Morgunblaðið - 07.03.2009, Síða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
FRÁ því Landhelgisgæslan skilaði einni leigu-
þyrlu í apríl 2008 hefur hún haft þrjár þyrlur til
umráða. Tvær af þessum þremur voru bilaðar eða
óflughæfar samtímis í 13 daga í fyrra og því að-
eins ein til reiðu til björgunarstarfa. Þetta ástand
varði lengst í sex daga samfellt.
Tvær af þyrlunum er langdrægar og taka 20
farþega og sú staða kom aldrei upp að báðar
þeirra væru bilaðar í einu.
Landhelgisgæslan fer eftir stífum viðhalds-
reglum sem kveða m.a. á um reglulegar viðhalds-
skoðanir sem fara bæði eftir flugtímum og aldri.
Meðan þyrlurnar eru í skoðun eru þær óflug-
hæfar. TF-GNÁ var 122 daga í skoðun í fyrra eða
þriðjung úr árinu, TF-EIR í 81 dag og TF-LÍF í
28 daga. TF-LÍF er nú í 500 tíma skoðun og á
seinnihluta næsta árs fer hún í afar umfangsmikla
15 ára skoðun og þá er reiknað með að hún verði
stopp í lágmark þrjá mánuði.
Viðhaldið kemur þó ekki í veg fyrir bilanir og í
fyrra voru tvær af stærri þyrlum Gæslunnar bil-
aðar í nokkra daga, TF-LÍF í fimm daga og TF-
GNÁ í átta daga. Það vekur hins vegar athygli að
litla þyrlan, TF-EIR var biluð í 42 daga, þar af um
10 dagar vegna skemmda sem urðu á stélskrúfu.
Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri Gæslunnar,
segir að TF-EIR hafi verið erfið í viðhaldi og bil-
anagjörn. Hún sé mun eldri en hinar, smíðuðu ár-
ið 1988 og búið að flúgja henni lengur. Þá hafi hún
verið notuð við misjafnar aðstæður, m.a. vegna ol-
íuvinnslu úr sjó. TF-LÍF var framleidd 1985 en
endurbyggð af verksmiðju 1996. TF-GNÁ er nýj-
ust, smíðuð árið 2002.
Dýrara að leigja en eiga
Aðeins ein af þyrlunum þremur er í eigu Land-
helgisgæslunnar en hinar tvær eru leiguþyrlur. Í
fyrra nam kostnaður vegna leiguþyrlnanna
tveggja samtals um 520 milljónum króna, þar af
um 400 milljónum vegna þeirrar stærri. Þá var
kostnaður vegna leigu á TF-OBX, sem var skilað í
apríl, 55 milljónir. Innifalið í þessum upphæðum
er bæði leiga fyrir að hafa þyrlurnar til afnota en
einnig er greitt gjald fyrir hvern flugtíma.
Kostnaður vegna TF-LÍF, sem Gæslan á, var í
fyrra 75 milljónir.
Ef aðeins er litið á þessar tölur virðist augljóst
að mun ódýrara er að eiga þyrlu en leigja. Þó
verður að hafa í huga að TF-LÍF þurfti á litlu við-
haldi að halda í fyrra en í ár og á því næsta er
komið að umfangsmikilli skoðun og samkvæmt
upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er líklegt að
rekstur hennar í ár kosti 200-300 milljónir króna.
Það er þó enn töluvert lægri upphæð en greidd
var fyrir leigu TF-GNÁ. Þyrlur af þessari tegund
kosta nú töluvert meira en einn milljarð og ný
þyrla með sambærilega getu kostar líklega um 2,3
milljarða.
Höfðu eina þyrlu í 13 daga
Kostnaður vegna tveggja
leiguþyrlna Gæslunnar
var 520 milljónir í fyrra
!
"
#
#$%
&''('')
*
,-
. /0
&&! &&( &&1 &&
-
2
2
,-
!
)0
00
3 Ný flugvél Landhelgisgæslunnar er væntanleg
til landsins í júlí og samkvæmt samningi við
skipasmíðastöð í Chile á að afhenda nýtt varð-
skip í september. Einhver töf gæti þó orðið á af-
hendingu skipsins, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, en sú seinkun mun vera vegna tafa
ytra, ekki vegna óska íslenskra stjórnvalda um
að afhendingu verði frestað.
Það verður síðan að koma í ljós hvernig geng-
ur að reka þessi tæki en Gæslan er í töluverðri
fjárþröng eins og kunnugt er.
Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni var
ekkert varðskip á sjó fyrr en um miðjan janúar
þar sem ekki lá þá nægilega ljóst fyrir hver
rekstrargrundvöllur þeirra yrði. Nú er eitt varð-
skip á sjó í einu en það fer í lengri túra en áður.
Áætlanir gera ráð fyrir að úthald varðskipanna
verði 65% af úthaldi skipanna í fyrra.
Þegar dönsk varðskip eru við Grænland, þ.e.
fyrir austan Hvarf, senda þau skeyti um stað-
setningu sína. Taka á upp sömu vinnureglu varð-
andi danska varðskipið við Færeyjar.
Von á nýrri flugvél í júlí og nýju skipi í september – eða hvað?
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
„ÉG held að við horfum fram á nýja
tíma þar sem opinber upplýsingagjöf
verður miklu meiri og nákvæmari en
verið hefur hingað
til,“ segir dr.
Haukur Arnþórs-
son stjórnsýslu-
fræðingur. „Upp-
lýsingatæknin
gefur stjórnsýsl-
unni tækifæri til
að starfa fyrir
opnum tjöldum og
á gagnsæjan hátt.
Góðar, opinberar
upplýsingar geta
haft mikil samfélagsleg áhrif, eflt
traust og tiltrú og styrkt jákvæð og
lýðræðisleg gildi.“
Ísland er á eftir öðrum ríkjum í
samþættingu upplýsinga til almenn-
ings, að sögn Hauks en hann lauk
doktorsprófi í rafrænni stjórnsýslu.
Hér séu ekki opinberir, miðlægir
gagnagrunnar og ríkisvefir, eins og
t.d. í Bandaríkjunum og á Norð-
urlöndunum.
„Þegar mótmælendur á Aust-
urvelli heimtuðu meiri opinberar
upplýsingar fengu þeir þær ekki, en
þeir fengu nánast öllum öðrum kröf-
um sínum framgengt. Það er mikið
mál fyrir ríkið að samhæfa upplýs-
ingagjöf sína og það eiga menn eftir
að gera hér,“ segir Haukur.
„En krafan um aukið streymi upp-
lýsinga og gagnsæi er orðin hávær.
Við höfum ekki neinn samþættan rík-
isvef og það er allt of dýrt að fara
gömlu pappírsleiðina, kostnaðurinn
við umbrot, prentun og dreifingu á
þannig upplýsingum er allt of hár.
Ríkið er þarna í klemmu. Það verður
að fara nýju leiðina, þá stafrænu, en
hún kallar á innviði sem á eftir að
móta og sem geta orðið umdeildir.“
Megum ekki hræðast tæknina
– Þú segir að menn megi ekki
hræðast um of miðlæga upplýs-
ingaöflun, hér sé lýðræði. En lýðræð-
ið getur hrunið, fær þá ekki einræðið
öflugt kúgunartæki í ríkisvefnum?
„Sú hætta er alltaf fyrir hendi eins
og dæmin frá Evrópu á síðustu öld
segja okkur. Hún er að því leyti ný að
afköst upplýsingatækninnar eru
margföld á við það sem var – þessi
nýja tækni skapar bæði nýja miðlæga
hættu hjá ríkinu og dreifða hættu hjá
fyrirtækjum og stofnunum sem reka
miðlægan tölvubúnað. Satt að segja
er samfélagið sér fremur ómeðvitað
um hina dreifðu hættu, augu fólks
beinast oftast að Stóra bróður. En við
verðum að þora að nota tæknina í
þágu lýðræðisins.
Ríkisvefur snýst um það hvorum
megin við sjónaukann almenningur
er. Með kerfisbundnum skráningum
getur sjónaukanum verið beint að al-
menningi. Ef maður horfir sjálfur í
sjónaukann sér maður betur starf-
semi opinberu stofnananna, það verð-
ur til gagnsæi. Maður sér þá betur
hvernig almannafé er notað, hver
staða opinberra verkefna er og þegar
best lætur getur maður fengið sam-
ræmda upplýsingagjöf frá ríkinu.“
– Við getum ekki bæði sleppt og
haldið?
„Einmitt. Ef við viljum hagnýta
þetta lýðræðislega tæki sem upplýs-
ingatæknin er verðum við að fara
þessa leið. Það skapar ekki mikla
nýja hættu á misnotkun vegna þess
að samfélagið er þegar orðið þannig
að maður getur ekki farið út í búð eða
stundað tómstundaiðju án þess að
það sé skráð einhvers staðar.
Ég held að það væri gott ef þing-
menn og aðrir hefðu á vefnum alla
skráningartölfræði úr grunnum
Landspítalans eða Sjúkratrygg-
ingastofnunar. Við gætum þá séð
hvað heilbrigðisstarfsemin kostar og
hverjir kostnaðarliðirnir eru.
Það þýðir ekki endilega að gögn
um einstaklinga þurfi að fara yfir á
ríkisvef. Það má hugsa sér að stórar
stofnanir sem reka trausta gagna-
grunna láti einstaklingsupplýsingar
ekki frá sér til ríkisgrunnanna. Því
gæti ríkt áfram trúnaður milli spítala
og sjúklinga. En þetta á ekki við um
litlar stofnanir sem í dag hafa litla
burði til að vernda gögn sín og þau
væru betur komin í miðlægum
grunnum.“
Góðar upplýsingar efla lýðræðið
Dr. Haukur
Arnþórsson
Kristniboðssambandið er 80 ára á
þessu ári. Það hefur starfað að
kristniboði, hjálpar- og þróunar-
starfi til fjölda ára í Eþíópíu og Ke-
níu, en þar eru nú Íslendingar að
störfum. Það hefur aldrei farið
mikið fyrir starfi Kristniboðs-
sambandsins en það hefur unnið
mikið og óeigingjarnt starf. Í dag
er t.d. verið að reisa fjóra fram-
haldsskóla í Pókothéraði í Keníu,
en þar starfar nú sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson, fyrrverandi dóm-
kirkjuprestur. Tvær fjölskyldur og
einn sjálfboðaliði starfa í Eþíópíu á
afar þurrum og frumstæðum stöð-
um hjá þjóðflokkum sem hafa orðið
út undan í allri þróun, bæði hvað
varðar skóla og heilsugæslu.
Hafa starfað að
kristniboði í 80 ár
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands
hvetur rektor skólans til að hefja
sumarannir við skólann. Nú þegar
atvinnuhorfur eru svartar er ljóst
að margir þeirra 13.500 stúdenta í
skólanum standa frammi fyrir at-
vinnuleysi. Með sumarönnum við
háskólann væri atvinnulausum
stúdentum gefinn kostur á að
stunda nám yfir sumartímann og
taka um leið sumarlán hjá LÍN.
Vilja sumarannir
við Háskóla Íslands
LÖGREGLAN á Reykjavíkursvæð-
inu boðar aukið umferðareftirlit á
Hafnarfjarðarvegi.
Hraðamælingar á veginum í vik-
unni sýndu að 17% ökumanna óku
of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu
var tæplega 95 km/klst en þarna er
80 km hámarkshraði. Sérstaka at-
hygli vakti hversu margir óku á yf-
ir 100 km hraða.
Taka á hraðakstri
HUÐNAN Perla bar í vikunni
tveimur kiðlingum í Húsdýragarð-
inum, hafri og huðnu. Perla er
gráflekkótt á litinn en faðirnn sem
heitir Brúsi er hvítur á litinn. Brúsi
virðist láta burðinn lítið á sig fá en
Perla sinnir móðurhlutverkinu af
kostgæfni.
Kiðlingarnir eru tveim mánuðum
á undan áætlun en ennþá fleiri kið-
lingar munu bætast við á næstunni.
Sætir kiðlingar í
Húsdýragarðinum
STUTT
Haukur Arnþórsson telur koma til
greina að ríkið fari að nota í veru-
legum mæli opinn og gjaldfrjálsan
hugbúnað, Linux, MySql og fleira,
á notendatölvum. Nota má þá pen-
inga sem sparast við þessa breyt-
ingu til að kenna fólki á nýja bún-
aðinn, einnig til færslu yfir í nýju
tæknina. Til styttri tíma þýðir
þetta að fé vegna leyfisgjalda ríkis
og sveitarfélaga, sennilega nokkrir
milljarðar á ári og jafnvel meira,
rennur til atvinnuskapandi starf-
semi, einkum endurmenntunar á
sviði upplýsingatækni.
Til lengri tíma er mikill sparn-
aður að þessu fyrir ríkið, bæði í
greiðslum í gjaldeyri og í
mannafla. Allt þjóðfélagið gæti
hagnast því að viðskiptalífið
myndi sennilega fylgja ríkinu yfir í
opinn hugbúnað eftir því sem
þekking á honum byggðist upp, að
sögn Hauks.
Sparað með opnum hugbúnaði?
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ríkið eiga erfitt með að verða
við kröfum um gagnsæi vegna skorts á samþættingu opinberra upplýsinga
LEIÐRÉTT
Sjóður frá Líbýu
Í frétt um hugsanlega sölu á Kaup-
þingi í Lúxemborg var talað um að
líberískur fjárfestingasjóður hefði
áhuga á bankanum. Þarna var ekki
rétt farið með. Hið rétta er að sjóður
frá Líbýu hefur áhuga á að eignast
bankann.