Morgunblaðið - 07.03.2009, Side 44
44 Menning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009
Morgunblaðið/Heiddi
Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld „Með þessum tónleikum er verið að vekja
athygli á þætti kvenna í íslenskri menningarsögu.“
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Á ALÞJÓÐLEGUM baráttudegi
kvenna á morgun, sunnudaginn 8.
mars, verða tónleikar í Þjóðmenn-
ingarhúsinu þar sem eingöngu
verða flutt kammerverk eftir ís-
lensk kventónskáld. Flytjendur
eru ellefu konur sem allar eru
mjög virkar í íslensku tónlistarlífi.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.
Fimmtán ára hugmynd
„Hugmyndin um sérstaka tón-
leika þar sem flutt yrðu verk eftir
konur vaknaði fyrir um fimmtán
árum þegar ég var á ferð um
Þýskaland og sá slíka tónleika
auglýsta. Það er loksins nú sem
hugmyndin er orðin að veruleika,“
segir Elín Gunnlaugsdóttir sem
stendur að verkefninu ásamt Ey-
dísi Franzdóttur óbóleikara en það
er styrkt af Menningarsjóði
kvenna. Flutt verða kammerverk
eftir níu kventónskáld. „Þetta eru
konur sem eru félagar í tónskálda-
félaginu og við Eydís sendum þeim
póst og fengum frá þeim hug-
myndir um hvaða verk ættu að
vera á efnisskrá. Við ákváðum að
afmarka efnisskrána við kamm-
erverk þannig að flytjendur væru
ekki of margir og kostnaður færi
ekki fram úr hófi. Við erum prakt-
ískar konur,“ segir Elín.
Meðal þeirra verka sem flutt
verða eru Brotabrot eftir Þóru
Marteinsdóttur og Transfiguration
eftir Mist Þorkelsdóttur en þetta
er frumflutningur þeirra verka hér
á landi en þau hafa áður verið flutt
í Svíþjóð. Elín segir þau níu verk
sem eru á efnisskránni vera mjög
ólík og spennandi hvert á sinn
hátt: „Þessar konur eru mjög ólík
tónskáld. Þær eiga það þó sameig-
inlegt að eiga langt tónlistar- og
tónsmíðanám að baki og hafa skap-
að sér nafn í íslensku tónlistarlífi.
Það eru sextíu ár á milli elsta og
yngsta tónskáldsins, elst er Jórunn
Viðar og Þóra Marteinsdóttir er
yngst. Verk Jórunnar Viðar á
þessum tónleikum er íslensk dans-
svíta en hún hefur í verkum sínum
sótt mjög mikið í hinn íslenska
tónlistararf, rímnadansa og kvæða-
mannahefðina. Allt öðruvísi verk
er til dæmis verk eftir Önnu Þor-
valdsdóttur sem er framúrstefnu-
legt og af allt öðrum meiði, gert
við ljóð eftir Snorra Hjartarson:
„Auðir bíða vegirnir“.“
Barátta kvenna á listabraut
Jórunn Viðar varð níræð í des-
ember síðastliðnum. „Íslensk
kventónskáld eiga Jórunni mikið
að þakka því hún var mikill braut-
ryðjandi og var um áratugaskeið
nær eina kventónskáldið sem við
áttum,“ segir Elín.
„Þegar tónfræðadeild var stofn-
uð við Tónlistarskólann í Reykja-
vík í kringum 1980 hófst formlega
hin eiginlega menntun tónskálda.
Auðvitað var meirihluti nemenda
karlmenn en nokkrar konur fóru
þar einnig til náms og þegar það
fordæmi var komið fjölgaði þeim.
Þessi kennsla hefur núna flust yfir
í Listaháskólann og þar er liðlega
helmingur nema í tónsmíðum kon-
ur,“ segir Elín og bætir við: „Það
eru ekki nema um 150 ár síðan
Fanny Mendelsohn Hensel, systir
Felix Mendelsohn, veigraði sér við
að gefa út eigin verk vegna þess að
föður hennar og bróður fannst það
ekki sæma konu af hennar stétt.
Ég las um daginn um bandarískt
kventónskáld sem fyrir einni öld
fékk ekki að fara í skóla til að
mennta sig í tónsmíðum vegna
kynferðis og varð að leita sér
menntunar í gegnum einkatíma. Á
mörgum menningarsvæðum í
heiminum fá konur enn ekki að tjá
sig opinskátt, hvort sem það er
með orðum, í myndlist eða tónlist.
Með þessum tónleikum er verið að
vekja athygli á þætti kvenna í ís-
lenskri menningarsögu. Ég held að
konur þurfi oft að berjast meira
fyrir sínu en karlmenn. Það að
vera listamaður er mjög eig-
ingjarnt starf og þar þarf oft að
velja og hafna, til dæmis í einkalífi.
Ég held að konur séu oft fúsari til
að færa fórnir en karlmenn.“
Verk eftir íslensk kventónskáld flutt í Þjóðmenningarhúsinu
Fjölbreytt kventónlistarveisla
ÞAÐ er uppfærsla leik-
stjórans og óskarsverð-
launahafans Anthonys
Minghella á Madama But-
terfly sem sýnd verður
beint frá Metropolitanóper-
unni í Kringlubíói kl. 18 í
dag. Minghella lést á síð-
asta ári, en eftir hann liggja
myndirnar Enski sjúkling-
urinn, Kaldbakur, Lesarinn
o.fl. Madama Butterfly er
ein vinsælasta ópera Puccinis og í aðal-
hlutverkum verða Patricia Racette og Mar-
cello Giordani. Patrick Summers stjórnar, en
gestgjafi og kynnir verður Renée Fleming.
Óperubíó
Butterfly í upp-
færslu Minghellas
Patricia Racette
syngur Butterfly
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
Norðurlands heldur tón-
leika í Samkomuhúsinu á
Akureyri á morgun kl. 16.
Þar verður frumfluttur
Konsert fyrir kontrabassa
og kammersveit eftir Óliver
Kentish. Einleikari er Þórir
Jóhannsson og stjórnandi
Guðmundur Óli Gunn-
arsson. Hljómsveitin verð-
ur eingöngu skipuð blás-
urum og slagverksleikurum. Þá verður einnig
flutt Lítil sinfónía fyrir blásara eftir Charles
Gounod og Góði dátinn Svejk, svíta fyrir blás-
ara og slagverk eftir Kurka.
Tónlist
Bassakonsert
frumfluttur
Þórir
Jóhannsson
VAR hún bara vinkona Wagners, eða kannski ástkona líka? Mat-
hilde Wesendonck var tónskáldinu í það minnsta innblástur, skáld,
listagyðja og einstakur félagi. „Hún kom eins og lífsfylling í líf
hans og hafði margvísleg áhrif á hann. Hann fór að gera margt og
hugsa margt sem hann hafði ekki sinnt áður,“ segir rússneski pí-
anóleikarinn Albert Mamriev. Í dag kl. 16 verða tónleikar í Ís-
lensku óperunni með yfirskriftinni Wagner og Wesendonck –
Þetta liggur mér á hjarta, en þar flytja úkraínski mezzóinn Soph-
iya Palamar og Mamriev tónlist eftir Wagner sem hann helgaði
skáldinu Matilde Wesendonck, meðal annars Wesendonck-ljóðin
og Wesendonck-sónötuna.
„Ég er nokkuð viss um að Wagner hafði líka áhrif á skáldskap
hennar. En þótt það sé ekki alltaf auðvelt að segja til um hvort
kom á undan, tónlistin eða ljóðin, þá er ég nokkuð viss um að ljóð-
in urðu til fyrst, áður en Wagner samdi tónlist við þau, en eins og
margir aðrir, tel ég að hún hafi samið þau fyrir hann.“ Sólveig
Arnarsdóttir leikkona flytur texta milli atriða, og tengir með vís-
unum í samtíma Wagners. Mamriev og Palamar hafa flutt dag-
skrána víða, m.a. á Wagner-hátíðinni í Bayreuth, við góðan orðs-
tír. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu Íslensku óperunnar við
Wagnerfélagið á Íslandi og Vinafélag Óperunnar. begga@mbl.is
Flytja verk Wagners helguð Matthildi Wesendonck
Þetta liggur
mér á hjarta
Mathilde Wesendonck Hún var skáldkona.
ÁSTRÍÐUR Alda Sigurð-
ardóttir píanóleikari spilar
á einleikstónleikum í Saln-
um í dag kl. 17. Hún leikur
tvær umritanir Busonis á
kóralforspilum eftir Bach,
tvær Konsertetýður eftir
Liszt byggðar á verkum
eftir Paganini, svítu eftir
Villa-Lobos og sónötu eftir
Ginastera. Þá leikur hún
gamla perlu, Ástardraum-
inn eftir Liszt. „Þetta undurfagra verk heyrist
örsjaldan á tónleikum nú til dags, og er dæmt
af mörgum sem gömul lumma og því oftar en
ekki sniðgengið af píanóleikurum,“ segir hún.
Tónlist
Frá trúarljóðum
til gleðiláta
Ástríður Alda
Sigurðardóttir
LEIKFÉLAG Hörgdæla
efnir til styrktarsýningar á
leikritinu Stundum og
stundum ekki fyrir Krabba-
meinsfélag Akureyrar og
nágrennis í minningu
Hólmfríðar Helgadóttur
sem lést fyrr í vetur eftir
langa baráttu við krabba-
mein. Hólmfríður starfaði
með Leikfélagi Hörgdæla,
sat í varastjórn og stjórn
þess um nokkurra ára skeið og tók þátt í flest-
um uppsetningum félagsins. Styrktarsýningin
verður 26. mars. Miðapantanir eru í síma 862-
6821 og 695-7185 milli kl. 17 og 19 alla daga.
Leiklist
Stundum og
stundum ekki
Hólmfríður
Helgadóttir
„ÞAÐ er hálf öld síðan ég var gest-
komandi hjá bróður mínum suður í
Garði. Mig vantaði eitthvað til að lesa
mig í svefn og tók ég fram það eina
sem mér fannst lestrarhæft, en það
voru Riddarasögurnar. Ég valdi
stystu söguna sem reyndist vera
Möttulssaga. Þegar ég sofnaði var ég
ákaflega kátur því þarna þóttist ég
hafa fundið efni í óperu.“
Þannig lýsti Jón Ásgeirsson tón-
skáld því í viðtali við Morgunblaðið
hvernig Möttulssaga varð á vegi hans
sem efniviður í óperu.
Nú er óperan tilbúin og í dag kl. 15
kynna nemendur óperudeildar Söng-
skólans í Reykjavík og Óperukórinn í
Reykjavík óperuna Möttulssögu í
Snorrabúð, sal skólans við Snorra-
braut.
Einsöngshlutverkin syngja sautján
nemendur Óperudeildar Söngskólans
og verður Garðar Thór Cortes gesta-
söngvari í hlutverki Gunnars stein-
höggvanda, kolbíts. begga@mbl.is
Möttulssaga kynnt
í Snorrabúð í dag
Óperutónskáldið Jón Ásgeirsson.
Á efnisskrá tónleikanna í Þjóð-
menningarhúsinu eru eftirfar-
andi verk:
Jórunn Viðar: Íslensk svíta fyr-
ir fiðlu og píanó.
Þóra Marteinsdóttir: Brotabrot
fyrir klarinettu, fiðlu og píanó.
Mist Þorkelsdóttir:
Transfiguration fyrir klarinettu,
fiðlu og píanó.
Karólína Eiríksdóttir:
Renku fyrir klarinettu, fiðlu,
selló og píanó.
Anna Þorvaldsdóttir:
Auðir bíða vegirnir fyrir sópran,
fiðlu og píanó.
Þuríður Jónsdóttir:
Epithalamion fyrir söngrödd,
flautu og píanó.
Hildigunnur Rúnarsdóttir:
Píanótríó fyrir fiðlu,
selló og píanó.
Bára Grímsdóttir: Dance suite
for Matti fyrir einleiksfiðlu.
Elín Gunnlaugsdóttir: Im dunk-
len Spiegel fyrir sópran, engla-
horn, fiðlu, víólu og selló.
Flytjendur eru:
Hlín Pétursdóttir sópran, Bryn-
dís Pálsdóttir, Greta Guðna-
dóttir og Hildigunnur Halldórs-
dóttir fiðluleikarar, Herdís
Anna Jónsdóttir víóluleikari,
Bryndís Björgvinsdóttir selló-
leikari, Anna Guðný Guðmunds-
dóttir og Ingunn Hildur Hauks-
dóttir píanóleikarar, Helga
Björg Arnardóttir klarinettu-
leikari, Þuríður Jónsdóttir
flautuleikari og tónskáld og Ey-
dís Franzdóttir englahornsleik-
ari.
Efnisskrá
og flytjendur