Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2009 leigubílstjóri með fullri smíðavinnu, ég fór nokkra túra á togara og var að koma úr siglingu klyfjaður af varningi sem var ekki leyfilegur þá. Ég tók leigubíl úr Akraborginni og það var hann sem keyrði okkur, ég held að honum hafi ekki litist á piltinn. Þegar við Habba fórum að huga að því að búa saman var lítið um leigu- húsnæði, engin lán að hafa fyrir fólk 18 og 19 ára. Þá sagði hann: Sækið bara um lóð, ég lána ykkur mót og byrjið að byggja hús. Við byggðum hús með hans hjálp; það var ekki auð- velt en okkar besta ákvörðun þá. Þannig var hann alltaf hvetjandi. Hann var alltaf tilbúinn að fara í ferðalag og fórum við margar ferð- irnar saman, fjallaferðir á jeppunum okkar, útilegur með fellihýsið og síð- ustu ferðina fórum við síðastliðið sumar þegar við fórum hringinn, hann og Lóa á húsbílnum og við Habba á Fordinum, skoðuðum stífl- una við Kárahnjúka ofl. Ég var stundum að spyrja hvort hann væri ekki þreyttur; nei, hann gat keyrt endalaust. Hann kom oft í vélsmiðjuna, fékk kaffi og við spjöll- uðum. Hann var gæddur þeirri gáfu að segja skemmtilega frá og sagði margar sögurnar frá árum áður. Var mjög minnugur. Síðustu ferðina í vél- smiðjuna kom hann á leiðinni heim frá sjúkrahúsinu, varð að sjá kerruna sem Valdi var að smíða. Þannig er honum vel lýst; fylgjast með öllu sem hans fólk var að starfa. Takk fyrir samfylgdina. Guð blessi þig. Ólafur R. Guðjónsson. Elsku Geir, það er komið að kveðjustund, fjölskyldan vissi í hvað stefndi. Þú háðir hetjulega baráttu við krabbameinið fram á síðustu stundu, þú kvartaðir ekki, þú hafðir það ágætt ef þú varst spurður hvernig þér liði. Sandabraut 10 er búin að vera eins og umferðarmiðstöð sl. daga, fjölskyldan er stór og margir að kíkja inn. Lóa, konan þín, hefur staðið eins og klettur og hugsað um þig heima allt til enda, því heima vildir þú vera. Þú varst mikill fjölskyldumaður og varst dug- legur að fylgjast með börnum og barnabörnum, hvernig þau hefðu það og hvað þau væru að gera. Sælkeri varstu mikill og naust þess vel að borða pönnukökur með sultu hjá mér og teygðir úr þér í sófanum á eftir. Ég veit að þú heldur áfram að fylgjast með þínu fólki og verður örugglega þriðji maður um borð á grásleppunni í vor með Gísla og Valda. Sjómennskan var þér mikils virði og var bryggj- urúntur fastur liður í þínu lífi. Í vetur þegar ég sótti þig á spítalann ásamt Lóu var það fyrsta sem þú sagðir þeg- ar þú komst inn í bílinn: „Sæl Magga mín, eigum við ekki að taka rúnt?“ Þig langaði að sjá út á sjóinn og var það bara minnsta mál. Minningin um þig lifir með okkur í fjölskyldunni. Takk fyrir allt Geir minn. Hvíldu í friði. Þín tengdadóttir Margrét. Elsku afi. Okkur systkinin langar til að minn- ast þín með nokkrum orðum. Við er- um ofboðslega þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér og eiga þær ávallt stað í hjarta okkar. Þú ert maður sem hægt er að líta upp til og það er okkur mikill heiður að hafa fengið að kynnast svona einstakri manneskju. Okkur er minnisstætt ferðalagið, eina verslunarmannahelg- inna, sem við fórum með þér og ömmu. Þá var þvílík hitabylgja og vorum við systkinin að grillast í aft- ursætinu; vorum byrjuð að fækka föt- um til þess að skyggja fyrir sólina og auðvitað varst þú á fjölskylduhraðan- um. Þú keyrðir hægt en öruggt. Þú varst einstaklega heppinn með heils- una fram að níræðisaldri og eru ekki allir svo heppnir. Þú naust þess að borða sætindi og fékkst að grugga í nammipokana okkar. Elsku afi, þú varst búinn að vera mikið lasinn síð- ustu vikurnar og vonum við að þér líði betur núna. Megi Guð geyma þig og við vitum að þú ert nú þarna uppi að fylgjast með okkur og hjálpa okkur í gegnum súrt og sætt. Kærar kveðjur og stórt knús… Þín barnabörn, Lóa Guðrún og Gísli Þór. Elsku afi. Þá er þú farinn á nýjan stað. Þar sem þú eflaust tekur í nefið og segir sögur af fólki sem voru þér samferða í þessu lífi. Og eflaust ertu búinn að hitta gamla vini og ert að spjalli við þá. Við minnumst þín sem afar góðum afa, hugulsamur, næmur, æðrulaus, með skemmtilegan húmor og alltaf með hugann við hvernig aðrir hefðu það. Okkur þykir vænt um þig og vilj- um þakka þér samveruna í þessu lífi og allar þær ómetanlegu stundir sem við deildum saman. Við biðjum algóðan guð að vera með þér. Þegar sól til viðar hnígur eftir fallegan og bjartan dag á öðrum stað þá upp hún stígur og syngur þar nýtt lífsins lag, (Höf. ók.) Geir, Harpa og Hrafnhildur. Nú er minn kæri afi dáinn. Farinn til guðs og orðinn engill sem lítur til með okkur ofan frá himnum. Elsku afi, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman í gegnum árin. Allar heimsóknirnar á Sandabrautina til þín og ömmu, öll fjölskylduboðin og tímann okkar saman á ferðalögum. Ég mun varðveita þessar stundir og minningar vel. Í hjarta mínu munt þú ávallt eiga vísan stað. Ég vil kveðja elsku afa minn með kvöldbæninni minni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Edda. Er við kveðjum vin okkar Geir Valdimarsson koma upp í huga okkar margar og góðar minningar. Hann var með létta lund, sagði skemmtilega frá og naut þess að vera með fjöl- skyldu sinni. Alltaf sagði maður Lóa og Geir, en þau voru sérstaklega sam- rýmd hjón. Ferðuðust þau mikið sam- an, bæði innanlands og utan. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar, bæði frá Akranesi og Vatnsleysu- ströndinni. Blessuð sé minning Geirs Valdi- marssonar. Guðný Dóra, Gunnar og fjölskylda. Þarna er afa svo rétt lýst. Alltaf tilbú- inn að aðstoða aðra. Aldrei sagði hann nei ef hann var beðinn um aðstoð. En Elli kerling bankaði upp á hjá afa, sem okkur þótti öllum svo vænt um, eins og hjá svo mörgum öðrum. Það er með söknuði sem ég kveð þig afi, en samgleðst með þér að vera laus héð- an. Vésteinn (Steini). Elsku afi Bessi. Tíminn okkar saman í þessu lífi er liðinn og ég viðurkenni að það hefur myndast visst tómarúm í hjartanu mínu. Þú og amma Fríða hafið kennt mér svo margt sem verður mér gott veganesti í mínu lífi. Það eru ýmsar hugljúfar minningar sem rifjast upp þegar ég hugsa til baka. Þær eftir- minnilegustu eru þó þær sem við átt- um við eldhúsborðið á Bústaðavegin- um. Þú sitjandi í þínum stól í þínu horni og amma að snúast í kringum okkur berandi fram ilmandi bakkelsi. Þar áttum við margar góðar samræð- ur um daginn og veginn. Mér verður hugsað til útskriftar- gjafar minnar frá þér sem þú gafst mér þegar ég útskrifaðist frá háskól- anum. Það er lítið kærleiksegg og á því stendur „tíminn líður en andar- takið lifir að eilífu“, það á svo vissu- lega við þig, afi minn. Ég mun halda fast í þessar góðu minningar sem við áttum saman og er að eilífu þakklát fyrir þær. Ég veit að þú ert kominn á þann stað sem þú varst farinn að óska þér eftir, sameinaður henni Fríðu þinni. Þó svo söknur minn sé mikill þá er ég líka ánægð fyrir þína hönd að sú bið er á enda. Ég var svo lánsöm að eignast drop- ann sem þú bjóst til úr keramíki í handavinnunni í Seljahlíð sem er unn- inn út frá ljóðinu Rigning eftir Einar Benediktsson. Mig langar að kveðja þig með því ljóði elsku afi minn. Hver, sem veit, nær daggir drjúpa, hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst. Hver er, sem veit, nær knéin krjúpa við kirkjuskör, hvað guði er næst. Fyrst jafnt skal rigna yfir alla, jafnt akurland sem grýtta jörð, – skal nokkurt tár þá tapað falla, skal týna sauði nokkur hjörð? Hver er að dómi æðsta góður – hver er hér smár og hver er stór? Í hverju strái er himingróður, í hverjum dropa er reginsjór. Þín Sólrún Húnfjörð Káradóttir. Elsku afi Bessi. Þó að sorg mín og missir séu mikil býr samt gleði innra með mér yfir því að þú sért loksins búinn að öðlast ró og frið. Eftir skildir þó óteljandi góð- ar minningar sem geta hlýjað mínu hjarta þegar sorgin fyllir það og þakka ég þér fyrir það. Flestar minn- ingar mínar eru um ykkur ömmu og Bústaðaveginn, hve yndislegt það var að koma í heimsókn til ykkar í hlýjuna. Það var farið með mig eins og drottningu og helst þurfti ég að koma svöng til ykkar því ekki kom til mála að borða ekki neitt hjá ykkur. Ég hlakkaði alltaf til að opna jóla- pakkann frá ykkur þar sem ég fékk oftast prjónaða ullarsokka eftir ömmu eða fallegan lampa eða skál sem þú smíðaðir handa mér. Þessir gripir eru mér sem gull í dag og verða þeir vel varðveittir. Ég mun sakna þín elsku afi og ég bið að heilsa ömmu. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning – létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi … (Halla Eyjólfsdóttir.) Elsku Kári (pabbi), Auður, Rakel, Gréta, Haukur, Siggi og Steini, hugur minn er hjá ykkur og megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Ó, svo dapur er dagur vaknar, dægurþrasið svo fjarri er. Mundu þegar þú sárast saknar og sólin skín hvergi nálægt þér að í bæn er falinn máttur er þig magnar þúsundfalt því með bæninni kemur ljósið og í ljósinu lagast allt. (Páll Óskar/Brynhildur Björnsdóttir.) Ástarkveðjur, Eyrún Húnfjörð. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Með þessum orðum kveð ég afa minn Bessa Guðlaugsson, sannkallað- an heiðursmann og þakka honum fyr- ir samfylgdina. Friðþjófur Jóhannesson. Meira: mbl.is/minningar ✝ Okkar elskulega dóttir, fósturdóttir, systir, afa- og ömmustelpa, EYDÍS EDDA SIGMUNDSDÓTTIR, Hólmasundi 2, Reykjavík, lést á heimili sínu að morgni mánudagsins 23. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bára Aðalsteinsdóttir, Elín Sveinsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Oddur, Birta, Rúnar, Ernir og Auður, Kristín Hólm, Aðalsteinn Gíslason, Helga Sigfúsdóttir, Rúnar H. Sigmundsson, Auður Vésteinsdóttir, Sveinn Viðar Jónsson. ✝ Frænka okkar, STEINUNN ÓLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Skógarbæ, áður til heimilis Kleppsvegi 118, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey mánudaginn 23. mars. Steinunn Karlsdóttir, Jóhann Karlsson, Þorbjörg Karlsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR GARÐAR BRAGASON, Stillholti 19, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 22. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Ásdís Magnúsdóttir, Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir, Gunnar Larsen, Magnús Bragi Gunnlaugsson, Margrét Ýr Valgarðsdóttir, Gautur Garðar Gunnlaugsson, Sigríður Ása Sigurðardóttir, Jóhann Bjarki Gunnlaugsson og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÉRA BRAGI BENEDIKTSSON, Kirkjuvöllum 7, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 24. mars. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Bergljót Sveinsdóttir, Sveinn Magnús Bragason, Björk Gunnarsdóttir, Soffía Emelía Bragadóttir, Lilja Bragadóttir, Michael Sigþórsson, Guðrún Björg Bragadóttir, Benedikt Bragason, Trausti Bragason, Sveinn Ómar, Bragi, Sigþór Gellir, Hrólfur og Benóný Orri. ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík 553 3032 Opið 11-16 virka daga ✝ Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HILDUR THEÓDÓRSDÓTTIR, Flétturima 20, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 11. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigþór Pétur Svavarsson, Fannar Freyr, Árni Rúnar Ingason, Laufey Vilmundardóttir, Skúli Theódór Ingason, Hólmfríður Dögg Einarsdóttir, Erling Valur Ingason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.