Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 36
✝ Ingibjörg Finn-bogadóttir fædd-
ist í Reykjavík 29.8.
1947. Hún lést á
Hjúkrunarheimili
HSSA á Hornafirði
þriðjudaginn 24.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Finnbogi Ólafs-
son, f. 31.3. 1920, d.
28.11. 1968, og Hulda
Bjarnadóttir, f. 5.10.
1918. Systkini Ingi-
bjargar eru Valdís, f.
1949, Ólafur, f. 1951,
Sigríður Rósa, f. 1954, Stefán
Bjarni, f. 1957, og Trausti, f. 1964.
Hálfbróðir Ingibjargar, sammæðra,
var Friðþjófur Trausti Valdimars-
son, f. 1939, d. 1961.
Ingibjörg giftist 2.12. 1967 Ing-
ólfi Waage, f. 16.7. 1946. Foreldrar
hans voru Jóhann Ólafsson Waage,
f. 16.7. 1922, og Guðrún Herdís
stundaði nám við Kvennaskólann á
Blönduósi veturinn 1966-1967.
Ingibjörg og Ingólfur hófu búskap
sinn í Kópavogi en fluttu til
Hornafjarðar árið 1972. Á Höfn
starfaði Ingibjörg sem launa-
fulltrúi á skrifstofum Hafn-
arhrepps og sá um bókhald hjá
söltunarstöðinni Stemmu. Árið
1987 fluttu þau hjónin á Hvolsvöll,
en þar starfaði Ingibjörg hjá
útibúi Landsbanka Íslands allt þar
til hún lét af störfum vegna veik-
inda sinna. Síðsumars árið 2007
fluttu þau á ný til Hornafjarðar. Á
Hornafirði tók Ingibjörg virkan
þátt í starfsemi Lionsklúbbsins
Kolgrímu og var einn af stofn-
endum hans. Hún hafði mikla
ánægju af garðrækt svo sem sjá
mátti í görðum við hús hennar,
bæði á Hornafirði og Hvolsvelli, en
árið 1991 hlaut hún umhverf-
isverðlaun fyrir fallegasta garðinn
á Hvolsvelli. Hún ræktaði m.a. rós-
ir í garðhúsi sínu á Hornafirði og
var með yfir 30 tegundir rósa þar.
Þá hafði Ingibjörg unun af lestri
góðra bóka.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Hafnarkirkju í Hornafirði í dag og
hefst athöfnin kl. 14.
Guðmundsdóttir, f.
10.10. 1917, d. 4.4.
2003. Börn Ingibjarg-
ar og Ingólfs eru 1)
Herdís Waage, f.
20.6. 1967, maki Jón
B. Karlsson, f. 4.11.
1963. Börn: Steinunn
Ósk, f. 21.8. 1990,
Ingólfur Waage, f.
14.11. 1994, og Ingi-
björg María, f. 7.8.
2001. 2) Hulda
Waage, f. 21.11. 1969,
maki hennar Jón V.
Níelsson, f. 12.8.
1968. Börn: Níels Brimar, f. 17.2.
1992, Arnar Ingi, f. 26.4. 2000, og
Maríus Máni, f. 6.2. 2006. 3) Hrefna
Waage, f. 30.11. 1973, maki hennar
Benedikt H. Stefánsson, f. 22.4.
1973. Börn: Jóhannes Óli, f. 13.5.
1998 og Guðrún Inga, f. 11.6. 2007.
Ingibjörg lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Kópavogs og
Elsku mamma.
Það er erfitt að hugsa til þess að
eiga aldrei eftir að hitta þig og sjá
aftur.
Ég vissi að þessi stund kæmi en
vonaði alltaf að hún væri ekki svona
nærri, því aldrei er maður tilbúinn.
Þú varst mikil hetja, mamma mín, og
með réttu varstu gangandi krafta-
verk, því þér tókst með mikilli gleði,
elju og viljastyrk að gera tíma þinn
sem lengstan hjá okkur, og þú fórst
ekki fyrr en þú varst búin að ganga
frá öllu í kringum þig og varst sátt,
kærar þakkir fyrir það.
En nú ertu farin og þín verður sárt
saknað, en ég vona að þú hafir það
gott og að þér líði vel þar sem þú ert.
Minningarnar um þig og tíma okk-
ar saman eru margar, en ég mun
ávallt geyma þær í hjarta mínu og
munu þær verða dregnar fram við
rétt tækifæri.
Þú tókst af mér loforð áður en þú
fórstog ég mun reyna mitt besta við
að hjálpa pabba í gegnum þennan
sorgartíma.
Elsku mamma, ég kveð þig með
söknuði.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín dóttir,
Herdís (Dísa.)
Und húmblæju
hljóðrar nætur
vill hugurinn hvarfla
svo víða,
um það sem ég
áður átti
er allt var í lífinu
blíða.
Þú bernska með blauta sokka
og brennheita móðurást,
þær stundir
koma aldrei aftur
um það, er ekkert
að fást.
Sú minning
um móður hönd
með mjúka
stroku á kinn,
er dýrmætust
allra ásta,
Um eilífð
um eilífð,
ég finn.
(Þóra Björk Benediktsdóttir.)
Elsku mamma mín.
Ég sakna þín svo mikið. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér
og kenndir mér.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ég bið góðan Guð að vernda og
styðja pabba í okkar miklu sorg.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Þín dóttir,
Hulda.
Elsku mamma mín.
Það er svo margt sem ég hef um
þig að segja, elsku mamma mín, að
ég veit hreinlega ekki hvar á að
byrja, eða hvað ég á að velja því nóg
er af yndislegum minningum sem
erfitt er að koma á blað. Mér er
minnisstætt þegar við tvær fórum
saman í helgarferð til Danmerkur að
heimsækja Dísu systur og fjöl-
skyldu, það var sko ævintýri út í eitt.
Við lentum í óveðri og komumst ekki
á leiðarenda fyrr en daginn áður en
við áttum flug heim, þannig að stutt
var heimsóknin sú.
Þú áttir svo stóran part í uppvexti
hans Óla míns. Óhætt er að segja að
þú hafir eiginlega átt hann. Hann Óli
gjörsamlega dýrkaði þig og þú hann.
Þú varst meira með honum en ég því
þú passaðir hann alltaf þegar ég var
að vinna á kvöldin og um helgar.
Margt í fari hans er gjörsamlega lítil
„copy og paste“ útgáfa af þér og það
er bara yndislegt. Þegar þú greind-
ist með krabbameinið vildi ég ekki
trúa því. Mér fannst eins og það væri
verið að kippa fótunum undan mér.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að
fresta brúðkaupinu mínu sem átti að
vera mánuði síðar, en þú varst sko
ekki á þeim nótunum. Þannig að
þegar ég gifti mig varstu nýbúin í
aðgerð og þú mættir galvösk í brúð-
kaupið. Það sást sko ekki á þér að þú
hefðir verið í stóraðgerð 2 vikum áð-
ur. Að hafa þig í brúðkaupinu okkar
var ein sú stærsta gjöf sem hægt var
að gefa okkur. Þú ert einhver sú
sterkasta manneskja sem ég veit
um.
Stuttu eftir að ég átti Guðrúnu
Ingu fluttuð þið pabbi heim á Höfn.
Ég missti svo mikið þá. Ég missti
mömmu mína í burtu, sem og bestu
vinkonu mína. Símasamband komst
ekkert í hálfkvisti við að hafa ykkur
hér.
Minnisstæðasta minningin mín er
þegar við fjölskyldan komum til
ykkar til Spánar í fyrra. Það var
yndislegur tími að vera hjá ykkur
þarna úti á uppáhaldsstaðnum þín-
um. Undir það síðasta fórum við oft-
ar og oftar í heimsókn til ykkar á
Höfn. Síðasta helgin sem við komum
til ykkar var yndisleg. Þú varst svo
sæl og glöð og svo gaman að vera hjá
þér. Þegar við kvöddum þig á sunnu-
deginum sagði ég við þig að við ætl-
uðum að koma aftur næstu helgi.
Hefði ég vitað það, elsku mamma
mín, að þetta væri í síðasta sinn sem
við töluðum saman hefði ég stoppað
lengur. Ég vildi bara óska að ég hefði
verið lengur hjá þér þennan dag.
Þetta er nú bara brotabrot af þeim
minningum sem ég á. Þið pabbi hafið
kennt mér ýmislegt í gegnum árin og
ég væri ekki sú persóna sem ég er í
dag án ykkar. Fyrir það verð ég æv-
inlega þakklát. Allt sem þú hefur
gefið mér, alla þá ást, umhyggju og
visku geymi ég og gef mínum börn-
um. Ég mun aldrei komast með
tærnar þar sem þú hafðir hælana en
ef ég kemst nálægt því verð ég mjög
stolt.
Elsku mamma mín. Nú ertu farin
og ég sakna þín svo mikið að orð fá
því ekki lýst. Ég vil þakka þér fyrir
allt sem þú gafst mér og kenndir
mér.
Ég bið Guð um að vernda og
hjálpa pabba í gegnum í sorgina sem
við göngum í gegnum.
Þín dóttir,
Hrefna.
Þá ertu farin, Inga mín, örugglega
hvíldinni feginn eftir langa og
stranga baráttu. Það er sérstakt til
þess að hugsa að nú séuð þið Hilmar
minn þarna hinum megin og ekki
lengur með okkur. En við áttum svo
margar frábærar stundir saman, þið
Ingó og við Hilmar. Margar frábær-
ar skemmtiferðir jafnt innanlands og
utan, alltaf svo gaman. Þær minn-
ingar munu ylja mér um aldur og
ævi.
Inga mín, þú varst ekki bara frá-
bær stórasystir heldur alltaf alla tíð
mín besta og mesta vinkona. Ég gat
alltaf til þín leitað og aldrei varstu
ráðalaus. Mér þykir svo vænt um
dagana sem við áttum saman austur
á Höfn síðastliðið haust. Við nutum
þess að vera saman og spjalla fram á
rauða nótt, við gleymdum þessum
erfiðu dögum og horfðum á þá
björtu, rifjuðum upp gamla góða
tíma og hlógum endalaust. Þessi
minning mun vera með mér um
ókomna tíð.
Ég er svo stolt af því hvernig þú
tókst á við veikindi þín, þú varst svo
jákvæð og ákveðin i að berjast og
gefast ekki upp. En þú áttir við ofur-
efli að etja og nú er þessari baráttu
lokið og þú kominn á annan og betri
stað. Ég á eftir að sakna þín mikið og
sá dagur mun ekki líða að ég hugsi
ekki til þín.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku mamma, Ingó, Herdís,
Hulda, Hrefna og fjölskyldur. Megi
góður Guð styrkja ykkur í sorg ykk-
ar.
Hvíl í friði.
Þín systir,
Valdís.
Elsku systir, langri og erfiðri
þriggja ára baráttu er nú lokið.
Fyrir þrem árum voru þér gefnir
u.þ.b. 7-9 mánuðir þar sem þú varst
með krabbamein á lokastigi. En af
æðruleysi og lífsgleði breyttir þú
stöðunni allverulega.
Þið Ingó funduð alltaf eitthvað til
að hlakka til og þú leist einhvern
veginn ekki á þig sem veika.
Eitt sinn sagðir þú við mig „ég skil
ekkert í þessum hita sem ég er með,
það er ekkert að mér“.
Þegar ég spurði hvað þú meintir
með því að vera ekki veik, svarað-
irðu „ég meina, ég er ekki með
flensu“.
Inga systir var elst af okkur al-
systkinunum og fannst mér alltaf
gott að leita ráða hjá henni um hvað
eina. Frá því ég man eftir mér varst
þú ein af þeim sem þótti svo gaman
að gefa og hef ég notið góðs af því
alla tíð. Börnin mín voru alltaf svo
spennt að opna pakkana frá Ingu
frænku því voru jafn fallegir að utan
sem innan.
Í seinustu ferð ykkar til Spánar sl.
haust gafstu okkur málverk. Ég
spurði þig hvað þetta væri, það væri
ekkert afmæli eða annað tilefni og
þú sagðir einfaldlega, þetta er bara
til að þakka ykkur fyrir að vera til.
Mér þótti þá og ekki síður í dag
vænt um þessi orð.
Þið Ingó áttuð mörg sameiginleg
áhugamál. Garðurinn ykkar var al-
ger skrúðgarður og sem þið voruð
margverðlaunuð fyrir, góð tónlist,
þið fóruð saman á síðustu tónleikana
ykkar með íslensku dívunum núna
um jól og þú varst svo glöð og ham-
ingjusöm og síðast en ekki síst ykk-
ar fallega heimili.
Það hefur svo margt breyst í okk-
ar fjölskyldu á síðustu tveim árum.
Það verða ekki Vallý og Himmi eða
Inga og Ingó sem koma til okkar í
sumar eins og verið hefur síðustu
átta árin.
Elsku systir. Enginn í fjölskyld-
unni sýndi mér eins mikinn skilning
og þú þegar Finnbogi minn dó fyrir
rúmu ári, bæði í orðum og í bréfi.
Ég ætla nú að nota þín orð sem þú
sendir mér í bréfinu jólin eftir að
Finnbogi minn dó.
„Sorgin virðist koma í bylgjum.
Eitthvað kemur snöggt upp í hug-
ann og þá hellist hún yfir mann. Sem
betur fer dvínar sorgin smám saman
en hún hverfur aldrei alveg.“
Hefur þetta bréf oft hjálpað mér
að vita að þú sem varst svo veik,
værir svona sterk og full af kær-
leika. Hjálpaði það mér til að komast
á fætur þegar sorgin var að buga
mig, því þá hugsaði ég til þín og
reyndi að vera sterk eins og þú.
Ég hugsa til Ingu og ætla að
geyma minninguna um hversu
glæsileg hún var í níræðisafmæli
móður okkar í haust. Ég kveiki á
kertum á hverjum degi og hugsa til
þín, elsku systir. Þú verður ætíð til í
huga mér og ég mun ylja mér við
minningar um gamla og góða tíma.
Ég veit að nú eru erfiðir tíma hjá
ykkur, elsku Ingó minn, Dísu,
Huldu, Hrefnu, tengdasonunum, afa
og ömmubörnunum ykkar, elsku
mömmu, systkinum mínum og öðr-
um vandamönnum sem eruð að
kveðja stóru systir eins og ég.
„Sorgin er eins og löng, dimm
göng. Hvergi sér handa skil. En
framundan er ljósið. Ykkur finnst
það kannski ótrúlegt, en það er ljós
framundan.“
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku besta systir mín.
Börnin mín senda ykkur öllum
þeirra innilegustu samúðarkveðjur,
Sigvaldi Búi, Sylvía, Sigríður Birna
og Bjarni Ólafur. Ollý Björk og
Birta Huld og Eydís Björk og ný-
fædda prinsessan hennar, sem
fæddist núna 3ja mars 2009.
Sigríður Rósa.
Það eru ótal minningar sem hafa
skotið upp kollinum þessa síðustu
daga sem hafa hjálpað mér að taka
tíðindunum um lát Ingu því á langri
ævi var jú margt brallað.
Við vissum öll hvert stefndi en
hversu vel sem við höldum að við
séum undirbúin þá kemur þetta
sem reiðarslag. Á svona stundum er
erfitt að búa langt í burtu. Við Sigga
höfum þó hvort annað.
Elsku Ingó.
Við höfum verið órjúfanlegir vinir
síðan ég man eftir mér og eftir að þú
kynntist Ingu þinni datt hún ein-
faldlega inn í hópinn. Ég tel mig
lánsaman mann að hafa átt vini eins
og ykkur Ingu alla mína tíð.
Elsku dúllurnar mínar, Dísa,
Hulda og Hrefna og fjölskyldurnar
ykkar. Ég sendi ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur vegna frá-
falls mömmu, tengdamömmu og
ömmu.
Ég sat með henni vinkonu minni
á veröndinni fyrir utan heimili okk-
ar Siggu síðastliðið haust og við vor-
um að ræða daginn og veginn og svo
hvað væri jafnvel framundan. Þá
sagði hún við mig þessi orð sem ég
mun aldrei gleyma. „Ég lít ekki svo
á að ég sé að deyja heldur að ég sé
að fara í annan heim sem bíður eftir
mér, því ég trúi einfaldlega ekki að
við eigum aðeins eitt æviskeið“.
Þetta er nákvæmlega það sem ég
held og segi því við Ingu mína:
„Farðu í friði, kæra vinkona og
sjáumst síðar.“
Hún Inga okkar hefur fengið frið-
inn. Ég tek utan um þig og sam-
hryggist þér af heilum hug, minn
besti vinur.
Heimili okkar Siggu verður ykk-
ur fjölskyldunni alltaf opið.
Völundur.
Okkur langar að minnast Ingu
okkar hér með nokkrum orðum. Við
bræðurnir og fjölskyldur okkar er-
um þakklát fyrir þær góðu stundir
sem við áttum með Ingu og fjöl-
skyldu hennar. Það var alltaf svo
notalegt að koma í heimsókn til
þeirra en Inga var sérlega gestrisin
og veitti ávallt hlýjar móttökur.
Heimili og garður Ingu og Ing-
ólfs
endurspegluðu hversu mikill fag-
urkeri Inga var og handlagni Ing-
ólfs. Saman sköpuðu þau heimili og
umhverfi sem bar af bæði hvað
varðar útlit en ekki síður innihald.
Kærleikurinn og hlýjan hennar
Ingu ásamt handfylli af glettni og
slatta af þrautseigju er það sem við
nærumst enn á. Inga var einstök
móðir og amma og ræktaði vel garð-
inn sinn í tengslum við fjölskyldu
sína. Það var sama hversu langt leið
á milli þess sem við sáumst, það var
alltaf eins og við hefðum hist í gær
þegar samverustundir runnu loks
upp.
Ingibjörg
Finnbogadóttir
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
Elsku amma. Ég sakna þín.
Það var gaman þegar ég
kom til þín, þú gafst mér allt-
af smákökur og pepsí max.
Guð geymi þig. Vonandi
hefur þú það gott hjá Guði.
Kveðja.
Þinn,
Arnar Ingi.
Elsku amma mín.
Ég sakna þín og ég elska
þig. Þú varst alltaf svo góð.
Ég vona að þú sért ánægð
með englunum.
Kveðja.
Þinn,
Óli.
Elsku amma,
Ég trúi því ekki að þú sért
ekki lengur til staðar. Sökn-
uðurinn er mjög mikill og
mér finnst svo sárt að fá
aldrei meir að faðma þig og
ræða við þig um lífið og til-
veruna. Mér þykir svo vænt
um þig og þú veist að þú átt
alltaf stað í hjarta mínu.
Þín,
Steinunn Ósk.
HINSTA KVEÐJA