Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
RÚMLEGA 40 prósent þeirra sem
eru undir þrítugu, og tóku afstöðu í
nýjustu skoðanakönnun Capacent,
segjast styðja Vinstri græn.
Fylgi flokksins í þessum aldurs-
hópi hefur sjaldan verið meira og
virðist sem bankahrunið í október,
og pólitísk umræða í kjölfar þess,
hafi gefið Vinstri grænum meira
fylgi meðal yngra fólks en öðrum
flokkum.
Samfylkingin er með um helmingi
minna fylgi, rúmlega 20 prósent, í
sama aldurshópi en Sjálfstæð-
isflokkurinn fær um 25 prósent
fylgi. Framsóknarflokkurinn fær
hins vegar um 9,2 prósent í sama
aldurshópi og Frjálslyndi flokkurinn
0,3 prósent. Íslandshreyfingin er
með tíu sinnum meira fylgi en
Frjálslyndi flokkurinn eða 3,2 pró-
sent.
Getum náð betur til ungs fólks
Bjarni Benediktsson, sem býður
sig fram sem formaður Sjálfstæð-
isflokksins á landsfundi flokksins í
lok mánaðarins, segir Sjálfstæð-
isflokkinn geta náð betur til ungs
fólks, og það séu allir Sjálfstæð-
ismenn ákveðnir í að gera. „Sjálf-
stæðismenn hafa verið að gera upp
sín mál opinskátt. Ég held að það sé
flokknum hollt og sýni að flokks-
menn eru tilbúnir að líta yfir farinn
veg og axla ábyrgð. Hins vegar er
einnig brýnt að þau gildi sem flokk-
urinn hefur alla tíð staðið fyrir verði
hafin upp til vegs og virðingar,“ seg-
ir Bjarni.
Þrír turnar – ekki tveir
Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG
í Reykjavík og frambjóðandi flokks-
ins til efsta sætis í Reykjavík, segir
kannanir benda til þess að þrír turn-
ar séu nú í íslenskum stjórnmálum.
Erfitt sé að segja til um hvernig
fylgið muni þróast. „Alveg frá því í
haust hafa kannanir verið að sýna að
Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin
og VG eru með 25 til 30 prósent
fylgi. Hvernig sem prósentutölur
eru að sveiflast núna þá finnst mér
stóra myndin vera sú að þessir þrír
stóru flokkar bera höfuð og herðar
yfir aðra. Hvað VG varðar þá er
ljóst að ungt fólk, sem augljóslega er
að hugsa til framtíðar, er á okkar
bandi. Mér finnst þetta sýna að VG
hefur endurómað þörfina á breyt-
ingum í íslensku samfélagi og ungt
fólk virðist sérstaklega finna fyrir
þörfinni á því,“ segir Svandís.
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar í Reykjavík og
frambjóðandi til varaformannsemb-
ættis á landsfundi flokksins í lok
mánaðarins, segir tvísýnar kosn-
ingar vera framundan.
„Það er ljóst að Samfylkingin get-
ur betur náð til ungs fólks og ég er
viss um að það tekst. Þær ræður
miklu að Samfylkingin hefur ekki
aðeins gert kröfu um endurnýjun í
stjórnmálaáherslum heldur hefur
hún fram að færa skýrar lausnir í
gjaldeyrismálum. Innganga í Evr-
ópasambandið og upptaka evrunnar
er sá stöðugleiki sem Ísland þarf á
að halda til framtíðar,“ segir Dagur.
Hreyfing á fylginu
Einar Mar Þórðarson, stjórn-
málafræðingur hjá Háskóla Íslands,
segir erfitt að „lesa ákveðnar nið-
urstöður“ út úr könnunum þessa
dagana. Mikil hreyfing sé á fylgi og
erfitt að greina mál séu að þróast.
„Mér finnst stundum eins og stjórn-
málamenn lesi svolítið miklar nið-
urstöður út úr könnunum. Í raun er
ómögulegt að segja hvernig málin
þróast. Varðandi unga kjósendur, og
þá sérstaklega nýja kjósendur, þá
hafa þeir átt það til að stökkva á
einn flokk umfram annan. Það verð-
ur spennandi að sjá hvort þannig
verður einnig nú, eins og margt
bendir til í tilfelli VG.“
Unga fólkið flykkist til VG
Morgunblaðið/ÞÖK
Árið 2007 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hló að einhverju að kvöldi
síðasta kjördags og brosir eflaust yfir fylgi flokks síns í dag. VG á upp á pallborðið hjá ungum Íslendingum í dag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Bjarni Ben. Telur Sjálfstæðisflokk-
inn þurfa að ná betur til ungs fólks.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjustu skoðanakönnu Capacent
Rúmlega 40 prósent kjósenda undir þrítugu segjast ætla að kjósa Vinstri græn í apríl
!"
#$%
"
&&'
(&
)
*
!&!'
)
&'
)
&'
)
+
&
)
!
!"
#
!
$
%
"
#
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
"
Þá sagði Steinunn Valdís að efla
þyrfti eftirlitsstofnanir samkeppnis-
og fjármála, efla eftirlitshlutverk Al-
þingis, auk þess sem Alþingi þyrfti
að slíta sig laust frá framkvæmda-
valdinu til þess að verða öflugri og
mikilsvirtari vettvangur en það er í
dag.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu í
gær að Stefán Ólafsson sagðist á
fundinum vilja láta tvöfalda vaxta-
bætur og færa styrk vaxtabótakerf-
isins í það horf sem var á 10. ára-
tugnum. Þetta sagði hann kosta á
bilinu fimm til sex milljarða króna
árlega og tengdist þetta hugmynd-
um Steinunnar að því leyti að hann
sagði hægt að fjármagna aðgerðina
með upptöku hátekjuskatts.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
SAMFYLKINGIN ætti að beita sér
fyrir því að tekið verði upp þrepskipt
skattkerfi á Íslandi. Þá skoðun viðr-
aði Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar sem
sækist eftir endurkjöri í kosningun-
um í vor, á málfundi á Hótel Borg á
fimmtudag. Hún sagði Samfylk-
inguna einnig eiga að ganga bundna
til kosninga að því leytinu til að
mynda eigi félagshyggjustjórn eftir
kosningar.
„Mín skoðun er sú, og ég tek fram
að það er mín persónulega skoðun,
að við sem flokkur eigum að skoða af
alvöru allar hugmyndir um þrep-
skipt skattkerfi. En ekki í formi þess
hátekjuskatts sem við þekkjum frá
fyrri árum,“ sagði Steinunn Valdís á
fundinum, sem hún boðaði sjálf til og
fékk Stefán Ólafsson prófessor í fé-
lagsfræði og Indriða H. Þorláksson
ráðuneytisstjóra til að ávarpa.
„Tekjuviðmiðið var svo lágt að það
bitnaði mjög á millitekjuhópum sam-
félagsins,“ sagði hún og vísaði til
fólks sem hefði unnið mikið og haft
þokkalegar tekjur á meðan það var
að koma sér upp þaki yfir höfuðið.
Vill skattkerfið í
mörgum þrepum
Samfylkingin gangi bundin til kosninga
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Stefán
Ólafsson
Hvernig var spurt í könnuninni?
Spurt var: „Ef kosið yrði til Alþingis í
dag, hvaða flokk eða lista myndir þú
kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir
voru spurðir: „En hvaða flokkur eða
listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir
sem enn voru óákveðnir voru spurð-
ir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálf-
stæðisflokkinn eða einhvern hinna
flokkanna?“ Heildarúrtakið var 1.513
manns 18 ára og eldri. Svarhlutfallið
var 60,2 prósent.
Hvert reyndist fylgi hvers flokks?
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með
mesta fylgið, eða 29%. Samfylkingin
mældist með 27,5%, Vinstri græn
með 25,9%, Framsóknarflokkurinn
með 12,6%, Frjálslyndi flokkurinn
með 2,1 %, Íslandshreyfingin með
2% og aðrir fengu 0,9%.
Frá því um áramót hefur fylgi Sam-
fylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks-
ins, sem voru við völd þegar bank-
arnir hrundu í október, hækkað
nokkuð miðað við mælingar Capa-
cent. Fylgi Samfylkingarinnar féll
sérstaklega mikið, eða niður í um
20%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins var
um 25% um áramót en hefur hækk-
að um rúmlega fjögur prósentustig
frá því í janúar. Lægst mældist fylgið
um 20% í nóvember.
S&S
Álfrún Gunnlaugsdóttir fékk
MENNINGARVERÐLAUN DV
fyrir skáldsöguna Rán
NÝ PRENTUN
KOMIN
„… margbrotin og fögur skáldsaga um sorg,
missi og sannleikann sem sérhver manneskja þarf
að horfast í augu við þegar líða fer á ævina. […]
Aðalsöguhetjan er mannleg og um margt mótsagna-
kennd; djúp og eftirminnileg persóna sem öðlast
verðugan sess í hjörtum lesenda.“
DÓMNEFND DV
Til hamingju!
2008
Rán var einnig tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna.
M
E
N
N
I N
G A R V E
R
Ð
L
A
U
N
2008