Sjónvarpsins? Jóhönnu Guðrúnu. „Is it true“. Hvernig fílarðu Clint Eastwood? Hann er í miklum metum. Verður aldrei stríð á Íslandi? Nei. Hvaða kvikmynd værirðu til í að endurgera? My Sweet Killer. Hvaða land hefur þig alltaf langað til að heimsækja? Ástralíu. Kanntu þjóðsönginn? Já, ég kann lagið. Uppáhaldskvikmynd? E.T. Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana? Gilligill. Ef þú værir trélitur, hvernig vær- irðu á litinn? Grænn. Hefurðu áhyggjur af hárvextinum? Nei. Í hvaða stelpu varstu fyrst skot- inn í? Stelpu í 2. bekk í barnaskól- anum á Akureyri fyrir löngu löngu. Ef þú værir neyddur til þess gæt- irðu útskýrt íslenska bankahrun- ið? Mögulega. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Ferðu á íslenskar myndir í bíó? Leikstjórinn Bragi lætur helst til sín taka í heimabíóinu á heimilinu. Morgunblaðið/Kristinn BRAGI ÞÓR HINRIKSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER LEIKSTJÓRI STUTTMYNDARINNAR ALDREI STRÍÐ Á ÍSLANDI SEM VERÐUR FRUMSÝND Á UNDAN STÓRMYND CLINTS EASTWOODS, GRAN TORINO, Í SAMBÍÓUNUM Í KVÖLD. SÖNG OG PÍANÓVERK EFTIR RICHARD WAGNER VIÐ LJÓÐ MATHILDE WESENDONCK OG FLEIRI SKÁLDA SOPHIYA PALAMAR, MEZZÓSÓPRAN ALBERT MAMRIEV, PÍANÓ SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR, LEIKARI TÓNLEIKAR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI LAUGARDAGINN 7. MARS KL. 16 WWW.OPERA.IS „MÉR LIGGUR MIKIÐ Á HJARTA“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.