Morgunblaðið - 07.03.2009, Page 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dulspeki
Tarotnámskeið
3ja kvölda Tarot
námskeið verður
dagana 23.-25.
mars nk.
Heilunarskóli
Skógarsetursins
Skráning og uppl.
sími 555 1727
sigrun@skogarsetrid.is
www.skogarsetrid.is
Spádómar
! "#$
%&' ()*)
+++,-$ ,
Ferðalög
S T Y K K I S H Ó L M U R
Stresslosandi gæðagisting með heit-
um pottum. Helgar- og/eða vikuleiga.
orlofsibudir.is gsm: 861 3123.
Fossatún
Einstakt umhverfi
Skemmtileg afþreying, frábærar
veitingar og rokkveisla í mars.
www.fossatun.is
sími 433 5800.
Heilsa
Meðvirkni er BANVÆNN
sjúkdómur!
Segirðu JÁ þegar þú vilt segja NEI?
Það er til lausn frá MEÐVIRKNI.
Fundir m.a. mán. og þri. kl: 21, sun.
kl: 13. Borgartúni 6, sjá: CODA.IS
Húsnæði óskast
Par óskar eftir 2-3 herb. íbúð
í Rvk./Kóp.
Reyklaust og reglusamt par með
góð meðmæli óskar eftir góðri íbúð í
langtímaleigu frá 15. maí, ca. 70-100
fm, verðhugmynd 70-80 þús.
Helgi s. 868-8428. helgimj04@ru.is
Einbýlishús eða raðhús óskast
Óska eftir að taka á leigu einbýlis-
eða raðhús á höfuðborgarsvæðinu.
Helst með 3ja herb. aukaíbúð.
Upplýsingar í síma 822 0558.
4+ herbergja íbúð í Hlíðunum
Óska eftir 4+ herbergja íbúð til leigu í
Hlíðunum með innbúi frá 1. maí - 31.
ágúst. arnargeirsson@yahoo.com,
sími 588-1115.
Tölvur
Tölvuviðgerðir / vírushreinsanir
Tek að mér allar almennar viðgerðir á
PC tölvum, vírushreinsanir og netupp-
setningar, vönduð vinna. Pétur, sími
899-8894. Viðurkenndur af Microsoft.
Tómstundir
Markaðslaugardagur
frímerkjasafnara Stór markaður
laugardag Síðumúla 17 kl. 13:00-
15:00. Kaffi í boði félagsins.
Auk þess verður boðið uppá ókeypis
verðmat á frímerkjasöfnum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Bókhald
Bókhald, vsk.-skil, skattframtal
og kærur fyrir einstaklinga með
rekstur og félög. Aðstoðum við kærur,
stofnun ehf. og léna og gerð heima-
síðna. Áralöng reynsla.
Dignus ehf. - dignus.is - s: 699-5023.
LINARES-mótið á Spáni hefur fyr-
ir löngu öðlast þann sess að vera
kallað Wimbledon skákarinnar. Það
var haldið í fyrsta skipti snemma á
níunda áratugnum en virðing þess
náði hæstum hæðum á tíunda ára-
tugnum þegar Garrí Kasparov sigr-
aði þar hvað eftir annað og ekki
laust við að dálítið tómarúm hafi
skapast þegar hann í lok mótsins
2005 tilkynnti um að hann væri
hættur og ætlaði að snúa sér að
taflmennsku á stærra skákborði.
Kasparov gat þess í grein, sem
hann skrifaði nokkru síðar, að hon-
um fundust fyrstu viðbrögð Anand
dálítið kaldhömruð sem kvaðst vona
að hann gæfi skáklistina ekki upp á
bátinn fyrir rússneska byssukúlu.
Kasparov varð átta sinnum einn
efstur í Linares á árunum 1991-
2005 og tvisvar efstur ásamt öðrum.
Hann hafði yfirleitt mikla yfirburði
og mestur varð munurinn á honum
og næsta manni þrír vinningar árið
2001 en um það leyti vann hann tíu
stórmót í röð.
Sum Linares-mótanna eru raunar
sérstaklega minnisstæð vegna þess
að Kasparov vann þau ekki! Vasilí
Ivantsjúk varð efstur á Linares-
móti um 1991 og var þá umsvifa-
laust kallaður krónprins skákarinn-
ar. Árið 1994 vann Karpov sinn
fræknasta mótasigur er hann hlaut
11 vinninga af 13 og varð langt fyrir
ofan Garrí sem hafði allt á hornum
sér; Judit Polgar setti dreyrrauða
eftir tap fyrir Karpov er Garrí gekk
þar hjá og bókstaflega hvæsti á
hana: „Hefurðu aldrei heyrt talað
um svarta reiti?“
Eitt árið þegar allt um þraut og
Garrí sallaði niður alla keppinauta
sína skaust Ivantsjúk í hádegisverð
á undan meistaranum og settist í
„sæti Kasparovs“ í matsalnum á
Hótel Annibal. Garrí og Klöru móð-
ur hans var ekki skemmt þegar þau
komu að borðinu.
Þótt umgjörðin á Linares-mótinu
í ár hafi sjaldan verið glæsilegri og
Anand sé verðugur heimsmeistari
og mótið sé að öllu leyti vel skipað
þá er vandfyllt það skarð sem Kasp-
arov skildi eftir. Mótið í ár er hið
fyrsta sem Anand tekur þátt í eftir
að hann vann einvígið um heims-
meistaratitilinn við Kramnik sl.
haust. Hann byrjaði vel en eftir tap
með hvítu fyrir Aronjan hefur hann
ekki náð sér almennilega á strik.
Um tíma virtist sem rússneski
stórmeistarinn Alexander Gritsjúk
ætlaði að stinga af en í 12. umferð,
sem tefld var á fimmtudaginn, tókst
Magnúsi Carlsen að leggja Rússann
sem hefur naumt forskot fyrir lok-
umferðirnar tvær. Staðan:
1. Alexander Gritsjúk (Rúss-
landi) 7 v. (af 12) 2.-3. Magnús
Carlsson (Noregi) og Vasilí Ivant-
sjúk (Úkraínu) 6½ v. 4.-5. Visw-
anthan Anand og Levon Aronjan
(Armeníu) 6.-7. Teimour Radjabov
(Aserbaídsjan) og Wang Ye (Kína)
5½ v. 8. Lenier Dominguez (Kúbu)
5 v.
Sigur Norðmannsins í 12. umferð
er án efa tilþrifamesta skákin í Lin-
ares þetta árið:
Linares 2009; 12. umferð:
Magnús Carlsen – Alexander
Gristjúk
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. 0-0
Be7 8. a4 Rc6 9. Be3 0-0 10. f4 Dc7
11. Kh1 He8 12. Bf3
Scheveningen-afbrigði Sikileyjar-
varnarinnar kom margoft fyrir í
skákum Kasparovs sem var vanur
að leika hér 12. … Hb8.
12. … Bf8 13. Dd2 Hb8 14. Df2
e5 15. fxe5 dxe5?!
Hæpinn leikur, 15. … Rxe5 virð-
ist betra en Gritsjúk kann að hafa
óttast 16. Bg5 sem má svara með
16. … Rfg4 17. Dg1 Be6 o.s.frv.
16. Rb3 Rb4 17. Ba7 Ha8 18. Bb6
De7 19. Had1 Be6 20. Rd5!
Möguleikar hvíts liggja á drottn-
ingarvæng. Nú fær hann ógnandi
frípeð á d-línunni.
20. … Bxd5 21. exd5 e4 22. d6
De6 23. Rc5 Df5 24. Be2 Dxf2 25.
Hxf2 26. a5!
Bráðsnjall leikur sem byggir á
hugmyndinni 26. … Bxd6 27. Hxf6!
og vinnur lið t.d. 27. … Bxc5 28.
Hxd5 Bxb6 29. Hxb6.
26. … Rxb6 27. axb6 Hab8?
Eftir þennan óvirka leik verður
stöðu svarts ekki bjargað. Hann
varð að reyna 27. … Hec8! Með
hugmyndinni 28. b4 Hc6.
28. Hxf6! gxf6 29. Rd7
Hvítur lætur skiptamun af hendi
tímabundið og getur náð honum til
baka hvenær sem honum sýnist.
Framrás peðanna á drottningar-
væng gerir svo út um taflið.
29. … f5 30. c4 a5 31. c5 Bg7 32.
Rxb8 Hxb8
33. Ba6!
Skemmtilegur leikur sem gerir út
um taflið en hvítur varðað taka 36.
Hc1 með í reikninginn.
33. … Bf6 34. Bxb7! Hxb7 35. c6
Hxb6 36. Hc1! Bxb2 37. d7
- og svartur gafst upp.
Magnús Carlsen
eygir sigurvon
Sigurvon Magnús Carsen vann efsta mann í Linares.
SKÁK
Linares, Spáni
18. febrúar-8. mars 2009
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
✝ Hulda RegínaJónsdóttir fæddist
í Lambanesi í Fljótum
29. júní 1916. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 20. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jón Krist-
jánsson frá Lamba-
nesi, f. 21.4. 1890, d.
26.6. 1969, og Stef-
anía Guðrún Stef-
ánsdóttir frá Siglu-
nesi, f. 14.7. 1890, d.
1.5. 1936. Hulda var
næst elst þrettán systkina. Hin eru:
Sæmundur, f. 1915, d. 1999, Bára, f.
1919, d. 1987, Ægir, f. 1921, d. 1993,
Gústaf, f. 1923, d. 1974, Laufey
Alda, f. 1926, d. 1926, Sigurlaug, f.
1927, Björgvin Dalmann, f. 1929, d.
2003, Kristín Alda, f. 1931, d. 1996,
Drengur, f. 1933, d. 1933, Páll, f.
1940, d. 1940, Erling Þór, f. 1945, og
Edda Magnea, f. 1949.
Hinn 6. nóvember 1937 giftist
Hulda Guðbrandi Þórði Sig-
urbjörnssyni frá Ökrum í Fljótum, f.
18.2. 1916, d. 9.6. 2001. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurbjörn Jós-
epsson frá Steinavöllum, f. 5.1.
1884, d. 11.5. 1968, og Friðrika
Magnea Símonardóttir frá Lang-
húsum í Fljótum, f. 8.10. 1877, d.
23.9. 1979. Hulda og Guðbrandur
eignuðust fjórar dætur. Þær eru; 1)
Laufey Alda, f. 6.5. 1938, d. 12.9.
2005, maki Jón Sigurðsson, Sleitu-
stöðum í Skagafirði. Börn þeirra
eru; Reynir Þór, f. 8.1. 1960, Iris
Hulda, f. 4.2. 1965, Gísli Rúnar, f.
9.8. 1966, og Lilja
Magnea, f. 5.2. 1973,
barnabörn þeirra eru
þrettán. 2) Elva Reg-
ína, f. 30.7. 1941, maki
Friðleifur Björnsson,
búsett í Reykjavík.
Synir þeirra eru;
Gunnar Þór, f. 10.6.
1962, og Ómar Ingi, f.
19.3. 1970, barnabörn-
in eru fjögur. 3) Alma
Elísabet, f. 17.3. 1949,
maki Páll Hólm Þórð-
arson, búsett í Kópa-
vogi. Börn þeirra eru;
Auðunn Ingvar, f. 13.6. 1967, Hildur
Hólmfríður, f. 19.12. 1968, og Selma
Halldóra, f. 13.12. 1973, barnabörn
þeirra eru sjö. 4) Bryndís Sif, f. 26.6.
1958, maki Þorsteinn Símonarson,
búsett í Grindavík. Börn þeirra eru;
Rósa Dögg, f. 20.1. 1982, Símon
Guðbrandur, f. 22.3. 1985, og Sindri
Snær, f. 17.2. 1992.
Hulda fluttist 9 ára gömul með
foreldrum sínum til Siglufjarðar.
Hún hafði yndi af söng og var að-
eins 10 ára þegar hún hóf að syngja
með kirkjukór Siglufjarðar og söng
með kórnum í 40 ár. Á síldarár-
unum vann Hulda við söltun en síð-
an lá leiðin í Prentsmiðju Siglu-
fjarðar þar sem hún starfaði í 15 ár.
Hulda og Guðbrandur ráku Alþýðu-
húsið á Siglufirði í 12 ár og ásamt
föstu starfi stunduðu þau bæði
kinda- og hænsnabúskap fram á efri
ár. Hulda dvaldi síðustu 13 árin á
Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar.
Útför Huldu fer fram frá Siglu-
fjarðarkirkju í dag kl. 14.
Elsku besta amma.
Nú ert þú farin á betri stað þar sem
Brandur afi tekur á móti þér.
Stað þar sem augað sjáandi sér og
röddin sterk syngur svo vel.
Nú sitjið þið saman, spilið og ráðið
krossgátur, afi með pípu í munni og
þú flautandi á „ensku“
líkt og þú gerðir fyrir okkur í æsku.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þín barnabörn,
Rósa Dögg, Símon Guðbrandur
og Sindri Snær Þorsteinsbörn.
Drottinn gefur, Drottinn tekur
dána aftur upp hann vekur.
Guð af sínum gnægtarbrunni
gaf þér líf og heitt þér unni.
Ásýnd hans á lífsins leið
lýsti þér í sorg og neyð.
Máttur hans og mikil ást
miskunnsemin aldrei brást.
Vinur, nú í ljóssins löndum
leggur upp að nýjum ströndum,
víst þú á hans vegi gengur
ver hjá oss í anda lengur.
Öll við munum minnast þín
mikið, þegar sorgin dvín.
Hlátur þinn og brosið bjarta
best mun geymt í okkar hjarta.
Klökk nú kveðjustundin er
kæri, aldrei gleymum þér.
Frelsarinn í faðmi sínum
fagni liðnum anda þínum.
(A.E.G.)
Alma Elísabet og
fjölskylda.
Hulda Regína
Jónsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar