Morgunblaðið - 07.03.2009, Síða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
✝ Arnór Karlssonfæddist í Efstadal
í Laugardal í Árnes-
sýslu 9. júlí 1935.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi í
Reykjavík 25. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Karl Jónsson,
f. 1. júlí 1904, d. 4.
júní 1979, og Sig-
þrúður Guðnadóttir,
f. 8. okt. 1896, d. 29.
apríl 1967. Þau
bjuggu þá í Efstadal
en síðar í Gýgjarhólskoti í Bisk-
upstungum. Systkini Arnórs voru
Helga, húsfreyja á Gýgjarhóli, f.
1928, d. 1997, Jón, bóndi í Gýgjar-
hólskoti, f. 1929, Guðrún, húsfreyja
í Brattholti og síðar Miðdalskoti, f.
1931, Ingimar, deildarstjóri hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f.
1932, d. 1987, Guðni, forstöðumað-
ur Bifreiðaeftirlits ríkisins og síðar
ráðuneytisstarfsmaður, f. 1933,
Margrét, húsfreyja í Skipholti, f.
1936, d. 2006, Gunnar, prófessor
við Háskóla Íslands, f. 1939, og
Ólöf, skrifstofumaður á Selfossi, f.
1943.
Arnór lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
1958, stundaði síðan nám í dýra-
lækningum í Þýska-
landi í tvö ár en hóf
búskap á Bóli í Bisk-
upstungum árið 1960.
Síðar fluttist hann að
Arnarholti í sömu
sveit og bjó þar til
2003. Jafnframt bú-
skap stundaði hann
kennslu í skólum í
grenndinni, lengst í
Skálholtsskóla. Hann
skrifaði ásamt öðrum
um Biskupstungur í
byggðarlýsinguna
Sunnlenskar byggðir,
1980, lýsti gönguleiðum á Kili í rit-
inu Fótgangandi um fjallasali,
1998, og skrifaði meginhluta af Ár-
bók Ferðafélags Íslands 2001 sem
fjallaði um Kjöl. Markaskrá Árnes-
sýslu gaf hann út 1988, 1996 og
2004. Arnór sat lengi í stjórn Ung-
mennafélags Biskupstungna og var
formaður þess í þrjú ár. Hann sat í
hreppsnefnd 1970-86. Þá starfaði
hann að félagsmálum bænda og var
formaður Landssamtaka sauð-
fjárbænda 1991-97. Síðustu árin
átti hann heima í Reykholtshverfi í
Biskupstungum.
Útför Arnórs fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag og hefst kl. 14.
Jarðsett verður í Torfastaða-
kirkjugarði.
Tilvera Arnórs móðurbróður okk-
ar er samofin mörgum af bestu
bernskuminningum okkar systkin-
anna og ekki síður hafa samveru-
stundir fullorðinsáranna verið
margar og eftirminnilegar. Þessi
uppáhaldsfrændi okkar var mikill
félagsmálamaður og sótti í gegnum
tíðina marga fundi og ráðstefnur. Þá
bar oft svo við að hann hentist inn
um dyrnar á Hjarðarholtinu á leið
sinni ofan úr Tungum til Reykjavík-
ur, gleypti í sig hádegissnarl, skipti
kannski um föt og var svo rokinn,
enda oftast „í seinna fallinu“.
Það var meiri ró yfir honum þeg-
ar hann kom við á heimleiðinni. Þá
settist hann gjarnan niður, spjallaði
við börn og fullorðna og naut sam-
verunnar, enda mikil fjölskyldu- og
félagsvera þó lífið hafi fært honum
það hlutskipti að búa alla tíð einn.
Honum var annt um allt sitt fólk,
það duldist engum. Tungnarétt-
adagur er í okkar huga tengdur ljúf-
um minningum um Arnór. Að ríða
með reksturinn heim í Arnarholt að
loknum skemmtilegum réttadegi
var tilhlökkunarefni, enda ávallt
glatt á hjalla og gjarnan fjölmenni í
réttasúpunni hjá Arnóri. Yfir heim-
ferðinni var líka alltaf létt andrúms-
loft og frændi hæfilega áhyggjufull-
ur yfir hlutunum þegar líða tók á
réttadaginn!
Eftir að Arnór flutti í Reykholt
hélt hann þeim góða sið að elda kjöt-
súpu á réttadaginn og ættingjar og
vinir glöddust með honum á nýja,
fallega heimilinu hans. Stundum var
nú reyndar gantast með áferð súp-
unnar, sem mörgum þótti fremur að
mætti kalla graut en súpu, svo mat-
armikil var hún. Hestamennska fjöl-
skyldunnar hefur á margan hátt
tengst Arnóri í gegnum tíðina. Ár-
um saman áttu hestarnir aðgang að
gjöfulum högum Arnarholtsins yfir
sumartímann og mannfólkið vísan
kaffisopann við eldhúsborðið hjá
bóndanum. Í seinni tíð var það fast-
ur liður, þegar riðið var með hrossin
í Holtakot á vorin, að koma við hjá
Arnóri í Reykholti og þiggja vöfflur,
kaffi og appelsín meðan klárunum
var beitt í blómsturgarðinn. Þessa
alls munum við sakna.
Á hverjum jólum fengum við
systkinin og fjölskyldur okkar per-
sónulega og fallega jólakveðju frá
Arnóri, sem hann hafði útbúið í tölv-
unni sinni og prýdd var hans eigin
ljósmyndum. Myndirnar voru gjarn-
an af þeim sem kortið var ætlað,
stöðum þeim tengdum eða fallegum
náttúrumyndum. Þessar myndir og
kveðjur verða nú dýrmætur fjár-
sjóður þegar Arnór er allur. Arnór
var Tungnamaður og unni öllu því
sem tengdist sveitinni sem var hon-
um svo kær. Hans verður nú víða
minnst og þakkað fyrir óeigingjarnt
starf, í þágu sveitarfélagsins, fjöl-
margra félagasamtaka, skóla og
ekki síst kirkjunnar.
Hann var félagsmálamaður,
fræðimaður, kennari og bóndi. Það
var ekki tilviljun að Arnór fékk það
hlutverk að leiða frumburð Ólafar
systur sinnar inn kirkjugólfið í Skál-
holti fyrir næstum 19 árum er hún
gifti sig. Það gerði hann með glöðu
geði eins og flest annað sem hann
tók sér fyrir hendur. Þau verða
þyngri sporin okkar fram kirkju-
gólfið í Skálholti í dag er við fylgjum
honum síðasta spölinn. Við kveðjum
kæran frænda með virðingu og
þakklæti.
Sigþrúður, Valgeir,
Hrund og fjölskyldur.
Arnór, föðurbróðir minn, lést eftir
stutta sjúkralegu. Hann var mjög
skemmtilegur og fróður maður. Frá
honum geislaði alltaf einhver glettni
eins og hann væri að hugsa um eitt-
hvað skemmtilegt. Það var því alltaf
gaman að hitta hann. Arnór var líka
félagslyndur maður og hafði frum-
kvæði að ýmsum mannamótum. Þar
á meðal er árleg gróðursetningar-
ferð ættarinnar á Launfit á bökkum
Hvítár sem líkja má orðið við lítið
ættarmót. Þar hefur Arnór jafnan
verið fremstur í flokki við gróður-
setninguna.
Fyrir nokkrum árum fór Arnór
með okkur inn á Kjöl til að sýna
okkur hvar faðir okkar hélt til þegar
hann var við vörslu sauðfjárveiki-
varnagirðinga fyrir 50 árum. Arnór
þekkti greinilega hvern stein á Kili
og var heill hafsjór af fróðleik, bæði
um staðhætti og atburði. Ferðalagið
var því hið skemmtilegasta. Arnór
var óþreytandi að útskýra fyrir
fróðleiksþyrstum samferðamönnum
það sem fyrir augu bar. Það var
greinilegt að þarna var Arnór á slóð-
um sem honum líkaði vel. Við urðum
margs vísari í ferðinni og oft hefur
hvarflað að okkur að gaman væri að
endurtaka leikinn og fræðast meira.
Það verður nú að bíða betri tíma.
Arnór hefur haft þann skemmti-
lega sið að bjóða sveitungum sínum í
kjötsúpu á réttardaginn. Við lentum
þar fyrir tilviljun fyrir nokkru og
það var ógleymanleg stund. Arnór
lék á als oddi innan um sveitunga
sína og veitti kjötsúpu af rausn með
aðstoð Ólafar, systur sinnar. Arnór
var frændrækinn maður og vildi
halda góðum tengslum við ættingja
sína, hvort sem þeir bjuggu nær eða
fjær. Megir þú hvíla í friði.
Snorri Ingimarsson
og fjölskylda.
„Óttalega eruð þið hallærislegar,“
sagði Arnór frændi við okkur syst-
urnar þegar við afþökkuðum áfengi
síðasta gamlárskvöldið sem við átt-
um saman í Skipholti. Allt í einu
urðum við eins og áratugum eldri en
hann móðurbróðir okkar, eilífðar-
unglingurinn sem sat þarna með
glas í hendi og glampa í augunum,
staðráðinn í að skemmta sér og
standa meðan stætt væri en skeyta
ekki um smáatriði eins og það hvort
gleðin bæri hann ofurliði fyrir eða
eftir miðnættið.
Heimsóknir Arnórs vöktu alltaf
kæti í Skipholti, áður fyrr kom hann
og gerði krakkaskarann kolvitlaus-
an svo allt ætlaði um koll að keyra.
Svo dæsti hann og sagði að við
minntum hann á Kærleiksheimilið í
Þjóðviljanum, sneri sér að ættfræði-
pappírunum og lét eins og hann ætti
engan þátt í því sem á gekk. Við
krakkarnir undruðumst oft þetta
pappírsflóð og hvað fullorðið fólk
gat endalaust gert sér upp áhuga á
tali hans um fólk sem var flest löngu
dáið og því hvernig það var skylt en
seinna uppgötvuðum við þann fjár-
sjóð sem lá í öllu því sem Arnór
vissi og kunni.
Oft var hann spurður um atriði
sem aðrir kunnu ekki skil á, oft
þurfti ekki að spyrja því hann sagði
það í óspurðum fréttum. Um margt
átti líka að spyrja hann seinna enda
var einhvern veginn ekki eins og
hann væri neitt á förum þó að vissu-
lega væri hann oft á ferðinni. Hann
var ræktarlegur við fólkið sitt, var
duglegur að heimsækja það, spurði
frétta og talaði við unga sem aldna
eins og jafningja.
Hann var áhugasamur um hagi
okkar og andvarpaði mæðulega
þegar talið barst að eiginmanns-
leysi okkar systra, eins og það
væri alveg síðasta sort. Eins og
Arnóri þótti vænt um fólkið sitt
þótti honum líka vænt um landið
sitt þó að sú ást væri svolítið stað-
bundin. Að minnsta kosti var
stundum óþarflega augljóst hvað
honum fannst Tungurnar miklu
fallegri og merkilegri en Hruna-
mannahreppurinn. Arnór var í ess-
inu sínu í Tungnaréttum og heima
á Bjarkarbrautinni á réttardaginn.
Þaðan eigum við góðar minningar
um kátan frænda, stoltan húsráð-
anda og kjötsúpukokk.
Við kveðjum kæran frænda með
söknuði en líka með stolti og þakk-
læti fyrir það að hafa fengið að eiga
hann að sem uppáhaldsfrænda og
velunnara fjölskyldunnar í öll þessi
ár.
Sigrún og Sigþrúður
Guðmundsdætur.
Svo allt of fljótt og óvænt er
frændi okkar Arnór Karlsson fallinn
frá. Upp í huga okkar koma öll þau
ótal skipti sem Arnór kom til okkar
að Gýgjarhóli. Ekki síst öll þau að-
fangadagskvöld sem hann var hjá
okkur og skemmti sér alltaf jafn
konunglega yfir öllum æsingnum í
okkur krökkunum. Minningar um
heimsóknir hans eru ekki aðeins
bundnar við okkar kynslóð, því eitt
það fyrsta sem Helgi Viktoríusonur
spurði um þegar hann kom í sveitina
síðasta sumar, var hvenær Arnór
kæmi nú í heimsókn.
Arnór átti sitt fasta sæti í eldhús-
inu, á bekknum við hliðina á pabba.
Og það var alltaf gaman að hlusta á
tal þeirra, enda var hann mikill
viskubrunnur, ekki síst um sögu
stórfjölskyldunnar.
Við systur hugsum til þess með
söknuði að þessar stundir verði ekki
fleiri. Fyrir okkur og fjölskyldur okk-
ar verður stórt, ófyllt skarð við eld-
húsborðið á Gýgjarhóli yfir sunnu-
dagssteikinni hér eftir.
Viktoría og Sigþrúður
Guðnadætur.
Ennþá hefur skarð verið rofið í
hóp okkar stúdenta, sem útskrifuð-
umst frá Menntaskólanum að Laug-
arvatni vorið 1958. Úr hópi 21 stúd-
ents er hann sá fimmti sem kveður.
Það hefði engum okkar dottið í hug
á síðasta vori, þegar við héldum upp
á fimmtíu ára stúdentsafmælið, að
honum Arnóri væri svo naumur tími
sniðinn í okkar hópi. Hann hélt þá
eftirminnilegt ávarp við skólaslit.
Það var á haustdögum árið 1954
að flest okkar settust í Menntaskól-
ann að Laugarvatni, sem mörg hver
áttum það sammerkt að vera úr
sveit. Einn þeirra var sá sem hér er
kvaddur. Hann var þá þegar sjálf-
kjörinn fremstur meðal jafningja í
bekknum. Framundan voru fjórir
vetur, lengst af á heimavistinni, sem
var þá á annarri hæð yfir kennslu-
stofum í skólahúsinu. Gangurinn var
læstur um nætur og mundi sú ráð-
stöfun trúlega ekki standast skoðun
brunavarna í dag. Þessi tími leið
skjótt og var bekkurinn samhentur
við nám og félagsstörf og hefur
haldið hópinn dyggilega enda þótt
leiðir skildi um sinn eftir ánægju-
lega útskriftarferð til Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar. Þetta var
tími mótunar þar sem nemendur ólu
hver annan upp og við lærðum að
meta og umbera hvert annað án telj-
andi árekstra.
Síðasta veturinn sinnti Arnór að-
alembætti bekkjarins, stöðu stall-
ara, og var þar með forsvarsmaður
nemenda gagnvart skólameistara og
kennurum auk þess að vera leiðandi
í félagslífinu. Námið veittist honum
létt og einkum var gott að eiga hann
að við lausn erfiðra heimadæma. Að
stúdentsprófi loknu hóf Arnór nám í
dýralækningum í Giessen í Þýska-
landi, en eftir fyrsta misserið tók
hann nokkuð óvænta stefnu að okk-
ur fannst. Jörðin Ból í Biskupstung-
um var þá laus til ábúðar og varð
það úr að hann hóf þar sauðfjárbú-
skap 1960.
Enda þótt við væntum honum
lengri skólagöngu og stærri emb-
ætta virtist Arnór una vel sínum hag
og sinnti skólakennslu og félagsleg-
um störfum, sem báru þess ljósan
vott að sveitungarnir mátu og nutu
starfskrafta hans og skipulags-
hæfni. Framlag hans í árlegum
haustferðum okkar Laugvetninga
hefur verið ómetanlegt; minnisstæð-
ust var þó ferðin á Kjalveg fyrir ein-
um átta árum. Hér vorum við á hans
heimaslóð, þar sem hann var þaul-
kunnugur eftir áratuga reynslu í
smölunum og fjárleitum, auk þess
að vera aðalhöfundur Árbókar
Ferðafélagsins 2001 um þessar slóð-
ir.
Eftirminnilegt var sjötugsafmæli
hans í Aratungu fyrir þremur árum.
Síðustu misseri hafa gefið tilefni til
tíðari samfunda, þar sem hópurinn
hefur verið að halda upp á sjötugs-
afmælin og hefur Arnór verið þar
fremstur í flokki fagnenda. Í stúd-
entaför okkar á síðasta sumri til Sví-
þjóðar nutum við lífsins ekki síður
en fimmtíu árum áður.
Nú hefur fráfall Arnórs borið að
með skjótum hætti svo okkur setur
hljóð og minnir okkur enn og aftur á
hvað hópurinn er að nálgast hættu-
svæði lífs og heilsu.
Með þökk og miklum söknuði
kveðjum við góðan vin og vottum
systkinum hans og öðrum ættingj-
um okkar dýpstu samúð.
F.h. Laugarvatnsstúdenta 1958,
Sigurgeir Kjartansson.
Við sem höfum starfað í núver-
andi ritnefnd Litla-Bergþórs höfum
átt því góða láni að fagna að vinna
með Arnóri við útgáfu fjölda tölu-
blaða. Blaðið og ritnefndin átti at-
hvarf heima hjá Arnóri og þar var
setið ófá kvöldin við yfirlestur og
undirbúning næstu tölublaða.
Hann hafði unnið við blaðið árum
saman og borið það á herðum sínum
af seiglu þegar margir aðrir hefðu
eflaust gefist upp.
Hann lét sér mjög annt um Litla-
Bergþór, efnisval blaðsins og hvern-
ig það ætti að vera uppsett. Hann
setti hugmyndir sínar skýrt fram og
kom þar glögglega fram hvað hann
unni ungmennafélaginu, uppsveit-
unum, fornum tímum og búskap.
Við stríddum honum stundum
góðlátlega með andstæðum sjónar-
miðum við val á efni og uppsetningu
blaðsins. Hann lá aldrei á svari sínu
og gat ekki orða bundist. Talaði af
mikilli einlægni og ákafa fyrir sín-
um skoðunum. Hann vissi iðulega
að við vorum að pota í hann og hló
um leið en honum var samt svo mik-
ið niðri fyrir við að koma að sínu
sjónarhorni að hann lyftist allur upp
í ákafa sínum við að tjá sig.
Þannig gat hann oft verið stífur á
sinni meiningu og varð ekki léttilega
haggað – það kvöldið. Oft var það þó
svo að á næsta fundi sem ritnefndin
hittist var hann búinn að hugsa mál-
ið og kom samstarfsmönnum sínum
á óvart með því að tjá okkur að rétt-
ast væri að gera eins og við hefðum
rætt síðast.
Að loknum hverjum ritnefndar-
fundi bauð Arnór okkur svo upp á
vöfflur og með þeim. Það var fastur
liður hvers fundar og við gátum oft
setið mun lengur en við ætluðum
okkur í spjalli um menn og málefni
þegar vöfflurnar voru komnar á
borðið í eldhúsinu hjá Arnóri.
Arnór var hafsjór að fróðleik sem
hann gat laumað út úr sér í góðu
tómi þótt oft væri hann fullhógvær
og héldi endurminningum sínum
ekki mikið á lofti. Hann var hold-
gervingur Litla-Bergþórs og við
höfum ekki bara misst dyggan sam-
starfsmann og trúan félaga heldur
höfum við líka glatað hluta af sögu
blaðsins. Skarð Arnórs Karlssonar
verður vandfyllt.
F.h. ritnefndar Litla-Bergþórs,
Skúli Sæland.
Björgunarsveit Biskupstungna
vill þakka Arnóri það ötula starf
sem hann hefur innt af hendi fyrir
Björgunarsveitina. Arnór hafði
hönd í bagga við stofnun Slysa-
varnadeildar Biskupstungna eins og
hún hét þá, en deildin var stofnuð að
frumkvæði sveitarstjórnar Biskups-
tungnahrepps árið 1985.
Allt frá þeim tíma hefur hann með
óbilandi áhuga starfað fyrir Björg-
unarsveitina. Hafðu þökk fyrir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem.)
Kveðja.
F.h. Björgunarsveitar
Biskupstungna,
Andrés Bjarnason.
Arnór Karlsson
Halldór B.
Stefánsson
✝ Halldór Brynj-ólfur Stefánsson
fæddist í Hafnarnesi
við Fáskrúðsfjörð 3.3.
1927. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 25.2. síð-
astliðinn.
Halldór var jarðsunginn frá Háteigs-
kirkju 5. mars sl.
Meira: mbl.is/minningar
Katrín Emma
Maríusdóttir
Hale
✝ Katrín EmmaMaríusdóttir Hale
fæddist í Reykjavík 6.
desember 1982. Hún
lést í bílslysi 2. júlí
2003 og var útför
hennar gerð frá Bú-
staðakirkju 14. júlí
2003.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
Einar Logi
Arnarsson
✝ Einar Logi Arn-arsson fæddist
10. september 2007.
Hann andaðist 26.
febrúar síðastliðinn.
Einar Logi var jarð-
sunginn frá Foss-
vogskapellu 6. febr-
úar sl.
Meira: mbl.is/minning