Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 TALIÐ er, að mannfjöldi á jörð- inni fari yfir sjö milljarða snemma á árinu 2012 en síðan muni hægja nokkuð á fjölg- uninni. Jarð- arbúar verði samt sem áður orðnir níu milljarðar um 2050. Það verður augljóslega erfitt að fæða og klæða allan þennan fjölda og álagið, sem hann veldur á um- hverfið, er óskaplegt. Margar blikur eru enda á lofti. Hækki sjávarborð um metra eða meira vegna loftslags- breytinga mun sjórinn leggja undir sig víðáttumikil búsvæði og þurrkar og flóð munu skerða framleiðsluna. Heimsbyggðin glímir nú við kreppu, fjármálakreppu, en sumir fræðingar segja, að hún sé bara eins og hver annar hégómi hjá þeirri matvælakreppu, sem bíði okkar handan við hornið og sé raunar þeg- ar farin að sýna okkur klærnar. Þessar framtíðarhorfur eru mörg- um umhverfisverndarmanninum mikið áhyggjuefni og eru sumir, til dæmis Jonathon Porritt, helsti ráð- gjafi bresku ríkisstjórnarinnar í um- hverfismálum, farnir að leggja til, að unnið verði að því að fækka fólkinu. Telur hann að á Bretlandseyjum þurfi fólkinu að fækka um helming eða úr um 60 milljónum í 30 millj. Steinar Lem, kunnur, norskur umhverfisverndarmaður, tekur und- ir þetta með Porritt og segir nauð- synlegt að Norðmönnum fækki. Hef- ur hann lagt til, að það verði til dæmis gert með því að afnema barnabætur og aðra aðstoð við barnafólk. Segir hann, að í framtíð- inni verði fólk að axla alla ábyrgð á því að eiga börn, líka fjárhagslega. svs@mbl.is Vilja vinna að fækkun mannfólks Varað við alvarlegri matvælakreppu Jonathon Porritt BENJAMIN Netanyahu, verð- andi forsætisráð- herra í Ísrael, sagði í gær, að hann vildi vinna að friði með Pal- estínumönnum. Stjórn- málaskýrendur segja, að Net- anyahu sé augljóslega að reyna að bæta ímynd sína en litið hefur verið á hann sem harðlínumann, sem and- vígur væri samningum um sjálf- stætt, palestínskt ríki. Alþjóða- samfélagið leggur hins vegar hart að honum að semja enda gæti harð- línustefnan orðið til að einangra Ísr- ael enn frekar. Netanyahu lýsti friðarvilja sínum á ráðstefnu í Jerúsalem en minntist samt ekki á palestínskt ríki. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í fyrrakvöld, að tilkoma Netanyahus myndi ekki auðvelda málin en þau væru jafnbrýn og áður. svs@mbl.is Netanyahu friðmælist Netanyahu Fáðu úrslitin send í símann þinn Sjáumst á landsfundi Göngum hreint til verks 38. landsfundurSjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í Laugardalshöll klukkan 17.30 í dag og eru allir velkomnir á setningarathöfnina. Á landsfundinum sjálfum munu á nítjánda hundrað sjálfstæðismenn koma saman og marka þá stefnu er flokkurinn hyggst leggja áherslu á í komandi kosningum. Starfað verður í nítján málefna- nefndum og sérstök áhersla verður á umræður um skýrslur Endur- reisnarnefndar og Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins sem starfað hafa síðustu mánuði. Það eru blikur á lofti í efnahagsmálum Íslands og ljóst að sú vinstri stjórn sem nú er við völd hyggst reyna að nýta sér það ástand til að knýja fram stórfelldar skattahækkanir á íslenskt launafólk og fyrirtæki og festa í sessi stóraukin ríkisumsvif og- afskipti á öllum sviðum þjóðlífsins. Við verðum að spyrna fótum við þeirri hættu og ganga þess í stað hreint til verks við að byggja upp íslenskt atvinnulíf, auka verðmætasköpun og fjölga störfum. Allar upplýsingar um landsfundinn og annað er viðkemur starfi Sjálfstæðisflokksins er hægt að nálgast á vefnum www.xd.is og þar verður einnig hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá lands- fundinum sem stendur fram á sunnudag. Setning landsfundar í dag 16.00 Tónlist í anddyri og sal. 17.30 Fundarsetning. Hátíðarstund í tilefni 80 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.