Morgunblaðið - 07.03.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
Góð kláðafrí ullarnærföt úr 100%
Merino ull sem halda vel hita á líkamanum
um leið og þau draga raka frá húðinni og
halda henni þurri. Til fyrir allan aldur allt frá
ungabörnum til fullorðinna.
BÁSAR
ullarnærföt
Verð: 9.500 kr.
SNJÓKOMA
Kláð
afrí
ull
Á ráðstefnu í Bláa lóninu í liðinniviku var blaðamaður frá bresku
tímariti, sem sagðist, þegar spurt
var hvað væri hægt að segja meira
um ástandið á Íslandi, vera að
skrifa grein undir vinnuheitinu
„Kreppa? Hvaða kreppa?“
Það er merkileg tilviljun að á vefþýska vikuritsins Die Zeit birt-
ist í gær grein
eftir blaðamann-
inn Wolfgang
Lechner undir
sama heiti:
„Kreppa? Hvaða
kreppa?“
Spurningunni
svarar Eggert
Benedikt Guð-
mundsson, for-
stjóri HB
Granda: „Ef þú
átt við alþjóðlegu kreppuna: Já,
verð á fiski hefur lækkað. Ef þú ert
að tala um íslensku kreppuna:
Gangurinn hjá okkur er fram-
úrskarandi. Í mörg ár höfum við
gert okkar viðskipti í evrum.“
Einnig er talað við Knút R. Ár-mann, sem rekur gróðurhús, og
reynir að telja tómötunum sínum
trú um að það sé sumar allan ársins
hring. Knútur þurfi ekki að hafa
áhyggjur af erlendri samkeppni um
þessar mundir, gjaldeyrir sé naumt
skammtaður til kaupa á nauðsynj-
um og fáist ekki til að flytja inn
vörur, sem hægt sé að fá á Íslandi.
Hildur Ómarsdóttir vinnur á Hót-el Loftleiðum. Hótelið er fullt
og einkaþotur halda ekki lengur
vöku fyrir gestum.
Niðurstaða Lechners er sú að á Ís-landi sé nú uppsveifla í þremur
undirstöðugreinum: sjávarútvegi,
landbúnaði og ferðaþjónustu. Í Die
Zeit eru dregnar fram jákvæðar
hliðar á íslensku efnahagslífi. Þær
munu kannski ekki leiða til þess að
erlendar skuldir Íslendinga verði
greiddar niður fyrir páska, en sýna
að það er líf eftir hrunið.
Undirstöðu-
atvinnuvegur.
Kreppa? Hvaða kreppa?
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
#
# #
#
*$BC
!" #$
% !"
!&
#
*!
$$B *!
$ % & ' % '!
" (' )(
<2
<! <2
<! <2
$ "'&
*
+,-( .
D
8
'
( " ) !!"
*
#
+ "!$
62
,
#
# )
- * " *
B
. /!/!
0 ) "
#
%
1
/ !
#
/0(11
('2! (-(*
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
STURLA Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþing-
is, hafnar því algjörlega að skipulag á nefndafund-
um Alþingis hafi miðað að því að gera fundina að
fjölmiðlafundum ráðherra, líkt og Álfheiður Inga-
dóttir, formaður viðskiptanefndar, sagði í Morg-
unblaðinu í gær.
Sturla bendir á að breytingar sem gerðar voru á
þingskaparlögum og reglum forsætisnefndar um
opna fundi þingnefnda miðuðu að því að sú krafa
er nú gerð að í upphafi haustþings koma ráðherrar
á fundi viðkomandi nefndar og gera grein fyrir
þeim málum sem viðkomandi ráðherra ætlar að
leggja fyrir þingið. Það sé síðan
val þingnefndanna hvort fund-
irnir eru opnir eða ekki. Meiri-
hluti nefndarinnar getur einnig
ákveðið að hafa alla fundi opna
en það hafi þó ekki hugsunin,
m.a. vegna kostnaðar við sjón-
varpútsendingu. Á hinn bóginn
hefðu nefndarmenn kost á að
fjalla um mál sem eiga erindi
við almenning á opnum fund-
um.
Í Morgunblaðinu í gær benti Álfheiður á að í
reglum um opna nefndarfundi væru gerðar sömu
kröfur um klæðaburð sem giltu í þingsal sem und-
irstrikaði að þetta væri „skrautsýning“. Sturla
segir þessi orð varla svaraverð. Það væri lögð
áhersla á að fólk kæmi ekki illa til fara á fundi
þingsins og öllum þætti það eðlilegt. „Þetta er í
fyrsta skipti sem ég heyri athugasemdir um þá
kröfu að fólk sé sæmilega til fara.“
Sturla minnir á að nefndarfundirnir séu hluti af
eftirlitshlutverki þingsins og geysilega mikilvægir
sem slíkir. runarp@mbl.is
Alls ekki fjölmiðlafundir ráðherra
Sturla Böðvarsson segir að allir hafi verið sammála um kröfur um klæðaburð
Sturla Böðvarsson