Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARS 2009 SKARFAR standa gjarnan uppréttir og baða vængjum, „messa“, segir á vef Skotveiðifélags Ís- lands. Þessi skarfur í Hafnarfirði virðist einmitt á þeim buxunum þar sem hann baðar út vængjum sínum og teygir álkuna, eins og til að ná athygli félaga sinna. Skarfar eru „svartir, svipljótir og daunillir“. Þeir mynda sérstaka ætt fugla, Phala- crocoracidae, en það orð er af gríska orðinu fyrir skarf, og þýðir eiginlega sköllóttur hrafn. Morgunblaðið/Ómar Sköllóttur hrafninn messar í Hafnarfirði Á FYRSTU tveimur mán- uðum ársins lagði lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hald á nærri 1.400 kannabis- plöntur. Tvöfalt meira en á öllu síðasta ári. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeild- ar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, heldur lögreglan átaki sínu ótrauð áfram. Átak lögreglu bar enn ávöxt á miðvikudag. Þá var kannabisræktun stöðvuð í Kópavogi. Lagt var hald á um fimmtíu plöntur en þær voru flestar á lokastigi ræktunar og því stutt í að afurðin færi í sölu. Karlmaður á fimmtugsaldri var yfirheyrður vegna málsins og játaði hann að eiga plönturnar. Jafnframt var lagt hald á nokkra gróð- urhúsalampa. andri@mbl.is Fundu fimm- tíu plöntur FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FINN Østrup, prófessor í lögfræði við Copenhagen Buisness School (CBS), telur lán Roskilde Bank til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum vera lögbrot. Þetta kom fram í sjónvarpsþættinum Bankrot (gjaldþrot) sem sýndur var í danska ríkissjónvarpinu 4. mars síðastlið- inn. Í þættinum var rakinn aðdragandi þess að Roskilde Bank, sem lengi hafði verið einn virtasti banki Dan- merkur, varð gjaldþrota. Í þættinum var greint frá því að bankinn hefði lagt hart að við- skiptavinum sínum að kaupa bréf í bankanum á árunum 2006 og 2007. Þá var danska fjármáleftirlitið búið að gera athugasemdir við eiginfjár- stöðu bankans, sem þótti ekki nægi- lega góð. Í samtali við Morgunblaðið segist Østrup líta svo á að fyrrnefnd lán fari gegn danski löggjöf. „Ég hef ekki enn séð þáttinn þannig að ég get ekki tjáð mig um hvernig farið er með það sem ég sagði við frétta- menn DR [danska ríkisútvarpsins innsk. blm.]. En aðalatriðið í mínum huga varðandi lánin, er að mér finnst það fara gegn góðum starfs- háttum banka auk þess sem að það kann að varða lög um markaðs- misnotkun. Það fer þó eftir hverju tilfelli fyrir sig,“ sagði Østrup í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hópmálsókn er nú í undirbúningi vegna lána bankans fyrir kaupum í bankanum sjálfum. Viðskiptavin- irnir sem tóku lánin og keyptu segja starfsmenn Roskilde Banka hafa beitt þá þrýstingi, auk þess sem að málsóknin byggist á því að lánin hafi verið ólögmæt og falið í sér fölsun á raunverulegu markaðsvirði bank- ans. Lögin um hlutfélög, einkahluta- félög og verðbréfaviðskipti, sem varða lánafyrirgreiðslu af fyrr- nefndu tagi, eru ekki alveg skýr um þessi mál hér á landi, frekar en í Danmörku. Mörg dæmi eru um það í gömlu bönkunum, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum, að lánað hafi verið fyrir kaupum á bréfum í bönkunum sjálfum. Í sumum tilfellum, varð það gert án annarra veða en bréfanna sjálfra. Ólöglegt að lána fyrir bréfum í bankanum? Segir lán fyrir kaupum á bréfum í lánveitanda lögbrot FYRIRHUGAÐ er að loka Sundhöll Reykjavíkur tímabundið í sumar til þess að sinna viðhaldi. „Hún verður lokuð í einhvern tíma, en það er ekki búið að ganga endanlega frá því,“ sagði Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur. Hann reiknar þó með að henni verði lokað tímabundið í júlí, en aðsókn í laugina er minnst yfir sumarmánuðina. Aðspurður hvort að lokun Sundhallarinnar væri í sparnaðarskyni sagði hann: „Við sjáum þarna ákveðið tækifæri, þetta er innilaug, hún þarfnast við- halds og því er skynsamlegast að loka henni á þessum árstíma.“ Sundhöllin lokuð í sumar REGLULEG laun voru að meðaltali 0,4% hærri á fjórða ársfjórðungi 2008 en ársfjórðungnum á undan, samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands. Á sama tíma lækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,5% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 2,7%. Frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun verkafólks mest eða um 1% en laun stjórnenda lækkuðu á sama tímabili um 2,6%. Milli ársfjórðunga mældist mesta launalækkunin í fjár- málaþjónustu, lífeyrissjóðum og vá- tryggingum, eða 3%. Opinberir starfsmenn margir Spurður hvernig skýra megi launahækkun opinberra starfs- manna í lok árs segir Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins, að kjarasamningar á almenn- um vinnumarkaði hafi tekið gildi fyrripart árs en kjarasamningar launanefndar sveitarfélaga tóku ekki gildi fyrr en 1. nóvember. Sú launahækkun kom því að öllu leyti inn á síðasta ársfjórðunginn. „Ef allt árið væri skoðað liti myndin öðruvísi út,“ segir hann. „Starfsmenn sveit- arfélaga eru 5-6.000 talsins. Þetta er stór hópur sem er ekki með há grunnlaun og með því að fá krónu- töluhækkun [20.300 kr.] verður pró- sentuhækkunin meiri.“ ylfa@mbl.is Fengu 2,7% launahækk- un í lok 2008 Samtímis lækkuðu laun á almennum markaði Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Karólína Lárusdóttir Lísbet Sveinsdóttir Bilson Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Listmunauppboð í Galleríi Fold fer fram mánudaginn 9. mars, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Verkin verða sýnd: föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17 sunnudag kl.12–17, mánudag kl. 10–17 Einnig er hægt að skoða uppboðsskrána á www.myndlist.is Sæ m undur Valdem arsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.