Morgunblaðið - 07.03.2009, Qupperneq 31
Umræðan 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
ÉG VIL þakka
Stefaníu Magn-
úsdóttur, varafor-
manni VR, fyrir
þá viðleitni að
vekja athygli á
fyrstu allsherj-
arkosningum um
fólk til trún-
aðarstarfa hjá félaginu sem nú standa
yfir. Jafnframt hefði ég óskað þess að
hún hefði tekið undir tillögur mínar
að frekari kynningu til félagsmanna á
kosningunum sjálfum og veitt fram-
bjóðendum aðstoð við að ná til fé-
lagsmanna í gegnum kerfi félagsins.
Því miður kaus hún gegn því, enda
kannski hennar hagsmunir að sem
fæstir félagar nýti atkvæðisréttinn.
Stefaína tekur undir með mér í
grein sinni, það sem ég hef sagt, að
VR er ekki formaðurinn og formað-
urinn ekki VR. Síðan eyðir hún
stórum hluta greinarinnar í tilraun til
að sannfæra lesendur um hið gagn-
stæða, að VR muni standa eða falla
með því hvort núverandi formaður
verði það áfram eða ekki. Þetta finnst
mér ekki trúverðugur málflutningur.
Trúverðugleikinn er helsti Akkill-
esarhæll núverandi forystu og hún er
rúin trausti. Hún er rúin trausti því
forystan, í stað þess að berjast fyrir
bættum kjörum félagsmanna VR,
hefur af slæmu hyggjuviti og víta-
verðu dómgreindarleysi reynt að
réttlæta þá ósvinnu að formaður fé-
lagsins hafi tekið þátt í því, árið 2004,
að afhenda litlum forréttindahópi inn-
an Kaupþings 50 þúsund milljónir án
ábyrgða og trygginga. Um það snýst
málið. Ekki niðurfellinguna á 10%
ábyrgðinni sem síðar var sett á. Ekki
vafasöm lán Kaupþings til að viðhalda
og hækka verð á hlutabréfum bank-
ans. Ekki rökleysu formanns í
tengslum við framangreint þegar
hann réttlætir gjörðir sínar frá 2004
þar til í september þegar hann vissi
eða mátti vita að bankinn riðaði til
falls. Nei, málið snýst fyrst og síðast
um traust, dómgreind, ríka réttlæt-
iskennd og siðferðisvitund. Ég full-
yrði að ólæs og ómenntaður maður
sem hefði búið yfir fyrrgreindum
kostum hefði ekki fallið í þann for-
arpytt sem varaformaðurinn reynir
að draga formann sinn upp úr. Sá for-
maður er a.m.k. ekki minn formaður
og svo á við um alla þá sem ég hef hitt
utan núverandi valdakjarna VR.
Stefanía kýs að nota orðskrípið
„raunfærni“ um þá reynslu af innra
starfi VR sem maður ætti að búa yfir
til að leiða VR til góðra verka. En
hver er „raunfærni“ núverandi for-
ystu? Það má kaupa góð ráð og láta
„raunfærni“, góða dómgreind og
hyggjuvit leiða sig réttu leiðina. For-
ysta VR hefur reynt það sjálf. Hún
keypti ráðgjöf hjá Siðfræðistofnun
HÍ og bað um álit á stjórnarsetu for-
mannsins í fyrirtækjum. Í skýrslunni
var varað við slíkri stjórnarsetu og
bent á líklega hagsmunaárekstra.
Hin ríkjandi „raunfærni“ forystunnar
og mikla raunreynsla af starfi innan
VR sagði þeim að hunsa skýrsluna.
Þá raunasögu þekkja allir.
Af greinum Stefaníu er ljóst að hún
telur launþegahreyfingum best stjórn-
að af sérfræðingum. Að launþegar geti
ekki stjórnað sér sjálfir, að hlutunum
sé best fyrirkomið hjá „tæknikrötum“.
Þetta er sjónarmið í sjálfu sér en kom-
ið nokkuð til ára sinna. Því var helst
beitt í upphafi stéttabaráttunnar þeg-
ar launþegar börðust fyrir því að fá að
bindast samtökum gegn vilja atvinnu-
rekanda. Þess rök eru í senn fásinna
og tímaskekkja og eingöngu þess fallin
að gera lítið úr almennum félögum VR.
Yfirlæti er því miður orðið sorglega
áberandi af hálfu margra í valdakjarna
VR í garð almennra félagsmanna. Slík
framkoma dæmir sig sjálf.
Nýlega er forystu VR orðið svo tíð-
rætt um menntun, bakgrunn og
reynslu að grátbroslegt er. Nú þurfa
frambjóðendur helst að búa yfir eins-
leitri reynslu af störfum innan VR og
óskilgreindri „sérfræðimenntun“.
Þetta er svo hjákátlegt að snilling-
urinn Oscar Wilde kemur upp í hug-
ann. Hann sagði svo skemmtilega í
„The Critic as an Artist“ í lauslegri
þýðingu minni: „Menntun er aðdáun-
arverð en það er hollt að hafa það hug-
fast, á stundum, að engum er hægt að
kenna það sem er þess virði að vita“.
Ég hef enga minnimáttarkennd yfir
þeirri formlegu menntun sem ég hlaut
í flugrekstrarfræðum árin 1994-1997,
né þeirri óformlegu kunnáttu og
reynslu sem ég hef viðað að mér um
hagfræði, alþjóðastjórnmál, alþjóða-
viðskipti, upplýsingatækni og fram-
andi menningu í gegnum leik og störf.
Ég styðst þar að auki við góða dóm-
greind, gott hyggjuvit og ríka réttlæt-
iskennd þegar ég býð mig fram til for-
manns VR. Um það snýst málið.
Núverandi formaður VR er um
margt ágætur. Styrkleiki hans er
markaðssetning eins niðurstöður um
ímynd VR bera vitni um. Hann er
vinsæll yfirmaður sem gaman er að
vinna með að markaðssetningu. VR
eyðir líka drjúgum hluta tekna sinna í
þær, eða 200 milljónum árlega og um
800 milljónum í laun og rekstur skrif-
stofunnar á verðlagi dagsins í dag.
Kannski að hann verði kallaður til að
markaðasetja kröfuna um mannsæm-
andi laun. Hver veit?
Ég hjó eftir því í grein varafor-
mannsins að hún hvatti ekki fé-
lagsmenn til að kynna sér formanns-
frambjóðendurna. Kannski er grein
hennar í raun „framboðsgrein“ því
hver tekur við VR án kosninga ef
Gunnar Páll hverfur frá vegna Kaup-
þingseftirmála?
Ég hvet alla VR félaga til að kynna
sér öll framboð og frambjóðendur,
stefnumál og áherslur og síðast en
ekki síst að nýta atkvæðisréttinn og
kjósa. Þá áhættu tek ég óhræddur.
KRISTINN ÖRN JÓHANNESSON,
í framboði til formanns VR.
Af félagsmönnum í VR
Frá Kristni Erni
Jóhannessyni
Kristinn Örn
Jóhannesson
BRÉF TIL BLAÐSINS
ÞAÐ hefur mikið
verið rætt um mik-
ilvægi þess að upp-
gjör eigi sér stað í
þjóðfélaginu um það
hrun sem varð í ís-
lensku fjármálalífi á
síðasta ári. Sú krafa
er skiljanleg. Að við
komust til botns í því
hvað gerðist og hvers vegna án
þess að grafnar verði skotgrafir
þvert yfir samfélagið. Hér er um
risavaxið verkefni að ræða en
miklu skiptir að vandað sé til
verksins á öllum sviðum þannig að
við getum tekist á við framtíðina
af heiðarleika og fullum krafti.
Þegar hefur verið skipuð op-
inber rannsóknarnefnd sem allir
stjórnmálaflokkar komu sér sam-
an um en nefndinni er ætlað að
skila skýrslu fyrir 1. nóvember í
haust. Einnig hefur opinber sak-
sóknari hafið störf vegna málsins.
Það er vel. Sömuleiðis á sér eðli-
lega stað mikil umræða í fjöl-
miðlum um þessi mál öll.
Að kafa ofan í aðdraganda og
eftirleik hrunsins er vafalítið
vandasamasta verk sem íslenskir
fjölmiðlamenn hafa staðið frammi
fyrir. Það verður hins vegar að
gera.
Undir eðlilegum kring-
umstæðum ættu íslenskir fjöl-
miðlar að leggja í
þann kostnað og
leggja til mannafla í
þessa miklu rann-
sóknarvinnu. Til þess
er ætlast af fjöl-
miðlum. Eins og stað-
an er hins vegar á
fjölmiðlamarkaði í
dag gæti það reynst
mörgum fjölmiðlum
ofviða að leggja í slík-
an kostnað. Fyrir vik-
ið er hætta á að sjón-
arhorn sögunnar
verði takmarkaðra en
ástæða er til.
Rétt eins og mörg önnur íslensk
fyrirtæki þurfa fjölmiðlar nú að
kljást við sáran fjárhagsvanda og
hafa þurft að skera niður í rekstri
og mannafla. Þeir fjölmiðlamenn
sem eftir sitja þurfa að axla aukn-
ar byrðar til að halda hinu dag-
lega fréttaflæði gangandi.
Um áratugaskeið hefur ríkið
veitt rithöfundum tækifæri til að
vinna að verkum sínum með út-
hlutun listamannalauna. Þau mið-
ast að jafnaði við laun framhalds-
skólakennara og eru oft veitt til
sex eða tólf mánaða í senn.
Við aðstæður þær sem nú eru
uppi ættum við að ræða af fullri
alvöru hvort ekki sé rétt að út-
hluta tímabundið sambærilegum
styrkjum til fjölmiðlamanna þann-
ig að þeir geti sinnt rannsókn-
arvinnu er gæti varpað ljósi á þær
hamfarir sem hér eiga sér stað.
Fyrir um tuttugu milljónir mætti
styrkja fjóra fjölmiðlamenn til
slíkrar vinnu í heilt ár eða átta
fjölmiðlamenn í hálft ár.
Styrkirnir yrðu veittir á grund-
velli umsókna sem yrðu vegnar og
metnar að verðleikum af sérstakri
úthlutunarnefnd þriggja til fimm
manna. Í slíkri nefnd gætu til
dæmis setið fulltrúar blaðamanna
af vef-, prent- og ljósvakamiðlum,
háskólasamfélagsins og erlendir
sérfræðingar. Skilyrði styrkveit-
ingar yrði jafnframt að fjölmiðlar
myndu skuldbinda sig til að við-
komandi fjölmiðlamenn fengju að
helga sig verkefninu í tiltekinn
tíma án þess að önnur verkefni
yrðu lögð á þá.
Þetta eru óvenjulegir tímar sem
kalla á öðruvísi lausnir. Það er
lýðræðinu mikilvægt að stutt sé
við bakið á fjölmiðlum á tímum
sem þessum. Að þeim verði gefið
færi á að kafa enn dýpra til að
varpa ljósi á þá atburði sem skek-
ið hafa þjóðfélag okkar. Það skipt-
ir miklu fyrir umræðuna, það
skiptir miklu fyrir söguna.
Rannsóknarstyrkir
til blaðamanna
Þorgerður Katrín
Gunnardóttir vill að
blaðamenn fái styrk
til rannsókn-
arblaðamennsku
» Við aðstæður þær
sem nú eru uppi ætt-
um við að ræða af fullri
alvöru hvort ekki sé rétt
að úthluta tímabundið
sambærilegum styrkj-
um til fjölmiðla-
manna…
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er alþingismaður.
SKATT-
HEIMTA lýð-
ræðisþjóðfélaga
er hugsuð sem
tæki til jöfnunar
og samneyslu í
þjóðfélögum sem
vilja vera tekin
alvarlega í sam-
félagi þjóðanna. Samneyslan byggist
á að jafna út tekjur þegnanna.
Eru engar áætlanir um það að
leiðrétta margviðurkennt óréttlæti í
skattamálum með því að hækka per-
sónuafslátt og/eða skattleysismörk.
Þannig yrði miðað við að fólk með
laun undir 200 þús./mán. fengi þær
tekjur óskertar. Þar myndi vera
verulega komið á móts við láglauna-
fólk sem þarf að geta borðað til að
lifa af daginn.
Hvernig gengur að setja á há-
tekjuskatt á alla sem hafa yfir hálfa
milljón á mánuði, eins og lofað var í
síðustu kosningum? Það gæti jafnað
upp hugsanlegt „tap“ ríkissjóðs á ofan-
greindri hækkun skattleysismarka til
handa láglaunafólkinu á Íslandi.
Það er svo auðvelt að framkvæma
þannig aðgerðir eða svo hélt ég.
Láglaunafólk, öryrkjar, ellilífeyr-
isþegar og eflaust fleiri eru með
tekjur undir 200 þús./mán. Þessir
hópar eru því miður langt undir út-
reiknuðum kvarða (skv. útreikningi
„félagsþjónustunnar til lágmarks
eðlilegs lífsviðurværis á fjárhags-
viðmiðunarkvarða fyrir ein-
stakling“). Hver og einn þessara ein-
staklinga er eitt atkvæði í
kosningum – gleymið því ekki!
Hvers vegna er verið að narta í
láglaunalús þessa hóps?
Hvar er jafnaðar- og/eða jöfn-
uðarhugsjónin núna?
Heiðarlegt svar óskast strax!
GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR,
félagsráðgjafi og öryrki.
Skattur á Íslandi
Frá Guðbjörgu
Þórðardóttur
Guðbjörg
Þórðardótttir
Staðurinn - Ræktin
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732
jsb@jsb.is • www.jsb.is
Ekkert lát hefur verið á aðsókn í TT aðhaldsnámskeiðin
og er okkur því ánægja að bjóða þessa tíma sem henta sérlega vel heimavinnandi mæðrum.
TT tímar sem eru í boði:
6:15 – mán, mið, fös
7:20 – mán, mið, fös
10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun
12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun
14:20 – mán, mið, fös - Barnapössun
16:40 – mán, mið, fös - Barnapössun
17:40 – mán, þri, fös - Barnapössun
19:25 – mán, mið, fim (19:45)
Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 15. mars kl. 16:00 og 17:00 .
Velkomin í okkar hóp!
ATH
höfum bætt við
nýjum tíma
kl. 10:15 mán - mið-
og fös-
barnapössun
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Allt að fyllast í TT,
síðustu innritunardagar!
Erum að selja ósóttar pantanir Sími 581 3730