Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 25
Hvenær er tími til að ræða um breytingu á stjórnarskránni? Í GREIN eftir Haf- stein Þór Hauksson sem birtist í Morg- unblaðinu á föstudag í síðustu viku kemur fram það sjónarmið að ef til vill sé ekki rétt að huga að slíkum breytingum á um- brotatímum eins og þeim sem við upplifum nú hér á landi. Réttilega var á það bent að stjórnskipunarlög væru grundvall- arlöggjöf sem ættu að standa af sér tímabundnar pólitískar breytingar. Nú er lag Kannski er það einmitt vegna þess að stjórnarskráin er grundvall- arlöggjöf sem umræða um breyt- ingar á henni á ekki upp á pallborðið þegar allt leikur í lyndi. Þannig er það oft í lífinu að við hugum ekki mikið að undirstöðunni þegar allt er eða allavega virðist í fína lagi. Önn- ur ástæða er líka klárlega sú að stjórnmálamenn, sem, hvort heldur okkur líkar betur eða verr, stjórna nánast allri stjórnmálaumræðu, eiga mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum. Þeir vita hvað þeir hafa við núverandi ástand en ekki hvað þeir fá ef grundvallar leikreglunum verð- ur breytt. Stjórnmálamenn eru eins og við öll svolítið hræddir við það ókunna. Út af þessu er einmitt nauðsynlegt að grípa tækifærið og huga að breytingum á stjórn- arskránni. Nú eru allir til í að taka þátt í umræðunni og stjórn- málamennirnir ráða ekki ferðinni. Engum dettur í hug að breyta stjórnarskránni bara svona einn, tveir og þrír. Það þarf að ígrunda og ræða hinar ólíku leiðir sem hægt er að fara. Þess vegna þarf að halda stjórnlagaþing – þjóðfund – sem gerir tillögur sem bornar verða und- ir þjóðina, okkur öll. Auðvitað þarf einnig að íhuga vel hvernig best væri að velja fulltrúa á þjóðfundinn, en það er út af fyrir sig aukaatriði núna. Aðalatriðið er að ákveðið verði að halda fundinn. Þær raddir heyrast að það sé dýrt að halda þjóðfund. Lýðræðið er dýrt. Ég tel að ekki sé hægt að setja verðmiða á þá nauðsyn að stjórnarskráin sé þannig að hún komi í veg fyrir sam- tryggingu og tryggi fólkinu í land- inu sem mest lýðréttindi. Lög á ekki að afgreiða á færibandi Hafsteinn Þór segir í grein sinni að réttilega sé bent á að nánast öll löggjöf sem samþykkt er á Alþingi í dag stafi frá ráðherrum í formi stjórnarfumvarpa, og hann heldur áfram: „Lausnina á þessu telja sum- ir þá að afnema þingræðið og kjósa framkvæmdavaldið í sérstökum kosningum.“ Ég er í hópi þessara sumra. Við slíkt fyrirkomulag yrði það áfram svo að framkvæmdavald- ið gæti lagt frumvörp fyrir Alþingi. Afgreiðsla slíkra frumvarpa yrði hins vegar ekki á færibandi eins og nú er. Alþingi á ekki að vera af- greiðslustofnun fyrir sértæk lög sem henta tollvörðum eða öðrum embættismönnum. Alþingi á að setja almenn lög fyrir þjóðina, sem tollverðir og aðrir embættismenn vinna eftir. Það er vissulega rétt að ekki á að hringla með stjórnarskrána, en það á einnig við um aðra löggjöf. Það á ekki að breyta lögum af því að það hentar þann daginn. Við borg- ararnir eigum skilið að búa við stöð- ugar almennar reglur. Lög og regl- ur sem við getum gengið að. Við þurfum færri lög sem farið er eftir. Þegar samkrullið milli löggjaf- arvaldsins og framkvæmdavaldsins er eins og við búum við er alltof auðvelt að setja lög um þetta og hitt oft illa undirbúin, lítt ígrunduð og óþörf lög. Óþarfi að finna upp hjólið Varla getur talist óeðlilegt þegar leitað er nýrra leiða að horfa í kringum sig. Það er beinlínis óskynsamleg tímaeyðsla að reyna að finna aftur upp hjólið. Þegar tillögur eru gerðar að nýju stjórnskipulagi hlýtur að vera eðlilegt kynna sér hvernig stjórnskipuninni er hagað meðal annarra þjóða. Byggja á því sem reynst hefur vel og aðlaga það ís- lenskum aðstæðum. Í hugmyndum þeim sem Banda- lag jafnaðarmanna talaði fyrir um beint kjör forsætisráðherra fyrir tuttugu og fimm árum var þessi leið farin. Það sem þótti gott í stjórn- skipan annarra þjóða var sótt og að- lagað aðstæðum hér á landi. Tillög- urnar gerðu ráð fyrir að oddviti ríkisstjórnarinnar – forsætisráð- herra – væri kosinn beinni kosningu og að hann veldi síðan fólk með sér í ríkisstjórn. Ljóst er að þetta líkist því sem gerist í Bandaríkjunum. Hugmyndirnar gerðu ráð fyrir að forsætisráðherrann yrði valinn í tvennum kosningum. Þar er hug- myndin sótt til Frakklands. Í fyrri kosningunum geta verið mörg fram- boð en í síðari kosningunum er kosið milli þeirra sem fengu flest atkvæð- in í fyrri umferðinni. Kjósandinn veit nákvæmlega hvaða valkosti hann hefur þegar hann kýs. Ólíkt því sem við eigum að venjast þegar samsteypustjórnir eru myndaðar eftir kosningar og gerður er mál- efnasamningur sem getur jafnvel komið kjósendum allra flokka á óvart. Fyrirmynda var leitað og þær lagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég hygg að fáum detti í hug að hægt sé að taka eitthvert kerfi sem er ein- hvers staðar í útlöndum og flytja það í einu lagi hingað. Aðrar hug- myndir hafa komið fram um hvernig megi tryggja betur sjálfstæði lög- gjafarvaldsins. Njörður P. Njarðvík setti fram hugmyndir í vetur um að forseti Alþingis yrði þjókjörinn, og með því og öðrum aðgerðum verði áhrif þingsins gerð meiri en nú er. Hann lagði til að allir frambjóð- endur allra flokka hefðu ákveðið númer og kjósandi veldi einn fram- bjóðanda – sem dragi síðan með sér aðra samflokksmenn. Fyrirmyndin að þessu kosningafyrirkomulagi er sótt til Finnlands. Það eru ábyggi- lega fleiri leiðir sem hægt er að fara. Höldum þjóðfund Þess vegna þarf nú að halda því fast að stjórnmálamönnum að sam- þykkja að haldinn verði þjóðfundur. Síðan þarf að halda því fast að þeim að standa við þau fyrirheit. Á þjóð- fundi verða hinar ýmsu leiðir rædd- ar og þau sem besta og mesta þekk- ingu hafa á þessum málum kölluð til ráðgjafar. Ekki verður flanað að neinu heldur komist að niðurstöðu eftir vandlega umræðu. Nýja stjórn- arskrá á síðan að bera undir þjóð- aratkvæði. Það er lykilatriði að missa ekki af því tækifæri sem nú er til að taka þessi mál á dagskrá. Valgerður Bjarna- dóttir svarar grein Hafsteins Þórs Haukssonar Valgerður Bjarnadóttir » ...þarf nú að halda því fast að stjórn- málamönnum að sam- þykkja að haldinn verði þjóðfundur. Höfundur er viðskiptafræðingur. Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 LIFANDI, grænn miðbær þar sem fram- sækin byggingarlist og hlýlegt umhverfi er í aðalatriði er útgangs- punktur í tillögu um nýjan miðbæ í Mos- fellsbæ sem nú er í kynningarferli. Hug- myndir, tillögur og óskir bæjarbúa voru hafðar að leiðarljósi við gerð nýs deiliskipulags miðbæjarins sem verið hefur í vinnslu frá 2005 en nú er komin lokamynd á. Von er til þess að hinn nýi mið- bær verði geysileg lyftistöng fyrir bæjarfélagið. Gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu sem nauðsynleg er fyrir nærsamfélagið. Skipulagið gerir ennfremur ráð fyr- ir tveimur merkilegum menning- arstofnunum sem nú eru í und- irbúningi, þ.e. sambyggðri kirkju og menningarhúsi og framhalds- skóla. Hvort tveggja mun gæða miðbæinn lífi og verður vonandi til þess að til verður sá græni, lifandi miðbær sem Mosfellsbær þarf á að halda og Mosfellingar hafa kallað eftir. Það er spennandi verkefni en jafnframt mikil áskorun að búa til nýjan miðbæ svo vel megi til takast. Taka verður tillit til fjölda sjón- armiða og reyna að miðla málum þannig að sem flestir séu ánægðir. Hagsmunir margra hópa mætast í þessu nýja skipulagi; kirkjunnar manna, skólafólks, ungu kynslóð- arinnar, menningarfólks, verslunar- eigenda og íbúa svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að hlusta á rödd þessara hópa allra og taka til greina þær athugasemdir og ábendingar sem þar koma fram eins og unnt er. Mosfellsbær hefur lagt sig fram við að leita eftir sjón- armiðum ólíkra hags- munahópa í skipulags- ferlinu öllu sem tekið hefur nær fjögur ár. Um haustið 2005 lagði skipulags- og bygging- arnefnd fram hug- myndir um nýtt deili- skipulag miðbæjarins unnar af Sigurði Ein- arssyni, arkitekt hjá Batteríinu. Þær hlutu almenna umfjöllun í aðdraganda kosninga en ákveðið var að vinna þær ekki frekar fyrr en að loknum kosn- ingum. Í kjölfar sveitarstjórn- arkosninga var haldið áfram með verkefnið og þá var samkvæmt mál- efnasamningi meirihlutans ákveðið að leita í meira mæli eftir skoðunum og hugmyndum íbúa um verkið. Gerð var viðhorfskönnun meðal Mosfellinga sem unnin var af Fé- lagsvísindastofnun og ráðgjafarfyr- irtækinu Landráð og í framhaldinu var komið á fót rýnihópum íbúa sem fjölluðu sérstaklega um hugmyndir að miðbæjarskipulagi og þær til- lögur sem bæjarbúar settu fram í viðhorfskönnuninni. Íbúar vildu grænni miðbæ Eftir að tillögur íbúa lágu fyrir var unnið frekar með deiliskipulag- ið og þær hugmyndir sem nú liggja fyrir eru endurskoðaðar tillögur þar sem sjónarmið íbúa hafa fengið brautargengi. Helstu breytingarnar frá fyrstu hugmyndum um deili- skipulag miðbæjarins eru þær að græn svæði í miðbænum fá aukinn sess. Tekið er meira tillit til trjá- ræktar sem fyrir er á svæðinu og var sérstaklega farið yfir það hvað af gróðrinum væri best til þess fall- ið að halda sér og mynda gróðurreit í hjarta bæjarins. Þannig gerir til- lagan ráð fyrir að eins konar skrúð- garður verði hluti af skipulaginu sem tengist klapparholti í miðju svæðisins. Klapparholtið mun jafn- framt njóta sín sem útvistarsvæði. Heldur hefur verið dregið úr fjölda íbúða frá fyrri hugmyndum og bíla- stæði eru flest neðanjarðar að hluta eða að öllu leyti og bílar því ekki áberandi, sem er mjög mikilvægt til að skapa þessa hlýju grænu stemn- ingu sem sóst er eftir. Framhaldsskóli, kirkja og menningarhús Lóðin milli Vesturlandsvegar og Bjarkarholts var valin til að hýsa væntanlegan framhaldsskóla. Sá mikli fjöldi fólks, jafnt starfsfólk og nemendur, sem fylgja starfsemi af þessu tagi mun auðga mannlíf í mið- bænum. Hið sama á við um menn- ingarhús og kirkju sem stefnt er að að byggja við Háholt. Það er mjög mikilvægt að nota tíma sem þessa sem nú ríkja til þess að vinna nauðsynlega undirbún- ingsvinnu að verkefni sem þessu. Samningur er um að nýr framhalds- skóli Mosfellsbæjar, sem tekur til starfa í bráðabirgðahúsnæði í haust, flytji í nýtt húsnæði haustið 2011. Þá er í gangi hönnunarsam- keppni um nýja kirkju og menning- arhús í miðbænum. Hvort tveggja er mikilvægt innlegg í þessa skipu- lagstillögu. Framhald málsins er það að nú verður unnið enn frekar úr ábendingum íbúa sem koma fram í forkynningarferli og í fram- haldi verður deiliskipulagstillagan auglýst formlega með lögbundnum athugasemdafresti. Að því ferli loknu hefur vonandi orðið til raun- hæf og áhugaverð hugmynd um hinn græna, lifandi miðbæ sem Mosfellingar hafa tekið þátt í að búa til. Haraldur Sverr- isson fjallar um nýtt deiliskipulag mið- bæjarins í Mos- fellsbæ » Það er spennandi verkefni og mikil áskorun að búa til nýjan miðbæ, taka verður tillit til fjölda sjónarmiða og miðla málum svo að vel megi til takast. Haraldur Sverrisson Höfundur er bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Lifandi, grænn mið- bær í Mosfellsbæ „ÞAÐ er náttúrlega einelti í Vallaskóla, alveg eins og í öðrum skólum … Við reynum að bregð- ast við um leið og við sjáum merki aukningar í einhverjum árgangi.“ Þegar ég las klausuna hér að ofan í Morg- unblaðinu í gær fylltist ég svo djúpri vanþóknun að ég get ekki orða bundist. Hér var verið að vitna í orð skólastjóra í grunnskóla í sambandi við eineltismál sem verið hafa í brennidepli að und- anförnu. Orðavalið, sé það rétt haft eftir, hlýtur að vekja áleitnar spurn- ingar um viðhorf viðkomandi skóla- yfirvalda til skjólstæðinga sinna og skólastarfsins. Orðið náttúrulegt getur þýtt að eitthvað sé eðlilegt eða jafnvel eðl- islægt manninum eða öðrum skepn- um. Oft er það þó notað um það sem er venjulegt, hefðbundið, um það sem fólk sér ekkert athugavert við. Sam- kvæmt þessu væri þá einelti eðlilegt og algengt samskiptamynstur og lítið við því að gera. Framhaldið styrkir þessa túlkun: Ef einelti eykst er hægt að reyna að fara að gera eitthvað í málinu. Það er sem sagt að mati skól- ans til ásættanlegt stig eineltis, ef til vill ásættanlegur fjöldi einstaklinga í árgangi sem verður fyrir árásum eða hæfilega gróft einelti. Hvar liggja mörkin? Þessi ummæli urðu til að minna mig á það sem einhverjum hraut eitt sinn af vörum um ásættanlegan fjölda nauðgana á útihátíð. Þetta finnst ef- laust mörgum full harkaleg samlík- ing, enda nauðgun mun alvarlegri glæpur en einelti. Gleymum því þó ekki að fórn- arlömb eineltis þurfa oft að glíma við afleið- ingar þess um árabil, jafnvel ævilangt. Þess eru vissulega dæmi að einelti hafi orðið til að hrekja þolendur frá námi, hrinda þeim inn í svartnætti þunglyndis eða vímuefnanaeyslu, jafnvel verið orsök þess að þeir kusu að binda enda á líf sitt. Meira að segja „venjulegt“ ein- elti – ef til vill innan ramma þess sem skólinn telur eðlilegt – brýtur niður sjálfsálit og hindrar eðlilega tengsla- myndun, veldur angist og kvíða, dregur úr námsgleði og áhuga og verður til þess að einstaklingurinn fær ekki notið hæfileika sinna. Ger- endum eineltis er heldur enginn greiði gerður með að leyfa þeim að tileinka sér hegðun kúgarans og of- beldisseggsins, hegðun sem getur leitt þá inn á hættulegar brautir. Þegar börn á sama reki eru sett saman í hóp er næsta víst að einhvern tíma kemur til árekstra. Átök og árekstrar mega hins vegar ekki verða að vanabundnu samskiptamynstri, þeir mega ekki þróast út í klíkumynd- un, útilokun og einelti. Það er hluti af námi kennara að skoða og meta fé- lagsleg samskipti nemenda og þeir læra leiðir til að bæta þau og þroska. Ef þekking þeirra og færni hrekkur ekki til eiga þeir að leita sér hjálpar sérfræðinga. Einelti viðgengst því að- eins að því sé leyft að viðgangast og það er á ábyrgð fagfólksins í skól- anum að stöðva það. Ummælin sem vitnað var í hér í upphafi eru eflaust fyrst og fremst klaufaleg og vanhugsuð. Þó bera þau vott um ákveðið sinnuleysi sem marg- ir kannast við af eigin raun. Þegar foreldrar hafa leitað til skóla með ein- eltisvandamál barna sinna hefur þeim alltof oft fundist þeir mæta úrræða- leysi eða skilningsleysi. Það er erfitt og tímafrekt að vinna í slíkum málum og það er ef til vill ástæða fyrir dauf- legum viðbrögðum af hálfu sumra skóla. Það getur verið freistandi að bíða og sjá hvort hlutirnir lagist af sjálfu sér, eða að ganga út frá að for- eldrarnir mikli vandamálið fyrir sér. Fórnarlömb eineltis eru alltof oft lát- in finna beint eða óbeint að það sé þeim að kenna, þau verði að breyta sér eða bara harka af sér. En einelti er ekki saklaus stríðni eða eðlileg átök jafnaldra. Einelti er síend- urtekið líkamlegt eða andlegt ofbeldi, félagsleg einangrun, kúgun og lít- illækkun. Einelti er aldrei eðlilegt og það er aldrei fórnarlambinu sjálfu að kenna. Hvert einasta barn sem grætur í koddann sinn af kvíða yfir morg- undeginum, sem vaknar með hnút í maganum yfir að þurfa að fara í skól- ann, sem spyr sjálft sig í örvæntingu hvers vegna það sé útilokað úr fé- lagsskap jafnaldranna – hvert einasta barn sem býr við slíka líðan er óá- sættanlegur vitnisburður um skóla- samfélag sem ekki sinnir skyldum sínum. Eðlilegt einelti? Ragnheiður Gests- dóttir fjallar um ein- elti í skólum »Einelti í skólum við- gengst því aðeins að því sé leyft að viðgangast og það er á ábyrgð fag- fólksins í skólasamfélag- inu að stöðva það. Ragnheiður Gestsdóttir Höfundur er rithöfundur, kennari, móðir og amma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.