Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir gefur kost á sér í 1.-2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín, sem er fyrsti þingmaður Suðvest- urkjördæmis, fæddist í Reykjavík árið 1965. Hún er lög- fræðingur að mennt og starfaði um skeið sem slíkur og síð- ar sem yfirmaður Rásar 2. Hún var fyrst kjörin á þing vorið 1999 og gegndi embætti menntamálaráðherra frá því í ársbyrjun 2004 til febrúar árið 2009. Þorgerður Katrín hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005. Heimasíða hennar er www.thorgerdur.is. Þorgerður gefur kost á sér í 1.-2. sætið Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir RÓSA Guðbjarts- dóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði gefur kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæð- isflokksins í SV- kjördæmi. Rósa er stjórn- málafræðingur og starfaði lengi sem fréttamaður. Hún hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2006 og varaþingmaður frá 2007. Rósa gefur kost á sér í SV-kjördæmi Rósa Guðbjartsdóttir KARÓLÍNA Ein- arsdóttir gefur kost á sér í 3.-4. sæti á lista Vinstri grænna í SV- kjördæmi. Karólína er líf- fræðingur og starf- aði síðast á Veiði- málastofnun. Hún hefur gegnt mörg- um trúnaðarstörfum fyrir VG, m.a. setið í landstjórn og flokksráði. Karólína sækist eftir 3.-4. sæti Karólína Einarsdóttir GRÍMUR Gíslason framkvæmdastjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi og sækist eftir stuðn- ingi í 3. sætið. Grímur er 48 ára Vestmannaeyingur en hefur verið búsettur á Selfossi undanfarin ár. Grímur Gíslason stefnir á 3. sætið Grímur Gíslason JÓN Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir stuðningi í 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 14. mars. Jón var kjörinn á Alþingi í alþingiskosningunum árið 2007 og tók þá sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, félags- og tryggingamálanefnd og viðskipta- nefnd. Á þessu ári var hann jafnframt kjörinn í umhverf- isnefnd. Einnig situr Jón í nefnd Íslands í Vestnorræna ráðinu. Jón sat um árabil í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en hann hefur einnig verið formaður og framkvæmdastjóri samtakanna. Jón Gunnarsson í 3. sætið í Kraganum Jón Gunnarsson SKARPHÉÐINN Magnússon gefur kost á sér í 6.-8. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í NV-kjördæmi. Skarphéðinn sit- ur í stjórn Þórs, fé- lags ungra sjálf- stæðismanna á Akranesi. Hann stundar nú nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Gefur kost á sér í 6.-8. sæti í NV Skarphéðinn Magnússon EINAR Benedikts- son verkamaður á Akranesi gefur kost á sér í 3.-6. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í NV-kjördæmi. Einar hefur m.a. starfað við sjó- mennsku og í bygg- ingageiranum. Hann bjó í Danmörku í tæp 10 ár, en flutti heim 2006. Einar vill 3.-6. sæti hjá Samfylkingu Einar Benediktsson GUÐMUNDUR Kjartansson hag- fræðingur býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, sem fram fer 13.-14. mars næstkomandi. Guðmundur sæk- ist eftir 3.-4. sæti í prófkjörinu. Guðmundur sækist eftir 3.-4. sæti Guðmundur Kjartansson GARÐAR Víðir Gunnarsson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Norð- vesturkjördæmi. Garðar er með BA-gráðu í lög- fræði frá HR. Hann lagði stund á al- þjóðlega efnahags- og viðskiptalögfræði við Kyushu háskóla í Japan. Garðar Víðir sæk- ist eftir 3. sæti Garðar Víðir Gunnarsson SIGURLAUG Hanna Leifsdóttir býður sig fram í 5. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í NA-kjördæmi. Hún er búfræðingur að mennt og býr í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit. Sigurlaug lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1994. Sigurlaug Hanna fer fram í 5. sæti Sigurlaug Hanna Leifsdóttir www.veggfodur.is Skoda Octavia - sparneytni fjölskyldubíllinn Fólk talar mikið um sparneytni og kraftinn í Skoda Octavia þessa dagana, enda hefur Octavia fengið fjölda verðlauna fyrir þessa þætti undanfarin misseri. Við getum bætt við að hann hefur mjög gott orð á sér fyrir endursöluverð, lága bilanatíðni og er í heildina séð virkilega vandaður bíll á hagstæðu verði. Komdu í HEKLU - Notaða bíla á Kletthálsi og skoðaðu næstum nýjan Skoda Octavia, rúmgóðan og ríkulega búinn bíl fyrir alla fjölskylduna. HEKLA NOTAÐIR BÍLAR KLETTHÁLSI Opið 10–18 virka daga | Opið 12–16 laugardaga Kletthálsi sími 590 5044 www.heklanotadirbilar.is DÆMI ÚR SÖLUSKRÁ Skoda Octavia TDi, árgerð 2005 ekinn 71.000 km. Beinskiptur, Dísel. Verð: 1.990.000 kr. Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. Alþingiskosningar 2009 STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.