Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 40
40 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 Í NÝRRI skoð- anakönnun sem gerð var í Bret- landi í sambandi við Heimsdag bókarinnar, sem var í gær, svör- uðu 65% að- spurðra játandi er þeir voru spurðir að því hvort þeir hefðu nokkru sinni sagst hafa lesið bók sem þeir höfðu ekki lesið. 42% aðspurðra sögðust einhvern tíma hafa rang- lega sagst hafa lesið skáldsöguna 1984 eftir George Orwell, 31% sögðust hafa lesið Stríð og frið eft- ir Leo Tolstoy, án þess að hafa les- ið hana, 25% höfðu logið að þeir hefðu lesið Ulyssess eftir James Joyce og 24% að þeir hefðu lesið Biblíuna. 33% segjast aldrei hafa logið til um lestur á bókum. Samkvæmt The Guardian leiddi könnunin einnig í ljós að margir eru óþolinmóðir við lestur og fletta hratt yfir kafla til að komast sem fyrst að endinum og að margir hirða ekki vel um bækurnar – 62% aðspurðra brjóta upp á horn blað- síða til að merkja hvert þeir eru komnir. Rowling vinsæl Þegar fólk var beðið að nefna höfunda sem það kynni vel að meta nefndu 61% J.K. Rowling og 32% John Grisham. Þá við- urkenndu 48% að hafa keypt bók til að gefa öðrum, en hafa lesið hana fyrst sjálf. 14% viðurkenndu að hafa skrifað eða krotað í bókasafnsbækur. „Ég vann í bókasafni og bækur koma oft inn í hræðilegu ásig- komulagi. Þá er nú betra að fólk brjóti upp á horn en að fá inn bók eftir Tolstoy sem skurðstofusokkur lafir út úr,“ segir einn viðmælenda. 65% ljúga um lestur Margir segja ósatt um 1984 Orwells George Orwell Á DÖGUNUM fékk yfirlitssýn- ingin á verkum Roni Horn, sem var opnuð fyrir viku í Tate Mod- ern í Lundúnum, afar lofsamlega dóma í The Gu- ardian. Michael Glover, rýnir The Independent, er ekki jafn hrif- inn af sýningunni, er nefnist Roni Horn aka Roni Horn, og gefur henni tvær stjörnur af fimm mögu- legum. Glover segir að andinn á sýning- unni sé næstum eins og í klaustri, verkin séu hljóðlát og mörg „frekar daufleg“. Hann telur það vera vandamál hjá Horn, að hún sé of upptekin af hugsununum að baki sköpun verkanna. „Hún skrifar um hugmyndirnar í textum sem fylgja mörgum verkanna. Textarnir eru hugvekjandi, áhugaverðir og alltaf vel skrifaðir. Verkin sjálf eru oft eins og föl aukaatriði,“ skrifar Glover. Hann segir hluta af sýningunni, sem er í mörgum sölum, vera áhugaverða; til að mynda ljós- myndaröð Horn af ánni Thames, sem sést út um glugga salarins. Hljóðlát og daufleg Roni Horn Í DAG kl. 18. opnar Kristinn G. Harðarson sýningu sína Skjól í Kubbnum. Sýningin er unnin í samstarfi við við nemendur í listfræði við Háskóla Íslands og myndlistardeild við Listaháskóla Íslands. Kubb- urinn er staðsettur í húsnæði myndlistardeildar Listahá- skóla Íslands að Laug- arnesvegi 91. Verkin eru unnin eftir völd- um skissum sem Kristinn hefur unnið undanfarin ár. Í tengslum við opnun sýningarinnar verður haldinn fyrirlestur sem fluttur er af nemendum um feril listamannsins í fyrirlestrarsal Listahá- skólans. Sýningin stendur yfir til 29. mars. Myndlist Kristinn sýnir í Kubbnum Kristinn G. Harðarson Á MORGUN, laugardag, efnir Listasafn Íslands til málþings í tengslum við sýninguna Nokkrir vinir sem nú stendur yfir. Til umræðu verða ýmsar spurningar er varða viðhorf til myndlistar á sjöunda áratug 20. aldar og hvaða breytingar sýningar í Gallerí SÚM höfðu í för með sér. Velt verður upp hvernig viðtökur verk þeirra fengu hér heima og erlendis. Einnig verður rætt um stofnun Nýlistasafnsins, safneign þess og stöðu í samfélaginu. Í pallborði verða Andrea Maack og Huginn Þór Arason, Halldór B. Run- ólfsson, Rúrí og Ólafur Ingi Jónsson. Málþingið stendur frá kl. 11-13. Myndlist Hverju breytti Gallerí SÚM? Listasafn Íslands. GUÐLAUGUR Rósinkranz fyrrum þjóðleikhússtjóri stóð fyrir töku á myndum á Vest- fjörðum í kringum 1950. Í myndinni, sem sennilega er tekin af Kjartani Ó. Bjarna- syni, er víða komið við og sýnd- ar myndir frá ýmsum kaup- stöðum, bæjum og menningarstofnunum. Þar má meðal annars sjá unglinga- heimilið fyrrverandi í Breiða- vík, frá Núpi í Dýrafirði, Héraðsskólanum í Reykjanesi, Kirkjubóli í Bjarnardal, Þingeyri o.fl. stöðum. Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd hans á morgun, laugardag, kl. 16. Kvikmyndir Vestfirðir fyrir röskri hálfri öld Mynni Reykjafjarðar. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÍVAR Valgarðsson myndlist- armaður er uppi í stiga og snýr stórum sirkli sem hann hefur búið til og fest á vegginn. Á sirkilinn hef- ur hann fest neonbláan áherslu- penna sem litar hring eftir hring. Smám saman styrkist liturinn í hringnum, sem nær frá gólfi og al- veg upp í loft. Ívar opnar á morgun sýningu í öllum sölum Listasafns ASÍ sem nefnist Hringir, hámarksstærð, en það er einmitt heiti verkanna sem hann er að vinna inn í salinn á efri hæðinni. Tveir risastórir hringir eru á endaveggjunum en aðrir minni á hliðarveggjum. „Stærð hringanna afmarkast af rýminu, af hverjum vegg,“ segir Ív- ar þegar hann er kominn niður úr stiganum. Á gólfinu eru nokkrir blá- ir áherslupennar. „Þetta eru þessir klassísku áherslupennar,“ segir hann og setur lokið á einn. „Verkið gerði ég árið 2002 en hef aldrei sýnt það áður. Þau vilja safnast upp þessi verk.“ Ívar er að undirbúa sýningu í öllu safninu og við göngum niður stig- ann, að skoða Arinstofuna og Gryfj- una. Hann stoppar í stiganum og segir: „Svona verk verður ósjálfrátt táknrænt í kreppunni. Þetta eru eins stór núll og hægt er að koma fyrir á stökum flötum.“ Í arinstofunni eru tveir stórir skjáir en verkið nefnist Blátt sí- rennsli, rautt sírennsli. Hvítur flöt- ur nema á öðrum skjánum er blá fagurlöguð lína niður miðjan skjá- inn og rauð á hinum. „Þetta er videóupptaka af bun- andi innanhússmálningu, eins konar lifandi málverk,“ segir Ívar. – Þú ert iðulega að takast á við málverkið í verkunum, á þinn hátt. „Já já, þetta eru líka hugleiðingar um málverk og eðli þess.“ Rúllurnar mála rýmið Við göngum niður í Gryfjuna. Þar logar neonverk á vegg, það heitir Málandi og varpar gulrauðri birtu í rýmið. Þetta eru tvær perur, mót- aðar eins og málningarrúllur á skafti. Þær blikka sitt á hvað og gefa hreyfingu til kynna, eins og verið sé að mála. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni neonverk. Ljósið frá neonrúllunum málar rýmið á sinn hátt.“ Og kallast á við úrvinnslu Ívars úr hefð málverksins gegnum árin. „Það er tenging milli allra rým- anna. Ég hef alltaf verið upptekinn af slíkum tengingum, rýmið tekur alltaf virkan þátt í verkum mínum.“ Frammi í anddyrinu verður Ívar með litla innsetningu undir gleri, Hellt niður með nákvæmni. „Þetta eru málningarklessur, plastmálning, sem ég hef látið renna niður úr dós og þorna. Úr því verða þessir flötu hringir. Hvenær er maður að skapa og hvenær er maður að eyðileggja? Þegar ein- hverju er hellt niður er venjulega verið að spilla einhverju. Er maður að skapa eða skemma þegar efnið tekur á sig nýja mynd – nokkuð sem gerist í öllum listaverkum? Fólk tekur dýrindis efni og breytir þeim í einhver listaverk! Er þá ver- ið að skemma efnin,“ spyr Ívar og brosir. Að skapa eða skemma? Morgunblaðið/Einar Falur Hringir í hámarksstærð „Þetta eru eins stór núll og hægt er að koma fyr- ir,“ segir Ívar um stóru hringina sem hann er að setja inn í salinn.  Ívar Valgarðsson sýnir í Listasafni ASÍ  Mörg verk í samræðu við málverkið ÉG veit að flestum finnst svanurinn flottastur, hann er vissulega fagur, en mér hefur alltaf þótt steingerð risaeðlubeinagrindin langsamlega skemmtilegust. Ég er að tala um dýrin í Karnivali dýranna eftir franska tónskáldið Camille Saint- Saëns. Þetta stórskemmtilega verk verður leikið á tónleikum fyrir börn í Salnum á morgun kl. 13 af kenn- urum úr Tónlistarskóla Kópavogs. Einn þeirra kennara sem leika er Pamela De Sensi flautuleikari. „Þetta er í fyrsta skipti sem verk- ið er flutt með sögumanni og sög- unni sem er sérstaklega samin fyrir barnatónleika. Þetta verður hátíð vetrinum í röð fjölskyldutónleika í samvinnu Salarins og Tónlistar- skóla Kópavogs. Pamela segir tón- leikana hafa verið mjög vel sótta og þegar Pétur og úlfurinn voru á dag- skrá var löng biðröð við Salinn. Sögumenn verða Guðrún Ás- mundsdóttir og Sigurþór Heimisson og kynnir verður enginn annar en Maxímús Músíkús. Saint-Saëns samdi verkið árið 1886, fyrir öskudagsskemmtun á heimili vinar síns. Hann leit á það sem sprell og vildi ekki að það yrði spilað oftar en auðvitað vildu allir heyra það aftur og aftur og aftur. begga@mbl.is. fyrir börn því við erum líka með listakonu með okkur sem teiknar öll dýrin á vegg. Fyrir tónleikana skemmtir Götuleikhúsið krökk- unum fyrir utan og í anddyrinu verða konur sem mála dýraandlit á þá. Þá verður hljóðfærabúðin á Grettisgötu líka með sýningu á öll- um þeim hljóðfærum sem búa til dýrahljóð. Þú ættir bara að sjá, þetta eru rosalega skemmtileg hljóðfæri,“ segir Pamela. Karnival dýranna, er „alvöru“ tónlist að sögn Pamelu. „Þetta er mjög erfitt verk fyrir hljóðfæraleik- arana.“ Tónleikarnir eru þeir síðustu á Karnivalstemning í Salnum með svani og risaeðlubeinagrind Gleðitónlist Karnival dýranna. Í dýragarði tónlistarinnar „Þetta er fjórða sýningin mín í þessu húsi,“ segir Ívar Valgarðsson þar sem við göngum um Listasafn ASÍ við Freyjugötu, þetta fallega hús sem Ásmundur Sveinsson byggði. „Sú fyrsta var árið 1981, þá sýndi ég ljósmyndaverk. Á næstu sýn- ingu, árið 1996 að mig minnir, var ég með skúlptúra sem ég bjó til úr „polifilla“-sparsli, eins konar dropasteinar. Síðan árið 2003 var ég með videóinnsetningu hér sem ég kallaði Sólgult-þurrktími. Það var varpað á vegg með skjávarpa dvd-upptöku af innanhússmálningu að þorna. Svo er þessi sýning núna. Þetta er yndislegt hús að sýna í. Birtan er svo fín og gaman að glíma við þetta rými.“ Ívar segir að fyrsta sýningin hans hér hafi snúist um vatnsföll. „Ég sýndi svarthvítar ljósmyndir sem ég litaði með vatnslitum. Þar var líka blá lína á hreyfingu; rennsli og straumar af ýmsum toga hefur verið einkenni á mínum ferli,“ segir Ívar og bendir á bláa sírennslislínu á öðrum skjánum í Arinstofunni. Hann þagnar. Bætir svo við: „Maður er alltaf við sama heygarðshornið. Það er svo skrýtið – eða eðlilegt...“ Alltaf við sama heygarðshornið Maður reynir auðvit- að halda sama verð- inu en það er kannski erfitt í þessari tíð. 45 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.