Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 fjármál heimilanna og Öryrkja- bandalags Íslands en hugmyndin kom upp fyrir aðeins fjórum vikum og hefur undirbúningurinn því geng- ið hratt. Fjölbreytt dagskrá í boði Í miðstöðinni er tölvuver, kaffi- horn og krakkahorn og þar verða haldin fjölbreytt, gjaldfrjáls nám- skeið. T.d. verða í næstu viku nám- skeið í endurlífgun og ljósmyndun, auk þess sem Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna heldur fyr- irlestur. Prjónahópur Reykjavík- urdeildar Rauða krossins mun einnig mæta, auk þess sem prestar og djáknar verða á staðnum alla daga. „Dagskráin er ekki þétt núna því við gerum ráð fyrir að það taki ákveðinn tíma að auglýsa húsið og gera fólki kunnugt um að það sé til. Það er líka meðvitað að fylla hana ekki of mikið, því við óskum sér- staklega eftir því að fólk komi til okk- ar með hugmyndir og leggi húsinu lið,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri Rauðakrosshússins. Hún segir að miðstöðin sé hugsuð sem uppbyggilegur staður fyrir fólk, hvort sem það er atvinnulaust eða ekki. „Fjölgun símhringinga í 1717 er viss vísbending um hvað er að ger- ast. Svo höfum við þekkingu frá öðr- um löndum sem hafa glímt við at- Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Rauðakrosshúsið er þjón-ustumiðstöð fyrir allalandsmenn, byggt á ára-langri reynslu félagsins af viðbrögðum við neyð,“ sagði Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands, við opnunina í gær. „Með starfseminni vill Rauði krossinn veita einstaklingum og fjölskyldum stuðning til að takast á við breyttar aðstæður eða nýta krafta sína öðrum til gagns.“ Sérþjálfaðir sjálf- boðaliðar, sem margir hverjir hafa reynslu af starfi hjálparsímans, munu að mestu leyti bera starfið uppi en um er að ræða tilraunaverk- efni til sex mánaða. Anna sagði ljóst að margir kljáð- ust við fjárhagserfiðleikum og erf- iðleika tengda atvinnumissi. Símtöl- um í hjálparsímann 1717 hefði fjölgað úr 50 á sólarhring í 70 síðan í október og því ljóst að mikil þörf væri á úrræðum. Miðstöðin er sam- vinnuverkefni Rauða kross Íslands, Þjóðkirkjunnar, Ráðgjafarstofu um vinnuleysi um að það er óskaplega mikilvægt að halda fólki virku. T.d. að atvinnulausir fari fram úr á morgnana og geri eitthvað, t.d. að hitta annað fólk,“ segir Gunnhildur en í miðstöðinni verður einnig að finna upplýsingar um hvað er í boði víðsvegar um borgina. „Hér ætlum við að hafa gagnagrunn um hvaða námskeið bjóðast hjá stéttarfélög- unum og um starfsemi Rauðakross- deildanna um allt land. Þetta er frumskógur fyrir fólk að leita að öll- um þessum hlutum og við ætlum okkur að gera þessar upplýsingar að- gengilegar.“ Rauðakrosshúsið er staðsett í Borgartúni 25 og verður opið hús í dag milli kl. 14 og 18. Morgunblaðið/Heiddi Virkni Gunnhildur segir mikilvægt að halda atvinnulausu fólki virku. Morgunblaðið/Heiddi Rauði krossinn Ætlunin er að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum að takast á við breyttar þjóðfélagsaðstæður. Stuðningur fyrir alla Rauðakrosshúsið var opnað í gær en þar býðst lands- mönnum öllum að sækja ýmiss konar námskeið og fá fræðslu og sálrænan stuðning. DVALARKOSTNAÐUR á dvalar- og hjúkr- unarheimilum er greiddur með daggjöldum sem ákveðin eru af heilbrigðisráðuneytinu og félags- og tryggingaráðuneytinu hverju sinni. Daggjöldin eru mishá eftir stofnunum. Þátttaka vistmanna í dvalarkostnaði er tekjutengd og því misjafnlega há eftir tekjum hvers vistmanns. Ef mánaðartekjur vistmanns eru að jafnaði 65.005 kr. eða meira eftir skatta (greiðslur frá Tryggings- tofnun ekki meðtaldar) tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem eru umfram það. Greiðsluþátttaka vistmanna verður þó aldrei hærri en 262.313 kr. á mán- uði. Greiðsluþátttakan hefst fyrsta dag næsta mánaðar eftir að vistunarmat tekur gildi. Hvað er vistunarmat? Vistunarmat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega vistun á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Þegar að því kemur að sækja um vist á dvalar- eða hjúkrunarheimili þarf fyrst að sækja um vistunarmat til vistunarmatsnefnda í við- komandi landshluta. Daggjöld til heimila eru ekki greidd nema vistunarmat liggi fyrir. Hvernig er greiðslum háttað? Við flutning á dvalar- eða hjúkrunarheim- ili falla lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar til vistmannsins niður frá fyrsta degi næsta mánaðar. Einstaklingar með engar eða lágar tekjur geta átt rétt á vasapeningum. Fullir vasapeningar eru 41.895 kr. á mánuði. Vasa- peningar eru tekjutengdir, lækka því með hækkandi tekjum og falla niður ef tekjur eru yfir 64.454 kr. á mánuði. ·Ef um dvalarheimili er að ræða greiðir Tryggingastofnun vistunarframlag til heim- Vistun á dvalar- og hjúkrunarheimilum Þinn réttur byggist á upplýsingum frá TR Morgunblaðið/Ómar TR Daggjöld á hjúkrunarheimilum eru mishá. Nánari upplýsingar: http://www.tr.is/eldri-borgarar/husnaedi/ dvalar-og-hjukrunarheimili/ Daggjöld hjúkrunarheimilia:http:// www.heilbrigdisraduneyti.is/media/frettir/ Upplysingar_um_daggjold_hjukrunarheim- ila.pdf Vistunarmat: http://www.landlaeknir.is/Pages/1142 ilisins og heimilið innheimtir hjá vistmanni hans hlut í vistgjaldinu ef hann á að taka þátt í því. Ef um hjúkrunarheimili er að ræða greiðir Tryggingastofnun fullt daggjald til heimilis- ins. Ef vistmaður á að taka þátt í dval- arkostnaði innheimtir heimilið hans hlut og endurgreiðir hann til Tryggingastofnunar. Upphæðir gilda fyrir árið 2009. KONUR eru líklegri en karlmenn til að bíða tjón á heilsunni vegna slæms hjónabands, ef marka má nýja rannsókn bandarískra sál- fræðinga. Rannsóknin bendir til þess að konum í slæmum hjónaböndum sé hættara við hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, sykursýki og fleiri sjúkdómum. Hjónabandsraunir virðast hins vegar ekki hafa veru- leg áhrif á heilsu karlmanna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Rannsóknin náði til 276 hjóna sem höfðu verið gift í 20 ár að með- altali. Sálfræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu að þótt karl- mönnum væri jafnhætt við þung- lyndi og konum í slæmum hjóna- böndum þá hefðu hjónaerjur ekki sömu áhrif á líkamlega heilsu karl- anna. bogi@mbl.is Hjónaerjur skaða konur UNIFEM á Íslandi Laugavegi 42 Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Sími 552 6200 unifem@unifem.is www.unifem.is Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42 Laugardaginn 7. mars kl. 13-14. UNIFEM-UMRÆÐUR um Rómönsku Ameríku Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku við HÍ – Að standast skoðun – Stefán Guðmundsson sagnfræðingur, fararstjóri og kennari við MH – Metro-karlmaðurinn ekki velkominn ... – Fyrirlesararnir fjalla um hugmyndir um kvenleika og karlmennsku í Rómönsku Ameríku, m.a. verður sagt frá lífsviðhorfi frumbyggja og stórborgarkvenna og áherslunni á karlmennskuímyndir leiðtoga þriðjaheimsríkja. Allir velkomnir og ókeypis inn. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Kvennakokkteill með frambjóðendum Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík býður frambjóðendum í kokkteil Kokkteill með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi Alþingiskosninga verður haldin í Valhöll föstudaginn 6. mars klukkan 17. Frambjóðendum gefst tækifæri til að taka sér stutta hvíld frá annasamri dagskrá og spjalla óformlega við gesti. Allar konur í Reykjavík velkomnar! Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.