Morgunblaðið - 07.03.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.03.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að Bændasamtök Íslands hafi brotið gegn samkeppnislögum með aðgerð- um sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum. Samtökunum er gert að greiða tíu milljóna króna stjórnvaldssekt og lagt er til að þau komi í veg fyrir að samskonar brot verði endurtekin. Brotin snúa að búvörum sem ekki lúta opinberri verðlagningu sam- kvæmt búvörulögum, þ.e. kjúkling- um, eggjum, grænmeti og svínakjöti. Upphaf málsins má rekja til fréttar Morgunblaðsins 7. mars 2008 undir fyrirsögninni „Sátt um hækk- anir nauðsyn“. Í fréttinni var fjallað um Búnaðarþing 2008, en á því kom fram að verðhækkun hjá búvöru- framleiðendum væri óumflýjanleg. Í kjölfarið hóf Samkeppniseftirlitið rannsókn. Krafa um samkeppni „fráleit“ Í málinu héldu samtökin því fram að aðgerðir þeirra falli ekki undir ákvæði samkeppnislaga og fráleitt að gera þá kröfu að samkeppni ríki milli búvöruframleiðenda. Samkeppniseftirlitið benti á að bú- vörur séu annars vegar verðlagðar af opinberri nefnd en hins vegar utan verðlagningakerfis búvörulaga, og þá eigi samkeppnislög að öllu leyti við. „Í þessum tilvikum er sam- keppni ætlað að vernda hagsmuni neytenda og stuðla að sanngjörnu verði. Er gert ráð fyrir þessu bæði í búvörulögum og samkeppnislögum.“ BÍ gert að greiða sekt vegna samkeppnisbrota „Bændasamtökin hafna því að almennar umræður um stöðu og framtíðarhorfur íslenskra bænda geti valdið neytendum tjóni, eins og fram er haldið í úr- skurði Samkeppniseftirlitsins,“ segir í yfirlýsingu frá BÍ. Sam- tökin telja sig því ekki hafa brotið samkeppnislög. Þá segir að ákvörðunin sé byggð á umræðum á og í kjölfar Búnaðarþingsins en þar bentu bændur á þær gríðarlegu verð- hækkanir sem þá voru orðnar á heimsmarkaði á aðföngum. Ekki brot á lögum Spilakvöld Varðar Nánari upplýsingar eru á www.xd.is Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Valhöll sunnudaginn 8. mars kl. 20.00. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Gestur kvöldsins Marta Guðjónsdóttir formaður Varðar – Fulltrúaráðsins. Aðgangseyrir er 1000 kr. Allir velkomnir! Sjálfstæðisflokkurinn Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÓLF boðsgestum vélhjólaklúbbsins Fáfnis var meinuð landganga við komuna til landsins í gær. Í Leifsstöð beið fimmtán manna móttökunefnd klúbbsins. Nefndin fylgdi eiginkonu eins norsks Vítisengils og vinkonum hennar til höfuðborg- arinnar. Sá kvittur komst á kreik í gær að all- nokkrir boðsgestir hefðu sloppið í gegnum nál- arauga landamæravarða. Jón Trausti Lúthersson, Fáfnismaður, vildi hvorki játa því né neita í samtali við blaðamann. Jón Trausti sagðist reyndar glaður vilja ræða við Morgunblaðið um málið, veisluna og boðs- gesti. Hendur hans væru hins vegar bundnar enda fjölmiðlabann á Fáfni. Hann vildi ekki gefa upp hver gæfi út slíkt fjölmiðlabann. Veisluhöld Fáfnismanna eiga að fara fram í dag og ekki er annað vitað en að þau séu á áætl- un. Víst er að lögregla verður með mikið eftirlit við nýjar höfuðstöðvar Fáfnis í Hafnarfirði. Jón Trausti sagðist aðspurður ekki velta sér upp úr væntanlegu eftirliti, enda væru þeir ekki að gera neitt ólöglegt. Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra kemur fram að landamæraeftirlitinu verði haldið áfram á morgun. Ekki náðist í Sigríði Björk Guðjóns- dóttur, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og fulltrúi Ríkislögreglustjóra vísaði á vefsvæði lögregl- unnar þegar leitað var eftir upplýsingum. Velta sér ekki upp úr eftirlitinu  Fjórtán mönnum tengdum vélhjólasamtökunum Vítisenglum hefur verið meinuð landganga  Veisluhöld vélhjólaklúbbsins Fáfnis eru á áætlun og víst er að lögregla mun fylgjast grannt með Í HNOTSKURN »Tveimur norrænum Vít-isenglum var vísað frá landi á miðvikudag. Tólf til viðbótar var meinuð land- ganga í gær. »Sex af tólf höfðu þegaryfirgefið landið snemma í gærkvöldi. »VélhjólaklúbburinnFáfnir er svokallaður stuðningsklúbbur Vítis- engla. »Vítisenglar falla undirþá skilgreiningu sem í gildi er innan Evrópusam- bandsins um skipulagða glæpastarfsemi. Ljósmynd/Víkurfréttir Móttökunefnd Félagsmenn í Fáfni fylktu liði í Leifsstöð til að taka á móti boðsgestum sínum. HÚSIÐ að Framnesi við Reyðarfjörð brann í gær, þegar slökkvilið Fjarðabyggðar æfði reyk- köfun með níu útskriftarnemum í slökkviliðs- störfum. Kveikt var í húsinu fimm sinnum og slökkt aftur, en því svo leyft að brenna til kaldra kola undir lokin. Sveitarfélagið keypti húsið fyr- ir nokkru síðan en beðið hefur verið með nið- urrifið fram að „lokaverkefni“ útskriftarnem- anna, sem nú ættu að vera færir í flestan reyk. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Nemarnir eru nú færir í flestan reyk UMFERÐ á þjóðvegum landsins var heldur meiri í janúar og febrúar 2009 en hún var í sömu mánuðum árið 2008. Mjög dró úr umferð seinni hluta árs í fyrra. Á landinu jókst umferðin um 3,5% í febrúar miðað við sama mán- uð í fyrra. Vegagerðin miðar við 16 talningastaði á hringveginum og því er ekki um að ræða umferð á höfuðborgarsvæðinu. Umferð á Suðurlandi jókst um 9,2%, á Vesturlandi um 2,6% og 1,3% í nágrenni við Reykjavík. 9,1% samdráttur umferðar var á Austur- landi og 2% samdráttur á Norður- landi. sisi@mbl.is Umferð eykst á þjóðvegum STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur lækkað dagpen- inga um 10% og afnumið sérréttindi ráðherra, alþingismanna og annarra háttsettra embættismanna hvað varðar dagpeninga. Samkvæmt reglugerðinni fá ráð- herrar einungis þriðjung af dagpen- ingum og maki fær ekkert þegar um er að ræða opinberar heimsóknir. Þá verða settar hömlur á hversu dýra gistingu menn geta valið sér. Dagpeningar lækkaðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.