Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 sama hvort það var til Tálknafjarðar eða nú síðasta árið á Garðvang. Hún fylgdist alltaf vel með fólkinu sínu og vissi ávallt um hagi þess. Það var fyrir nokkrum árum að hún gat ekki verið á Hrauni yfir vetr- armánuðina þá dvaldi hún mikið á heimili okkar hjóna. Þau tímabil sem hún dvaldi á heimili okkar kynntist ég því enn betur hversu blíð og góð manneskja Inga var og hafði einstak- lega góða nærveru. Ekki var komið mikið fram yfir áramót þessi ár þegar hún var farin að tala um það að fara vestur því sumar væri að koma, og þau voru ansi löng hjá henni stundum allt frá því í apríl fram í desember, fyrir vestan naut hún sín best. Nú síð- asta árið dvaldi hún á Garðvangi í Garði og naut góðrar umönnunar þar, alltaf var hún jákvæð og ánægð með það sem sérlega gott starfsfólk gerði fyrir hana. Þann tíma sem Inga dvaldi á Garðvangi í Garði var töluvert um það að Tálknfirðingar og brottfluttir kæmu í heimsókn til hennar suður með sjó. Ingibjörg var heiðursfélagi í Kvenfélaginu Hörpu, það var henni góður félagsskapur. Með þessum fátæklegum orðum vil ég þakka henni samfylgdina í gegnum árin, færa henni þakkir fyrir hlýju kveðjurnar sem hún sendi mér með Gunnu þegar hún heimsótti hana í Garðinn. Ég kveð þig, Inga mín, með söknuði en minningar um góða konu munu vera okkur sem þig þekktu mikill fjársjóður í framtíðinni. Að- standendum hennar sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Og bið þig Inga mín að skila góðri kveðju til Að- alsteins þegar þið hittist nú loks aftur. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur, Ástráður Gunnarsson. Amma mín, Ingibjörg Þorsteins- dóttir eða Inga á Hrauni, eins og hún var alla jafna kölluð, er dáin 96 ára að aldri. Bærinn Hraun stendur utan við þorpið á Tálknafirði, á fallegum stað ofarlega í hlíðinni þar sem sést vítt og breitt um allan fjörð. Miklar skelja- sandsfjörur eru niður undan bænum, og eru mikil ævintýralönd jafnt fyrir börn sem fullorðna. Mikil náttúrufeg- urð og veðursæld er í Tálknafirði og ákaflega gróðursælt. Þetta var kon- ungsríki ömmu á Hrauni. Börn una sér alltaf vel á Hrauni, og þegar þau fengu nóg af að leika sér úti var gott að koma í eldhúsið hjá ömmu þar sem biðu jafnan kökur og kræs- ingar. Heimilishald var allt í föstum skorðum, matartímar á réttum tíma og alltaf allt hreint og strokið. Amma vann alltaf langan vinnudag á stóru heimili. Lengst af var stundaður hefð- bundinn búskapur, með kindur og hænsn, en afi, Aðalsteinn Einarsson, vann auk þess alltaf utan heimilisins. Hann dó árið 1984. Sveitungar hennar í Tálknafirði reyndust henni alltaf hjálpsamir og var gestkvæmt á Hrauni allt árið um kring. Amma var lífsglöð kona. Hún var glaðlynd og fylgdist vel með frétt- um og las Moggann upp til agna á hverjum degi, hvert einasta orð. Hún gat verið eindregin í skoðunum og átti til að hneykslast ósköpin öll á ein- hverju sem hún sá í fréttatímum sjón- varpsins og lét þá sjónvarpið heyra það, en hún missti helst aldrei af fréttatíma. Ef gestir voru í heimsókn var yfirleitt boðið upp á brjóstsykur og suðusúkkulaði úr dós í stofuskápn- um á meðan horft var á sjónvarpið. Þannig var það alltaf á Hrauni, allt í röð og reglu, hver hlutur á sínum stað, allt gert í ákveðinni röð, bæði innan dagsins, vikunnar og árstíðar- innar. Þannig varð það líka að vera því að húsið á Hrauni er lítið, en samt var þar alltaf pláss fyrir alla. Amma gat virst afar íhaldssöm, en samt var hún nýjungagjörn og fylgd- ist vel með nýjustu tækni, t.d. í heim- ilistækjum og undir það síðasta var hún búin að fá sér gsm-síma sem hún notaði á hjúkrunarheimilinu þar sem hún dvaldi síðustu mánuðina. Amma fylgdist vel með í lífi afkomenda sinna og mundi alltaf afmælisdaga barna- barna og líka langömmubarnanna, og sendi þeim glaðning í tilefni þess. Hún tók ríkan þátt í félagslífi Tálkn- firðinga, og var heiðursfélagi í Kven- félaginu Hörpu. Tálknfirðingar búa vel að eiga einhverja bestu sundlaug á landinu, en hún er skammt frá Hrauni. Þangað gekk amma oft og fékk sér sundsprett, allt fram á síð- ustu ár. Leiðin þangað liggur um stórt kríuvarp og hún átti fjölbreytt úrval spaugilegra höfuðfata sem hún hafði til að verjast ágangi kríunnar. Krakk- arnir hlógu oft að þessum húfum, ekki síst „Chivas Regal“-derhúfunni, sem reyndist sérlega vel í kríustríðinu. Mér er hins vegar til efs að hún hafi nokkru sinni smakkað viskí, nema í besta falli í búðingi og þá óvart. Heilsan var farin að bila allra síð- ustu árin og hún er eflaust hvíldinni fegin, enda tautaði hún stundum með sjálfri sér að það væru nú meiri ósköpin að láta sig lifa svona lengi. Aðalsteinn, Helga, Böðvar og Dagbjört. Í dag verður elskuleg amma mín borin til grafar. Það er svo skrýtið að nú sé loks komið að kveðjustund. Söknuðurinn er mikill en ég trúi að hún sé komin á betri stað og í fé- lagsskap ástvina sem þegar eru farn- ir. Amma, þú varst alveg einstök kona. Þú varst svo jákvæð og glaðlynd. Fylgdist vel með því sem fólkið þitt var að fást við hverju sinni og varst dugleg að spyrja frétta af öðrum. Ég á svo margar minningar um þig, elsku amma mín, bæði úr sveitinni þegar ég var lítil og svo um samveruna við þig eftir að þú komst suður. Minningarn- ar úr sveitinni eru alveg óteljandi, sandurinn, lækurinn, sundið, kofinn fyrir ofan bæinn og svo margt annað. Ég verð dugleg að segja stelpunum mínum frá ævintýrum okkar systra úr sveitinni þegar við förum vestur. Tíminn sem þú bjóst hjá mömmu og pabba er mér líka svo dýrmætur. Ég hitti þig svo oft og gat spjallað við þig um daginn og veginn. Einnig nutu stelpurnar mínar mikilla samvista við þig á þessum tíma. Það sem þú nennt- ir til dæmis að spila við Ástu Guðrúnu var alveg ótrúlegt. Eftir að þú fórst út á Garðvang kom ég ekki alveg eins oft í heimsókn til þín en þegar ég gerði það passaði ég mig á því að koma allt- af með stelpurnar með mér. Þú hafðir svo gaman af því að spjalla við Ástu Guðrúnu og fylgjast með Írisi Örnu. Ef þér fannst langt liðið á milli heim- sókna varst þú dugleg að spyrja mömmu um stelpurnar. Elsku amma, minningarnar geymi ég í brjósti mínu og mun vera dugleg að segja stelpunum mínum frá þér. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig í gegnum tíðina. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ég kveð þig með söknuð í hjarta. Hvíl í friði Þín, Þórey. Með örfáum orðum langar mig að minnast móðursystur minnar sem lát- in er í hárri elli. Hún er samofin minn- ingum mínum úr barnæsku er ég kom fyrst að Hrauni með móður minni fyr- ir margt löngu og allt fram á þennan dag. Inga á Hrauni var létt í spori og kvik í hreyfingum, glaðleg og kát. Hún unni firðinum sínum og fjöllunum og ég sé hana fyrir mér úti við í garð- inum, á göngu, niðri á sandi, í heyskap og í sundi, ótrúlega hressa og duglega. Ég sé hana taka á móti fólkinu sínu, gestum og gangandi, hantera hveiti- kökur, kleinur og fleira góðgæti, allt með þeirri alúð sem henni einni var lagið. Ég sé hana í berjamó, sulta og safta, gefa að smakka og dásama gjaf- ir jarðarinnar. Minningarnar eru margar og jólaboðin ógleymanleg þar sem gómsætt bakkelsi var á borð bor- ið og jólabækurnar ræddar. Ógleym- anlegar stundir bæði ungum og öldn- um. Ingu á Hrauni féll sjaldan verk úr hendi. Alltaf hafði hún eitthvað á prjónunum að ógleymdum fallegu dúkunum sem hún prjónaði eftir er- lendum uppskriftum af einskærri þol- inmæði og elju meðan heilsan leyfði. Síðustu árin dvaldi Inga fyrir sunnan á vetrum hjá börnum sínum en kom alltaf heim á sumrin í lengri eða skemmri tíma. Hún beið þess með óþreyju að komast vestur, þar var hennar ríki. Nú þegar komið er að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir sam- fylgdina, fyrir allar ljúfar stundir og þá elsku sem hún sýndi mér og mín- um. Ég kveð Ingu á Hrauni og sé hana fyrir mér á hlaðinu, þar sem síðustu geislar kvöldsólarinnar leika um hana, verma ljúfar minningar og boða nýjan dag. Blessuð sé minning Ingu á Hrauni. Sigríður María Pétursdóttir. Við lifum á tímum þar sem breyt- ingar eru hraðar. Við sem nú erum til höfum líklega séð meiri breytingar á umhverfi okkar en flestar aðrar kyn- slóðir. Ekkert er eins og það var fyrir tuttugu eða þrjátíu árum. Þessar breytingar reyna mjög á okkur, ekk- ert fær að vera í friði nema í skamma stund og það er þreytandi til lengdar að þurfa alltaf að vera að laga sig að nýjum aðstæðum. Þess vegna er alltaf gott að koma inn í umhverfi sem virð- ist vera óbreytanlegt, umhverfi þar sem tíminn stendur í stað. Slíkt um- hverfi skapaði Ingibjörg Þorsteins- dóttir í kringum sig í hartnær sextíu ár, og sennilega talsvert lengur þó að undirritaður þekki ekki til þess af eig- in raun. Hún var kölluð Inga á Hrauni, eftir bænum þar sem hún bjó alla tíð og undirritaður átti því láni að fagna að vera tíður gestur í eldhúsinu á Hrauni, allt frá árinu 1955 og þangað til í fyrra- sumar. Móttökurnar voru alltaf eins. Hafrakexið á sínum stað, jólakakan og randalín sömuleiðis og bláberjasultan aldrei langt undan. Ilmandi kaffi á könnunni. Við byrjuðum á því að tala um veðr- ið og rákum í sameiningu hvernig það hafði verið undanfarna daga, hvernig það var í dag og hvernig spáin væri. Oft var líka fjallað um veðrið í stærri heildum, hvernig sumarið eða vetur- inn hefði verið o.s.frv. Síðan var talað um gróðurinn og sprettuna. Fyrri hluta sumars var fjallað um gras- sprettuna og rabarbarann, en seinni hluta sumarsins var meira talað um kartöflurnar og bláberin. Að þessu loknu tóku við umræður um menn og málefni innan sveitar og utan. Þessar heimsóknir voru mér af- skaplega kærar og voru í raun alveg nauðsynlegur partur af tilveru minni þarna fyrir vestan. Það var svo mikil léttir að koma þarna inn þar sem tím- inn stóð í stað og allt var einhvern veg- inn ósnortið af hringiðu samtímans. Það var með einhverjum hætti svo sjálfsagt að hún væri þarna, að það var ekki fyrr en nokkru eftir að hún varð níræð að það fór að hvarfla að mér að ef til vill kæmi sá dagur að ég gæti ekki framar heimsótt Ingu á Hrauni. Og nú er sá dagur kominn. Tálkna- fjörður verður ekki sá sami aftur, a.m.k. ekki í mínum huga, en lítið er annað að gera en að láta sem ekkert sé og halda lífinu áfram. Með þakklæti í huga kveð ég Ingu á Hrauni og sendi afkomendum hennar hlýjar hugsanir á þessari stundu. Hallgrímur Magnússon. Hún Inga okkar á Hrauni er látin í hárri elli, þótt okkur fyndist hún aldrei verða gömul. Inga var einstaklega já- kvæð og starfsöm kona, alltaf var hún með einhverja handavinnu, alveg framundir það síðasta. Inga var ein af stofnfélögum Kvenfélagsins Hörpu og starfaði þar alla tíð meðan kraftar leyfðu. Allt víl og vol var henni víðs- fjarri, þótt heilsan væri ekki alltaf eins og best varð á kosið. Með framgöngu sinni allri var hún okkur öllum góð fyr- irmynd og mun minning hennar lifa áfram í okkar félagsskap. Við óskum Ingu velfarnaðar á nýj- um leiðum og vottum ástvinum henn- ar öllum okkar dýpstu samúð. Hvíli hún í friði. F.h. félagskvenna í Kvenfélaginu Hörpu, Tálknafirði, Ása Jónsdóttir. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Að renna í hlað á Hrauni er eins og að koma heim eftir langa fjarveru. Inga tekur glöð á móti ferðalöngunum, spyr frétta af ferðinni á meðan hún leggur góðgæti á borð. Allt hreint og strokið út úr dyrum en nógur tími til að sinna jafnt stórum sem smáum. Morguninn eftir er Inga löngu kominn á fætur á undan gestunum, þvottur kominn út á snúru og Inga í eldhúsinu að baka eða að sinna öðrum morgun- verkum sem hún kallaði. Allt heima- bakað, sultað eða soðið niður. Allt í röð og reglu, matur kl. 12 kaffi kl. 3 og fékk maður áminningu ef gleymdist að láta vita ef maður kæmi ekki í næsta mál. Ósjaldan leituðum við ráða hjá Ingu þegar kom að húshaldi. Húsbóndinn vill fiskbollur eins og hjá Ingu á Hrauni og uppskrift af t.d. kleinum og marmelaðið er besta marmelaði í heimi. Handavinnan var ekki langt undan. Inga fylgdist vel með og spurði allt- af frétta af fjölskyldunni og krökkun- um hverju fyrir sig. Henni var umhug- að um náungann. Við vorum svo lánsöm að Inga sendi krökkunum okk- ar jólagjafir sem hún gerði sjálf, t.d. sokka og vettlinga sem voru svo sér- stakir að krakkarnir þekktu þá alltaf úr og enginn annar átti eins og það voru einu „mjúku „pakkarnir sem var- ið var í. Það er ekki sjálfgefið að kynnast perlu eins og Ingu, alltaf glöð og hress í bragði og tók á móti manni eins og hún ætti í manni hvert bein og lét sig varða velferð okkar. Það voru forrétt- indi að fá að alast upp með fjölskyld- unni á Hrauni öll sumur í næstum tvo áratugi og þaðan á ég góðar minning- ar. Það hefur nú ekki alltaf verið létt verk en aldrei kvartaði Inga. Við kveðjum Ingu á Hrauni með söknuði og eftirsjá. Við sendum börnum henn- ar og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð verði minn- ing Ingu á Hrauni. Guðmundur Karl, Díana Dröfn, Gunnar Ingiberg, Snædís Góa og Egill Reynir. Meira: mbl.is/minningar ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför VALGERÐAR SÓLEYJAR ÓLAFSDÓTTUR frá Jörfa. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir frábæra umönnun. Sigurður B. Viggósson, Sigrún Ársælsdóttir, Eiríkur E. Viggósson, Jóhanna Hauksdóttir, Alda Viggósdóttir, Sigurður P. Sigurjónsson, Björg Viggósdóttir, Baldvin Hafsteinsson, Ólafur A. Viggósson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir. ✝ Hjartkær móðir okkar, amma og langamma, KIRSTEN HENRIKSEN dýralæknir, Sóleyjargötu 7, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 26. febrúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. mars kl. 15.00. Hlín Helga Pálsdóttir, Vigdís Hallfríður Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Móðir okkar, SVAVA BJÖRNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 4. mars. Rósa Hilmarsdóttir, Árný Birna Hilmarsdóttir, Páll Hjálmur Hilmarsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURJÓN FINNSSON, Huldugili 9, Akureyri, andaðist á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði miðvikudaginn 4. mars. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 14. mars kl. 13.00. Lilja Sigríður Guðmundsdóttir, Baldur Snævarr Tómasson, Steinunn Oddný Guðmundsdóttir, Björgvin Sveinn Jónsson, Guðmundur Finnur Guðmundsson, Rósa Jennadóttir, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Jón Birgir Guðmundsson, Þórunn Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.