Morgunblaðið - 07.03.2009, Page 20
. $
4
$56 7/ $0 $
0/ &$ 1
89
:
89 2
;5
< /$
3 &$ 0
856 7
$4
856=
> $4
1*
0
>#
? 7
* $5*
@A
1 167 $
:
, 7
8*4
0 7
/$ 0
8
? 9&&5 *:
*$4
)=7
0 :
;
$
#
= -
1 $5**
0
0
0 7
<%4$$ $5*
#0
0
-
3 0
:
@)
5 7
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÞÆR breytingar sem eru að eiga sér
stað hjá Nýja Kaupþingi eru eðlileg-
ur hluti af því ferli þegar banki
breytist úr stórum alþjóðlegum
banka í útrás í hefðbundinn íslensk-
an viðskiptabanka.
Rík krafa um endurnýjun
Í þessari viku hafa 6 stjórnendur
látið af störfum hjá bankanum. Rík
krafa hefur verið um endurnýjun í
bönkunum og hafa margir gagnrýnt
að sama fólkið sé við stjórnvölinn og
þegar bankarnir fóru í þrot. Það er
óhætt að fullyrða að mestar breyt-
ingar hafi orðið í Kaupþingi en
skipurit bankans er gjörbreytt frá
því skipuriti sem kynnt var hjá Nýja
Kaupþingi eftir bankahrunið.
Finnur Sveinbjörnsson, banka-
stjóri Nýja Kaupþings, segir manna-
breytingar óhjákvæmilegar þegar
eðli bankans breytist. „Þegar svona
miklar breytingar verða í fyrirtækj-
um má alltaf búast við að það verði
hreyfing á stjórnendum,“ segir
hann.
Í stjórn bankans er enginn karl og
er hann fyrsti bankinn á Íslandi þar
sem stjórn er eingöngu skipuð kon-
um. Konum hefur jafnframt fjölgað í
stjórnendateymi bankans en sú
skoðun er útbreidd að konur séu
áhættufælnari en karlar. Að margra
mati er því eðlileg þróun að konum
fjölgi í stjórnunarstöðum, það end-
urspegli ekki aðeins jafnrétti innan
bankans heldur einnig breyttar
áherslur í rekstri.
Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfsmanna
fjármálafyrirtækja, segir alveg ljóst
að mörgum starfsmönnum bjóðist
störf annars staðar og sjái því ekki
framtíð innan bankans. „Þegar
mönnum býðst annað þá bíða þeir
ekkert eftir því að yfirgefa gamla
skipið og fá sér pláss á nýju,“ segir
Friðbert. Hann segir að með tali um
frekari samþjöppun þá komi atgerv-
isflótti og segist telja að hluta til út-
skýri það uppsagnir starfsmanna.
„Það er samt mjög jákvæð þróun að
konum fjölgi í stjórnunarstöðum og
það var löngu kominn tími til,“ segir
Friðbert.
Úr útrásarbanka í hefð-
bundinn viðskiptabanka
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÓHÆTT er að segja að vikan sem
leið hafi verið hlutabréfamörkuðum
heimsins erfið. Helstu hlutabréfa-
vísitölur lækkuðu mikið þrátt fyrir
stýrivaxtalækkanir í Bretlandi og
Evrópu og loforð bandarískra
stjórnvalda um að koma aðþrengdu
hagkerfi landsins til hjálpar með
innspýtingu hundraða milljarða
dala. Þvert á móti virðast markaðir
hafa tekið illa í áform bandarískra
stjórnvalda um að auka enn á fjár-
lagahallann. Barack Obama, Banda-
ríkjaforseti, varaði þó við því að
horfa um of á sveiflur á mörkuðum,
enda væru þær eðlilegar og óumflýj-
anlegar. Hins vegar sagði hann
kauptækifæri að finna þegar hluta-
bréfaverð væri jafnlágt og raun bæri
vitni.
Þá juku nýjar tölur um atvinnu-
leysi í Bandaríkjunum ekki bjart-
sýni fjárfesta, en 651.000 manns
bættust á atvinnuleysisskrá í febr-
úar. Er atvinnuleysi í Bandaríkj-
unum nú 8,1% og hefur ekki verið
meira í 25 ár.
Miklar lækkanir
Frá mánudegi hefur breska FTSE
vísitalan lækkað um 7,7%, þýska
DAX vísitalan um 4,7% og sam-
norræna OMX vísitalan um ein
8,1%. Reyndar verður að taka fram
að FTSE vísitalan hækkaði um
0,02% í gær, en aðrar vísitölur lækk-
uðu. Bandaríska Dow Jones vísital-
an lækkaði um 6,2% í vikunni og
Nasdaq vísitalan lækkaði um 6,1%.
Lækkunin hefur ekki verið jafn
mikil hér á landi, en Úrvalsvísitalan
ICEXI6 lækkaði um 3,9% í vikunni
sem leið.
Erfið vika á mörkuðum
Reuters
Íhugull Dow Jones-vísitalan hefur
lækkað um 6,2% í vikunni.
Í HNOTSKURN
»Englandsbanki lækkaði stýri-vexti sína í 0,5% í vikunni og
hafa þeir ekki verið lægri í meira
en 300 ár. Evrópski seðlabankinn
lækkaði sína vexti í 1,5%.
»Þá mun Englandsbanki verjaum 150 milljörðum punda til
að kaupa ríkisskuldabréf af
bönkum, en féð mun koma úr
prentsmiðjum bankans.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
SEÐLABANKAR Þýskalands, Lúxemborgar og Hol-
lands töpuðu samanlagt um 5,7 milljörðum evra, jafn-
virði um 810 milljörðum íslenskra króna, vegna hruns
fimm banka í Evrópu á síðasta ári. Þar á meðal eru ís-
lensku viðskiptabankarnir þrír, Glitnir, Kaupþing og
Landsbankinn. Hinir bankarnir tveir sem voru valdir að
þessu tapi seðlabankanna þriggja eru Evrópuhluti hins
bandaríska Lehman Brothers og hollenski bankinn
Indover. Jean-Claude Tvichet, bankastjóri evrópska
seðlabankans greindi frá þessu í fyrradaga þegar hann
tilkynnti að bankinn hefði lækkað stýrivexti sína í 1,5%,
samkvæmt frétt Financial Times.
Segir í frétt FT að seðlabankarnir þrír hafi lánað hin-
um fimm föllnu bönkum samtals 10,3 milljarða evra,
jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þau lán hafi
að stærstum hluta verið veitt gegn veðum í skuldabréf-
um sem aftur voru tryggð með veðum í fasteignum. Þá
kemur fram að óljóst sé hve með af þessum lánum muni
skila sér vegna þeirrar miklu óvissu
sem nú sá á mörkuðum. Ekki sé þó
búið að afskrifa öll lánin.
Skiptist á alla
Það verða ekki eingöngu seðla-
bankar Þýskalands, Lúxemborgar og
Hollands sem munu bera tapið vegna
lánveitinganna til föllnu bankanna
fimm. Tapið mun deilast á alla þá
seðlabanka sem eiga aðild að evr-
ópska myntsvæðinu í réttu hlutfalli
við hlutdeild þeirra í evrópska seðlabankanum.
Segir í frétt FT að seðlabankarnir hafi í sumum til-
vikum gengið fram á ystu nöf við mat á þeim veðum sem
lögð hafi verið til grundvallar lánveitingum þeirra til
föllnu bankanna fimm.
Ekki er þó allt með öllu illt að mati evrópska seðla-
bankans. Stjórnendur bankans eru sagðir gleðjast yfir
því að varasjóður hans hafi aukist mikið á síðasta ári og
hafi numið um 2,7 milljörðum evra í árskok 2008.
Evrópskir seðlabankar töp-
uðu á íslensku bönkunum
Jean-Claude
Trichet